Uppgötvuðu hafstraum og kenna hann við Ísland

Norskir vísindamenn hafa borið kennsl á nýtt fyrirbæri í hafinu sem hefur umtalsverð áhrif á loftslag á okkar norðlægu slóðum. Hafstraumurinn hefur fengið nafnið Íslands-Færeyja brekkustraumurinn (e. Iceland-Faroe Slope Jet).

Íslands-Færeyja straumurinn (IFSJ) er sýndur með dökk fjólubláum lit á kortinu.
Íslands-Færeyja straumurinn (IFSJ) er sýndur með dökk fjólubláum lit á kortinu.
Auglýsing

Það er ekki á hverjum degi sem haf­straumar eru upp­götv­að­ir. En slíkt gerð­ist nýlega og um það er fjallað í grein sem birt­ist í vís­inda­tíma­rit­inu Nat­ure Comm­un­ications í gær.Málið hefur því vakið mikla athygli, m.a. í heima­landi vís­inda­mann­anna, Nor­egi. „Við höfum sett nýjan haf­straum á kort­ið. Svo ein­falt er það,“ segir aðal­höf­undur rann­sókn­ar­inn­ar, Stef­anie Semper, dokt­or­snemi í lofts­lags­fræðum við Háskól­ann í Bergen, við norska rík­is­sjón­varpið.Löngu er orðið ljóst að haf­straumar hafa gríð­ar­leg áhrif á lofts­lag jarð­ar. Allir þekkja Golfstraum­inn sem flytur hlýjan sjó norður á bóg­inn, í Íslands­haf, Nor­egs­haf og Græn­lands­haf. Hann gerir það að verkum að lofts­lag á okkar breidd­argráðum er hlýrra en ella og svæðið því byggi­legt mönn­um.

Auglýsing


Hinn nýupp­götv­aði haf­straumur teng­ist einmitt Golfstraumn­um. Hlýi sjór­inn sem Golfstraum­ur­inn flytur kólnar á ferða­lagi sínu, þyng­ist þar með og sekkur og flyst aftur suður þar sem hann hlýnar á ný. Þetta ferli myndar hringrás. Nýfundni straum­ur­inn flytur sjó um gljúfur á miklu dýpi þess­arar hringrásar frá Íslandi til Fær­eyja. Vís­inda­menn hafa svo einnig fundið út að sjór­inn sem straum­ur­inn flytur kemur úr Græn­lands­hafi. Það gefur mik­il­vægar upp­lýs­ingar um lofts­lagið og hvernig það gæti þró­ast. Þegar breyt­ingar verða á sjónum við Græn­land vegna lofts­lags­breyt­inga sem þegar eru farnar að eiga sér stað gæti það haft áhrif á hringrás­ina í Norð­ur­-Atl­ants­hafi.Eitt af því sem vís­inda­menn hafa áhyggjur af er að hægt gæti á haf­straumunum í fram­tíð­inni vegna hita­breyt­inga. Þá mun Golfstraum­ur­inn kólna og lofts­lag á áhrifa­svæðum hans sömu­leið­is. Semper segir í sam­tali við NRK að til að spá fyrir um þróun loft­lags á jörð­inni verði að taka haf­straumana með inn í mynd­ina. „Ég held að við viljum getað spáð fyrir um hvernig fram­tíðin mun líta út og þess vegna verðum við að vita meira um haf­straumana.“Hún bendir á að enn sé þó margt á huldu varð­andi hafið og því sé mikil þörf á frek­ari rann­sókn­um.Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru á meðal þeirra þingmanna sem eru á frumvarpinu.
Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja breyta fyrirkomulagi við innheimtu útvarpsgjalds
Óli Björn Kárason og sex samflokksmenn hans telja að bein innheimta útvarpsgjalds stuðli „að betri kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu.“
Kjarninn 2. desember 2020
Barn í Bangladess í sýnatöku vegna COVID-19.
Iðnríkin hafa tryggt sér bróðurpartinn af bóluefninu
Hægt væri að bólusetja alla Bandaríkjamenn og Breta fjórum sinnum gegn COVID-19 miðað við það magn bóluefnis sem þessi ríki hafa tryggt sér. Þau, líkt og fleiri iðnríki, hafa samið við fleiri en eitt lyfjafyrirtæki til að baktryggja sig.
Kjarninn 2. desember 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent