Uppgötvuðu hafstraum og kenna hann við Ísland

Norskir vísindamenn hafa borið kennsl á nýtt fyrirbæri í hafinu sem hefur umtalsverð áhrif á loftslag á okkar norðlægu slóðum. Hafstraumurinn hefur fengið nafnið Íslands-Færeyja brekkustraumurinn (e. Iceland-Faroe Slope Jet).

Íslands-Færeyja straumurinn (IFSJ) er sýndur með dökk fjólubláum lit á kortinu.
Íslands-Færeyja straumurinn (IFSJ) er sýndur með dökk fjólubláum lit á kortinu.
Auglýsing

Það er ekki á hverjum degi sem haf­straumar eru upp­götv­að­ir. En slíkt gerð­ist nýlega og um það er fjallað í grein sem birt­ist í vís­inda­tíma­rit­inu Nat­ure Comm­un­ications í gær.Málið hefur því vakið mikla athygli, m.a. í heima­landi vís­inda­mann­anna, Nor­egi. „Við höfum sett nýjan haf­straum á kort­ið. Svo ein­falt er það,“ segir aðal­höf­undur rann­sókn­ar­inn­ar, Stef­anie Semper, dokt­or­snemi í lofts­lags­fræðum við Háskól­ann í Bergen, við norska rík­is­sjón­varpið.Löngu er orðið ljóst að haf­straumar hafa gríð­ar­leg áhrif á lofts­lag jarð­ar. Allir þekkja Golfstraum­inn sem flytur hlýjan sjó norður á bóg­inn, í Íslands­haf, Nor­egs­haf og Græn­lands­haf. Hann gerir það að verkum að lofts­lag á okkar breidd­argráðum er hlýrra en ella og svæðið því byggi­legt mönn­um.

Auglýsing


Hinn nýupp­götv­aði haf­straumur teng­ist einmitt Golfstraumn­um. Hlýi sjór­inn sem Golfstraum­ur­inn flytur kólnar á ferða­lagi sínu, þyng­ist þar með og sekkur og flyst aftur suður þar sem hann hlýnar á ný. Þetta ferli myndar hringrás. Nýfundni straum­ur­inn flytur sjó um gljúfur á miklu dýpi þess­arar hringrásar frá Íslandi til Fær­eyja. Vís­inda­menn hafa svo einnig fundið út að sjór­inn sem straum­ur­inn flytur kemur úr Græn­lands­hafi. Það gefur mik­il­vægar upp­lýs­ingar um lofts­lagið og hvernig það gæti þró­ast. Þegar breyt­ingar verða á sjónum við Græn­land vegna lofts­lags­breyt­inga sem þegar eru farnar að eiga sér stað gæti það haft áhrif á hringrás­ina í Norð­ur­-Atl­ants­hafi.Eitt af því sem vís­inda­menn hafa áhyggjur af er að hægt gæti á haf­straumunum í fram­tíð­inni vegna hita­breyt­inga. Þá mun Golfstraum­ur­inn kólna og lofts­lag á áhrifa­svæðum hans sömu­leið­is. Semper segir í sam­tali við NRK að til að spá fyrir um þróun loft­lags á jörð­inni verði að taka haf­straumana með inn í mynd­ina. „Ég held að við viljum getað spáð fyrir um hvernig fram­tíðin mun líta út og þess vegna verðum við að vita meira um haf­straumana.“Hún bendir á að enn sé þó margt á huldu varð­andi hafið og því sé mikil þörf á frek­ari rann­sókn­um.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Í þingsályktunartillögu þingflokks Viðreisnar er lagt til að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur verði aðgengilegar öllum án endurgjalds.
Þörfin eftir upplýsingum um landbúnaðarstyrki „óljós“ að mati Bændasamtakanna
Nýlega var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur til landbúnaðar verði gerðar opinberar. Í umsögn frá Bændasamtökunum segir að ekki hafi verið sýnt fram á raunverulega þörf á því.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent