Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú

Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.

Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Auglýsing

„Síð­ustu viku hefur Útlend­inga­stofnun skert rétt­indi okkar og frelsi, sem þó voru skert fyr­ir.“ Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu Face­book-hóps­ins, Refu­gees in Iceland, í dag en umsækj­endur um alþjóð­lega vernd sem dvelja í flótta­manna­búð­unum á Ásbrú skrifa færsl­una og segja ástandið alls ekki gott.

Í færsl­unni segir meðal ann­ars að þau megi ekki yfir­gefa her­bergin án þess að vera með and­lits­grímu. „Út­lend­inga­stofnun lét okkur fá eina grímu á mann. Þær eru einnota. Þau vilja að við notum sömu grímuna í marga daga sam­fleytt. Fyrir utan það að þetta sé heilsu­spill­andi og til­gangs­laust þá hafa einnig komið upp þær aðstæður að fólk sem týnt hefur grímunum sínum eða hent þeim fái ekki nýjar grímur og fái þar af leið­andi ekki að yfir­gefa her­bergi sín.

Öllum almenn­ings­rýmum hefur verið lok­að, þar á meðal eld­hús­inu. Það þýðir að við höfum enga aðstöðu til að búa til okkar eigin mat (at­hugið að þetta kom til skjal­anna fyrir ein­ungis einni viku, þegar bylgjan var að byrja að fara nið­ur­).“

Auglýsing

Segja manni hafa verið neitað um mat í þrjá daga

Fram kemur að þau fái mat tvisvar á dag og ef þau komi ekki á ákveðnum tíma til þess að sækja mat­inn (12:00 til 13:00 og 18:00 til 19:00) þá fái þau eng­an. Enn fremur segir að þessi matur henti ekki þeim sem glíma við ákveðin heilsu­vanda­mál. Til dæmis hefi þessi fæða gert þá sem eru með syk­ur­sýki veika.

„Einn þeirra sem er með syk­ur­sýki týndi einnota and­lits­grímunni sinni og hefur örygg­is­gæslan neitað honum um mat í þrjá daga. Þeir neita líka að gefa honum nýja grímu. Við bíðum eftir því að geta kvartað við Útlend­inga­stofnun yfir þess­ari illu með­ferð en það hefur ekki verið hægt að ná í stofn­un­ina alla helg­ina.“

Greint er frá því í færslu flótta­mann­anna að það séu í kringum 105 manns sem búa í einni bygg­ingu á Ásbrú. Jafn­framt gagn­rýna þeir að nú fái þeir lægri greiðslu inn á inn­eign­ar­kort sín og viku­legar tekjur séu nú sam­tals 5.100 krón­ur.

Sumir óska eftir að fara aftur til Grikk­lands

„Ör­ygg­is­verð­irnir eru hér til að halda okkur föngn­um, en ekki til að „halda okkur örugg­um“ eins og Útlend­inga­stofnun heldur fram.

Við erum undir and­legu álagi vegna þess að við megum ekki fara út eða gera neitt annað en að vera inni mán­uðum sam­an, við erum svöng vegna þess að það er ekki nægur matur og mat­ur­inn er  líka slæm­ur. Fólk er byrjað að biðja um að fara sjálf­vilj­ugt til Grikk­lands. Staðar sem það flúði til að kom­ast í öryggi hér,“ segir í færsl­unni.

Þá kemur fram sú skoðun að loka ætti flótta­manna­búð­unum eða hætta ein­angr­un­inni. „Núna ættu allir að gera sér grein fyrir því and­lega álagi sem fylgir slíkri ein­angr­um. Hún er hrylli­leg, þrátt fyrir að hvert her­bergi sé ekki svo slæmt.

Af hverju megum við ekki njóta sömu rétt­inda og annað fólk á Íslandi? Við erum mann­eskjur líka. Við viljum lifa og dafna – og við viljum leggja okkar af mörkum til sam­fé­lags­ins,“ segir í færsl­unni.

Ákveðið var að kaupa mat­ar­bakka tíma­bundið

Í svari Útlend­inga­stofn­unar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans segir að í kjöl­far þess að tveggja metra reglan tók gildi á land­inu öllu, þriðju­dag­inn 20. októ­ber síð­ast­lið­inn, hafi þurft að grípa til hertra sótt­varn­ar­ráð­staf­ana hjá Útlend­inga­stofn­un.

„Vegna aðbún­aðar í tveimur úrræðum stofn­un­ar­innar á Ásbrú, þar sem ekki er hægt að fram­fylgja tveggja metra regl­unni í sam­eig­in­legum eld­hús­um, var ákveðið að kaupa tíma­bundið mat­ar­bakka fyrir þá sem þar dvelja. Til sam­bæri­legra ráð­staf­ana var gripið á meðan tveggja metra reglan var í gildi í vor til að draga úr smit­hættu í úrræð­un­um.“

Þá segir að reglu­gerð um útlend­inga geri ráð fyrir því að stofn­unin útvegi fæði eða fæð­is­pen­inga. Umsækj­endum um vernd sem dvelja á Ásbrú sé nú séð fyrir tveimur mál­tíðum á dag, hádeg­is­mat og kvöld­mat, og þeir fái greiddar 2.400 krónur í fæð­is­pen­inga á viku en fullir fæð­is­pen­ingar séu 8.000 krónur á viku. Við þetta bæt­ist 2.700 krónur í fram­færslufé á viku. Fæð­is­pen­ingar og fram­færslufé sé greitt inn á fyr­ir­fram­greidd kredit­kort sem hægt sé að nota í ákveðnum versl­un­um. Fram kemur hjá Útlend­inga­stofnun að ýmsar útgáfur hafi verið af þessum greiðslum í gegnum tíð­ina, til dæmis kort sem ein­göngu virk­uðu í Bón­us, reiðufé og I-kort.

Íbú­arnir geti nálg­ast grímur hjá örygg­is­vörðum eða starfs­manni Útlend­inga­stofn­unar

„Íbúum úrræð­anna á Ásbrú er ekki skylt að bera grímur í sam­eig­in­legum rýmum en til þess hefur verið mælst að þeir beri grímur á meðan mat­ar­bökkum er úthlutað og þegar þeir umgang­ast aðra innan úrræðis án þess að geta við­haft tveggja metra fjar­lægð. Íbú­arnir geta nálg­ast grímur hjá örygg­is­vörðum eða starfs­manni Útlend­inga­stofn­unar eftir þörfum og er þeim jafn­framt séð fyrir hand­spritti og hand­sápu,“ segir í svari stofn­un­ar­inn­ar.

Þá kemur fram að engum sé neitað um mat­ar­bakka, hvorki fyrir að bera ekki grímu við úthlutun né fyrir að sækja mat­inn eftir aug­lýstan tíma, og öllum sé frjálst að fara út úr húsi að vild.

„Þessar sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ast eðli­lega mis­vel fyrir enda draga þær úr mögu­leikum umsækj­enda til að stýra sínu dag­lega líf eins og eðli­leg­ast væri. Eins getur alltaf komið upp mis­skiln­ingur milli manna ekki síst í úrræðum þar sem margir dvelja. Stofn­unin gerir sitt besta til að leið­rétta allan mis­skiln­ing en þessar ráð­staf­anir eru nýtil­komn­ar. Engu að síður er nauð­syn­legt að grípa til allra þeirra ráð­staf­ana sem geta dregið úr hætt­unni á smiti í hópi umsækj­enda um alþjóð­lega vernd sem eru í við­kvæmri stöð­u,“ segir að lokum í svar­inu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent