Útgerðin biðst „einlæglega afsökunar“

Framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, þykir „þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna“.

Júlíus Geirmundsson ÍS 270, er gerður út frá Ísafirði.
Júlíus Geirmundsson ÍS 270, er gerður út frá Ísafirði.
Auglýsing

Hrað­frysti­hús­ið-G­unn­vör hf., sem gerir út frysti­skipið Júl­íus Geir­munds­son ÍS 270, telur ljóst að rétt hefði verið að til­kynna grun um kór­ónu­veirusmit um borð í skip­inu til Land­helg­is­gæsl­unnar og láta þeim yfir­völdum eftir að meta hvort rétt væri að sigla skip­inu til hafn­ar. Slík fram­kvæmd hefði verið í sam­ræmi við þær leið­bein­ing­ar, sem við­hafa ber í þessum aðstæðum og stétt­ar­fé­lög sjó­manna komu sér saman um við upp­haf kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. „Því miður fórst það fyrir og ábyrgð á þeim mis­tökum mun fyr­ir­tækið að sjálf­sögðu axla,“ segir í yfir­lýs­ingu frá Ein­ari Val Krist­jáns­syni, fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins. „Fyr­ir­tækið biður hlut­að­eig­andi jafn­framt ein­læg­lega afsök­unar á þessum mis­tök­um.“Einar Valur segir það aldrei hafa verið ætlun útgerðar eða skip­stjóra að stefna heilsu og lífi áhafnar skips­ins í hættu og „fyr­ir­tæk­inu þykir þung­bært að sitja undir ásök­unum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfs­manna“.

AuglýsingÍ yfir­lýs­ingu Ein­ars segir enn­fremur að nú sé verk­efnið „að styðja við þá áhafn­ar­með­limi sem glíma við veik­indi og byggja upp á ný það traust sem hefur glat­ast á milli áhafnar og fyr­ir­tæk­is­ins vegna atviks­ins“.­Meiri­hluti áhafnar Júl­í­usar Geir­munds­sonar reynd­ist með COVID-19 þegar sýni úr skip­verjum voru loks tekin í byrjun vik­unn­ar. Skip­verjarnir hafa greint frá því að þeir hafi ítrekað beðið um að kom­ast í sýna­töku, að þeir hafi verið látnir vinna veikir eða sendir í ein­angrun inn í klefa sína. Þá hafi verkja­lyf verið af svo skornum skammti um borð að for­gangs­raða þurfti hverjir gætu fengið þau. Þá hafa þeir sagt frá því að þeim hafi verið bannað að ræða veik­indi sín við aðra en fjöl­skyldur sín­ar. Það hafi verið ítrekað þegar á leið.Fyrst fór að bera á veik­indum meðal áhafn­ar­innar á öðrum degi veiði­ferð­ar­innar sem átti eftir að standa í þrjár vik­ur. Ungur háseti á skip­inu sagði í við­tali við RÚV í gær að hann hefði verið lát­inn vinna veikur og sömu­leiðis fleiri menn, m.a. einn sá harð­asti sem hann þekki. Sá hafi að end­ingu ekki getað meir. „Hegðun HG í þessum kór­ónu­vírusskandal núna er í nákvæmu sam­ræmi við hegðun fyr­ir­tæk­is­ins gagn­vart starfs­mönnum hvað varðar öryggi og heilsu starfs­manna í for­tíð­inn­i,“ segir háset­inn við RÚV. Spurður hvort hann ótt­ist að missa stöðu sína á skip­inu svarar hann: „Tján­ing mín á mál­inu er óend­an­lega verð­mæt­ari en starf mitt þarna um borð.“

Verka­lýðs­fé­lag Vest­firð­inga sagði í yfir­lýs­ingu á föstu­dags­kvöld að sumir skip­verj­anna hefðu verið alvar­lega veik­ir, með háan hita og glímt við önd­un­ar­erf­ið­leika. Ástandið um borð hefði verið skelfi­legt. Í sam­tali við Kjarn­ann í kjöl­far yfir­lýs­ing­ar­innar sagði vara­for­maður verka­lýðs­fé­lags­ins að farið yrði yfir málið með lög­mönnum félags­ins til að meta hugs­an­legan skaða sem skip­verjarnir urðu fyr­ir.Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru á meðal þeirra þingmanna sem eru á frumvarpinu.
Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja breyta fyrirkomulagi við innheimtu útvarpsgjalds
Óli Björn Kárason og sex samflokksmenn hans telja að bein innheimta útvarpsgjalds stuðli „að betri kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu.“
Kjarninn 2. desember 2020
Barn í Bangladess í sýnatöku vegna COVID-19.
Iðnríkin hafa tryggt sér bróðurpartinn af bóluefninu
Hægt væri að bólusetja alla Bandaríkjamenn og Breta fjórum sinnum gegn COVID-19 miðað við það magn bóluefnis sem þessi ríki hafa tryggt sér. Þau, líkt og fleiri iðnríki, hafa samið við fleiri en eitt lyfjafyrirtæki til að baktryggja sig.
Kjarninn 2. desember 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent