„Samlíðunin er uppspretta hins æðsta saungs“

Páll Valur Björnsson segir að Samfylkingin vilji ekki leyfa takmarkalausan innflutning á fólki hingað til lands. Það sé kjaftæði sem haldið sé að fólki af popúlískum þjóðrembum sem ala á ótta, sundrungu og andúð gegn útlendingum.

Auglýsing

Eitt af því sem ég heyri í kosn­inga­bar­átt­unni og fólk hefur áhyggjur af er vax­andi fjöldi hæl­is­leit­enda og flótta­manna sem hingað leita eftir skjóli. Eins fárán­legt og það hljómar þá vill fólk halda því fram að við í Sam­fylk­ing­unni viljum leyfa tak­marka­lausan inn­flutn­ing á fólki, opna hér hér allar dyr upp á gátt. Þetta er að sjálf­sögðu kjaftæði sem haldið er að fólki af popúl­ískum þjóð­rembum sem ala á ótta, sundr­ungu og andúð gegn útlend­ing­um. 

Alltaf þegar ég heyri fólk tala á þessum nótum dettur mér í hug heim­ild­ar­kvik­mynd Ósk­ars Gísla­sonar um björg­un­ara­frekið við Látra­bjarg vet­ur­inn 1947. Myndin lýsir því þegar íslenskir björg­un­ar­menn unnu fræki­legt afrek við björgun 12 skip­brots­manna af breska tog­ar­an­um Dhoon í aftaka­veðri og hlutu þeir verð­skuld­aðan heið­ur, bæði hér heima og erlend­is. Þessir menn lögðu líf og limi í stór­kost­lega hættu við að bjarga erlendum mönnum sem voru í hættu stadd­ir. Þessi mynd er í upp­á­haldi hjá mér því að mér finnst hún lýsa svo vel þætti í íslenskri þjóð­ar­sál sem ég held að sé raun­veru­legur og ég er svo stoltur af. Vilj­inn til að rétta þeim hjálp­ar­hönd sem eru í hættu staddir og stór­mennskan til að spyrja ekki um upp­runa þess sem hjálpar er þurfi. Og kjark­ur­inn til að aðstoða þó að því kunni að fylgja ein­hver áhætta.

Ég vil hvetja þá sem mæla gegn því að við Íslend­ingar tökum vel á móti hæl­is­leit­endum og flótta­fólki og veitum því skjól til að horfa á kvik­mynd­ina um björg­un­ara­frekið við Látra­bjarg. Og ég hvet þá til að hug­leiða svo­lítið hvað þessi mynd og þeir hug­rökku vest­firsku björg­un­ar­menn sem þar komu við sögu segja okkur um hvað það er að vera Íslend­ing­ur, hverju við eigum að vera stolt af í sögu okkar og menn­ingu og varð­veita. Lít­il­mennska og nirf­ils­háttur gagn­vart bág­stöddu fólki er svo sann­ar­lega ekki hluti af því.

Auglýsing

Þeim sem sjá ofsjónum yfir kostn­aði sem fylgir því að tryggja hæl­is­leit­endum mann­rétt­indi vil ég benda á að öll mann­rétt­indi kosta. Það kostar til að mynda mikið að vernda eign­ar­rétt­inn, stór hluti verk­efna lög­gæslu og lög­reglu, dóms­kerf­is, snýst um það. En það kemur allt til baka. Fjöl­margar rann­sóknir sýna nefni­lega að þjóðir sem verja mann­rétt­indi best eru líka almennt best settar efna­hags­lega. Það á við um öll mann­rétt­indi. Og það er engin til­viljun

Sam­fylk­ingin hefur alltaf lagt áherslu á að Ísland taki á móti fleira flótta­fólki. Inn­flytj­endur og flótta­fólk auðga íslenskt sam­fé­lag og menn­ingu.

Höf­undur er fram­bjóð­andi Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mögulegt lögbrot vegna niðurrifs skipa Eimskips á Indlandi á borði stjórnvalda
Tvö skip Eimskips voru rifin í skipakirkjugarði í Indlandi þar sem umhverfisáhrif niðurrifsins, og starfsaðstæður þeirra sem vinna við það, uppfylla ekki evrópska staðla.
Kjarninn 24. september 2020
Khedr-fjölskyldan hefur fengið dvalarleyfi
Egypska fjölskyldan sem hefur verið í felum í rúma viku fær dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Réttlætið sigrar stundum,“ segir lögfræðingur fjölskyldunnar.
Kjarninn 24. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA
Forsendur lífskjarasamningsins brostnar að mati SA
Samtök atvinnulífsins telja forsendur að baki lífskjarasamningnum brostnar í ljósi gjörbreyttra efnahagsaðstæðna.
Kjarninn 24. september 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ
Forsendur lífskjarasamninga hafa staðist að mati ASÍ
Forsendur kjarasamninganna sem voru undirritaðir í fyrra hafa staðist, þar sem vextir hafa lækkað, kaupmáttur hefur aukist og ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um bann á 40 ára verðtryggðum lánum.
Kjarninn 24. september 2020
Sex mánaða orlof á hvort foreldri verði tekið á fyrstu 18 mánuðunum í lífi barns
Drög að nýjum heildarlögum um fæðingarorlof hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Þegar fæðingarorlofið verður lengt í 12 mánuði um komandi áramót er ráðgert að hvort foreldri taki 6 mánaða orlof. Einungis einn mánuður verður framseljanlegur.
Kjarninn 24. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Upplýsingamengun í boði Alþingis
Kjarninn 24. september 2020
Þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífinu er húsnæðismarkaðurinn á fleygiferð. Og skuldsetning heimila hefur verið að aukast.
Eigið fé Íslendinga í fasteignum hefur tvöfaldast á fimm árum
Íslendingar eru að skuldsetja sig hraðar og hærra fasteignaverð drífur áfram aukna eignamyndun. Alls eru tæplega átta af hverjum tíu krónum sem heimili landsins eiga í hreinni eign bundnar í fasteignum.
Kjarninn 24. september 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 20. þáttur: Dagbækur, drusluskömmun og ódáinsdrykkir
Kjarninn 24. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar