Er Ísland land þitt?

Hvernig á fólk utan EES að setjast að á Íslandi til frambúðar?

Ísland knattspyrna fólk
Auglýsing
A. Gift­ast eða eign­ast barn með Íslend­ingi

B. Búa yfir sér­þekk­ingu

C. Sleppa því að koma hingaðAuglýsing

„Ef hann væri hjarta­skurð­læknir myndi málið kannski snúa öðru­vísi ... það eina sem ég get  ráð­lagt ykkur er að gift­ast.“ Þetta sagði ónefndur lög­maður þegar ég spurði hvernig þáver­andi kær­asti minn, kanadískur blaða­maður og uppi­stand­ari, gæti fengið dval­ar­leyfi á Íslandi. Í sem stystu máli tók við langt og dýrt ferli með nei­kvæðum hvötum í boði Útlend­inga­stofn­unar áður en hann eygði von um að geta kallað Ísland land sitt.

Frjálst flæði fólks, fjár­magns, vöru og þjón­ustu er grund­völlur EES. Fólk fætt utan þess þarf hins vegar að hafa góða ástæðu til þess að mega setj­ast hér að. Allra best er að barna Íslend­ing eða gift­ast Íslend­ingi. Næst­best er að vera sér­fræð­ingur í ein­hverju sem íslenskt sam­fé­lag skort­ir, t.d. sér­hæft heil­brigð­is­starfs­fólk, for­rit­arar eða íþrótta­fólk. Sú sér­hæfða þekk­ing þarf þó að vera meiri og betri en nokkur annar býr yfir á EES svæð­inu og íslenskt fyr­ir­tæki þarf að votta það. 

Þessi umfjöllun birt­ist fyrst í nýj­ustu útgáfu Mann­lífs.

Dval­ar­leyfi vegna sér­fræði­þekk­ingar getur orðið grund­völlur ótíma­bund­ins dval­ar­leyfis – það er hins vegar ekk­ert víst í þessu. Báðir mögu­leik­arnir krefj­ast þess að fólk eigi böns af monní, því áður en kennitala og atvinnu­leyfi er komið í hús, sem getur tekið marga mán­uði, má fólk eðli máls­ins sam­kvæmt ekki vinna nema svart – einmitt af því það er hvorki komið með kenni­tölu né atvinnu­leyfi. Catch 22, ein­hver? Fyrir utan það krefst umsókn­ar­ferlið þess að við­kom­andi sé ekki lengur en þrjá mán­uði á Íslandi í senn sem flækir mál enn frek­ar. Þriðji mögu­leik­inn er aug­ljós­lega að gleyma hinum algræna skrúði og halda sig utan við EES.

Þurfum upp­færslu

En hvað með þá sem neita að gef­ast upp? Banda­ríska skóg­ar­höggs­mann­inn eða úkra­ínska kokk­inn? Þeirra bíður staður í Skóg­ar­hlíð, þangað sem allir vegir liggja. Útlend­inga­stofn­un. Stofnun allra sem eru ekki Íslend­ing­ar. Stofnun sem, því mið­ur, í hugum margra stendur fyrir tíma­frekt, dýrt og kvíða­vald­andi vesen. Í lok árs 2015 báru 17,9% Íslend­inga mikið traust til stofn­un­ar­innar sam­kvæmt MMR. Í skýrslu Alþjóða­mála­stofn­unar sem kom út fyrr á árinu sögð­ust 50% flótta­fólks og inn­flytj­enda bera mikið traust til stofn­un­ar­inn­ar. Í sömu skýrslu er lagt til að Útlend­inga­stofnun verði lögð niður í núver­andi mynd. Í stað­inn verði til ný stofn­un, sem sjái til þess að verk­efnin (sem heyra í dag undir tvö ráðu­neyt­i), verði ein­földuð og sam­þætt­uð.

Og fleira þarfn­ast upp­færslu; kerfin okkar og stofn­anir ættu að vinna í takt. Það þarf að stór­auka ensku- og tungu­mála­kunn­áttu innan ein­inga sem eiga í sam­skiptum við allan heim­inn, hafa sem reglu að kalla til túlk ef fólk skilur ekki hvort annað og taka upp raf­ræna stjórn­sýslu í meira mæli. Eða finnst ein­hverjum það góð hug­mynd að Útlend­inga­stofnun sendi bara bréf til skjól­stæð­inga, og þá er ég sér­stak­lega að vísa til þeirra sem mega bara vera á Íslandi 3 mán­uði í senn og eru því ólík­lega með fasta búsetu? Svo mætti skoða að leyfa fólki að borga með kredit­korti og hafa opið lengur en 5 tíma á dag.

Við þurfum að taka umræð­una

https://kjarn­inn.is/­skyr­ing/2017-11-24-er-is­land-land-t­hitt/Íslend­ingar með erlendan bak­grunn eru 8,9 pró­sent lands­manna. Það eru 31 þús­und manns, flestir frá Pól­landi. Ef þessi hlut­föll myndu end­ur­spegl­ast á Alþingi sætu þar 6 þing­menn af erlendum upp­runa. Í síð­ustu kosn­ingum duttu hins vegar bæði Nicole og Pawel af þingi og eftir sitja 63 bornir og barn­fæddir Íslend­ing­ar. Hvað með æðstu starfs­menn fyr­ir­tækja, við­mæl­endur í ljós­vaka­miðl­um, frétta­les­ara eða dóm­ara í Hæsta­rétti? Hversu margir eru ekki fæddir í Gnúp­verja­hreppi eða Breið­holt­inu? Íslend­ingar og útlend­ing­ar. Við og hin­ir. Þú og ég.

Í kringum 1900 fóru þús­undir Íslend­ingar til Kana­da, gerð­ust Vest­ur­far­ar. Og við höfum sest að víðar með ágætis árangri. Í Bras­il­íu, Banda­ríkj­un­um, Dan­mörku. Nokkur þús­und fóru til Nor­egs eftir hrun. Stundum er ástæða flutn­inga nei­kvæð; upp­skeru­brest­ur, skortur á tæki­færum, fátækt - hrun. Það er þó ekk­ert algilt. Suma langar bara að kynn­ast meiru af heim­inum áður en þeir drep­ast.

Við ferð­umst meira en nokkru sinni fyrr og fjöldi ferða­manna hingað hefur ýtt undir sögu­legt góð­æri. Aldrei fleiri erlendir rík­is­borg­arar hafa greitt skatt á Íslandi en árið 2016 og Hag­stofan spáir stöðugri fjölgun nýbúa næstu árin. Við stöðvum ekki þessa þróun en við ráðum hvernig við bregð­umst við henni. Ætlum við að berj­ast við vind­myllur eða byggja upp vandað og not­enda­vænt kerfi sem býður fólk vel­kom­ið?

--

Þessi kanadíski kær­asti sem ég nefndi í upp­hafi gat bara valið mögu­leika A (í sam­ráði við mig), þar sem hvorki blaða­mennska né uppi­stand er skil­greind sem sér­fræði­kunn­átta. Ári eftir gift­ingu gat hann loks sótt um dval­ar­leyfi á grund­velli hjóna­bands og er nú nýr Íslend­ing­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar