Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ

Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.

Aðalbygging Háskóla Íslands
Aðalbygging Háskóla Íslands
Auglýsing

Alls eru 14.992 nem­endur skráðir í Háskóla Íslands, en þeim hefur fjölgað um tvö þús­und á einu ári og hafa ekki verið jafn­margir frá stofnun skól­ans árið 1911. Nem­enda­fjöldi skól­ans hefur tvö­fald­ast frá síð­ustu alda­mót­um.Þetta kemur fram í nýupp­færðum tölum Háskóla Íslands um skráða nem­end­ur. Sam­kvæmt þeim var tæpur þriðj­ungur af skráðum nem­endum háskól­ans nýnemar, eða um 4.396.  Í grunn­námi voru alls 9.396 nem­end­ur, en 3.796 nem­endur í voru skráðir í fram­halds­nám. Af þeim voru 599 nem­endur í dokt­ors­námi. Nem­enda­fjöld­inn hefur auk­ist um 15 pró­sent á einu ári, en á sama tíma í fyrra voru 13.092 nem­endur skráðir í skól­ann. 

Auglýsing

Fjölg­aði í hrun­inu

Sjá má fjölda nem­enda í HÍ í októ­ber­mán­uði á síð­ustu árum á mynd hér að neð­an, en sam­kvæmt henni mátti sjá mikla fjölgun í skráðum nem­endum í krepp­unni í kjöl­far banka­hruns­ins árið 2008. 

Heimild: Háskóli Íslands

Sam­hliða batn­andi efna­hags­á­standi og minnk­andi atvinnu­leysi fór skráðum nem­endum svo að fækka alveg til árs­ins 2017, þegar þeir voru 12.296. Á síð­ustu þremur árum hefur þeim svo farið fjölg­andi aft­ur, en tveimur árum seinna voru þeir orðnir tæp­lega þús­und fleiri. Á síð­ustu tólf mán­uðum hefur þeim hins vegar fjölgað um tvö þús­und.

Fjöldi skráðra nem­enda í HÍ hefur rúm­lega tvö­fald­ast frá alda­mót­un­um, en árið 2000 voru þeir rétt rúm­lega sjö þús­und tals­ins. Með­al­fjöldi þeirra á árunum 2000 til 2008 voru litlu meiri, eða um 8.500Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stoðir orðinn stærsti eigandi Kviku banka
Fjárfestingafélagið Stoðir er nú stærsti einstaki eigandi Kviku banka eftir að hafa skipt á hlutabréfum í TM fyrir hlutabréf í bankanum. Félagið er líka stærsti einstaki eigandi TM.
Kjarninn 4. desember 2020
Kristján Vilhelmsson.
Kristján Vilhelmsson vildi láta svipta Helga Seljan Edduverðlaunum
Útgerðarstjóri Samherja, sem var um árabil annar af stærstu eigendum fyrirtækisins, vildi láta taka Edduverðlaun Helga Seljan af honum vegna Seðlabankamálsins. Helgi var valinn sjónvarpsmaður ársins af almenningi tvö ár í röð.
Kjarninn 4. desember 2020
Ögmundur Jónasson
Segir að allir þurfi aðhald – líka dómarar í Strassborg
Fyrrverandi innanríkisráðherra segir að fjöldi augljósra mannréttindabrota sé látinn sitja á hakanum hjá MDE. Hins vegar sé legið yfir því að koma höggi á íslensk stjórnvöld vegna máls sem sé svo smávægilegt í hinu stærra samhengi að undrum sæti.
Kjarninn 3. desember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 28. þáttur: Hlaupið fyrir Búdda
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent