Geðheilbrigði, brauðfætur og göngutúr

Sálfræðingur sem starfar á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans með vangaveltur um geðheilsu barna og unglinga.

Auglýsing

Nán­ast viku­lega lesum við fréttir um versn­andi líðan ung­menna, aukna notkun geð­lyfja og bágri stöðu heil­brigð­is­kerf­is­ins almennt. Mikið hefur verið fjallað um hækk­andi tíðni kvíða- og til­finn­inga­vanda barna og ung­linga, sér­stak­lega stúlkna á fram­halds­skóla­aldri. Auð­vitað er þetta áhyggju­efni sem við þurfum að taka alvar­lega og vinna að úrbótum á. 

Heitt umræðu­efni 

Það hefur eflaust ekki farið fram hjá mörgum að umbætur í heil­brigð­is­kerf­inu eru ofar­lega á baugi hjá fram­bjóð­endum til Alþing­is­kosn­inga 2017. Núna, korter í kosn­ing­ar, virð­ist geð­heil­brigði barna og ung­linga sér­stak­lega vera í deigl­unni. 

Þverpóli­tísk sátt virð­ist ríkja um að gera þurfi betur í mál­efnum sem snúa að geð­heilsu barna og ung­linga, sem auð­vitað er mjög jákvætt! Skiptar skoð­anir eru þó um útfærslu á þessum mál­efn­um. For­ystu­menn flokk­anna takast meðal ann­ars á um mál­efni sem snúa að mis­mun­andi áherslum á opin­bert eða einka­rekið heil­brigð­is­kerfi. Sýn fram­bjóð­enda á alvar­leika geð­heil­brigð­is­vand­ans er ólík og þar af leið­andi mis­mun­andi skoð­anir á því hvernig og hversu miklu rík­isfé eigi að ráð­stafa í þessum til­gangi.

Auglýsing

Heil­brigð­is­kerfi á brauð­fótum

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, tók það sterkt til orða í leið­togaum­ræðum á RÚV að  hann teldi að heil­brigð­is­kerfi okkar Íslend­inga stæði á brauð­fót­um. Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri Grænna, hefur einnig tjáð sig opin­ber­lega um óánægju sína með fyr­ir­hug­uðum útgjöldum til  heil­brigð­is­kerf­is­ins í frum­varpi sitj­andi rík­is­stjórnar til fjár­laga og veltir því fyrir sér hvers vegna ekki sé brugð­ist sterkara við fjársvelti innan þess. Bjarni Bene­dikts­son, sitj­andi for­sæt­is­ráð­herra, vill sömu­leiðis auka við fjár­fram­lögum til heil­brigð­is­kerf­is­ins en lagði áherslu á að bera þurfi saman opin­bera og einka­rekna heil­brigð­is­þjón­ustu í For­ystu­sæt­inu á RÚV fyrr í mán­uð­in­um. Hann taldi mik­il­vægt að hið opin­bera heil­brigð­is­kerfi tæki við þeim allra veik­ustu og að á rík­is­rek­inni stofnun eins og Land­spít­al­anum yrðu fram­kvæmdar allar stærri og flókn­ari aðgerðir meðal ann­ars þegar líf fólks væri í hættu. Út frá þeirri stað­hæf­ingu tel ég ein­falt að færa rök fyrir því að barn eða ung­lingur í sjálfs­vígs­hættu ætti einnig að hafa greiðan aðgang að fag­að­ila, eins og t.a.m. sál­fræð­ingi, óháð fjár­hag for­eldra. Þannig er það ekki fyrir þessar kosn­ingar og í raun þurfa mörg börn með alvarlegan geð­rænan vanda enn að bíða eftir þjón­ustu þess­ara fag­að­ila.

Hvað getum við gert bet­ur?

Við berum öll ábyrgð á því að halda umræð­unni um betra geð­heil­brigði á lofti. Rann­sóknir hafa sýnt að for­varnir eru mik­il­vægur liður í því að bæta geð­heilsu ungs fólks. Vafa­laust þarf að efla til­finn­inga­fræðslu og aðra fræðslu í skólum um gagn­legar leiðir til að takast á við mót­læti í líf­inu. 

Mikl­vægt er að heil­brigð­is­starfs­fólki sé gert kleift að við­halda og efla sér­þekk­ingu sína innan heil­brigð­is­kerf­is­ins. 

Einnig þarf að bæta aðgengi að fag­að­ilum í geð­heil­brigð­is­þjón­ustu. Börn og ung­lingar eiga ekki að þurfa að bíða eftir því að kom­ast að hjá sál­fræð­ingi og eiga að geta sótt slíka þjón­ustu óháð fjár­hag for­eldra.

Göngutúr í átt að breyt­ingum

Aukin vit­und­ar­vakn­ing í sam­fé­lag­inu og umræða fram­bjóð­enda um geð­heil­brigði er eitt skref. Við sem sam­fé­lag eigum þó mörg skref ógengin enn. Mik­il­vægt er, hvernig sem úrslit ráð­ast í Alþing­is­kosn­ing­unum 2017, að ólíkir flokkar geti sam­ein­ast um heilla­væn­lega stefnu í geð­heil­brigð­is­mál­unum og gengið sama veg. Ekki er gerð krafa um að hinir verð­andi kjörnu full­túrar leið­ist í hendur heldur skulu þeir ein­beita sér að því að ganga í sömu átt. Göngu­hrað­inn þarf að vera þokka­lega góður og jafn í stað þess að byrja á sprett­hlaupi sem endar óneit­an­lega á því að menn verða á stuttri stundu uppi­skroppa með ork­una. 

Hugsum og ræðum vand­lega um það hvaða þjón­ustu við viljum að börn okkar hafi aðgang að og hvernig við ætlum raun­veru­lega að láta það verða að veru­leika. 

Höf­undur er sál­fræð­ingur og starfar á Barna- og ung­linga­geð­deild Land­spít­al­ans.

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar