Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ

Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.

Aðalbygging Háskóla Íslands
Aðalbygging Háskóla Íslands
Auglýsing

Alls eru 14.992 nem­endur skráðir í Háskóla Íslands, en þeim hefur fjölgað um tvö þús­und á einu ári og hafa ekki verið jafn­margir frá stofnun skól­ans árið 1911. Nem­enda­fjöldi skól­ans hefur tvö­fald­ast frá síð­ustu alda­mót­um.Þetta kemur fram í nýupp­færðum tölum Háskóla Íslands um skráða nem­end­ur. Sam­kvæmt þeim var tæpur þriðj­ungur af skráðum nem­endum háskól­ans nýnemar, eða um 4.396.  Í grunn­námi voru alls 9.396 nem­end­ur, en 3.796 nem­endur í voru skráðir í fram­halds­nám. Af þeim voru 599 nem­endur í dokt­ors­námi. Nem­enda­fjöld­inn hefur auk­ist um 15 pró­sent á einu ári, en á sama tíma í fyrra voru 13.092 nem­endur skráðir í skól­ann. 

Auglýsing

Fjölg­aði í hrun­inu

Sjá má fjölda nem­enda í HÍ í októ­ber­mán­uði á síð­ustu árum á mynd hér að neð­an, en sam­kvæmt henni mátti sjá mikla fjölgun í skráðum nem­endum í krepp­unni í kjöl­far banka­hruns­ins árið 2008. 

Heimild: Háskóli Íslands

Sam­hliða batn­andi efna­hags­á­standi og minnk­andi atvinnu­leysi fór skráðum nem­endum svo að fækka alveg til árs­ins 2017, þegar þeir voru 12.296. Á síð­ustu þremur árum hefur þeim svo farið fjölg­andi aft­ur, en tveimur árum seinna voru þeir orðnir tæp­lega þús­und fleiri. Á síð­ustu tólf mán­uðum hefur þeim hins vegar fjölgað um tvö þús­und.

Fjöldi skráðra nem­enda í HÍ hefur rúm­lega tvö­fald­ast frá alda­mót­un­um, en árið 2000 voru þeir rétt rúm­lega sjö þús­und tals­ins. Með­al­fjöldi þeirra á árunum 2000 til 2008 voru litlu meiri, eða um 8.500Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent