Öflugt atvinnulíf er grunnstoð samfélagsins

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík, fjallar um stefnumál flokksins í atvinnumálum.

Auglýsing

Stærstu atvinnu­vegir lands­ins eru byggðir á nýt­ingu auð­linda, en þeir geta ekki einir staðið undir auknum hag­vexti og bættum lífs­kjörum til fram­tíð­ar. Til að skapa verð­mæt störf og bæta lífs­kjör þurfum við að efla þekk­ing­ar­iðnað um land allt. Hækka þarf end­ur­greiðslu­hlut­fall rann­sókna- og þró­un­ar­kostn­aðar og afnema þak á end­ur­greiðsl­um, bæta starfs­skil­yrði lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja með lækkun trygg­inga­gjalds og styðja við þróun ferða­þjón­ust­unnar um land allt með bættum innvið­um.

Sam­fylk­ingin leggur áherslu á að á Íslandi verði mótuð atvinnu­stefna sem styður við þekk­ing­ar­iðn­að­inn, um leið og við tryggjum sjálf­bæran vöxt og sam­fé­lags­lega sátt um grunnatvinnu­greinar okkar sjáv­ar­út­veg, ferða­þjón­ustu og orku­iðn­að­inn. Lyk­il­at­riði í þeirri fram­þróun er að gera breyt­ingar á mennta­kerf­inu og leggja mun meiri áherslu á nýsköp­un, skap­andi grein­ar, teym­is­vinnu og tækni­grein­ar. Þessar áherslur þarf að leggja allt frá leik­skóla upp í háskól­ana.

Við ætlum að beita okkur fyrir því að end­ur­greiðsla rann­sókn­ar- og þró­un­ar­kostn­aðar verði hækkuð úr 20 pró­sentum í 30 pró­sent og að þak á sjálfri end­ur­greiðslu­upp­hæð­inni verði aflagt. Þetta er nauð­syn­leg aðgerð til að tryggja að þekk­ing­ar­fyr­ir­tæki geti vaxið á Íslandi en keppt á alþjóða­vett­vangi. Í dag eru íslensk þekk­ing­ar­fyr­ir­tæki að flytja hluta rann­sókn­ar- og þró­un­ar­starf­semi sinnar til landa sem hafa afnumið þakið á end­ur­greiðslu­upp­hæð­inni.

Auglýsing

Sam­fylk­ingin leggur sér­staka áherslu á að bæta starfs­skil­yrði lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja, enda eru þau helsta upp­spretta nýrra starfa. Ísland er land smá­fyr­ir­tækj­anna en árið 2012 greiddu þau 44 pró­sent heild­ar­launa í atvinnu­líf­inu. Sú aðgerð sem myndi einna helst bæta starfs­skil­yrði þess­ara fyr­ir­tækja er lækkun trygg­inga­gjalds, enda eru atvinnu­leysis­tölur í dag allt aðrar en þegar gjaldið var hækkað og tíma­bært að end­ur­skoða það.

Ferða­þjón­ustan verði mið­læg í atvinnu­stefnu

Fjöldi ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja um land allt er í upp­bygg­ingu, þau byrja oftar en ekki sem lítil fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki en hafa mörg hver burði til að verða kjöl­festu­fyr­ir­tæki í íslensku atvinnu­lífi. Sam­fylk­ingin vill að ferða­þjón­ustan verði mið­læg í atvinnu­stefnu Íslands, enda er greinin og störfin sem henni fylgja lyk­ill­inn að því að byggð hald­ist um land allt. Þegar litið er til þess átaks sem þarf í upp­bygg­ingu inn­viða er mik­il­vægt að for­gangs­raða verk­efn­unum og líta til þess að sam­göng­ur, ástand vega og upp­bygg­ing ferða­þjón­ustu á lands­byggð­inni eru nátengd mál. Þá þarf að ná sátt um gjald­töku tengda ferða­þjón­ust­unni. Ný könnun sýnir að 76 pró­sent aðila í ferða­þjón­ustu eru hlynntir auk­inni gjald­töku á ferða­menn, sem fari til upp­bygg­ingar inn­viða. Sama könnun sýnir að 79 pró­sent aðila í ferða­þjón­ustu eru á móti hækkun virð­is­auka­skatts á grein­ina. Þessi mál þarf að klára, í sam­ráði við aðila í ferða­þjón­ust­unni.

Mark­aðs­setjum köld svæði

Til að festa ferða­þjón­ust­una í sessi til fram­tíðar þarf að mark­aðs­setja hin svoköll­uðu köldu svæði um land allt bet­ur, enda heim­sækja aðeins 8 pró­sent ferða­manna Vest­firði, 16 pró­sent Aust­firði og 17 pró­sent Akur­eyri. Hlut­fall erlendra ferða­manna í inn­an­lands­flugi er aðeins 20 pró­sent og mik­il­vægt að leita leiða til að styðja við inn­an­lands­flug, þá sér­stak­lega frá Kefla­vík til Akur­eyr­ar, Ísa­fjarðar og Egils­staða.

Þegar vel árar eigum við að geta fjár­fest í grunn­stoðum sam­fé­lags­ins; sterku mennta­kerfi, heil­brigð­is­þjón­ustu og vel­ferð­ar­kerfi sem virkar fyrir þá sem þurfa að nota það. Öfl­ugt atvinnu­líf er ein þess­ara grunn­stoða og stjórn­völd þurfa hvoru tveggja, að skapa starfs­skil­yrði þar sem fyr­ir­tæki geta vaxið og að móta atvinnu­stefnu til fram­tíðar sem er í takt við það sam­fé­lag sem við viljum búa í. Þannig byggjum við gott sam­fé­lag.

Höf­undur er í 2. sæti á lista Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík suð­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erfitt getur verið fyrir eldri innflytjendur að finna upplýsingar um réttindi aldraðra og þjónustu við þá.
Eldri konur af erlendum uppruna „ósýnilegar“ í umræðunni og oft einangraðar
Eldri konur af erlendum uppruna hér á landi eru oft einangraðar og því lítið vitað um ofbeldi eða áreitni sem þær gætu hafa orðið fyrir. Sjaldgæft er að þær leiti sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það sem sjávarútvegurinn þarf að gera til að byggja upp traust
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Yfir helmingur landsmanna styður verkfallsaðgerðir Eflingar
Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 59 prósent Íslendinga segjast styðja Eflingu í yfirstandandi launadeilu við Reykjavíkurborg og 56 prósent eru hlynnt verkfallsaðgerðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Yfir fimm þúsund hryssur notaðar í blóðmerahald á síðasta ári
Hægt er að vinna hormón úr blóði hryssa á ákveðnu tímabili meðgöngu og vinna úr því frjósemislyf. Hestahald þar sem framkvæmd er blóðtaka úr hrossum til framleiðslu afurða var stundað á vegum 95 aðila árið 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar