Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára

Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.

Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum 15. mars 2019
Auglýsing

Af þeim 18 þús­und sem fengu atvinnu­leys­is­bætur í sept­em­ber­mán­uði var tæpur helm­ingur þeirra yngri en 35 ára, eða um 8,500 manns, sam­kvæmt nýjustu  mán­að­ar­skýrslu Vinnu­mála­stofn­un­ar. Atvinnu­leysi ungra gæti þó verið mun hærra, þar sem atvinnu­lausir náms­menn eru ekki inni í tölum stofn­un­ar­inn­ar. 

Ungir jafn­að­ar­menn bentu á bága stöðu ungs fólks á vinnu­mark­aði í umsögn um fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar­innar sem birt­ist í gær, en þar var vitnað í tölur Vinnu­mála­stofn­un­ar. Í umsögn­inni er  „fá­læt­i“  rík­is­stjórn­ar­inn­ar ­gagn­vart stöðu ungs fólks á vinnu­mark­aði gagn­rýnt, auk þess sem kallað er eftir skýrri ­á­ætlun um fjölgun starfa og hækkun bóta.

Auglýsing

Ald­urs­dreif­ing atvinnu­leys­is­bóta­þega sést vel ef tölur Vinnu­mála­stofn­unar eru not­aðar sam­hliða tölum Hag­stofu um þá sem eru starf­andi eftir ald­urs­hóp­um. Dreif­ing­una má sjá á mynd hér að neð­an, en sam­kvæmt henni er hlut­fall atvinnu­leys­is­bóta­þega nær tvö­falt hærra á meðal fólks á aldr­inum 25-34 ára, heldur en á meðal þeirra sem eru á ald­urs­bil­inu 40-69 ára. Í fyrr­nefnda ald­urs­hópnum nær hlut­fallið 13 pró­sent­um, en í þeim síð­ar­nefnda eru ein­ungis sjö pró­sent vinnu­mark­að­ar­ins á atvinnu­leys­is­bót­u­m. 

Heimild: Vinnumálastofnun og Hagstofa Íslands

Náms­menn ekki í mynd­inni 

Ójöfn ald­urs­dreif­ing á vinnu­mark­aði sést svo enn betur ef tekið er til­lit til atvinnu­lausra náms­manna, en þeir koma ekki fram í tölum Vinnu­mála­stofn­unar þar sem þeir eiga ekki rétt á bót­u­m. 

Jóna Þórey Pét­urs­dótt­ir, fyrrum for­seti Stúd­enta­ráðs Háskóla Íslands, benti á að 69 pró­sent Íslend­inga vinni venju­lega með námi í nýlegum skoð­anapistli á Vísi. Atvinnu­leysi á meðal þeirra er einnig tölu­vert, sam­kvæmt árs­fjórð­ungs­tölum Hag­stofu.

Eins og sést á mynd­inni hér að neðan munar miklu hvort atvinnu­leysi náms­manna sé tekið með í reikn­ing­inn eða ekki. Þar sem ell­efu pró­sent af þeim sem voru undir 25 ára aldri á vinnu­mark­aðnum þáðu atvinnu­leys­is­bætur á öðrum fjórð­ungi þessa árs, miðað við 15 pró­sent þeirra sem voru 25 ára eða eldri mætti áætla að atvinnu­leysið hefði verið hærri í síð­ar­nefnda hópn­um. Heimild: Vinnumálastofnun og Hagstofa ÍslandsHins veg­ar, ef atvinnu­lausir náms­menn eru taldir með á vinnu­mark­aði blasir við önnur nið­ur­staða. Þar sést að atvinnu­leysi þeirra sem eru yngri en 25 ára er rúm­lega helm­ingi meira en hjá þeim sem eru 25 ára eða eldri, eða um 24 pró­sent á móti 15. Rétt er að taka það fram þó að þessar tölur eru ein­ungis til við­mið­un­ar, þar sem ald­urs­flokkar Vinnu­mála­stofn­unar og Hag­stofu eru ekki nákvæm­lega eins. 

Upp­fært kl: 09:43. Tölur í seinna graf­inu voru upp­færðar

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Í þingsályktunartillögu þingflokks Viðreisnar er lagt til að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur verði aðgengilegar öllum án endurgjalds.
Þörfin eftir upplýsingum um landbúnaðarstyrki „óljós“ að mati Bændasamtakanna
Nýlega var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur til landbúnaðar verði gerðar opinberar. Í umsögn frá Bændasamtökunum segir að ekki hafi verið sýnt fram á raunverulega þörf á því.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent