„Samlíðunin er uppspretta hins æðsta saungs“

Páll Valur Björnsson segir að Samfylkingin vilji ekki leyfa takmarkalausan innflutning á fólki hingað til lands. Það sé kjaftæði sem haldið sé að fólki af popúlískum þjóðrembum sem ala á ótta, sundrungu og andúð gegn útlendingum.

Auglýsing

Eitt af því sem ég heyri í kosn­inga­bar­átt­unni og fólk hefur áhyggjur af er vax­andi fjöldi hæl­is­leit­enda og flótta­manna sem hingað leita eftir skjóli. Eins fárán­legt og það hljómar þá vill fólk halda því fram að við í Sam­fylk­ing­unni viljum leyfa tak­marka­lausan inn­flutn­ing á fólki, opna hér hér allar dyr upp á gátt. Þetta er að sjálf­sögðu kjaftæði sem haldið er að fólki af popúl­ískum þjóð­rembum sem ala á ótta, sundr­ungu og andúð gegn útlend­ing­um. 

Alltaf þegar ég heyri fólk tala á þessum nótum dettur mér í hug heim­ild­ar­kvik­mynd Ósk­ars Gísla­sonar um björg­un­ara­frekið við Látra­bjarg vet­ur­inn 1947. Myndin lýsir því þegar íslenskir björg­un­ar­menn unnu fræki­legt afrek við björgun 12 skip­brots­manna af breska tog­ar­an­um Dhoon í aftaka­veðri og hlutu þeir verð­skuld­aðan heið­ur, bæði hér heima og erlend­is. Þessir menn lögðu líf og limi í stór­kost­lega hættu við að bjarga erlendum mönnum sem voru í hættu stadd­ir. Þessi mynd er í upp­á­haldi hjá mér því að mér finnst hún lýsa svo vel þætti í íslenskri þjóð­ar­sál sem ég held að sé raun­veru­legur og ég er svo stoltur af. Vilj­inn til að rétta þeim hjálp­ar­hönd sem eru í hættu staddir og stór­mennskan til að spyrja ekki um upp­runa þess sem hjálpar er þurfi. Og kjark­ur­inn til að aðstoða þó að því kunni að fylgja ein­hver áhætta.

Ég vil hvetja þá sem mæla gegn því að við Íslend­ingar tökum vel á móti hæl­is­leit­endum og flótta­fólki og veitum því skjól til að horfa á kvik­mynd­ina um björg­un­ara­frekið við Látra­bjarg. Og ég hvet þá til að hug­leiða svo­lítið hvað þessi mynd og þeir hug­rökku vest­firsku björg­un­ar­menn sem þar komu við sögu segja okkur um hvað það er að vera Íslend­ing­ur, hverju við eigum að vera stolt af í sögu okkar og menn­ingu og varð­veita. Lít­il­mennska og nirf­ils­háttur gagn­vart bág­stöddu fólki er svo sann­ar­lega ekki hluti af því.

Auglýsing

Þeim sem sjá ofsjónum yfir kostn­aði sem fylgir því að tryggja hæl­is­leit­endum mann­rétt­indi vil ég benda á að öll mann­rétt­indi kosta. Það kostar til að mynda mikið að vernda eign­ar­rétt­inn, stór hluti verk­efna lög­gæslu og lög­reglu, dóms­kerf­is, snýst um það. En það kemur allt til baka. Fjöl­margar rann­sóknir sýna nefni­lega að þjóðir sem verja mann­rétt­indi best eru líka almennt best settar efna­hags­lega. Það á við um öll mann­rétt­indi. Og það er engin til­viljun

Sam­fylk­ingin hefur alltaf lagt áherslu á að Ísland taki á móti fleira flótta­fólki. Inn­flytj­endur og flótta­fólk auðga íslenskt sam­fé­lag og menn­ingu.

Höf­undur er fram­bjóð­andi Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík.

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar