Geðheilbrigði, brauðfætur og göngutúr

Sálfræðingur sem starfar á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans með vangaveltur um geðheilsu barna og unglinga.

Auglýsing

Nán­ast viku­lega lesum við fréttir um versn­andi líðan ung­menna, aukna notkun geð­lyfja og bágri stöðu heil­brigð­is­kerf­is­ins almennt. Mikið hefur verið fjallað um hækk­andi tíðni kvíða- og til­finn­inga­vanda barna og ung­linga, sér­stak­lega stúlkna á fram­halds­skóla­aldri. Auð­vitað er þetta áhyggju­efni sem við þurfum að taka alvar­lega og vinna að úrbótum á. 

Heitt umræðu­efni 

Það hefur eflaust ekki farið fram hjá mörgum að umbætur í heil­brigð­is­kerf­inu eru ofar­lega á baugi hjá fram­bjóð­endum til Alþing­is­kosn­inga 2017. Núna, korter í kosn­ing­ar, virð­ist geð­heil­brigði barna og ung­linga sér­stak­lega vera í deigl­unni. 

Þverpóli­tísk sátt virð­ist ríkja um að gera þurfi betur í mál­efnum sem snúa að geð­heilsu barna og ung­linga, sem auð­vitað er mjög jákvætt! Skiptar skoð­anir eru þó um útfærslu á þessum mál­efn­um. For­ystu­menn flokk­anna takast meðal ann­ars á um mál­efni sem snúa að mis­mun­andi áherslum á opin­bert eða einka­rekið heil­brigð­is­kerfi. Sýn fram­bjóð­enda á alvar­leika geð­heil­brigð­is­vand­ans er ólík og þar af leið­andi mis­mun­andi skoð­anir á því hvernig og hversu miklu rík­isfé eigi að ráð­stafa í þessum til­gangi.

Auglýsing

Heil­brigð­is­kerfi á brauð­fótum

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, tók það sterkt til orða í leið­togaum­ræðum á RÚV að  hann teldi að heil­brigð­is­kerfi okkar Íslend­inga stæði á brauð­fót­um. Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri Grænna, hefur einnig tjáð sig opin­ber­lega um óánægju sína með fyr­ir­hug­uðum útgjöldum til  heil­brigð­is­kerf­is­ins í frum­varpi sitj­andi rík­is­stjórnar til fjár­laga og veltir því fyrir sér hvers vegna ekki sé brugð­ist sterkara við fjársvelti innan þess. Bjarni Bene­dikts­son, sitj­andi for­sæt­is­ráð­herra, vill sömu­leiðis auka við fjár­fram­lögum til heil­brigð­is­kerf­is­ins en lagði áherslu á að bera þurfi saman opin­bera og einka­rekna heil­brigð­is­þjón­ustu í For­ystu­sæt­inu á RÚV fyrr í mán­uð­in­um. Hann taldi mik­il­vægt að hið opin­bera heil­brigð­is­kerfi tæki við þeim allra veik­ustu og að á rík­is­rek­inni stofnun eins og Land­spít­al­anum yrðu fram­kvæmdar allar stærri og flókn­ari aðgerðir meðal ann­ars þegar líf fólks væri í hættu. Út frá þeirri stað­hæf­ingu tel ég ein­falt að færa rök fyrir því að barn eða ung­lingur í sjálfs­vígs­hættu ætti einnig að hafa greiðan aðgang að fag­að­ila, eins og t.a.m. sál­fræð­ingi, óháð fjár­hag for­eldra. Þannig er það ekki fyrir þessar kosn­ingar og í raun þurfa mörg börn með alvarlegan geð­rænan vanda enn að bíða eftir þjón­ustu þess­ara fag­að­ila.

Hvað getum við gert bet­ur?

Við berum öll ábyrgð á því að halda umræð­unni um betra geð­heil­brigði á lofti. Rann­sóknir hafa sýnt að for­varnir eru mik­il­vægur liður í því að bæta geð­heilsu ungs fólks. Vafa­laust þarf að efla til­finn­inga­fræðslu og aðra fræðslu í skólum um gagn­legar leiðir til að takast á við mót­læti í líf­inu. 

Mikl­vægt er að heil­brigð­is­starfs­fólki sé gert kleift að við­halda og efla sér­þekk­ingu sína innan heil­brigð­is­kerf­is­ins. 

Einnig þarf að bæta aðgengi að fag­að­ilum í geð­heil­brigð­is­þjón­ustu. Börn og ung­lingar eiga ekki að þurfa að bíða eftir því að kom­ast að hjá sál­fræð­ingi og eiga að geta sótt slíka þjón­ustu óháð fjár­hag for­eldra.

Göngutúr í átt að breyt­ingum

Aukin vit­und­ar­vakn­ing í sam­fé­lag­inu og umræða fram­bjóð­enda um geð­heil­brigði er eitt skref. Við sem sam­fé­lag eigum þó mörg skref ógengin enn. Mik­il­vægt er, hvernig sem úrslit ráð­ast í Alþing­is­kosn­ing­unum 2017, að ólíkir flokkar geti sam­ein­ast um heilla­væn­lega stefnu í geð­heil­brigð­is­mál­unum og gengið sama veg. Ekki er gerð krafa um að hinir verð­andi kjörnu full­túrar leið­ist í hendur heldur skulu þeir ein­beita sér að því að ganga í sömu átt. Göngu­hrað­inn þarf að vera þokka­lega góður og jafn í stað þess að byrja á sprett­hlaupi sem endar óneit­an­lega á því að menn verða á stuttri stundu uppi­skroppa með ork­una. 

Hugsum og ræðum vand­lega um það hvaða þjón­ustu við viljum að börn okkar hafi aðgang að og hvernig við ætlum raun­veru­lega að láta það verða að veru­leika. 

Höf­undur er sál­fræð­ingur og starfar á Barna- og ung­linga­geð­deild Land­spít­al­ans.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erfitt getur verið fyrir eldri innflytjendur að finna upplýsingar um réttindi aldraðra og þjónustu við þá.
Eldri konur af erlendum uppruna „ósýnilegar“ í umræðunni og oft einangraðar
Eldri konur af erlendum uppruna hér á landi eru oft einangraðar og því lítið vitað um ofbeldi eða áreitni sem þær gætu hafa orðið fyrir. Sjaldgæft er að þær leiti sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það sem sjávarútvegurinn þarf að gera til að byggja upp traust
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Yfir helmingur landsmanna styður verkfallsaðgerðir Eflingar
Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 59 prósent Íslendinga segjast styðja Eflingu í yfirstandandi launadeilu við Reykjavíkurborg og 56 prósent eru hlynnt verkfallsaðgerðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Yfir fimm þúsund hryssur notaðar í blóðmerahald á síðasta ári
Hægt er að vinna hormón úr blóði hryssa á ákveðnu tímabili meðgöngu og vinna úr því frjósemislyf. Hestahald þar sem framkvæmd er blóðtaka úr hrossum til framleiðslu afurða var stundað á vegum 95 aðila árið 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar