Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára

Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.

Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum 15. mars 2019
Auglýsing

Af þeim 18 þús­und sem fengu atvinnu­leys­is­bætur í sept­em­ber­mán­uði var tæpur helm­ingur þeirra yngri en 35 ára, eða um 8,500 manns, sam­kvæmt nýjustu  mán­að­ar­skýrslu Vinnu­mála­stofn­un­ar. Atvinnu­leysi ungra gæti þó verið mun hærra, þar sem atvinnu­lausir náms­menn eru ekki inni í tölum stofn­un­ar­inn­ar. 

Ungir jafn­að­ar­menn bentu á bága stöðu ungs fólks á vinnu­mark­aði í umsögn um fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar­innar sem birt­ist í gær, en þar var vitnað í tölur Vinnu­mála­stofn­un­ar. Í umsögn­inni er  „fá­læt­i“  rík­is­stjórn­ar­inn­ar ­gagn­vart stöðu ungs fólks á vinnu­mark­aði gagn­rýnt, auk þess sem kallað er eftir skýrri ­á­ætlun um fjölgun starfa og hækkun bóta.

Auglýsing

Ald­urs­dreif­ing atvinnu­leys­is­bóta­þega sést vel ef tölur Vinnu­mála­stofn­unar eru not­aðar sam­hliða tölum Hag­stofu um þá sem eru starf­andi eftir ald­urs­hóp­um. Dreif­ing­una má sjá á mynd hér að neð­an, en sam­kvæmt henni er hlut­fall atvinnu­leys­is­bóta­þega nær tvö­falt hærra á meðal fólks á aldr­inum 25-34 ára, heldur en á meðal þeirra sem eru á ald­urs­bil­inu 40-69 ára. Í fyrr­nefnda ald­urs­hópnum nær hlut­fallið 13 pró­sent­um, en í þeim síð­ar­nefnda eru ein­ungis sjö pró­sent vinnu­mark­að­ar­ins á atvinnu­leys­is­bót­u­m. 

Heimild: Vinnumálastofnun og Hagstofa Íslands

Náms­menn ekki í mynd­inni 

Ójöfn ald­urs­dreif­ing á vinnu­mark­aði sést svo enn betur ef tekið er til­lit til atvinnu­lausra náms­manna, en þeir koma ekki fram í tölum Vinnu­mála­stofn­unar þar sem þeir eiga ekki rétt á bót­u­m. 

Jóna Þórey Pét­urs­dótt­ir, fyrrum for­seti Stúd­enta­ráðs Háskóla Íslands, benti á að 69 pró­sent Íslend­inga vinni venju­lega með námi í nýlegum skoð­anapistli á Vísi. Atvinnu­leysi á meðal þeirra er einnig tölu­vert, sam­kvæmt árs­fjórð­ungs­tölum Hag­stofu.

Eins og sést á mynd­inni hér að neðan munar miklu hvort atvinnu­leysi náms­manna sé tekið með í reikn­ing­inn eða ekki. Þar sem ell­efu pró­sent af þeim sem voru undir 25 ára aldri á vinnu­mark­aðnum þáðu atvinnu­leys­is­bætur á öðrum fjórð­ungi þessa árs, miðað við 15 pró­sent þeirra sem voru 25 ára eða eldri mætti áætla að atvinnu­leysið hefði verið hærri í síð­ar­nefnda hópn­um. Heimild: Vinnumálastofnun og Hagstofa ÍslandsHins veg­ar, ef atvinnu­lausir náms­menn eru taldir með á vinnu­mark­aði blasir við önnur nið­ur­staða. Þar sést að atvinnu­leysi þeirra sem eru yngri en 25 ára er rúm­lega helm­ingi meira en hjá þeim sem eru 25 ára eða eldri, eða um 24 pró­sent á móti 15. Rétt er að taka það fram þó að þessar tölur eru ein­ungis til við­mið­un­ar, þar sem ald­urs­flokkar Vinnu­mála­stofn­unar og Hag­stofu eru ekki nákvæm­lega eins. 

Upp­fært kl: 09:43. Tölur í seinna graf­inu voru upp­færðar

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru á meðal þeirra þingmanna sem eru á frumvarpinu.
Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja breyta fyrirkomulagi við innheimtu útvarpsgjalds
Óli Björn Kárason og sex samflokksmenn hans telja að bein innheimta útvarpsgjalds stuðli „að betri kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu.“
Kjarninn 2. desember 2020
Barn í Bangladess í sýnatöku vegna COVID-19.
Iðnríkin hafa tryggt sér bróðurpartinn af bóluefninu
Hægt væri að bólusetja alla Bandaríkjamenn og Breta fjórum sinnum gegn COVID-19 miðað við það magn bóluefnis sem þessi ríki hafa tryggt sér. Þau, líkt og fleiri iðnríki, hafa samið við fleiri en eitt lyfjafyrirtæki til að baktryggja sig.
Kjarninn 2. desember 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent