Vilja takmarka notkun pálmaolíu í íslenskri framleiðslu

Pálmaolía er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Notkun hennar sem eldsneyti hefur aukist síðustu ár og hópur þingmanna vill banna hana í lífdísil og takmarka í allri framleiðslu á Íslandi.

Milljónir hektara af regnskógum í Indónesíu og Malasíu hafa verið ruddir síðustu ár til vinnslu pálmaolíu.
Milljónir hektara af regnskógum í Indónesíu og Malasíu hafa verið ruddir síðustu ár til vinnslu pálmaolíu.
Auglýsing

Tólf þing­menn Sam­fylk­ing­ar, Vinstri grænna, Við­reisnar og Pírata, auk utan flokka þing­manns­ins Andr­ésar Inga Jóns­son­ar, hafa lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um ráð­staf­anir til að draga úr notkun pálma­olíu á Íslandi. Sam­kvæmt til­lög­unni, sem Albertína Frið­björg Elí­as­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar er fyrsti flutn­ings­maður að, yrði ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra falið að vinna áætlun um tak­mörkun á notkun olí­unnar í allri fram­leiðslu á Íslandi og leggja fram frum­varp um bann við notkun hennar í líf­dísil eigi síðar en í lok næsta árs.Þetta er í þriðja sinn sem til­laga þessa efnis er lögð fram.Í grein­ar­gerð með til­lög­unni kemur fram að pálma­olía sé notuð í mat­væla­fram­leiðslu á Íslandi en að tölu­vert hafi dregið úr notkun hennar á síð­ustu árum. Olían hefur síð­ustu ár í auknum mæli verið notuð sem elds­neyti eða sem íblöndun í elds­neyti. Reiknað hefur verið út að líf­elds­neyti frá jurta­ol­íu, sem er um 70 pró­sent af líf­elds­neyt­is­mark­aði í Evr­ópu, losi 80 pró­sent meira af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum en jarð­efna­elds­neytið sem verið er að skipta út. „Pálma­olía trónir þar hæst og er þrisvar sinnum verri en jarð­efna­elds­neyti, en næst á eftir kemur soja­olía sem er tvisvar sinnum verri,“ segir í til­lög­unni.Árið 2014 brenndu evr­ópsk far­ar­tæki meira en þremur millj­ónum tonna af pálma­ol­íu. Tak­mark­anir á notkun pálma­olíu gætu, að mati flutn­ings­manna til­lög­unn­ar, ýtt undir og stutt við íslenska fram­leiðslu á líf­dísil.

AuglýsingTil að fram­leiða pálma­olíu eru regn­skógar ruddir sem hefur slæm áhrif á umhverfið og veldur marg­vís­legum skaða sem brýnt er að girða fyrir með banni á notk­un, að mati flutn­ings­manna þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unnar . Vegna þeirra áhrifa sem fram­leiðsla pálma­olíu hefur haft á umhverfið hefur Evr­ópu­sam­bandið m.a. sam­þykkt reglu­gerð sem miðar að því að draga úr notkun óend­ur­nýj­an­legs líf­efna­eld­is­neyt­is, þar á meðal pálma­ol­íu.

Hætta er á því að órangútönum verði útrýmt ef fram heldur sem horfirí regnskógum Indónesíu og Malasíu.

Grein­ar­gerð með til­lög­unni er byggð á umfjöllun Rann­veigar Magn­ús­dóttur vist­fræð­ings. Í henni kemur fram að lönd eins og Indónesía og Malasía, sem fram­leiða lang­mest af pálma­ol­íu, hafi nú þegar fellt stóran hluta af regn­skógum sín­um, m.a. fyrir fjölda­fram­leiðslu á pálma­ol­íu. Eft­ir­spurn eftir henni hafi auk­ist veru­lega und­an­farna ára­tugi. „Í dag er langstærstur hluti pálma­olíu á mark­aði ósjálf­bær og valdur að eyð­ingu regn­skóga,“ segir í grein­ar­gerð­inni. „Talið er að hið minnsta sé búið að fella 18,7 millj­ónir hekt­ara af regn­skógi fyrir fram­leiðslu á pálma­ol­íu, aðal­lega í Indónesíu og Malasíu. Slíkt land­flæmi jafn­ast á við tvisvar sinnum Ísland að stærð.“Í grein­ar­gerð­inni er svo farið ítar­lega yfir hlut­verk regn­skóga í vist­kerfi jarð­ar. Þeir eru frjósamir og þar er að finna mik­inn líf­fræði­legan fjöl­breyti­leika. Þegar þeir eru ruddir tap­ast meira en tré því þar haf­ast við fjöl­margar dýra- og smá­dýra­teg­und­ir.Dýr geta þurft stór svæði til að athafna sig og þríf­ast ekki í litlum afmörk­uðum regn­skóg­ar­leif­um. Þetta er ástæða þess að margar regn­skóg­ar­teg­undir eru í bráðri útrým­ing­ar­hættu. Þá eru regn­skógar gríð­ar­lega stórar kolefn­is­geymslur og sumir regn­skóg­ar, einkum í Suð­aust­ur-Asíu, vaxa í kolefn­is­ríkum mýr­um. Þegar skóg­arnir eru ruddir og brenndir aukast áhrif lofts­lags­breyt­inga því kolefni losnar út í and­rúms­loftið þegar skóg­ur­inn sjálfur er brenndur og einnig þegar mýrin er ræst fram. „Við það að breyta regn­skógum í plantekrur eru í raun búin til nær líf­laus land­svæði þar sem dýr eins og órangút­anar eiga sér enga von,“ segir í grein­ar­gerð­inni. „Talið er að ef haldið verður áfram að eyði­leggja regn­skóga Indónesíu á sama hraða gætu órangút­anar orðið útdauðir í nátt­úr­unni innan örfárra ára­tuga.“

Órangútan berst við gröfu. Þetta er ójafn leikur. Úr mynd Davids Attenboroughs, Lífið á plánetunni okkar.Þá hafa mann­rétt­inda­sam­tökin Amnesty International komið upp um mjög slæman aðbúnað fólks sem vinnur á pálma­ol­íu­plantekrum þar sem börnum er þrælað út og konur veikj­ast við að úða skor­dýra­eitri á skóg­ar­botn­inn.Sam­tök sem kalla sig Hring­borð um sjálf­bæra pálma­olíu (RSPO) gefa fyr­ir­tækjum sem upp­fylla ákveðin skil­yrði vottun um að olían sem þau nota í fram­leiðslu sína á alls konar vörum, s.s. snyrti- og mat­vörum, telj­ist sjálf­bær. Í grein­ar­gerð þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unnar er bent á að kerfið sé því miður mjög gallað og að efast megi um það að nokkur pálma­olía geti verið sjálf­bær eftir það sem á undan er gengið síð­ustu ára­tugi í þessum iðn­aði. Er fram­leiðslan orðin sjálf­bær þegar fimm, tíu eða þrjá­tíu ár eru liðin frá því að regn­skóg­inum var flett ofan af land­inu?„Stað­reyndin er sú að regn­skógur var á öllu því svæði þar sem pálma­olía er nú fram­leidd, hvort sem hún er vottuð sem sjálf­bær eður ei,“ segir í grein­ar­gerð til­lög­unn­ar. „Rökin fyrir því að nýta þessi svæði, sem nú þegar hafa verið rudd af regn­skógi, eru þau að pálma­ol­íu­fram­leiðsla sé mjög mikil á hvern hekt­ara miðað við aðra olíu­fram­leiðslu. Mörg umhverf­is­vernd­ar­sam­tök hafa því lagt mikla áherslu á það und­an­farið að styðja við fram­leiðslu á sann­ar­lega sjálf­bærri pálma­olíu og hvetja þau fyr­ir­tæki og neyt­endur til að kaupa hana í stað þess að snið­ganga pálma­olíu alfar­ið.“Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru á meðal þeirra þingmanna sem eru á frumvarpinu.
Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja breyta fyrirkomulagi við innheimtu útvarpsgjalds
Óli Björn Kárason og sex samflokksmenn hans telja að bein innheimta útvarpsgjalds stuðli „að betri kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu.“
Kjarninn 2. desember 2020
Barn í Bangladess í sýnatöku vegna COVID-19.
Iðnríkin hafa tryggt sér bróðurpartinn af bóluefninu
Hægt væri að bólusetja alla Bandaríkjamenn og Breta fjórum sinnum gegn COVID-19 miðað við það magn bóluefnis sem þessi ríki hafa tryggt sér. Þau, líkt og fleiri iðnríki, hafa samið við fleiri en eitt lyfjafyrirtæki til að baktryggja sig.
Kjarninn 2. desember 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent