Áhöfnin lokuð „inni í stálkassa“

Sjávarútvegsráðherra segist sleginn yfir því sem gerðist um borð í frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni. Hann segir augljóst að farið hafi verið freklega á svig við þau grundvallaratriði sem snúast um öryggi og velferð áhafnar.

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðhera.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðhera.
Auglýsing

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir mál skipverjanna á Júlíusi Geirmundssyni, sem Hraðfrystihúsið-Gunnvör gerir út, ömurlegt og telur ljóst að freklega hafi verið farið á svig við grundvallaratriði sjómennskunnar sem snúast um að vernda heilsu og öryggi áhafnarinnar. „Fyrirtækið hefði átt að taka á þessu máli með allt öðrum hætti en gert var.“

Þetta sagði ráðherrann í Silfrinu í dag. 

Meirihluti áhafnarinnar er með COVID-19 og hefur lýst skelfilegum aðstæðum sem sköpuðust um borð er einn af öðrum fór að veikjast. Skipverjar segjast hafa verið látnir vinna veikir og sumir hafi veikst alvarlega, fengið háan hita og glímt við öndunarerfiðleika. 

Auglýsing

„Ég þekki það af eigin reynslu sem sjómaður og skipstjóri um hvað er að tefla þarna,“ sagði Kristján Þór. Markmið hverrar veiðiferðar íslensks fiskiskips sé það að sigla úr höfn og koma áhöfninni heilli heim. „Við þessar aðstæður skiptir öryggi og velferð sjómanna um borð höfuðmáli. Það er alveg augljóst að heilsa og velferð skipverja leikur lykilhlutverk. Og af allri umfjöllun um þetta ömurlega mál er alveg augljóst, öllum sem á vilja horfa, að þarna er farið freklega á svig við þessi grundvallaratriði.“

Kristján sagði marga samverkandi þætti hafa komið til í málinu. Hann segist telja þetta einangrað tilvik í sjávarútvegi. Nefndi hann dæmi um allt önnur vinnubrögð sem viðhöfð voru um borð í öðru skipi þar sem upp kom hópsmit. 

Hann sagði að ábyrgð útgerðar og skipstjóra væri vissulega mikil. „Svo er það þannig hjá íslenskum sjómönnum, eins og kom fram í þessu einlæga og heiðarlega viðtali við unga hásetann að þar eru menn um borð að taka þetta „á kassann“ eins og sjómenn segja stundum. En þegar við erum að ræða hvernig þessir hlutir ganga þá gleymist oft að um borð í fiskiskipi eru, eins og í þessu tilviki 20 menn í áhöfn, sem eru lokaðir inni stálkassa í þessar þrjár vikur, og það eru eðlilega ótal tilfinningar sem bærast með mönnum í þessari stöðu.“

 Spurður hvort hann teldi þessa óheilbrigðu og óeðlilegu menningu sem var um borð í Júlíusi Geirmundssyni vera til marks um víðtækara vandamál í sjávarútveginum í heild sinni sagði Kristján að „ógnarstjórnun“ væri ekki bara bundin við sjávarútveg. „Ég ætla rétt að vona að þessi heiðarleiki hjá unga sjómanninum bitni ekki á honum með þeim hætti að hann missi atvinnu. Þetta er frábært dæmi um einstakling sem að þorir að stíga fram og er ágætis málsvari íslenskra sjómanna við þær aðstæður sem þarna eru uppi og þarna skapast. Þetta er gríðarlega erfitt, að takast á við þetta, það þarf mikinn kjark til að koma fram með þessum hætti og ég tek ofan fyrir þessum unga manni.“

Kristján Þór sagðist hafa átt fund með forystufólki sjómanna fyrir um tveimur vikum. Þar hafi þeir lýst yfir áhyggjum sínum af versnandi samskiptum sjómanna og útgerðarmanna. „Ég vænti þess að þetta mál geti orðið til þess að kveikja betur í þeim vilja til viðræðna til að bæta þau samskipti.“


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til að bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent