Áhöfnin lokuð „inni í stálkassa“

Sjávarútvegsráðherra segist sleginn yfir því sem gerðist um borð í frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni. Hann segir augljóst að farið hafi verið freklega á svig við þau grundvallaratriði sem snúast um öryggi og velferð áhafnar.

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðhera.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðhera.
Auglýsing

Krist­ján Þór Júl­í­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra segir mál skip­verj­anna á Júl­íusi Geir­munds­syni, sem Hrað­frysti­hús­ið-G­unn­vör gerir út, ömur­legt og telur ljóst að frek­lega hafi verið farið á svig við grund­vall­ar­at­riði sjó­mennsk­unnar sem snú­ast um að vernda heilsu og öryggi áhafn­ar­inn­ar. „Fyr­ir­tækið hefði átt að taka á þessu máli með allt öðrum hætti en gert var.“

Þetta sagði ráð­herr­ann í Silfr­inu í dag. 

Meiri­hluti áhafn­ar­innar er með COVID-19 og hefur lýst skelfi­legum aðstæðum sem sköp­uð­ust um borð er einn af öðrum fór að veikj­ast. Skip­verjar segj­ast hafa verið látnir vinna veikir og sumir hafi veikst alvar­lega, fengið háan hita og glímt við önd­un­ar­erf­ið­leika. 

Auglýsing

„Ég þekki það af eigin reynslu sem sjó­maður og skip­stjóri um hvað er að tefla þarna,“ sagði Krist­ján Þór. Mark­mið hverrar veiði­ferðar íslensks fiski­skips sé það að sigla úr höfn og koma áhöfn­inni heilli heim. „Við þessar aðstæður skiptir öryggi og vel­ferð sjó­manna um borð höf­uð­máli. Það er alveg aug­ljóst að heilsa og vel­ferð skip­verja leikur lyk­il­hlut­verk. Og af allri umfjöllun um þetta ömur­lega mál er alveg aug­ljóst, öllum sem á vilja horfa, að þarna er farið frek­lega á svig við þessi grund­vall­ar­at­rið­i.“

Krist­ján sagði marga sam­verk­andi þætti hafa komið til í mál­inu. Hann seg­ist telja þetta ein­angrað til­vik í sjáv­ar­út­vegi. Nefndi hann dæmi um allt önnur vinnu­brögð sem við­höfð voru um borð í öðru skipi þar sem upp kom hópsmit. 

Hann sagði að ábyrgð útgerðar og skip­stjóra væri vissu­lega mik­il. „Svo er það þannig hjá íslenskum sjó­mönn­um, eins og kom fram í þessu ein­læga og heið­ar­lega við­tali við unga háset­ann að þar eru menn um borð að taka þetta „á kass­ann“ eins og sjó­menn segja stund­um. En þegar við erum að ræða hvernig þessir hlutir ganga þá gleym­ist oft að um borð í fiski­skipi eru, eins og í þessu til­viki 20 menn í áhöfn, sem eru lok­aðir inni stál­kassa í þessar þrjár vik­ur, og það eru eðli­lega ótal til­finn­ingar sem bær­ast með mönnum í þess­ari stöð­u.“

 Spurður hvort hann teldi þessa óheil­brigðu og óeðli­legu menn­ingu sem var um borð í Júl­íusi Geir­munds­syni vera til marks um víð­tækara vanda­mál í sjáv­ar­út­veg­inum í heild sinni sagði Krist­ján að „ógn­ar­stjórn­un“ væri ekki bara bundin við sjáv­ar­út­veg. „Ég ætla rétt að vona að þessi heið­ar­leiki hjá unga sjó­mann­inum bitni ekki á honum með þeim hætti að hann missi atvinnu. Þetta er frá­bært dæmi um ein­stak­ling sem að þorir að stíga fram og er ágætis málsvari íslenskra sjó­manna við þær aðstæður sem þarna eru uppi og þarna skap­ast. Þetta er gríð­ar­lega erfitt, að takast á við þetta, það þarf mik­inn kjark til að koma fram með þessum hætti og ég tek ofan fyrir þessum unga mann­i.“

Krist­ján Þór sagð­ist hafa átt fund með for­ystu­fólki sjó­manna fyrir um tveimur vik­um. Þar hafi þeir lýst yfir áhyggjum sínum af versn­andi sam­skiptum sjó­manna og útgerð­ar­manna. „Ég vænti þess að þetta mál geti orðið til þess að kveikja betur í þeim vilja til við­ræðna til að bæta þau sam­skipt­i.“Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru á meðal þeirra þingmanna sem eru á frumvarpinu.
Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja breyta fyrirkomulagi við innheimtu útvarpsgjalds
Óli Björn Kárason og sex samflokksmenn hans telja að bein innheimta útvarpsgjalds stuðli „að betri kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu.“
Kjarninn 2. desember 2020
Barn í Bangladess í sýnatöku vegna COVID-19.
Iðnríkin hafa tryggt sér bróðurpartinn af bóluefninu
Hægt væri að bólusetja alla Bandaríkjamenn og Breta fjórum sinnum gegn COVID-19 miðað við það magn bóluefnis sem þessi ríki hafa tryggt sér. Þau, líkt og fleiri iðnríki, hafa samið við fleiri en eitt lyfjafyrirtæki til að baktryggja sig.
Kjarninn 2. desember 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent