Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum

Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.

Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Auglýsing

Lög­reglu­stjór­inn á Vest­fjörðum til­kynnti í morgun að ákveðið hefði verið að hefja rann­sókn á atburði í kjöl­far COVID-19 smita á frytsti­tog­ar­anum Júl­íusi Geir­munds­syni. Frá þessu er fyrst greint í frétt í blað­inu Bæj­ar­ins Besta

Sam­kvæmt frétt­inni miðar lög­reglu­rann­sóknin að því að afla upp­lýs­inga og gagna um þá atburða­rás sem varðar smit áhafn­ar­með­lima frysti­tog­ar­ans. Einnig kemur þar fram að engin hafi rétt­ar­stöðu sak­born­ings að svo stöddu og að ótíma­bært sé að gefa út frek­ari upp­lýs­ingar að sinni. Til­kynn­ing­una má sjá hér að neð­an­.

Kjarn­inn hefur áður fjallað um atburð­ina á Júl­íusi Geir­munds­syni, en þar smit­uð­ust 22 af 25 áhafn­ar­með­limum af COVID-19. Skipið lét hins vegar land­helg­is­gæsl­una ekki vita af hugs­an­legu hópsmiti, auk þess sem ekki var farið strax í land eftir að upp komst um veik­ind­in. Sam­kvæmt Arn­ari Gunn­ari Hilm­ars­syni háseta á tog­ar­anum voru menn einnig skikk­aðir til að vinna veikir á meðan á túrnum stóð. 

Auglýsing

Hrað­frysti­húsið Gunn­vör hf, sem gerir út Júl­íus Geir­munds­son, sendi svo frá sér yfir­lýs­ingu í gær­morgun þar sem beðist er afsök­unar á því að ekki hafa verið í sam­bandi við Land­helg­is­gæsl­una eins og leið­bein­ingar gerðu ráð fyr­ir. Heiðrún Lind Mart­eins­dóttir fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi var titl­aður höf­undur í fyrri útgáfum frétta­til­kynn­ing­ar­inn­ar. Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stoðir orðinn stærsti eigandi Kviku banka
Fjárfestingafélagið Stoðir er nú stærsti einstaki eigandi Kviku banka eftir að hafa skipt á hlutabréfum í TM fyrir hlutabréf í bankanum. Félagið er líka stærsti einstaki eigandi TM.
Kjarninn 4. desember 2020
Kristján Vilhelmsson.
Kristján Vilhelmsson vildi láta svipta Helga Seljan Edduverðlaunum
Útgerðarstjóri Samherja, sem var um árabil annar af stærstu eigendum fyrirtækisins, vildi láta taka Edduverðlaun Helga Seljan af honum vegna Seðlabankamálsins. Helgi var valinn sjónvarpsmaður ársins af almenningi tvö ár í röð.
Kjarninn 4. desember 2020
Ögmundur Jónasson
Segir að allir þurfi aðhald – líka dómarar í Strassborg
Fyrrverandi innanríkisráðherra segir að fjöldi augljósra mannréttindabrota sé látinn sitja á hakanum hjá MDE. Hins vegar sé legið yfir því að koma höggi á íslensk stjórnvöld vegna máls sem sé svo smávægilegt í hinu stærra samhengi að undrum sæti.
Kjarninn 3. desember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 28. þáttur: Hlaupið fyrir Búdda
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent