Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú

Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.

Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Auglýsing

„Síðustu viku hefur Útlendingastofnun skert réttindi okkar og frelsi, sem þó voru skert fyrir.“ Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu Facebook-hópsins, Refugees in Iceland, í dag en umsækjendur um alþjóðlega vernd sem dvelja í flóttamannabúðunum á Ásbrú skrifa færsluna og segja ástandið alls ekki gott.

Í færslunni segir meðal annars að þau megi ekki yfirgefa herbergin án þess að vera með andlitsgrímu. „Útlendingastofnun lét okkur fá eina grímu á mann. Þær eru einnota. Þau vilja að við notum sömu grímuna í marga daga samfleytt. Fyrir utan það að þetta sé heilsuspillandi og tilgangslaust þá hafa einnig komið upp þær aðstæður að fólk sem týnt hefur grímunum sínum eða hent þeim fái ekki nýjar grímur og fái þar af leiðandi ekki að yfirgefa herbergi sín.

Öllum almenningsrýmum hefur verið lokað, þar á meðal eldhúsinu. Það þýðir að við höfum enga aðstöðu til að búa til okkar eigin mat (athugið að þetta kom til skjalanna fyrir einungis einni viku, þegar bylgjan var að byrja að fara niður).“

Auglýsing

Segja manni hafa verið neitað um mat í þrjá daga

Fram kemur að þau fái mat tvisvar á dag og ef þau komi ekki á ákveðnum tíma til þess að sækja matinn (12:00 til 13:00 og 18:00 til 19:00) þá fái þau engan. Enn fremur segir að þessi matur henti ekki þeim sem glíma við ákveðin heilsuvandamál. Til dæmis hefi þessi fæða gert þá sem eru með sykursýki veika.

„Einn þeirra sem er með sykursýki týndi einnota andlitsgrímunni sinni og hefur öryggisgæslan neitað honum um mat í þrjá daga. Þeir neita líka að gefa honum nýja grímu. Við bíðum eftir því að geta kvartað við Útlendingastofnun yfir þessari illu meðferð en það hefur ekki verið hægt að ná í stofnunina alla helgina.“

Greint er frá því í færslu flóttamannanna að það séu í kringum 105 manns sem búa í einni byggingu á Ásbrú. Jafnframt gagnrýna þeir að nú fái þeir lægri greiðslu inn á inneignarkort sín og vikulegar tekjur séu nú samtals 5.100 krónur.

Sumir óska eftir að fara aftur til Grikklands

„Öryggisverðirnir eru hér til að halda okkur föngnum, en ekki til að „halda okkur öruggum“ eins og Útlendingastofnun heldur fram.

Við erum undir andlegu álagi vegna þess að við megum ekki fara út eða gera neitt annað en að vera inni mánuðum saman, við erum svöng vegna þess að það er ekki nægur matur og maturinn er  líka slæmur. Fólk er byrjað að biðja um að fara sjálfviljugt til Grikklands. Staðar sem það flúði til að komast í öryggi hér,“ segir í færslunni.

Þá kemur fram sú skoðun að loka ætti flóttamannabúðunum eða hætta einangruninni. „Núna ættu allir að gera sér grein fyrir því andlega álagi sem fylgir slíkri einangrum. Hún er hryllileg, þrátt fyrir að hvert herbergi sé ekki svo slæmt.

Af hverju megum við ekki njóta sömu réttinda og annað fólk á Íslandi? Við erum manneskjur líka. Við viljum lifa og dafna – og við viljum leggja okkar af mörkum til samfélagsins,“ segir í færslunni.

Ákveðið var að kaupa matarbakka tímabundið

Í svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn Kjarnans segir að í kjölfar þess að tveggja metra reglan tók gildi á landinu öllu, þriðjudaginn 20. október síðastliðinn, hafi þurft að grípa til hertra sóttvarnarráðstafana hjá Útlendingastofnun.

„Vegna aðbúnaðar í tveimur úrræðum stofnunarinnar á Ásbrú, þar sem ekki er hægt að framfylgja tveggja metra reglunni í sameiginlegum eldhúsum, var ákveðið að kaupa tímabundið matarbakka fyrir þá sem þar dvelja. Til sambærilegra ráðstafana var gripið á meðan tveggja metra reglan var í gildi í vor til að draga úr smithættu í úrræðunum.“

Þá segir að reglugerð um útlendinga geri ráð fyrir því að stofnunin útvegi fæði eða fæðispeninga. Umsækjendum um vernd sem dvelja á Ásbrú sé nú séð fyrir tveimur máltíðum á dag, hádegismat og kvöldmat, og þeir fái greiddar 2.400 krónur í fæðispeninga á viku en fullir fæðispeningar séu 8.000 krónur á viku. Við þetta bætist 2.700 krónur í framfærslufé á viku. Fæðispeningar og framfærslufé sé greitt inn á fyrirframgreidd kreditkort sem hægt sé að nota í ákveðnum verslunum. Fram kemur hjá Útlendingastofnun að ýmsar útgáfur hafi verið af þessum greiðslum í gegnum tíðina, til dæmis kort sem eingöngu virkuðu í Bónus, reiðufé og I-kort.

Íbúarnir geti nálgast grímur hjá öryggisvörðum eða starfsmanni Útlendingastofnunar

„Íbúum úrræðanna á Ásbrú er ekki skylt að bera grímur í sameiginlegum rýmum en til þess hefur verið mælst að þeir beri grímur á meðan matarbökkum er úthlutað og þegar þeir umgangast aðra innan úrræðis án þess að geta viðhaft tveggja metra fjarlægð. Íbúarnir geta nálgast grímur hjá öryggisvörðum eða starfsmanni Útlendingastofnunar eftir þörfum og er þeim jafnframt séð fyrir handspritti og handsápu,“ segir í svari stofnunarinnar.

Þá kemur fram að engum sé neitað um matarbakka, hvorki fyrir að bera ekki grímu við úthlutun né fyrir að sækja matinn eftir auglýstan tíma, og öllum sé frjálst að fara út úr húsi að vild.

„Þessar sóttvarnaráðstafanir mælast eðlilega misvel fyrir enda draga þær úr möguleikum umsækjenda til að stýra sínu daglega líf eins og eðlilegast væri. Eins getur alltaf komið upp misskilningur milli manna ekki síst í úrræðum þar sem margir dvelja. Stofnunin gerir sitt besta til að leiðrétta allan misskilning en þessar ráðstafanir eru nýtilkomnar. Engu að síður er nauðsynlegt að grípa til allra þeirra ráðstafana sem geta dregið úr hættunni á smiti í hópi umsækjenda um alþjóðlega vernd sem eru í viðkvæmri stöðu,“ segir að lokum í svarinu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Frá aðdáun til andófs í álfu strangra takmarkana
Í Eyjaálfu hefur „núllstefnan“ í baráttunni við kórónuveiruna skilað eftirtektarverðum árangri og engin smit hafa greinst í nokkrum ríkjum. Eftir að smitum fjölgaði í Ástralíu og útgöngubann var sett á fannst mörgum nóg komið.
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent