Útgerðin biðst „einlæglega afsökunar“

Framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, þykir „þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna“.

Júlíus Geirmundsson ÍS 270, er gerður út frá Ísafirði.
Júlíus Geirmundsson ÍS 270, er gerður út frá Ísafirði.
Auglýsing

Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf., sem gerir út frystiskipið Júlíus Geirmundsson ÍS 270, telur ljóst að rétt hefði verið að tilkynna grun um kórónuveirusmit um borð í skipinu til Landhelgisgæslunnar og láta þeim yfirvöldum eftir að meta hvort rétt væri að sigla skipinu til hafnar. Slík framkvæmd hefði verið í samræmi við þær leiðbeiningar, sem viðhafa ber í þessum aðstæðum og stéttarfélög sjómanna komu sér saman um við upphaf kórónuveirufaraldursins. „Því miður fórst það fyrir og ábyrgð á þeim mistökum mun fyrirtækið að sjálfsögðu axla,“ segir í yfirlýsingu frá Einari Val Kristjánssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. „Fyrirtækið biður hlutaðeigandi jafnframt einlæglega afsökunar á þessum mistökum.“


Einar Valur segir það aldrei hafa verið ætlun útgerðar eða skipstjóra að stefna heilsu og lífi áhafnar skipsins í hættu og „fyrirtækinu þykir þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna“.

Auglýsing


Í yfirlýsingu Einars segir ennfremur að nú sé verkefnið „að styðja við þá áhafnarmeðlimi sem glíma við veikindi og byggja upp á ný það traust sem hefur glatast á milli áhafnar og fyrirtækisins vegna atviksins“.


Meirihluti áhafnar Júlíusar Geirmundssonar reyndist með COVID-19 þegar sýni úr skipverjum voru loks tekin í byrjun vikunnar. Skipverjarnir hafa greint frá því að þeir hafi ítrekað beðið um að komast í sýnatöku, að þeir hafi verið látnir vinna veikir eða sendir í einangrun inn í klefa sína. Þá hafi verkjalyf verið af svo skornum skammti um borð að forgangsraða þurfti hverjir gætu fengið þau. Þá hafa þeir sagt frá því að þeim hafi verið bannað að ræða veikindi sín við aðra en fjölskyldur sínar. Það hafi verið ítrekað þegar á leið.


Fyrst fór að bera á veikindum meðal áhafnarinnar á öðrum degi veiðiferðarinnar sem átti eftir að standa í þrjár vikur. Ungur háseti á skipinu sagði í viðtali við RÚV í gær að hann hefði verið látinn vinna veikur og sömuleiðis fleiri menn, m.a. einn sá harðasti sem hann þekki. Sá hafi að endingu ekki getað meir. „Hegðun HG í þessum kórónuvírusskandal núna er í nákvæmu samræmi við hegðun fyrirtækisins gagnvart starfsmönnum hvað varðar öryggi og heilsu starfsmanna í fortíðinni,“ segir hásetinn við RÚV. Spurður hvort hann óttist að missa stöðu sína á skipinu svarar hann: „Tjáning mín á málinu er óendanlega verðmætari en starf mitt þarna um borð.“

Verkalýðsfélag Vestfirðinga sagði í yfirlýsingu á föstudagskvöld að sumir skipverjanna hefðu verið alvarlega veikir, með háan hita og glímt við öndunarerfiðleika. Ástandið um borð hefði verið skelfilegt. Í samtali við Kjarnann í kjölfar yfirlýsingarinnar sagði varaformaður verkalýðsfélagsins að farið yrði yfir málið með lögmönnum félagsins til að meta hugsanlegan skaða sem skipverjarnir urðu fyrir.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Frá aðdáun til andófs í álfu strangra takmarkana
Í Eyjaálfu hefur „núllstefnan“ í baráttunni við kórónuveiruna skilað eftirtektarverðum árangri og engin smit hafa greinst í nokkrum ríkjum. Eftir að smitum fjölgaði í Ástralíu og útgöngubann var sett á fannst mörgum nóg komið.
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent