Útgerðin biðst „einlæglega afsökunar“

Framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, þykir „þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna“.

Júlíus Geirmundsson ÍS 270, er gerður út frá Ísafirði.
Júlíus Geirmundsson ÍS 270, er gerður út frá Ísafirði.
Auglýsing

Hrað­frysti­hús­ið-G­unn­vör hf., sem gerir út frysti­skipið Júl­íus Geir­munds­son ÍS 270, telur ljóst að rétt hefði verið að til­kynna grun um kór­ónu­veirusmit um borð í skip­inu til Land­helg­is­gæsl­unnar og láta þeim yfir­völdum eftir að meta hvort rétt væri að sigla skip­inu til hafn­ar. Slík fram­kvæmd hefði verið í sam­ræmi við þær leið­bein­ing­ar, sem við­hafa ber í þessum aðstæðum og stétt­ar­fé­lög sjó­manna komu sér saman um við upp­haf kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. „Því miður fórst það fyrir og ábyrgð á þeim mis­tökum mun fyr­ir­tækið að sjálf­sögðu axla,“ segir í yfir­lýs­ingu frá Ein­ari Val Krist­jáns­syni, fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins. „Fyr­ir­tækið biður hlut­að­eig­andi jafn­framt ein­læg­lega afsök­unar á þessum mis­tök­um.“Einar Valur segir það aldrei hafa verið ætlun útgerðar eða skip­stjóra að stefna heilsu og lífi áhafnar skips­ins í hættu og „fyr­ir­tæk­inu þykir þung­bært að sitja undir ásök­unum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfs­manna“.

AuglýsingÍ yfir­lýs­ingu Ein­ars segir enn­fremur að nú sé verk­efnið „að styðja við þá áhafn­ar­með­limi sem glíma við veik­indi og byggja upp á ný það traust sem hefur glat­ast á milli áhafnar og fyr­ir­tæk­is­ins vegna atviks­ins“.­Meiri­hluti áhafnar Júl­í­usar Geir­munds­sonar reynd­ist með COVID-19 þegar sýni úr skip­verjum voru loks tekin í byrjun vik­unn­ar. Skip­verjarnir hafa greint frá því að þeir hafi ítrekað beðið um að kom­ast í sýna­töku, að þeir hafi verið látnir vinna veikir eða sendir í ein­angrun inn í klefa sína. Þá hafi verkja­lyf verið af svo skornum skammti um borð að for­gangs­raða þurfti hverjir gætu fengið þau. Þá hafa þeir sagt frá því að þeim hafi verið bannað að ræða veik­indi sín við aðra en fjöl­skyldur sín­ar. Það hafi verið ítrekað þegar á leið.Fyrst fór að bera á veik­indum meðal áhafn­ar­innar á öðrum degi veiði­ferð­ar­innar sem átti eftir að standa í þrjár vik­ur. Ungur háseti á skip­inu sagði í við­tali við RÚV í gær að hann hefði verið lát­inn vinna veikur og sömu­leiðis fleiri menn, m.a. einn sá harð­asti sem hann þekki. Sá hafi að end­ingu ekki getað meir. „Hegðun HG í þessum kór­ónu­vírusskandal núna er í nákvæmu sam­ræmi við hegðun fyr­ir­tæk­is­ins gagn­vart starfs­mönnum hvað varðar öryggi og heilsu starfs­manna í for­tíð­inn­i,“ segir háset­inn við RÚV. Spurður hvort hann ótt­ist að missa stöðu sína á skip­inu svarar hann: „Tján­ing mín á mál­inu er óend­an­lega verð­mæt­ari en starf mitt þarna um borð.“

Verka­lýðs­fé­lag Vest­firð­inga sagði í yfir­lýs­ingu á föstu­dags­kvöld að sumir skip­verj­anna hefðu verið alvar­lega veik­ir, með háan hita og glímt við önd­un­ar­erf­ið­leika. Ástandið um borð hefði verið skelfi­legt. Í sam­tali við Kjarn­ann í kjöl­far yfir­lýs­ing­ar­innar sagði vara­for­maður verka­lýðs­fé­lags­ins að farið yrði yfir málið með lög­mönnum félags­ins til að meta hugs­an­legan skaða sem skip­verjarnir urðu fyr­ir.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Þingvallakirkja.
Prestafélagið segir að Þjóðkirkjan yrði að bæta prestum tekjutap vegna aukaverkatillögu
Prestafélagið leggst harðlega gegn því að prestar hætti að innheimta fyrir aukaverk á borð við skírnir, útfarir og hjónavígslur. Þriggja mánaða gamall kjarasamningur presta er úr gildi fallinn, ef tillagan verður samþykkt á kirkjuþingi, segir félagið.
Kjarninn 21. október 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Áherslur Íslands á COP26 munu skýrast samhliða myndun ríkisstjórnar
Stefnumótandi áherslur íslenskra ráðamanna á loftslagsráðstefnunni í Glasgow munu skýrast betur samhliða myndun ríkisstjórnar. Gert er ráð fyrir að forsætisráðherra og auðlinda- og umhverfisráðherra sæki ráðstefnuna í nóvember.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent