Opið bréf til Ásmundar Einars Daðasonar

Sabine Leskopf skrifar opið bréf til félags- og barnamálaráðherra.

Auglýsing

Á nýafstöðnum Þjóðarspegli í Háskóla Íslands tók Hein de Haas, þekktur fræðimaður, hressilega til í nokkrum goðsögnum sem eru allsráðandi í umræðunni um fólksflutninga og stöðu innflytjenda á vinnumarkaðnum. Sérstaklega mikilvæg var þar ábending um að allt of mikil orka fer í það að vera með eða á móti hvort innflytjendur fái að koma í stað þess að einbeita sér að því að búa til sem besta umgjörð fyrir samfélagið í heild sinni.

Þér var boðið þátttöku í panel á eftir en því miður forfallaðist þú vegna anna, það kemur fyrir og ekkert við því að gera. Í staðinn sendirðu ráðuneytisstjórann þinn, Gissur Pétursson, sem er líka í lagi enda ber hann mikla ábyrgð í þínu ráðuneyti og þessum málaflokki. Meðal annars felst ábyrgð ráðuneytisins þíns í því að fylgja eftir Framkvæmdaáætlun í málefndum innflytjenda 2016-2019 í samstarfi við Innflytjendaráð. Sem fulltrúi Reykjavíkurborgar í þessu ráði tel ég það skyldu mína að upplýsa þig um ummæli Gissurar á fundinum og verð að biðja þig um viðbrögð.

Þessi ummæli voru nefnilega í algeru ósamræmi við gildandi stefnumótun og sér í lagi Framkvæmdaáætlunina.

Auglýsing

Á þessum fundi lét Gissur falla ummæli um innflytjendur á vinnumarkaði sem ég set hér í samhengi við Framkvæmdaáætlunina, til dæmis um að það sé mikill kostur að á Íslandi sé svo einfalt að losa sig við fólk [af erlendum uppruna] um leið og samdráttur byrjar.

Eitt af aðalmarkmiðum Framkvæmdaáætlunarinnar er hins vegar þetta: 

„Staða innflytjenda á vinnumarkaði verði styrkt og tryggt að þeir njóti jafnra tækifæra á við aðra.“

Gissur sagði ennfremur að fólk verði bara sjálft að finna upplýsingar og taka ábyrgð á að skapa sér aðstæður sem það vill vera í. Hver sé nú sinnar gæfu smiður. Þetta tel ég vera í andstöðu við aðgerð B3 í Framkvæmdaáætluninni sem kveður á um að styrkja upplýsingagjöf til innflytjenda eins og hér segir:

„Upplýsingagjöf til innflytjenda fyrst eftir komu til Íslands. 

Markmið: Að auðvelda aðgengi innflytjenda að upplýsingum fyrst eftir komuna til Íslands.“

Gissur sagði einnig að það þýddi ekkert að setja fé í íslenskukennsluna því það væru innflytjendur sjálfir sem legðu sig ekki fram við að læra tungumálið.

Í Framkvæmdaáætluninni segir hins vegar:

„Aðgerð C.4: Íslenskukennslu fyrir fullorðna. 

Markmið: Að efla gæði og framboð íslenskukennslu fyrir innflytjendur þannig að íslenska nýtist einstaklingum til virkrar þátttöku í samfélaginu.“

Áður en vinna að nýrri framkvæmdaáætlun fer af stað af fullum krafti núna, verð ég þess vegna að spyrja þig, hvort þú deilir þessari sýn ráðuneytisstjórans þíns eða hvort þú hyggst styðja okkur í því að vinna að stefnumótun með því markmiði að búa hér til samfélag þar sem allir fái að njóta sín til fulls. Eða eigum við að sleppa því, eins og Gissur lagði eiginlega til því „hver sé nú sinnar gæfu smiður.“

Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar