Erlendum ríkisborgurum heldur áfram að fjölga þrátt fyrir samdrátt og atvinnuleysi

Á málþingi fyrir ári sagði ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu að það væri einfalt fyrir Ísland að „losa sig“ erlent vinnuafl þegar samdráttur yrði í efnahagslífinu. Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað það sem af er ári þrátt fyrir metsamdrátt.

Fjölmargir erlendir ríkisborgarar starfa  við mannvirkjagerð á Íslandi.
Fjölmargir erlendir ríkisborgarar starfa við mannvirkjagerð á Íslandi.
Auglýsing

Þrátt fyrir að atvinnu­leysi á meðal erlendra rík­is­borg­ara sem búa á Íslandi sé yfir 20 pró­sent, að útlend­ingar séu um 40 pró­sent allra sem eru án atvinnu og að það geisi heims­far­aldur með til­heyr­andi sam­drætti í ferða­lögum milli landa þá hefur erlendum rík­is­borg­urum hér­lendis fjölgað það sem af er ári.

Í lok sept­em­ber síð­ast­lið­ins voru þeir 51.120 tals­ins en höfðu verið 49.500 um síð­ustu ára­mót. Frá lokum júní­mán­aðar og fram að síð­ustu mán­aða­mótum fjölg­aði erlendum rík­is­borg­urum um 450 og eru nú 51.120 tals­ins. 

72 pró­sent þeirra búa annað hvort á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eða í Reykja­nes­bæ. Flestir búa í Reykja­vík, eða 22.210 alls, en erlendir rík­is­borg­arar eru tæp­lega 17 pró­sent íbúa í höf­uð­borg­inni. Hlut­fallið er hins vegar hæst í Reykja­nesbæ þar sem tæp­lega 26 pró­sent íbúa eru erlend­ir. Í byrjun árs 2015 voru erlendir rík­is­borg­arar undir ell­efu pró­sent af íbúum þess sveit­ar­fé­lags, en fjöldi þeirra hefur rúm­lega þre­fald­ast á örfáum árum. 

Auglýsing
Það sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem eru með fæsta íbúa sem eru með erlendan rík­is­borg­ara­rétt eru Sel­tjarn­ar­nes (420 eða níu pró­sent íbúa) og Garða­bær (880, eða fimm pró­sent íbú­a). Fyrir átta árum voru fimm pró­sent íbúa Sel­tjarn­ar­ness og þrjú pró­sent íbúa Garða­bæjar erlend­ir.

Heilt yfir eru tæp­lega 14 pró­sent íbúa á Íslandi erlendir rík­is­borg­ar­ar. Fyrir átta árum var það 6,5 pró­sent. 

Þetta kemur fram í nýbirtum tölum frá Hag­stofu Íslands. 

Sagði að það væri auð­velt að „losa sig“ við erlent vinnu­afl

Lang­flestir sem hingað hafa flutt á síð­ustu árum gera það vegna þess að hér hefur verið næg vinna. Þeir hafa mannað flest þau á þriðja tug þús­unda starfa sem urðu til vegna vaxtar í ferða­þjón­ustu og mann­virkja­gerð. Flest störfin voru í þjón­ustu­geirum eða bygg­inga­iðn­að­i. 

Mörg þess­ara starfa hafa horf­ið, að minnsta kosti tíma­bund­ið, vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Alls voru 7.671 erlendir rík­is­borg­arar án atvinnu hér­lendis um síð­ustu mán­að­ar­mót eða um 20 pró­sent allra slíkra. Hlut­fall erlendra rík­is­borg­ara á atvinnu­leys­is­skrá er nú rúm 41,5 pró­sent. Gissur Pétursson. Mynd: Skjáskot/RÚV

Á Þjóð­ar­spegli Háskóla Íslands, sem fór fram í fyrra­haust, voru mál­efni erlends starfs­fólks á Íslandi til umræðu. Á meðal þeirra sem sátu þar í pall­borði var Gissur Pét­urs­son, ráðu­neyt­is­stjóri í félags- og barna­mála­ráðu­neyt­inu og fyrr­ver­andi for­stjóri Vinnu­mála­stofn­un­ar. Hann sagði þar að það væri mik­ill kostur að á Íslandi væri svo ein­falt að „losa sig“ við erlent vinnu­afl um leið og sam­dráttur byrj­aði í efna­hags­líf­inu. Það hefði eng­inn beð­ið er­lenda verka­­menn um að koma til lands­ins til að vinna og því væri það ekki á ábyrgð Íslenska rík­­is­ins að hjálpa fólk­inu við að koma undir sig fót­unum með nokkrum hætti.

Ekki í sam­ræmi við stefnu

Þau ummæli voru verið gagn­rýnd víða, meðal ann­ars af borg­ar­full­trú­anum Sabine Leskopf sem skrif­aði opið bréf til félags- og barna­mála­ráð­herra vegna þeirra þar sem færð voru rök fyrir því að ummælin væru ekki í sam­ræmi við stefnu­mótun hins opin­bera í mála­flokknum eða gild­andi Fram­­kvæmda­á­ætlun í mál­efn­um inn­flytj­enda. 

Þegar Þor­steinn Víglunds­son, þáver­andi þing­maður Við­reisn­ar, gagn­rýndi orð Giss­urar á Alþingi í fyrra ­sagði Ásmundur Einar Daða­son, félags- og barna­mála­ráð­herra að hann væri ekki í stakk búinn til að svara fyrir þessi ummæli Giss­urar þar sem hann hefði ekki séð upp­­­tökur eða útprent­­anir af þessum pall­­borðsum­­ræðum en ítrek­aði að stefna stjórn­­­valda í mál­efnum inn­­flytj­enda væri algjör­­lega óbreytt.  

Ljóst er á þeim tölum sem Hag­stofan hefur birt að sam­dráttur í efna­hags­líf­inu, sem er áætl­aður allt að níu pró­sent af lands­fram­leiðslu í ár, hefur ekki leitt til þess að erlent vinnu­afl hafi farið frá land­inu, líkt og Gissur ætl­að­i. 

Fleiri aðfluttir en brott­fluttir

Í tölum Hag­stof­unnar kemur fram að Íslend­ingar sem búið hafa erlendis hafi í auknum mæli verið að skila sér heim á þessu ári. Alls hafa 430 fleiri íslenskir rík­is­borg­arar flutt til lands­ins en frá því frá lokum mars­mán­að­ar, eða frá því að heims­far­aldur kór­ónu­veiru skall á af fullum þunga. Það er öfug þróun við flest síð­ast­liðin ár, þegar fleiri íslenskir rík­is­borg­arar hafa að jafn­aði flutt frá land­inu en til þess. Í fyrra fluttu til að mynda 175 fleiri íslenskir rík­is­borg­arar frá land­inu en til þess. 

Flestir aðfluttir íslenskir rík­is­borg­arar komu frá Dan­mörku (270), Nor­egi (140) og Sví­þjóð (190), sam­tals 610 manns af 1.110.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent