Öflugt atvinnulíf er grunnstoð samfélagsins

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík, fjallar um stefnumál flokksins í atvinnumálum.

Auglýsing

Stærstu atvinnu­vegir lands­ins eru byggðir á nýt­ingu auð­linda, en þeir geta ekki einir staðið undir auknum hag­vexti og bættum lífs­kjörum til fram­tíð­ar. Til að skapa verð­mæt störf og bæta lífs­kjör þurfum við að efla þekk­ing­ar­iðnað um land allt. Hækka þarf end­ur­greiðslu­hlut­fall rann­sókna- og þró­un­ar­kostn­aðar og afnema þak á end­ur­greiðsl­um, bæta starfs­skil­yrði lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja með lækkun trygg­inga­gjalds og styðja við þróun ferða­þjón­ust­unnar um land allt með bættum innvið­um.

Sam­fylk­ingin leggur áherslu á að á Íslandi verði mótuð atvinnu­stefna sem styður við þekk­ing­ar­iðn­að­inn, um leið og við tryggjum sjálf­bæran vöxt og sam­fé­lags­lega sátt um grunnatvinnu­greinar okkar sjáv­ar­út­veg, ferða­þjón­ustu og orku­iðn­að­inn. Lyk­il­at­riði í þeirri fram­þróun er að gera breyt­ingar á mennta­kerf­inu og leggja mun meiri áherslu á nýsköp­un, skap­andi grein­ar, teym­is­vinnu og tækni­grein­ar. Þessar áherslur þarf að leggja allt frá leik­skóla upp í háskól­ana.

Við ætlum að beita okkur fyrir því að end­ur­greiðsla rann­sókn­ar- og þró­un­ar­kostn­aðar verði hækkuð úr 20 pró­sentum í 30 pró­sent og að þak á sjálfri end­ur­greiðslu­upp­hæð­inni verði aflagt. Þetta er nauð­syn­leg aðgerð til að tryggja að þekk­ing­ar­fyr­ir­tæki geti vaxið á Íslandi en keppt á alþjóða­vett­vangi. Í dag eru íslensk þekk­ing­ar­fyr­ir­tæki að flytja hluta rann­sókn­ar- og þró­un­ar­starf­semi sinnar til landa sem hafa afnumið þakið á end­ur­greiðslu­upp­hæð­inni.

Auglýsing

Sam­fylk­ingin leggur sér­staka áherslu á að bæta starfs­skil­yrði lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja, enda eru þau helsta upp­spretta nýrra starfa. Ísland er land smá­fyr­ir­tækj­anna en árið 2012 greiddu þau 44 pró­sent heild­ar­launa í atvinnu­líf­inu. Sú aðgerð sem myndi einna helst bæta starfs­skil­yrði þess­ara fyr­ir­tækja er lækkun trygg­inga­gjalds, enda eru atvinnu­leysis­tölur í dag allt aðrar en þegar gjaldið var hækkað og tíma­bært að end­ur­skoða það.

Ferða­þjón­ustan verði mið­læg í atvinnu­stefnu

Fjöldi ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja um land allt er í upp­bygg­ingu, þau byrja oftar en ekki sem lítil fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki en hafa mörg hver burði til að verða kjöl­festu­fyr­ir­tæki í íslensku atvinnu­lífi. Sam­fylk­ingin vill að ferða­þjón­ustan verði mið­læg í atvinnu­stefnu Íslands, enda er greinin og störfin sem henni fylgja lyk­ill­inn að því að byggð hald­ist um land allt. Þegar litið er til þess átaks sem þarf í upp­bygg­ingu inn­viða er mik­il­vægt að for­gangs­raða verk­efn­unum og líta til þess að sam­göng­ur, ástand vega og upp­bygg­ing ferða­þjón­ustu á lands­byggð­inni eru nátengd mál. Þá þarf að ná sátt um gjald­töku tengda ferða­þjón­ust­unni. Ný könnun sýnir að 76 pró­sent aðila í ferða­þjón­ustu eru hlynntir auk­inni gjald­töku á ferða­menn, sem fari til upp­bygg­ingar inn­viða. Sama könnun sýnir að 79 pró­sent aðila í ferða­þjón­ustu eru á móti hækkun virð­is­auka­skatts á grein­ina. Þessi mál þarf að klára, í sam­ráði við aðila í ferða­þjón­ust­unni.

Mark­aðs­setjum köld svæði

Til að festa ferða­þjón­ust­una í sessi til fram­tíðar þarf að mark­aðs­setja hin svoköll­uðu köldu svæði um land allt bet­ur, enda heim­sækja aðeins 8 pró­sent ferða­manna Vest­firði, 16 pró­sent Aust­firði og 17 pró­sent Akur­eyri. Hlut­fall erlendra ferða­manna í inn­an­lands­flugi er aðeins 20 pró­sent og mik­il­vægt að leita leiða til að styðja við inn­an­lands­flug, þá sér­stak­lega frá Kefla­vík til Akur­eyr­ar, Ísa­fjarðar og Egils­staða.

Þegar vel árar eigum við að geta fjár­fest í grunn­stoðum sam­fé­lags­ins; sterku mennta­kerfi, heil­brigð­is­þjón­ustu og vel­ferð­ar­kerfi sem virkar fyrir þá sem þurfa að nota það. Öfl­ugt atvinnu­líf er ein þess­ara grunn­stoða og stjórn­völd þurfa hvoru tveggja, að skapa starfs­skil­yrði þar sem fyr­ir­tæki geta vaxið og að móta atvinnu­stefnu til fram­tíðar sem er í takt við það sam­fé­lag sem við viljum búa í. Þannig byggjum við gott sam­fé­lag.

Höf­undur er í 2. sæti á lista Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík suð­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar