„Samlíðunin er uppspretta hins æðsta saungs“

Páll Valur Björnsson segir að Samfylkingin vilji ekki leyfa takmarkalausan innflutning á fólki hingað til lands. Það sé kjaftæði sem haldið sé að fólki af popúlískum þjóðrembum sem ala á ótta, sundrungu og andúð gegn útlendingum.

Auglýsing

Eitt af því sem ég heyri í kosn­inga­bar­átt­unni og fólk hefur áhyggjur af er vax­andi fjöldi hæl­is­leit­enda og flótta­manna sem hingað leita eftir skjóli. Eins fárán­legt og það hljómar þá vill fólk halda því fram að við í Sam­fylk­ing­unni viljum leyfa tak­marka­lausan inn­flutn­ing á fólki, opna hér hér allar dyr upp á gátt. Þetta er að sjálf­sögðu kjaftæði sem haldið er að fólki af popúl­ískum þjóð­rembum sem ala á ótta, sundr­ungu og andúð gegn útlend­ing­um. 

Alltaf þegar ég heyri fólk tala á þessum nótum dettur mér í hug heim­ild­ar­kvik­mynd Ósk­ars Gísla­sonar um björg­un­ara­frekið við Látra­bjarg vet­ur­inn 1947. Myndin lýsir því þegar íslenskir björg­un­ar­menn unnu fræki­legt afrek við björgun 12 skip­brots­manna af breska tog­ar­an­um Dhoon í aftaka­veðri og hlutu þeir verð­skuld­aðan heið­ur, bæði hér heima og erlend­is. Þessir menn lögðu líf og limi í stór­kost­lega hættu við að bjarga erlendum mönnum sem voru í hættu stadd­ir. Þessi mynd er í upp­á­haldi hjá mér því að mér finnst hún lýsa svo vel þætti í íslenskri þjóð­ar­sál sem ég held að sé raun­veru­legur og ég er svo stoltur af. Vilj­inn til að rétta þeim hjálp­ar­hönd sem eru í hættu staddir og stór­mennskan til að spyrja ekki um upp­runa þess sem hjálpar er þurfi. Og kjark­ur­inn til að aðstoða þó að því kunni að fylgja ein­hver áhætta.

Ég vil hvetja þá sem mæla gegn því að við Íslend­ingar tökum vel á móti hæl­is­leit­endum og flótta­fólki og veitum því skjól til að horfa á kvik­mynd­ina um björg­un­ara­frekið við Látra­bjarg. Og ég hvet þá til að hug­leiða svo­lítið hvað þessi mynd og þeir hug­rökku vest­firsku björg­un­ar­menn sem þar komu við sögu segja okkur um hvað það er að vera Íslend­ing­ur, hverju við eigum að vera stolt af í sögu okkar og menn­ingu og varð­veita. Lít­il­mennska og nirf­ils­háttur gagn­vart bág­stöddu fólki er svo sann­ar­lega ekki hluti af því.

Auglýsing

Þeim sem sjá ofsjónum yfir kostn­aði sem fylgir því að tryggja hæl­is­leit­endum mann­rétt­indi vil ég benda á að öll mann­rétt­indi kosta. Það kostar til að mynda mikið að vernda eign­ar­rétt­inn, stór hluti verk­efna lög­gæslu og lög­reglu, dóms­kerf­is, snýst um það. En það kemur allt til baka. Fjöl­margar rann­sóknir sýna nefni­lega að þjóðir sem verja mann­rétt­indi best eru líka almennt best settar efna­hags­lega. Það á við um öll mann­rétt­indi. Og það er engin til­viljun

Sam­fylk­ingin hefur alltaf lagt áherslu á að Ísland taki á móti fleira flótta­fólki. Inn­flytj­endur og flótta­fólk auðga íslenskt sam­fé­lag og menn­ingu.

Höf­undur er fram­bjóð­andi Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugmynd að útliti smáhýsa eða íbúðarhúsa við Svínhóla.
Sjötíu herbergja lúxushótel í Lóni þarf ekki í umhverfismat
Stefnt er að opnun heilsulindar og hótels í landi Svínhóla á milli Hafnar í Hornafirði og Djúpavogs árið 2022. Hótelkeðjan Six Senses mun sjá um reksturinn. Hótelið yrði í nágrenni Lónsfjarðar og byggingarmagn er áætlað 20 þúsund fermetrar.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Matthildur Björnsdóttir
Að vera útlendingur – Víðara hugtak en við höldum
Kjarninn 22. febrúar 2020
Sönnun þess að hægt er að skrifa um myndlist á lifandi og áhrifaríkan hátt
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar um bókina Vetrargulrætur.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Gylfi Sigurðsson er stærsta íslenska stjarnan í enska boltanum, sem Síminn keypti sýningarréttinn að í fyrra. Hann leikur með Everton.
Tekjur Símans af sjónvarpsþjónustu jukust um 818 milljónir í fyrra
Áhrif kaupanna á sýningarrétti enska boltans, og þeirra breytinga sem Síminn réðst í samhliða innleiðingu hans í sjónvarpsþjónustu sína, eru afar áberandi í uppgjöri félagsins fyrir síðasta ár.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Algjörlega tilbúinn í hið pólitíska at sem fylgir því að stýra RÚV
Stefán Eiríksson segist að sjálfsögðu hafa sínar pólitísku skoðanir og lífsviðhorf, en sé ekki tengdur neinum stjórnmálaflokkum og með góða reynslu af því að takast á við stjórnmálamenn.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Svandís Svavarsdóttir
Sjúklingar borga minna
Kjarninn 22. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður segir Samtök iðnaðarins í áróðursherferð gegn orkufyrirtækjum
Forstjóri Landsvirkjunar spyr hvort meirihluta aðildarfélaga Samtaka iðnaðarins sé samþykkur því að íslenska þjóðin gefi 20-30 milljarða króna til nokkurra alþjóðlegra stórfyrirtækja með því að hætta að selja upprunaábyrgðir.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Kórónaveiran breiðist út – Viðbúnaður aukinn í Bandaríkjunum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að auka viðbúnað til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar