Ferðaþjónustan – stærsta tækifærið

Pétur Óskarsson segir að vanda þurfi ákvarðanir sem snerta rekstrarskilyrði ferðaþjónustunnar.

Auglýsing

Ekki þarf að fjöl­yrða um jákvæð áhrif ferða­þjón­ust­unnar á efna­hag þjóð­ar­innar síð­ustu ár. Atvinnu­grein sem áður var talin auka­bú­grein og áhuga­mál er orðin stærsta atvinnu­grein lands­ins. Þessum vexti hafa fylgt mikil hag­sæld en einnig áskor­anir og álita­mál:

Nátt­úru­vernd – hvernig eigum við að tryggja að með auk­inni ferða­þjón­ustu verði ekki gengið á mest­u auð­æfi ­þjóð­ar­inn­ar, íslenska nátt­úru? 

Við hjá Bjartri fram­tíð teljum að þjóð­garða­væð­ing sé sterkasta svarið við auknum gesta­komum í nátt­úru Íslands. Þjóð­garðar snú­ast um skipu­lag og utan­um­hald á ábyrgri nátt­úru­vernd og ábyrgri nýt­ingu. Mik­il­væg­asta verk­efnið sem vel er á veg komið er að gera mið­há­lendið að þjóð­garði en síðan þurfa að fylgja friðlandið á Horn­ströndum og fleiri við­kvæm svæði. Þjóð­garð­ar, ráða fag­fólk, fjár­festa í innviðum og geta tekið hóf­legt gjald fyrir veitta þjón­ustu.

Auglýsing

Sam­fé­lagið – hvernig ætlum við að tryggja að ferða­þjón­ustan geti starfað í sátt og sam­lyndi við þjóð­ina? 

Þegar vel er að gáð erum við öll hluti af ferða­þjón­ust­unni með einum eða öðrum hætti. Jákvætt við­horf til ferða­þjón­ust­unnar er skil­yrði fyrir lang­tíma upp­bygg­ingu og árangri grein­ar­inn­ar. Björt fram­tíð vill tryggja góð rekstr­ar­skil­yrði ferða­þjón­ust­unnar um land allt og styðja betur við innri mark­aðs­setn­ingu ferða­þjón­ust­unnar og mark­aðs­færslu lands­hlut­anna. Auka þarf mark­aðs­sókn í þeim löndum þar sem auð­veld­ast er fá lands­byggða­ferða­menn og selja landið allt. Flestar gistinætur á lands­byggð­inni koma frá Mið­evr­ópu, þar þarf að gefa í en ekki draga úr mark­aðs­sókn eins og gert hefur verið síð­ustu ár.

Efna­hags­mál – hvernig ætlum við að tryggja heil­brigt rekstr­ar­um­hverfi og jákvæð áhrif ferða­þjón­ust­unnar á íslenskt efna­hags­líf til fram­tíð­ar? Ferða­þjón­ustan þarf að verða und­ir­staða stöð­ug­leika og lang­tíma upp­bygg­ingar traustra inn­viða, ekki bóla sem springur á næstu árum.

Vanda þarf ákvarð­anir sem snerta rekstr­ar­skil­yrði ferða­þjón­ust­unn­ar. Við viljum ekki gera van­hugs­aðar til­raunir með fjöreggið okk­ar. Tökum góðar ákvarð­anir með góðum fyr­ir­vara á grund­velli fag­legra grein­inga og sam­ráðs við grein­ina. Rík­is­sjóður er stærsti ein­staki hags­muna­að­il­inn í ferða­þjón­ust­unni, tryggja þarf sveit­ar­fé­lög­unum tekjur af ferða­þjón­ust­unni. Stór­auka þarf útgjöld til rann­sókna í ferða­þjón­ust­unni en í dag er þau mál í miklum ólestri.

Nýtum þetta ein­staka tæki­færi sem við höfum núna með lang­tíma­hugsun að leið­ar­ljósi.

Höf­undur er í 6. sæti á lista Bjartrar fram­tíðar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erfitt getur verið fyrir eldri innflytjendur að finna upplýsingar um réttindi aldraðra og þjónustu við þá.
Eldri konur af erlendum uppruna „ósýnilegar“ í umræðunni og oft einangraðar
Eldri konur af erlendum uppruna hér á landi eru oft einangraðar og því lítið vitað um ofbeldi eða áreitni sem þær gætu hafa orðið fyrir. Sjaldgæft er að þær leiti sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það sem sjávarútvegurinn þarf að gera til að byggja upp traust
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Yfir helmingur landsmanna styður verkfallsaðgerðir Eflingar
Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 59 prósent Íslendinga segjast styðja Eflingu í yfirstandandi launadeilu við Reykjavíkurborg og 56 prósent eru hlynnt verkfallsaðgerðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Yfir fimm þúsund hryssur notaðar í blóðmerahald á síðasta ári
Hægt er að vinna hormón úr blóði hryssa á ákveðnu tímabili meðgöngu og vinna úr því frjósemislyf. Hestahald þar sem framkvæmd er blóðtaka úr hrossum til framleiðslu afurða var stundað á vegum 95 aðila árið 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar