„Samlíðunin er uppspretta hins æðsta saungs“

Páll Valur Björnsson segir að Samfylkingin vilji ekki leyfa takmarkalausan innflutning á fólki hingað til lands. Það sé kjaftæði sem haldið sé að fólki af popúlískum þjóðrembum sem ala á ótta, sundrungu og andúð gegn útlendingum.

Auglýsing

Eitt af því sem ég heyri í kosn­inga­bar­átt­unni og fólk hefur áhyggjur af er vax­andi fjöldi hæl­is­leit­enda og flótta­manna sem hingað leita eftir skjóli. Eins fárán­legt og það hljómar þá vill fólk halda því fram að við í Sam­fylk­ing­unni viljum leyfa tak­marka­lausan inn­flutn­ing á fólki, opna hér hér allar dyr upp á gátt. Þetta er að sjálf­sögðu kjaftæði sem haldið er að fólki af popúl­ískum þjóð­rembum sem ala á ótta, sundr­ungu og andúð gegn útlend­ing­um. 

Alltaf þegar ég heyri fólk tala á þessum nótum dettur mér í hug heim­ild­ar­kvik­mynd Ósk­ars Gísla­sonar um björg­un­ara­frekið við Látra­bjarg vet­ur­inn 1947. Myndin lýsir því þegar íslenskir björg­un­ar­menn unnu fræki­legt afrek við björgun 12 skip­brots­manna af breska tog­ar­an­um Dhoon í aftaka­veðri og hlutu þeir verð­skuld­aðan heið­ur, bæði hér heima og erlend­is. Þessir menn lögðu líf og limi í stór­kost­lega hættu við að bjarga erlendum mönnum sem voru í hættu stadd­ir. Þessi mynd er í upp­á­haldi hjá mér því að mér finnst hún lýsa svo vel þætti í íslenskri þjóð­ar­sál sem ég held að sé raun­veru­legur og ég er svo stoltur af. Vilj­inn til að rétta þeim hjálp­ar­hönd sem eru í hættu staddir og stór­mennskan til að spyrja ekki um upp­runa þess sem hjálpar er þurfi. Og kjark­ur­inn til að aðstoða þó að því kunni að fylgja ein­hver áhætta.

Ég vil hvetja þá sem mæla gegn því að við Íslend­ingar tökum vel á móti hæl­is­leit­endum og flótta­fólki og veitum því skjól til að horfa á kvik­mynd­ina um björg­un­ara­frekið við Látra­bjarg. Og ég hvet þá til að hug­leiða svo­lítið hvað þessi mynd og þeir hug­rökku vest­firsku björg­un­ar­menn sem þar komu við sögu segja okkur um hvað það er að vera Íslend­ing­ur, hverju við eigum að vera stolt af í sögu okkar og menn­ingu og varð­veita. Lít­il­mennska og nirf­ils­háttur gagn­vart bág­stöddu fólki er svo sann­ar­lega ekki hluti af því.

Auglýsing

Þeim sem sjá ofsjónum yfir kostn­aði sem fylgir því að tryggja hæl­is­leit­endum mann­rétt­indi vil ég benda á að öll mann­rétt­indi kosta. Það kostar til að mynda mikið að vernda eign­ar­rétt­inn, stór hluti verk­efna lög­gæslu og lög­reglu, dóms­kerf­is, snýst um það. En það kemur allt til baka. Fjöl­margar rann­sóknir sýna nefni­lega að þjóðir sem verja mann­rétt­indi best eru líka almennt best settar efna­hags­lega. Það á við um öll mann­rétt­indi. Og það er engin til­viljun

Sam­fylk­ingin hefur alltaf lagt áherslu á að Ísland taki á móti fleira flótta­fólki. Inn­flytj­endur og flótta­fólk auðga íslenskt sam­fé­lag og menn­ingu.

Höf­undur er fram­bjóð­andi Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar