Erlendum ríkisborgurum heldur áfram að fjölga þrátt fyrir samdrátt og atvinnuleysi

Á málþingi fyrir ári sagði ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu að það væri einfalt fyrir Ísland að „losa sig“ erlent vinnuafl þegar samdráttur yrði í efnahagslífinu. Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað það sem af er ári þrátt fyrir metsamdrátt.

Fjölmargir erlendir ríkisborgarar starfa  við mannvirkjagerð á Íslandi.
Fjölmargir erlendir ríkisborgarar starfa við mannvirkjagerð á Íslandi.
Auglýsing

Þrátt fyrir að atvinnu­leysi á meðal erlendra rík­is­borg­ara sem búa á Íslandi sé yfir 20 pró­sent, að útlend­ingar séu um 40 pró­sent allra sem eru án atvinnu og að það geisi heims­far­aldur með til­heyr­andi sam­drætti í ferða­lögum milli landa þá hefur erlendum rík­is­borg­urum hér­lendis fjölgað það sem af er ári.

Í lok sept­em­ber síð­ast­lið­ins voru þeir 51.120 tals­ins en höfðu verið 49.500 um síð­ustu ára­mót. Frá lokum júní­mán­aðar og fram að síð­ustu mán­aða­mótum fjölg­aði erlendum rík­is­borg­urum um 450 og eru nú 51.120 tals­ins. 

72 pró­sent þeirra búa annað hvort á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eða í Reykja­nes­bæ. Flestir búa í Reykja­vík, eða 22.210 alls, en erlendir rík­is­borg­arar eru tæp­lega 17 pró­sent íbúa í höf­uð­borg­inni. Hlut­fallið er hins vegar hæst í Reykja­nesbæ þar sem tæp­lega 26 pró­sent íbúa eru erlend­ir. Í byrjun árs 2015 voru erlendir rík­is­borg­arar undir ell­efu pró­sent af íbúum þess sveit­ar­fé­lags, en fjöldi þeirra hefur rúm­lega þre­fald­ast á örfáum árum. 

Auglýsing
Það sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem eru með fæsta íbúa sem eru með erlendan rík­is­borg­ara­rétt eru Sel­tjarn­ar­nes (420 eða níu pró­sent íbúa) og Garða­bær (880, eða fimm pró­sent íbú­a). Fyrir átta árum voru fimm pró­sent íbúa Sel­tjarn­ar­ness og þrjú pró­sent íbúa Garða­bæjar erlend­ir.

Heilt yfir eru tæp­lega 14 pró­sent íbúa á Íslandi erlendir rík­is­borg­ar­ar. Fyrir átta árum var það 6,5 pró­sent. 

Þetta kemur fram í nýbirtum tölum frá Hag­stofu Íslands. 

Sagði að það væri auð­velt að „losa sig“ við erlent vinnu­afl

Lang­flestir sem hingað hafa flutt á síð­ustu árum gera það vegna þess að hér hefur verið næg vinna. Þeir hafa mannað flest þau á þriðja tug þús­unda starfa sem urðu til vegna vaxtar í ferða­þjón­ustu og mann­virkja­gerð. Flest störfin voru í þjón­ustu­geirum eða bygg­inga­iðn­að­i. 

Mörg þess­ara starfa hafa horf­ið, að minnsta kosti tíma­bund­ið, vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Alls voru 7.671 erlendir rík­is­borg­arar án atvinnu hér­lendis um síð­ustu mán­að­ar­mót eða um 20 pró­sent allra slíkra. Hlut­fall erlendra rík­is­borg­ara á atvinnu­leys­is­skrá er nú rúm 41,5 pró­sent. Gissur Pétursson. Mynd: Skjáskot/RÚV

Á Þjóð­ar­spegli Háskóla Íslands, sem fór fram í fyrra­haust, voru mál­efni erlends starfs­fólks á Íslandi til umræðu. Á meðal þeirra sem sátu þar í pall­borði var Gissur Pét­urs­son, ráðu­neyt­is­stjóri í félags- og barna­mála­ráðu­neyt­inu og fyrr­ver­andi for­stjóri Vinnu­mála­stofn­un­ar. Hann sagði þar að það væri mik­ill kostur að á Íslandi væri svo ein­falt að „losa sig“ við erlent vinnu­afl um leið og sam­dráttur byrj­aði í efna­hags­líf­inu. Það hefði eng­inn beð­ið er­lenda verka­­menn um að koma til lands­ins til að vinna og því væri það ekki á ábyrgð Íslenska rík­­is­ins að hjálpa fólk­inu við að koma undir sig fót­unum með nokkrum hætti.

Ekki í sam­ræmi við stefnu

Þau ummæli voru verið gagn­rýnd víða, meðal ann­ars af borg­ar­full­trú­anum Sabine Leskopf sem skrif­aði opið bréf til félags- og barna­mála­ráð­herra vegna þeirra þar sem færð voru rök fyrir því að ummælin væru ekki í sam­ræmi við stefnu­mótun hins opin­bera í mála­flokknum eða gild­andi Fram­­kvæmda­á­ætlun í mál­efn­um inn­flytj­enda. 

Þegar Þor­steinn Víglunds­son, þáver­andi þing­maður Við­reisn­ar, gagn­rýndi orð Giss­urar á Alþingi í fyrra ­sagði Ásmundur Einar Daða­son, félags- og barna­mála­ráð­herra að hann væri ekki í stakk búinn til að svara fyrir þessi ummæli Giss­urar þar sem hann hefði ekki séð upp­­­tökur eða útprent­­anir af þessum pall­­borðsum­­ræðum en ítrek­aði að stefna stjórn­­­valda í mál­efnum inn­­flytj­enda væri algjör­­lega óbreytt.  

Ljóst er á þeim tölum sem Hag­stofan hefur birt að sam­dráttur í efna­hags­líf­inu, sem er áætl­aður allt að níu pró­sent af lands­fram­leiðslu í ár, hefur ekki leitt til þess að erlent vinnu­afl hafi farið frá land­inu, líkt og Gissur ætl­að­i. 

Fleiri aðfluttir en brott­fluttir

Í tölum Hag­stof­unnar kemur fram að Íslend­ingar sem búið hafa erlendis hafi í auknum mæli verið að skila sér heim á þessu ári. Alls hafa 430 fleiri íslenskir rík­is­borg­arar flutt til lands­ins en frá því frá lokum mars­mán­að­ar, eða frá því að heims­far­aldur kór­ónu­veiru skall á af fullum þunga. Það er öfug þróun við flest síð­ast­liðin ár, þegar fleiri íslenskir rík­is­borg­arar hafa að jafn­aði flutt frá land­inu en til þess. Í fyrra fluttu til að mynda 175 fleiri íslenskir rík­is­borg­arar frá land­inu en til þess. 

Flestir aðfluttir íslenskir rík­is­borg­arar komu frá Dan­mörku (270), Nor­egi (140) og Sví­þjóð (190), sam­tals 610 manns af 1.110.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru á meðal þeirra þingmanna sem eru á frumvarpinu.
Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja breyta fyrirkomulagi við innheimtu útvarpsgjalds
Óli Björn Kárason og sex samflokksmenn hans telja að bein innheimta útvarpsgjalds stuðli „að betri kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu.“
Kjarninn 2. desember 2020
Barn í Bangladess í sýnatöku vegna COVID-19.
Iðnríkin hafa tryggt sér bróðurpartinn af bóluefninu
Hægt væri að bólusetja alla Bandaríkjamenn og Breta fjórum sinnum gegn COVID-19 miðað við það magn bóluefnis sem þessi ríki hafa tryggt sér. Þau, líkt og fleiri iðnríki, hafa samið við fleiri en eitt lyfjafyrirtæki til að baktryggja sig.
Kjarninn 2. desember 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent