Ferðaþjónustan – stærsta tækifærið

Pétur Óskarsson segir að vanda þurfi ákvarðanir sem snerta rekstrarskilyrði ferðaþjónustunnar.

Auglýsing

Ekki þarf að fjöl­yrða um jákvæð áhrif ferða­þjón­ust­unnar á efna­hag þjóð­ar­innar síð­ustu ár. Atvinnu­grein sem áður var talin auka­bú­grein og áhuga­mál er orðin stærsta atvinnu­grein lands­ins. Þessum vexti hafa fylgt mikil hag­sæld en einnig áskor­anir og álita­mál:

Nátt­úru­vernd – hvernig eigum við að tryggja að með auk­inni ferða­þjón­ustu verði ekki gengið á mest­u auð­æfi ­þjóð­ar­inn­ar, íslenska nátt­úru? 

Við hjá Bjartri fram­tíð teljum að þjóð­garða­væð­ing sé sterkasta svarið við auknum gesta­komum í nátt­úru Íslands. Þjóð­garðar snú­ast um skipu­lag og utan­um­hald á ábyrgri nátt­úru­vernd og ábyrgri nýt­ingu. Mik­il­væg­asta verk­efnið sem vel er á veg komið er að gera mið­há­lendið að þjóð­garði en síðan þurfa að fylgja friðlandið á Horn­ströndum og fleiri við­kvæm svæði. Þjóð­garð­ar, ráða fag­fólk, fjár­festa í innviðum og geta tekið hóf­legt gjald fyrir veitta þjón­ustu.

Auglýsing

Sam­fé­lagið – hvernig ætlum við að tryggja að ferða­þjón­ustan geti starfað í sátt og sam­lyndi við þjóð­ina? 

Þegar vel er að gáð erum við öll hluti af ferða­þjón­ust­unni með einum eða öðrum hætti. Jákvætt við­horf til ferða­þjón­ust­unnar er skil­yrði fyrir lang­tíma upp­bygg­ingu og árangri grein­ar­inn­ar. Björt fram­tíð vill tryggja góð rekstr­ar­skil­yrði ferða­þjón­ust­unnar um land allt og styðja betur við innri mark­aðs­setn­ingu ferða­þjón­ust­unnar og mark­aðs­færslu lands­hlut­anna. Auka þarf mark­aðs­sókn í þeim löndum þar sem auð­veld­ast er fá lands­byggða­ferða­menn og selja landið allt. Flestar gistinætur á lands­byggð­inni koma frá Mið­evr­ópu, þar þarf að gefa í en ekki draga úr mark­aðs­sókn eins og gert hefur verið síð­ustu ár.

Efna­hags­mál – hvernig ætlum við að tryggja heil­brigt rekstr­ar­um­hverfi og jákvæð áhrif ferða­þjón­ust­unnar á íslenskt efna­hags­líf til fram­tíð­ar? Ferða­þjón­ustan þarf að verða und­ir­staða stöð­ug­leika og lang­tíma upp­bygg­ingar traustra inn­viða, ekki bóla sem springur á næstu árum.

Vanda þarf ákvarð­anir sem snerta rekstr­ar­skil­yrði ferða­þjón­ust­unn­ar. Við viljum ekki gera van­hugs­aðar til­raunir með fjöreggið okk­ar. Tökum góðar ákvarð­anir með góðum fyr­ir­vara á grund­velli fag­legra grein­inga og sam­ráðs við grein­ina. Rík­is­sjóður er stærsti ein­staki hags­muna­að­il­inn í ferða­þjón­ust­unni, tryggja þarf sveit­ar­fé­lög­unum tekjur af ferða­þjón­ust­unni. Stór­auka þarf útgjöld til rann­sókna í ferða­þjón­ust­unni en í dag er þau mál í miklum ólestri.

Nýtum þetta ein­staka tæki­færi sem við höfum núna með lang­tíma­hugsun að leið­ar­ljósi.

Höf­undur er í 6. sæti á lista Bjartrar fram­tíðar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar