Ferðaþjónustan – stærsta tækifærið

Pétur Óskarsson segir að vanda þurfi ákvarðanir sem snerta rekstrarskilyrði ferðaþjónustunnar.

Auglýsing

Ekki þarf að fjöl­yrða um jákvæð áhrif ferða­þjón­ust­unnar á efna­hag þjóð­ar­innar síð­ustu ár. Atvinnu­grein sem áður var talin auka­bú­grein og áhuga­mál er orðin stærsta atvinnu­grein lands­ins. Þessum vexti hafa fylgt mikil hag­sæld en einnig áskor­anir og álita­mál:

Nátt­úru­vernd – hvernig eigum við að tryggja að með auk­inni ferða­þjón­ustu verði ekki gengið á mest­u auð­æfi ­þjóð­ar­inn­ar, íslenska nátt­úru? 

Við hjá Bjartri fram­tíð teljum að þjóð­garða­væð­ing sé sterkasta svarið við auknum gesta­komum í nátt­úru Íslands. Þjóð­garðar snú­ast um skipu­lag og utan­um­hald á ábyrgri nátt­úru­vernd og ábyrgri nýt­ingu. Mik­il­væg­asta verk­efnið sem vel er á veg komið er að gera mið­há­lendið að þjóð­garði en síðan þurfa að fylgja friðlandið á Horn­ströndum og fleiri við­kvæm svæði. Þjóð­garð­ar, ráða fag­fólk, fjár­festa í innviðum og geta tekið hóf­legt gjald fyrir veitta þjón­ustu.

Auglýsing

Sam­fé­lagið – hvernig ætlum við að tryggja að ferða­þjón­ustan geti starfað í sátt og sam­lyndi við þjóð­ina? 

Þegar vel er að gáð erum við öll hluti af ferða­þjón­ust­unni með einum eða öðrum hætti. Jákvætt við­horf til ferða­þjón­ust­unnar er skil­yrði fyrir lang­tíma upp­bygg­ingu og árangri grein­ar­inn­ar. Björt fram­tíð vill tryggja góð rekstr­ar­skil­yrði ferða­þjón­ust­unnar um land allt og styðja betur við innri mark­aðs­setn­ingu ferða­þjón­ust­unnar og mark­aðs­færslu lands­hlut­anna. Auka þarf mark­aðs­sókn í þeim löndum þar sem auð­veld­ast er fá lands­byggða­ferða­menn og selja landið allt. Flestar gistinætur á lands­byggð­inni koma frá Mið­evr­ópu, þar þarf að gefa í en ekki draga úr mark­aðs­sókn eins og gert hefur verið síð­ustu ár.

Efna­hags­mál – hvernig ætlum við að tryggja heil­brigt rekstr­ar­um­hverfi og jákvæð áhrif ferða­þjón­ust­unnar á íslenskt efna­hags­líf til fram­tíð­ar? Ferða­þjón­ustan þarf að verða und­ir­staða stöð­ug­leika og lang­tíma upp­bygg­ingar traustra inn­viða, ekki bóla sem springur á næstu árum.

Vanda þarf ákvarð­anir sem snerta rekstr­ar­skil­yrði ferða­þjón­ust­unn­ar. Við viljum ekki gera van­hugs­aðar til­raunir með fjöreggið okk­ar. Tökum góðar ákvarð­anir með góðum fyr­ir­vara á grund­velli fag­legra grein­inga og sam­ráðs við grein­ina. Rík­is­sjóður er stærsti ein­staki hags­muna­að­il­inn í ferða­þjón­ust­unni, tryggja þarf sveit­ar­fé­lög­unum tekjur af ferða­þjón­ust­unni. Stór­auka þarf útgjöld til rann­sókna í ferða­þjón­ust­unni en í dag er þau mál í miklum ólestri.

Nýtum þetta ein­staka tæki­færi sem við höfum núna með lang­tíma­hugsun að leið­ar­ljósi.

Höf­undur er í 6. sæti á lista Bjartrar fram­tíðar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar