Geðheilbrigði, brauðfætur og göngutúr

Sálfræðingur sem starfar á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans með vangaveltur um geðheilsu barna og unglinga.

Auglýsing

Nán­ast viku­lega lesum við fréttir um versn­andi líðan ung­menna, aukna notkun geð­lyfja og bágri stöðu heil­brigð­is­kerf­is­ins almennt. Mikið hefur verið fjallað um hækk­andi tíðni kvíða- og til­finn­inga­vanda barna og ung­linga, sér­stak­lega stúlkna á fram­halds­skóla­aldri. Auð­vitað er þetta áhyggju­efni sem við þurfum að taka alvar­lega og vinna að úrbótum á. 

Heitt umræðu­efni 

Það hefur eflaust ekki farið fram hjá mörgum að umbætur í heil­brigð­is­kerf­inu eru ofar­lega á baugi hjá fram­bjóð­endum til Alþing­is­kosn­inga 2017. Núna, korter í kosn­ing­ar, virð­ist geð­heil­brigði barna og ung­linga sér­stak­lega vera í deigl­unni. 

Þverpóli­tísk sátt virð­ist ríkja um að gera þurfi betur í mál­efnum sem snúa að geð­heilsu barna og ung­linga, sem auð­vitað er mjög jákvætt! Skiptar skoð­anir eru þó um útfærslu á þessum mál­efn­um. For­ystu­menn flokk­anna takast meðal ann­ars á um mál­efni sem snúa að mis­mun­andi áherslum á opin­bert eða einka­rekið heil­brigð­is­kerfi. Sýn fram­bjóð­enda á alvar­leika geð­heil­brigð­is­vand­ans er ólík og þar af leið­andi mis­mun­andi skoð­anir á því hvernig og hversu miklu rík­isfé eigi að ráð­stafa í þessum til­gangi.

Auglýsing

Heil­brigð­is­kerfi á brauð­fótum

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, tók það sterkt til orða í leið­togaum­ræðum á RÚV að  hann teldi að heil­brigð­is­kerfi okkar Íslend­inga stæði á brauð­fót­um. Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri Grænna, hefur einnig tjáð sig opin­ber­lega um óánægju sína með fyr­ir­hug­uðum útgjöldum til  heil­brigð­is­kerf­is­ins í frum­varpi sitj­andi rík­is­stjórnar til fjár­laga og veltir því fyrir sér hvers vegna ekki sé brugð­ist sterkara við fjársvelti innan þess. Bjarni Bene­dikts­son, sitj­andi for­sæt­is­ráð­herra, vill sömu­leiðis auka við fjár­fram­lögum til heil­brigð­is­kerf­is­ins en lagði áherslu á að bera þurfi saman opin­bera og einka­rekna heil­brigð­is­þjón­ustu í For­ystu­sæt­inu á RÚV fyrr í mán­uð­in­um. Hann taldi mik­il­vægt að hið opin­bera heil­brigð­is­kerfi tæki við þeim allra veik­ustu og að á rík­is­rek­inni stofnun eins og Land­spít­al­anum yrðu fram­kvæmdar allar stærri og flókn­ari aðgerðir meðal ann­ars þegar líf fólks væri í hættu. Út frá þeirri stað­hæf­ingu tel ég ein­falt að færa rök fyrir því að barn eða ung­lingur í sjálfs­vígs­hættu ætti einnig að hafa greiðan aðgang að fag­að­ila, eins og t.a.m. sál­fræð­ingi, óháð fjár­hag for­eldra. Þannig er það ekki fyrir þessar kosn­ingar og í raun þurfa mörg börn með alvarlegan geð­rænan vanda enn að bíða eftir þjón­ustu þess­ara fag­að­ila.

Hvað getum við gert bet­ur?

Við berum öll ábyrgð á því að halda umræð­unni um betra geð­heil­brigði á lofti. Rann­sóknir hafa sýnt að for­varnir eru mik­il­vægur liður í því að bæta geð­heilsu ungs fólks. Vafa­laust þarf að efla til­finn­inga­fræðslu og aðra fræðslu í skólum um gagn­legar leiðir til að takast á við mót­læti í líf­inu. 

Mikl­vægt er að heil­brigð­is­starfs­fólki sé gert kleift að við­halda og efla sér­þekk­ingu sína innan heil­brigð­is­kerf­is­ins. 

Einnig þarf að bæta aðgengi að fag­að­ilum í geð­heil­brigð­is­þjón­ustu. Börn og ung­lingar eiga ekki að þurfa að bíða eftir því að kom­ast að hjá sál­fræð­ingi og eiga að geta sótt slíka þjón­ustu óháð fjár­hag for­eldra.

Göngutúr í átt að breyt­ingum

Aukin vit­und­ar­vakn­ing í sam­fé­lag­inu og umræða fram­bjóð­enda um geð­heil­brigði er eitt skref. Við sem sam­fé­lag eigum þó mörg skref ógengin enn. Mik­il­vægt er, hvernig sem úrslit ráð­ast í Alþing­is­kosn­ing­unum 2017, að ólíkir flokkar geti sam­ein­ast um heilla­væn­lega stefnu í geð­heil­brigð­is­mál­unum og gengið sama veg. Ekki er gerð krafa um að hinir verð­andi kjörnu full­túrar leið­ist í hendur heldur skulu þeir ein­beita sér að því að ganga í sömu átt. Göngu­hrað­inn þarf að vera þokka­lega góður og jafn í stað þess að byrja á sprett­hlaupi sem endar óneit­an­lega á því að menn verða á stuttri stundu uppi­skroppa með ork­una. 

Hugsum og ræðum vand­lega um það hvaða þjón­ustu við viljum að börn okkar hafi aðgang að og hvernig við ætlum raun­veru­lega að láta það verða að veru­leika. 

Höf­undur er sál­fræð­ingur og starfar á Barna- og ung­linga­geð­deild Land­spít­al­ans.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar