Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta

Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.

Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Auglýsing

Frá­sögn Arn­ars Gunn­ars Hilm­ars­sonar, háseta á frysti­skip­inu Júl­íusi Geir­munds­syni er „al­veg í takt“ við upp­lifun ann­arra háseta skips­ins af veiði­ferð­inni þar sem upp komu veik­indi sem reynd­ust vegna COVID-19. Yfir­vél­stjóri tog­ar­ans sagði í við­tali við Vísi í gær að hann kann­að­ist ekki við lýs­ingar um að skip­verjar hefðu verið skikk­aðir til að vinna veik­ir, að fjöl­miðla­bann hefði verið sett á og að margir hefðu veikst. „Þetta var ekk­ert svona,“ sagði yfir­vél­stjór­inn Þór Ólafur Helga­son við Vísi. „Þetta eru ekki þræla­búð­ir. Það er eng­inn skikk­aður í vinnu veik­ur. Ég varð ekki var við alla þessa fár­veiku nema einn eða tvo og þeir voru inni og rek­inn inn þessi sem var veikast­ur.“Þá sagði hann það „bull“ að ein­hver hefði verið sendur fár­veikur út að vinna. COVID-19 væri  „grafal­var­legur sjúk­dóm­ur“ en að menn yrðu að segja „satt og rétt frá. Ekki búa til ein­hverjar svona æsifréttir og koma með eitt­hvað eins og þetta hafi verið svaka­legur herag­i,“ sagði yfir­vél­stjór­inn að auki.

AuglýsingSpurður út í þessi ummæli yfir­vél­stjór­ans seg­ist Berg­vin Eyþórs­son, vara­for­maður Verka­lýðs­fé­lags Vest­firð­inga, sem hefur mál háset­anna til með­ferð­ar, ekki vita hvað honum gangi til. „Við fund­uðum með háset­unum og það sem Arnar sagði er alveg í takt við það sem allir í hópnum sögðu okk­ur.“Berg­vin segir þetta því ekki aðeins upp­lifun Arn­ars heldur allra hinna háset­anna.Há­set­arnir hafa að sögn Berg­vins tekið hina „óvægnu og oft á tíðum ósmekk­legu umræðu“ á sam­fé­lags­miðlum um málið nærri sér. „Þeir eru þegar búnir að eiga mjög erf­iða tíma, túr­inn og eftir að þeir komu í land. Þetta er ekki til að bæta ástandið hjá þeim.“Verka­lýðs­fé­lag Vest­firð­inga birti í morgun til­kynn­ingu á vef­síðu sinni þar sem fram kom að stað­reyndir máls­ins einar og sér væru alvar­leg­ar, „en það að kasta fram óábyrgum athuga­semdum og fara í per­són­u­árásir gera mál­inu ekki gagn á neinn hátt og eru frekar til þess fallnar að leiða umræð­una frá stað­reynd­unum og skapa úlfúð í okkar sam­fé­lag­i.“ Þess vegna óskar Verka­lýðs­fé­lag Vest­firð­inga eftir því að við allir tjái sig með ábyrgum hætti og sýni hátt­vísi.„Við erum þarna að vísa í almenn komment um mál­ið,“ segir Berg­vin við Kjarn­ann í morg­un. „Við erum ekki að hnýta í neinn ákveð­inn en við viljum halda þessu á mál­efna­legum grunni. Það er eina leiðin til að vinna svona mál en ekki með upp­hróp­un­um.“Í morgun hófst fundur for­svars­manna Verka­lýðs­fé­lags Vest­firð­inga og ann­arra félaga sem skip­verjarnir á Júl­íusi Geir­munds­syni til­heyra. Full­trúar félaga skip­stjóra, stýri­manna og vél­stjóra eru m.a. á þeim fundi. „Við erum að ráða ráðum okk­ar,“ segir Berg­vin um fram­hald máls­ins.Málið sé litið mjög alvar­legum augum hjá félag­inu og verði unnið áfram með hags­muni félags­manna að leið­ar­ljósi.Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Vilhelmsson.
Kristján Vilhelmsson vildi láta svipta Helga Seljan Edduverðlaunum
Útgerðarstjóri Samherja, sem var um árabil annar af stærstu eigendum fyrirtækisins, vildi láta taka Edduverðlaun Helga Seljan af honum vegna Seðlabankamálsins. Helgi var valinn sjónvarpsmaður ársins af almenningi tvö ár í röð.
Kjarninn 4. desember 2020
Ögmundur Jónasson
Segir að allir þurfi aðhald – líka dómarar í Strassborg
Fyrrverandi innanríkisráðherra segir að fjöldi augljósra mannréttindabrota sé látinn sitja á hakanum hjá MDE. Hins vegar sé legið yfir því að koma höggi á íslensk stjórnvöld vegna máls sem sé svo smávægilegt í hinu stærra samhengi að undrum sæti.
Kjarninn 3. desember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 28. þáttur: Hlaupið fyrir Búdda
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Stjórnvöld vona að hjarðónæmi verði náð á fyrsta ársfjórðungi
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að vonir standi til þess að markmiðum bólusetningar verði náð á fyrsta ársfjórðungi. Búið er að ná samkomulagi um bóluefni fyrir 200.000 manns, en ólíklegt er að það komi allt til landsins á sama tíma.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent