Ferðaþjónustan – stærsta tækifærið

Pétur Óskarsson segir að vanda þurfi ákvarðanir sem snerta rekstrarskilyrði ferðaþjónustunnar.

Auglýsing

Ekki þarf að fjöl­yrða um jákvæð áhrif ferða­þjón­ust­unnar á efna­hag þjóð­ar­innar síð­ustu ár. Atvinnu­grein sem áður var talin auka­bú­grein og áhuga­mál er orðin stærsta atvinnu­grein lands­ins. Þessum vexti hafa fylgt mikil hag­sæld en einnig áskor­anir og álita­mál:

Nátt­úru­vernd – hvernig eigum við að tryggja að með auk­inni ferða­þjón­ustu verði ekki gengið á mest­u auð­æfi ­þjóð­ar­inn­ar, íslenska nátt­úru? 

Við hjá Bjartri fram­tíð teljum að þjóð­garða­væð­ing sé sterkasta svarið við auknum gesta­komum í nátt­úru Íslands. Þjóð­garðar snú­ast um skipu­lag og utan­um­hald á ábyrgri nátt­úru­vernd og ábyrgri nýt­ingu. Mik­il­væg­asta verk­efnið sem vel er á veg komið er að gera mið­há­lendið að þjóð­garði en síðan þurfa að fylgja friðlandið á Horn­ströndum og fleiri við­kvæm svæði. Þjóð­garð­ar, ráða fag­fólk, fjár­festa í innviðum og geta tekið hóf­legt gjald fyrir veitta þjón­ustu.

Auglýsing

Sam­fé­lagið – hvernig ætlum við að tryggja að ferða­þjón­ustan geti starfað í sátt og sam­lyndi við þjóð­ina? 

Þegar vel er að gáð erum við öll hluti af ferða­þjón­ust­unni með einum eða öðrum hætti. Jákvætt við­horf til ferða­þjón­ust­unnar er skil­yrði fyrir lang­tíma upp­bygg­ingu og árangri grein­ar­inn­ar. Björt fram­tíð vill tryggja góð rekstr­ar­skil­yrði ferða­þjón­ust­unnar um land allt og styðja betur við innri mark­aðs­setn­ingu ferða­þjón­ust­unnar og mark­aðs­færslu lands­hlut­anna. Auka þarf mark­aðs­sókn í þeim löndum þar sem auð­veld­ast er fá lands­byggða­ferða­menn og selja landið allt. Flestar gistinætur á lands­byggð­inni koma frá Mið­evr­ópu, þar þarf að gefa í en ekki draga úr mark­aðs­sókn eins og gert hefur verið síð­ustu ár.

Efna­hags­mál – hvernig ætlum við að tryggja heil­brigt rekstr­ar­um­hverfi og jákvæð áhrif ferða­þjón­ust­unnar á íslenskt efna­hags­líf til fram­tíð­ar? Ferða­þjón­ustan þarf að verða und­ir­staða stöð­ug­leika og lang­tíma upp­bygg­ingar traustra inn­viða, ekki bóla sem springur á næstu árum.

Vanda þarf ákvarð­anir sem snerta rekstr­ar­skil­yrði ferða­þjón­ust­unn­ar. Við viljum ekki gera van­hugs­aðar til­raunir með fjöreggið okk­ar. Tökum góðar ákvarð­anir með góðum fyr­ir­vara á grund­velli fag­legra grein­inga og sam­ráðs við grein­ina. Rík­is­sjóður er stærsti ein­staki hags­muna­að­il­inn í ferða­þjón­ust­unni, tryggja þarf sveit­ar­fé­lög­unum tekjur af ferða­þjón­ust­unni. Stór­auka þarf útgjöld til rann­sókna í ferða­þjón­ust­unni en í dag er þau mál í miklum ólestri.

Nýtum þetta ein­staka tæki­færi sem við höfum núna með lang­tíma­hugsun að leið­ar­ljósi.

Höf­undur er í 6. sæti á lista Bjartrar fram­tíðar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi.

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar