Vilja takmarka notkun pálmaolíu í íslenskri framleiðslu

Pálmaolía er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Notkun hennar sem eldsneyti hefur aukist síðustu ár og hópur þingmanna vill banna hana í lífdísil og takmarka í allri framleiðslu á Íslandi.

Milljónir hektara af regnskógum í Indónesíu og Malasíu hafa verið ruddir síðustu ár til vinnslu pálmaolíu.
Milljónir hektara af regnskógum í Indónesíu og Malasíu hafa verið ruddir síðustu ár til vinnslu pálmaolíu.
Auglýsing

Tólf þingmenn Samfylkingar, Vinstri grænna, Viðreisnar og Pírata, auk utan flokka þingmannsins Andrésar Inga Jónssonar, hafa lagt fram þingsályktunartillögu um ráðstafanir til að draga úr notkun pálmaolíu á Íslandi. Samkvæmt tillögunni, sem Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar er fyrsti flutningsmaður að, yrði ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra falið að vinna áætlun um takmörkun á notkun olíunnar í allri framleiðslu á Íslandi og leggja fram frumvarp um bann við notkun hennar í lífdísil eigi síðar en í lok næsta árs.


Þetta er í þriðja sinn sem tillaga þessa efnis er lögð fram.


Í greinargerð með tillögunni kemur fram að pálmaolía sé notuð í matvælaframleiðslu á Íslandi en að töluvert hafi dregið úr notkun hennar á síðustu árum. Olían hefur síðustu ár í auknum mæli verið notuð sem eldsneyti eða sem íblöndun í eldsneyti. Reiknað hefur verið út að lífeldsneyti frá jurtaolíu, sem er um 70 prósent af lífeldsneytismarkaði í Evrópu, losi 80 prósent meira af gróðurhúsalofttegundum en jarðefnaeldsneytið sem verið er að skipta út. „Pálmaolía trónir þar hæst og er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti, en næst á eftir kemur sojaolía sem er tvisvar sinnum verri,“ segir í tillögunni.


Árið 2014 brenndu evrópsk farartæki meira en þremur milljónum tonna af pálmaolíu. Takmarkanir á notkun pálmaolíu gætu, að mati flutningsmanna tillögunnar, ýtt undir og stutt við íslenska framleiðslu á lífdísil.

Auglýsing


Til að framleiða pálmaolíu eru regnskógar ruddir sem hefur slæm áhrif á umhverfið og veldur margvíslegum skaða sem brýnt er að girða fyrir með banni á notkun, að mati flutningsmanna þingsályktunartillögunnar . Vegna þeirra áhrifa sem framleiðsla pálmaolíu hefur haft á umhverfið hefur Evrópusambandið m.a. samþykkt reglugerð sem miðar að því að draga úr notkun óendurnýjanlegs lífefnaeldisneytis, þar á meðal pálmaolíu.

Hætta er á því að órangútönum verði útrýmt ef fram heldur sem horfirí regnskógum Indónesíu og Malasíu.

Greinargerð með tillögunni er byggð á umfjöllun Rannveigar Magnúsdóttur vistfræðings. Í henni kemur fram að lönd eins og Indónesía og Malasía, sem framleiða langmest af pálmaolíu, hafi nú þegar fellt stóran hluta af regnskógum sínum, m.a. fyrir fjöldaframleiðslu á pálmaolíu. Eftirspurn eftir henni hafi aukist verulega undanfarna áratugi. „Í dag er langstærstur hluti pálmaolíu á markaði ósjálfbær og valdur að eyðingu regnskóga,“ segir í greinargerðinni. „Talið er að hið minnsta sé búið að fella 18,7 milljónir hektara af regnskógi fyrir framleiðslu á pálmaolíu, aðallega í Indónesíu og Malasíu. Slíkt landflæmi jafnast á við tvisvar sinnum Ísland að stærð.“


Í greinargerðinni er svo farið ítarlega yfir hlutverk regnskóga í vistkerfi jarðar. Þeir eru frjósamir og þar er að finna mikinn líffræðilegan fjölbreytileika. Þegar þeir eru ruddir tapast meira en tré því þar hafast við fjölmargar dýra- og smádýrategundir.


Dýr geta þurft stór svæði til að athafna sig og þrífast ekki í litlum afmörkuðum regnskógarleifum. Þetta er ástæða þess að margar regnskógartegundir eru í bráðri útrýmingarhættu. Þá eru regnskógar gríðarlega stórar kolefnisgeymslur og sumir regnskógar, einkum í Suðaustur-Asíu, vaxa í kolefnisríkum mýrum. Þegar skógarnir eru ruddir og brenndir aukast áhrif loftslagsbreytinga því kolefni losnar út í andrúmsloftið þegar skógurinn sjálfur er brenndur og einnig þegar mýrin er ræst fram. „Við það að breyta regnskógum í plantekrur eru í raun búin til nær líflaus landsvæði þar sem dýr eins og órangútanar eiga sér enga von,“ segir í greinargerðinni. „Talið er að ef haldið verður áfram að eyðileggja regnskóga Indónesíu á sama hraða gætu órangútanar orðið útdauðir í náttúrunni innan örfárra áratuga.“

Órangútan berst við gröfu. Þetta er ójafn leikur. Úr mynd Davids Attenboroughs, Lífið á plánetunni okkar.


Þá hafa mannréttindasamtökin Amnesty International komið upp um mjög slæman aðbúnað fólks sem vinnur á pálmaolíuplantekrum þar sem börnum er þrælað út og konur veikjast við að úða skordýraeitri á skógarbotninn.


Samtök sem kalla sig Hringborð um sjálfbæra pálmaolíu (RSPO) gefa fyrirtækjum sem uppfylla ákveðin skilyrði vottun um að olían sem þau nota í framleiðslu sína á alls konar vörum, s.s. snyrti- og matvörum, teljist sjálfbær. Í greinargerð þingsályktunartillögunnar er bent á að kerfið sé því miður mjög gallað og að efast megi um það að nokkur pálmaolía geti verið sjálfbær eftir það sem á undan er gengið síðustu áratugi í þessum iðnaði. Er framleiðslan orðin sjálfbær þegar fimm, tíu eða þrjátíu ár eru liðin frá því að regnskóginum var flett ofan af landinu?


„Staðreyndin er sú að regnskógur var á öllu því svæði þar sem pálmaolía er nú framleidd, hvort sem hún er vottuð sem sjálfbær eður ei,“ segir í greinargerð tillögunnar. „Rökin fyrir því að nýta þessi svæði, sem nú þegar hafa verið rudd af regnskógi, eru þau að pálmaolíuframleiðsla sé mjög mikil á hvern hektara miðað við aðra olíuframleiðslu. Mörg umhverfisverndarsamtök hafa því lagt mikla áherslu á það undanfarið að styðja við framleiðslu á sannarlega sjálfbærri pálmaolíu og hvetja þau fyrirtæki og neytendur til að kaupa hana í stað þess að sniðganga pálmaolíu alfarið.“


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent