Uppgötvuðu hafstraum og kenna hann við Ísland

Norskir vísindamenn hafa borið kennsl á nýtt fyrirbæri í hafinu sem hefur umtalsverð áhrif á loftslag á okkar norðlægu slóðum. Hafstraumurinn hefur fengið nafnið Íslands-Færeyja brekkustraumurinn (e. Iceland-Faroe Slope Jet).

Íslands-Færeyja straumurinn (IFSJ) er sýndur með dökk fjólubláum lit á kortinu.
Íslands-Færeyja straumurinn (IFSJ) er sýndur með dökk fjólubláum lit á kortinu.
Auglýsing

Það er ekki á hverjum degi sem haf­straumar eru upp­götv­að­ir. En slíkt gerð­ist nýlega og um það er fjallað í grein sem birt­ist í vís­inda­tíma­rit­inu Nat­ure Comm­un­ications í gær.Málið hefur því vakið mikla athygli, m.a. í heima­landi vís­inda­mann­anna, Nor­egi. „Við höfum sett nýjan haf­straum á kort­ið. Svo ein­falt er það,“ segir aðal­höf­undur rann­sókn­ar­inn­ar, Stef­anie Semper, dokt­or­snemi í lofts­lags­fræðum við Háskól­ann í Bergen, við norska rík­is­sjón­varpið.Löngu er orðið ljóst að haf­straumar hafa gríð­ar­leg áhrif á lofts­lag jarð­ar. Allir þekkja Golfstraum­inn sem flytur hlýjan sjó norður á bóg­inn, í Íslands­haf, Nor­egs­haf og Græn­lands­haf. Hann gerir það að verkum að lofts­lag á okkar breidd­argráðum er hlýrra en ella og svæðið því byggi­legt mönn­um.

Auglýsing


Hinn nýupp­götv­aði haf­straumur teng­ist einmitt Golfstraumn­um. Hlýi sjór­inn sem Golfstraum­ur­inn flytur kólnar á ferða­lagi sínu, þyng­ist þar með og sekkur og flyst aftur suður þar sem hann hlýnar á ný. Þetta ferli myndar hringrás. Nýfundni straum­ur­inn flytur sjó um gljúfur á miklu dýpi þess­arar hringrásar frá Íslandi til Fær­eyja. Vís­inda­menn hafa svo einnig fundið út að sjór­inn sem straum­ur­inn flytur kemur úr Græn­lands­hafi. Það gefur mik­il­vægar upp­lýs­ingar um lofts­lagið og hvernig það gæti þró­ast. Þegar breyt­ingar verða á sjónum við Græn­land vegna lofts­lags­breyt­inga sem þegar eru farnar að eiga sér stað gæti það haft áhrif á hringrás­ina í Norð­ur­-Atl­ants­hafi.Eitt af því sem vís­inda­menn hafa áhyggjur af er að hægt gæti á haf­straumunum í fram­tíð­inni vegna hita­breyt­inga. Þá mun Golfstraum­ur­inn kólna og lofts­lag á áhrifa­svæðum hans sömu­leið­is. Semper segir í sam­tali við NRK að til að spá fyrir um þróun loft­lags á jörð­inni verði að taka haf­straumana með inn í mynd­ina. „Ég held að við viljum getað spáð fyrir um hvernig fram­tíðin mun líta út og þess vegna verðum við að vita meira um haf­straumana.“Hún bendir á að enn sé þó margt á huldu varð­andi hafið og því sé mikil þörf á frek­ari rann­sókn­um.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Álfheiður Eymarsdóttir og Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Er ekki bara best að kjósa Samherja?
Kjarninn 24. september 2021
Formenn flokkanna sögðu nú sem betur fer að uppistöðu aðallega satt í viðtölunum sem Staðreyndavakt Kjarnans tók fyrir.
Fjögur fóru með fleipur, jafnmörg sögðu hálfsannleik og tvær á réttri leið
Staðreyndavakt Kjarnans rýndi í tíu viðtöl við leiðtoga stjórnmálaflokka sem fram fóru á sama vettvangi. Hér má sjá niðurstöðurnar.
Kjarninn 24. september 2021
Steinar Frímannsson
Stutt og laggott – Umhverfisstefna Samfylkingar
Kjarninn 24. september 2021
Hjördís Björg Kristinsdóttir
Vanda til verka þegar aðstoð er veitt
Kjarninn 24. september 2021
Árni Finnsson
Á að banna olíuleit á hafsvæðum Íslands?
Kjarninn 24. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent