Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta

Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.

Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Auglýsing

Frá­sögn Arn­ars Gunn­ars Hilm­ars­sonar, háseta á frysti­skip­inu Júl­íusi Geir­munds­syni er „al­veg í takt“ við upp­lifun ann­arra háseta skips­ins af veiði­ferð­inni þar sem upp komu veik­indi sem reynd­ust vegna COVID-19. Yfir­vél­stjóri tog­ar­ans sagði í við­tali við Vísi í gær að hann kann­að­ist ekki við lýs­ingar um að skip­verjar hefðu verið skikk­aðir til að vinna veik­ir, að fjöl­miðla­bann hefði verið sett á og að margir hefðu veikst. „Þetta var ekk­ert svona,“ sagði yfir­vél­stjór­inn Þór Ólafur Helga­son við Vísi. „Þetta eru ekki þræla­búð­ir. Það er eng­inn skikk­aður í vinnu veik­ur. Ég varð ekki var við alla þessa fár­veiku nema einn eða tvo og þeir voru inni og rek­inn inn þessi sem var veikast­ur.“Þá sagði hann það „bull“ að ein­hver hefði verið sendur fár­veikur út að vinna. COVID-19 væri  „grafal­var­legur sjúk­dóm­ur“ en að menn yrðu að segja „satt og rétt frá. Ekki búa til ein­hverjar svona æsifréttir og koma með eitt­hvað eins og þetta hafi verið svaka­legur herag­i,“ sagði yfir­vél­stjór­inn að auki.

AuglýsingSpurður út í þessi ummæli yfir­vél­stjór­ans seg­ist Berg­vin Eyþórs­son, vara­for­maður Verka­lýðs­fé­lags Vest­firð­inga, sem hefur mál háset­anna til með­ferð­ar, ekki vita hvað honum gangi til. „Við fund­uðum með háset­unum og það sem Arnar sagði er alveg í takt við það sem allir í hópnum sögðu okk­ur.“Berg­vin segir þetta því ekki aðeins upp­lifun Arn­ars heldur allra hinna háset­anna.Há­set­arnir hafa að sögn Berg­vins tekið hina „óvægnu og oft á tíðum ósmekk­legu umræðu“ á sam­fé­lags­miðlum um málið nærri sér. „Þeir eru þegar búnir að eiga mjög erf­iða tíma, túr­inn og eftir að þeir komu í land. Þetta er ekki til að bæta ástandið hjá þeim.“Verka­lýðs­fé­lag Vest­firð­inga birti í morgun til­kynn­ingu á vef­síðu sinni þar sem fram kom að stað­reyndir máls­ins einar og sér væru alvar­leg­ar, „en það að kasta fram óábyrgum athuga­semdum og fara í per­són­u­árásir gera mál­inu ekki gagn á neinn hátt og eru frekar til þess fallnar að leiða umræð­una frá stað­reynd­unum og skapa úlfúð í okkar sam­fé­lag­i.“ Þess vegna óskar Verka­lýðs­fé­lag Vest­firð­inga eftir því að við allir tjái sig með ábyrgum hætti og sýni hátt­vísi.„Við erum þarna að vísa í almenn komment um mál­ið,“ segir Berg­vin við Kjarn­ann í morg­un. „Við erum ekki að hnýta í neinn ákveð­inn en við viljum halda þessu á mál­efna­legum grunni. Það er eina leiðin til að vinna svona mál en ekki með upp­hróp­un­um.“Í morgun hófst fundur for­svars­manna Verka­lýðs­fé­lags Vest­firð­inga og ann­arra félaga sem skip­verjarnir á Júl­íusi Geir­munds­syni til­heyra. Full­trúar félaga skip­stjóra, stýri­manna og vél­stjóra eru m.a. á þeim fundi. „Við erum að ráða ráðum okk­ar,“ segir Berg­vin um fram­hald máls­ins.Málið sé litið mjög alvar­legum augum hjá félag­inu og verði unnið áfram með hags­muni félags­manna að leið­ar­ljósi.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent