Öflugt atvinnulíf er grunnstoð samfélagsins

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík, fjallar um stefnumál flokksins í atvinnumálum.

Auglýsing

Stærstu atvinnu­vegir lands­ins eru byggðir á nýt­ingu auð­linda, en þeir geta ekki einir staðið undir auknum hag­vexti og bættum lífs­kjörum til fram­tíð­ar. Til að skapa verð­mæt störf og bæta lífs­kjör þurfum við að efla þekk­ing­ar­iðnað um land allt. Hækka þarf end­ur­greiðslu­hlut­fall rann­sókna- og þró­un­ar­kostn­aðar og afnema þak á end­ur­greiðsl­um, bæta starfs­skil­yrði lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja með lækkun trygg­inga­gjalds og styðja við þróun ferða­þjón­ust­unnar um land allt með bættum innvið­um.

Sam­fylk­ingin leggur áherslu á að á Íslandi verði mótuð atvinnu­stefna sem styður við þekk­ing­ar­iðn­að­inn, um leið og við tryggjum sjálf­bæran vöxt og sam­fé­lags­lega sátt um grunnatvinnu­greinar okkar sjáv­ar­út­veg, ferða­þjón­ustu og orku­iðn­að­inn. Lyk­il­at­riði í þeirri fram­þróun er að gera breyt­ingar á mennta­kerf­inu og leggja mun meiri áherslu á nýsköp­un, skap­andi grein­ar, teym­is­vinnu og tækni­grein­ar. Þessar áherslur þarf að leggja allt frá leik­skóla upp í háskól­ana.

Við ætlum að beita okkur fyrir því að end­ur­greiðsla rann­sókn­ar- og þró­un­ar­kostn­aðar verði hækkuð úr 20 pró­sentum í 30 pró­sent og að þak á sjálfri end­ur­greiðslu­upp­hæð­inni verði aflagt. Þetta er nauð­syn­leg aðgerð til að tryggja að þekk­ing­ar­fyr­ir­tæki geti vaxið á Íslandi en keppt á alþjóða­vett­vangi. Í dag eru íslensk þekk­ing­ar­fyr­ir­tæki að flytja hluta rann­sókn­ar- og þró­un­ar­starf­semi sinnar til landa sem hafa afnumið þakið á end­ur­greiðslu­upp­hæð­inni.

Auglýsing

Sam­fylk­ingin leggur sér­staka áherslu á að bæta starfs­skil­yrði lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja, enda eru þau helsta upp­spretta nýrra starfa. Ísland er land smá­fyr­ir­tækj­anna en árið 2012 greiddu þau 44 pró­sent heild­ar­launa í atvinnu­líf­inu. Sú aðgerð sem myndi einna helst bæta starfs­skil­yrði þess­ara fyr­ir­tækja er lækkun trygg­inga­gjalds, enda eru atvinnu­leysis­tölur í dag allt aðrar en þegar gjaldið var hækkað og tíma­bært að end­ur­skoða það.

Ferða­þjón­ustan verði mið­læg í atvinnu­stefnu

Fjöldi ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja um land allt er í upp­bygg­ingu, þau byrja oftar en ekki sem lítil fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki en hafa mörg hver burði til að verða kjöl­festu­fyr­ir­tæki í íslensku atvinnu­lífi. Sam­fylk­ingin vill að ferða­þjón­ustan verði mið­læg í atvinnu­stefnu Íslands, enda er greinin og störfin sem henni fylgja lyk­ill­inn að því að byggð hald­ist um land allt. Þegar litið er til þess átaks sem þarf í upp­bygg­ingu inn­viða er mik­il­vægt að for­gangs­raða verk­efn­unum og líta til þess að sam­göng­ur, ástand vega og upp­bygg­ing ferða­þjón­ustu á lands­byggð­inni eru nátengd mál. Þá þarf að ná sátt um gjald­töku tengda ferða­þjón­ust­unni. Ný könnun sýnir að 76 pró­sent aðila í ferða­þjón­ustu eru hlynntir auk­inni gjald­töku á ferða­menn, sem fari til upp­bygg­ingar inn­viða. Sama könnun sýnir að 79 pró­sent aðila í ferða­þjón­ustu eru á móti hækkun virð­is­auka­skatts á grein­ina. Þessi mál þarf að klára, í sam­ráði við aðila í ferða­þjón­ust­unni.

Mark­aðs­setjum köld svæði

Til að festa ferða­þjón­ust­una í sessi til fram­tíðar þarf að mark­aðs­setja hin svoköll­uðu köldu svæði um land allt bet­ur, enda heim­sækja aðeins 8 pró­sent ferða­manna Vest­firði, 16 pró­sent Aust­firði og 17 pró­sent Akur­eyri. Hlut­fall erlendra ferða­manna í inn­an­lands­flugi er aðeins 20 pró­sent og mik­il­vægt að leita leiða til að styðja við inn­an­lands­flug, þá sér­stak­lega frá Kefla­vík til Akur­eyr­ar, Ísa­fjarðar og Egils­staða.

Þegar vel árar eigum við að geta fjár­fest í grunn­stoðum sam­fé­lags­ins; sterku mennta­kerfi, heil­brigð­is­þjón­ustu og vel­ferð­ar­kerfi sem virkar fyrir þá sem þurfa að nota það. Öfl­ugt atvinnu­líf er ein þess­ara grunn­stoða og stjórn­völd þurfa hvoru tveggja, að skapa starfs­skil­yrði þar sem fyr­ir­tæki geta vaxið og að móta atvinnu­stefnu til fram­tíðar sem er í takt við það sam­fé­lag sem við viljum búa í. Þannig byggjum við gott sam­fé­lag.

Höf­undur er í 2. sæti á lista Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík suð­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar