Atvinnuviðtalið

Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir að sitt markmið hafi verið að hafa áhrif á bætt vinnubrögð á Alþingi og leggja áherslu á að þingmenn störfuðu af heilindum við það að setja lög og reglur til að fá bestu niðurstöðu fyrir almenning.

Auglýsing

Fyrir ári síðan sagði mér fyrrum alþing­is­kona að ég væri mætt í atvinnu­við­tal hjá þjóð­inni. Nú þegar ég er aftur komin á þann stað velti ég fyrir mér hvernig best er að und­ir­búa sig undir það. Sem leik­skóla­stjóri tók ég oft á móti fólki í atvinnu­við­töl þar sem við fórum yfir styrk­leika og veik­leika, reynslu og þekk­ingu og hvaða fram­tíð­ar­sýn umsækj­endur höfðu um starf­ið.

Því miður hefur kosn­inga­bar­áttan hingað til, minna snú­ist um þessi atriði en meira um leik­endur og ger­end­ur. Mig langar hins vegar meira að svara spurn­ingum um það sem almenn­ingur kallar eft­ir. Heið­ar­leg vinnu­brögð og fram­lagið til starfs­ins á Alþingi.

Ég mætti til leiks í lok síð­asta árs, stút­full af áhuga og metn­aði til að standa mig vel og vissi að mik­il­væg­asta verk­efnið var að vera heið­ar­leg. Alveg sama hvað ég tæki mér fyrir hend­ur. Mér var fal­inn sá heiður að taka við for­mennsku í vel­ferð­ar­nefnd, vara­for­mennsku í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd og sem fjórði vara­for­seti þings­ins. Ég mætti á 96 af 97 ­nefnd­ar­fund­um auk fjöl­margra ann­arra sem tals­maður barna á Alþingi og í þró­un­ar­sam­vinnu­nefnd. Ég hef haft mikla ánægju af því að bæta við mig þekk­ingu um sam­fé­lagið og kerfin sem þjóna því á hverjum degi. Ég lagði mig fram um að eiga sam­töl og afla þekk­ingar hjá frjálsum félaga­sam­tökum og rík­is­stofn­unum til að skilja sem best kerfin og þau lög og reglur sem lög­gjaf­inn set­ur. Af þeim sam­tölum lærði ég mjög margt um það hvað betur má fara í sam­fé­lag­inu. Ég við­ur­kenni líka að hafa lært að ég hafði stundum rangt fyrir mér. Ég hef því leyft mér að skipta um skoðun eftir að hafa hlustað á þá sem þekk­ingu hafa á þeim málum sem komu til umræðu. Slík þekk­ing er mik­il­vægt vega­nesti sem ég tel nauð­syn­legt að hafa að leið­ar­ljósi við vinnslu mála. 

Auglýsing

Ég lærði líka að sjálf hef ég ýmsa styrk­leika og veik­leika. Margt af því hefur nýst mér í starf­inu og ég hef líka lært að yfir­stíga veik­leika sem voru mér til trafala. Það er ekki alltaf styrk­leiki að brenna af ástríðu fyrir því sem maður tekur sér fyrir hend­ur. Sér­stak­lega ekki í póli­tík. Það kann að hljóma skringi­lega en í mínu til­felli hefur sú ástríða leitt til þess að ég hef fellt tár og misst stjórn á til­finn­ingum mínum í ræðu­stól á Alþingi. Ég hef líka gerst sek um að láta fjöl­skyldu og vini gjalda fyrir það að ég hef lagt ofurá­herslu á að vinna vinn­una mína og gera það vel. Þannig er hins vegar bara starf alþing­is­manna. 

Ég tel að hags­munir þeirra sem mál­efnin varða eigi alltaf að ráða för. Ég hef hins vegar fundið fyrir því að flokkspóli­tík og flokkslínur hafa gjarnan verið teknar fram fyrir þá hags­muni. Ein­hverjir kunna að telja það veik­leika í mínu fari að hafa ekki talað meira um flokk­inn minn en þannig erum við nú bara gerð í Bjartri fram­tíð. Við berjum okkur ekki á brjóst og tölum um flokk­inn því hags­munir heild­ar­innar eru okkur ein­fald­lega ofar í huga en okkar eigin flokk­ur. Við tölum því oftar um jafn­ræði, mann­rétt­indi, hag­nýt­ingu á almannafé og mann­eskju­legra sam­fé­lag en Bjarta fram­tíð. 

Mitt mark­mið var að hafa áhrif á bætt vinnu­brögð á Alþingi og leggja áherslu á að þing­menn störf­uðu af heil­indum við það að setja lög og reglur til að fá bestu nið­ur­stöðu fyrir almenn­ing. Við það verk­efni þurfum við ekki öll að vera sam­mála en við þurfum að bera virð­ingu hvert fyrir öðru og vinna saman að því verk­efni. Í Bjartri fram­tíð lítum við á starf okkar stjórn­mála­manna sem þjón­andi hlut­verk og að það sé okkar meg­in­verk­efni að hlusta á kjós­endur okkar og vinna með það sem við heyr­um. Það er því mitt mark­mið að halda áfram að vinna í þeim anda í þeim til­gangi að skapa sam­fé­lag fyrir alls kon­ar. Sam­fé­lag þar sem allir fá tæki­færi til að njóta lífs­ins og lifa með reisn á sínum for­send­um. Björt fram­tíð var stofnuð til þess.

Ég tel Bjarta fram­tíð eiga mik­il­vægt erindi í stjórn­mál þar sem ákall sam­fé­lags­ins slær í takt við það sem við höfum að bjóða. Við höfum sýnt það í verki að við erum til­búin til að taka erf­iðar ákvarð­an­ir, axla ábyrgð við stjórn og vinnslu mik­il­vægra mála, leita lausna þegar aðrir hafa ekki haft getu til að sýna sveigj­an­leika og síð­ast en ekki síst að standa í lapp­irnar þó það kost­aði okkur eft­ir­gjöf valda til að halda í heið­ar­leg gildi og prinsipp. Þau voru ekki og verða aldrei til sölu fyrir valda­stóla þegar ekki er hægt að treysta sam­starfs­að­ilum til að vera ærlegir í sam­starf­inu. 

Hvað mig varðar er ég til­búin til að halda áfram að vinna að bættum almanna­hag með gagn­sæi, jafn­ræði og heið­ar­leika að leið­ar­ljósi og mun hér eft­ir, sem hingað til, leggja mitt af mörkum við að bæta vinnu­brögð í þing­inu.

Höf­undur er þing­maður Bjartrar fram­tíð­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erfitt getur verið fyrir eldri innflytjendur að finna upplýsingar um réttindi aldraðra og þjónustu við þá.
Eldri konur af erlendum uppruna „ósýnilegar“ í umræðunni og oft einangraðar
Eldri konur af erlendum uppruna hér á landi eru oft einangraðar og því lítið vitað um ofbeldi eða áreitni sem þær gætu hafa orðið fyrir. Sjaldgæft er að þær leiti sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það sem sjávarútvegurinn þarf að gera til að byggja upp traust
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Yfir helmingur landsmanna styður verkfallsaðgerðir Eflingar
Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 59 prósent Íslendinga segjast styðja Eflingu í yfirstandandi launadeilu við Reykjavíkurborg og 56 prósent eru hlynnt verkfallsaðgerðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Yfir fimm þúsund hryssur notaðar í blóðmerahald á síðasta ári
Hægt er að vinna hormón úr blóði hryssa á ákveðnu tímabili meðgöngu og vinna úr því frjósemislyf. Hestahald þar sem framkvæmd er blóðtaka úr hrossum til framleiðslu afurða var stundað á vegum 95 aðila árið 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar