Rjómaterturáðherrann

Umdeild ákvörðun sem Inger Støjberg fyrrverandi ráðherra innflytjendamála í Danmörku tók árið 2016 er nú til sérstakrar rannsóknar. Hún er varaformaður Venstre og kjör hennar í það embætti gæti reynst flokknum dýrkeypt í næstu kosningum.

Í mars 2017 fagnaði Inger Støjberg því sérstaklega að þá hefði hún, síðan hún varð ráðherra eftir kosningarnar 2015, samtals 50 sinnum hert reglur um málefni hælisleitenda og flóttafólks.
Í mars 2017 fagnaði Inger Støjberg því sérstaklega að þá hefði hún, síðan hún varð ráðherra eftir kosningarnar 2015, samtals 50 sinnum hert reglur um málefni hælisleitenda og flóttafólks.
Auglýsing

Meðal fyrstu ákvarð­ana rík­is­stjórnar Mette Frederiksen, eftir að hún tók við völdum 27. júní á síð­asta ári, var að fram skyldi fara rann­sókn á  einni til­tek­inni, og mjög umdeildri, ákvörðun sem Inger Støjberg hafði tekið árið 2016. Þá var hún ráð­herra inn­flytj­enda­mála í stjórn Lars Løkke Rasmus­sen. Ákvörðun um slíka rann­sókn þarf að fara fyrir þing­ið, Fol­ket­in­get, þar sem hún var sam­þykkt.

20. jan­úar síð­ast­lið­inn var gengið frá skipan þriggja manna rann­sókn­ar­nefndar undir for­ystu Peter Mørk Thom­sen dóm­ara við Eystri-Lands­rétt. Nefnd­inni, sem á að ljúka störfum innan 18 mán­aða frá skip­un­ar­degi, er ætlað að kom­ast að því hver sagði hvað við hvern og hvort ákvörð­un, sem ráð­herr­ann bar ábyrgð á, hafi farið á svig við lög. Þessa dag­ana sitja emb­ætt­is­menn í ráðu­neyti inn­flytj­enda­mála og ráð­herr­ann fyrr­ver­andi fyrir svörum rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar.

Auglýsing

Umdeild

Inger Støjberg er einn umdeild­asti stjórn­mála­maður Dan­merk­ur. Hún var kjörin á þing fyrir Ven­stre árið 2001 og varð strax tals­vert áber­andi innan flokks­ins. And­ers Fogh Rasmus­sen, sem verið hafði for­sæt­is­ráð­herra frá árinu 2001, sagði af sér þing­mennsku árið 2009 og gerð­ist fram­kvæmda­stjóri NATO.

 Lars Løkkie Rasmus­sen sem þá tók við for­sæt­is­ráðu­neyt­inu fól Inger Støjberg ráðu­neyti atvinnu­mála og jafn­rétt­is. Eftir hróker­ingar í stjórn­inni árið 2010 var hún ráð­herra atvinnu­mála fram að kosn­ingum 2011, en þá féll rík­is­stjórn Lars Løkke Rasmus­sen. Á kjör­tíma­bil­inu þegar Ven­stre var í stjórn­ar­and­stöðu 2011 – 2015 var Inger Støjberg einn helsti tals­maður flokks­ins sér­ílagi varð­andi mál­efni inn­flytj­enda og flótta­fólks.

Á þessum árum var mik­ill straumur flótta­fólks til Evr­ópu, sem dæmi má nefna að árið 2014 ósk­uðu rúm­lega 600 þús­und manns eftir land­vist­ar­leyfi í löndum Evr­ópu­sam­bands­ins. Í þeim hópi voru Sýr­lend­ingar fjöl­mennast­ir, næst flestir frá Eritreu, en flótta­fólkið kom víða að.

Rjómaterta ráðherrans.

Innan Evr­ópu­sam­bands­ins voru skiptar skoð­anir á hvernig brugð­ist skyldi við. Sumir vildu hrein­lega loka öllum landa­mærum og snúa fóki til baka, öðrum þótti það ófær leið. Eng­inn gat hins­vegar bent á  hald­bærar lausn­ir. Innan ein­stakra ríkja voru skoð­anir stjórn­mála­manna mjög skipt­ar. Það lýsir kannski ástand­inu best að það fékk nafnið „Flótta­manna­krísa“ eða „Flótta­manna­vanda­mál“. 

Vildi fylgja harðri stefnu

Eftir kosn­ing­arnar 2015 varð Inger Støjberg ráð­herra inn­flytj­enda­mála í rík­is­stjórn Lars Løkke Rasmus­sen. Það kom ekki á óvart og þótt hún væri umdeild í eigin flokki naut hún mik­ils stuðn­ings Lars Løkke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra.

Inger Støjberg hafði marg­sinnis lýst yfir, meðan flokkur hennar var í stjórn­ar­and­stöðu, að Dan­mörk gæti ekki „opnað flótta­manna­gátt­irn­ar“ eins og hún komst að orði. Hún taldi stjórn Helle Thorn­ing-Schmidt, sem var við völd 2011 -2015 fylgja stefnu sem hefði í för með sér svo mikla fjölgun flótta­fólks að ekki yrði við neitt ráð­ið. Þessu vildi Inger Støjberg breyta og lét ekki sitja við orðin tóm.

Rjóma­tertan

Í mars 2017 fagn­aði Inger Støjberg því sér­stak­lega að þá hefði hún, síðan hún varð ráð­herra eftir kosn­ing­arnar 2015, sam­tals 50 sinnum hert reglur um mál­efni hæl­is­leit­enda og flótta­fólks. Hún lét, af þessu til­efni, taka mynd af sér með stórri rjóma­tertu. Þetta vakti mikla athygli og ekki voru allir jafn hrifn­ir, það gilti líka um hennar eigin flokks­fé­laga. Einn þing­maður Ven­stre svar­aði stutt og laggott þegar hann var spurður hvort hann hygð­ist fá sér sneið „ég er í megr­un“. 

Dönsku fjöl­miðl­arnir köll­uðu Inger Støjberg „rjóma­tertu­ráð­herrann“ en hún tók það ekki nærri sér. Sagð­ist vera stolt af ákvörð­unum sín­um, sem allar væru teknar með hag dönsku þjóð­ar­innar að leið­ar­ljósi. Ráð­herr­anum var mjög í mun að fylgja eftir hug­myndum sínum og var nán­ast dag­lega í fjöl­miðlum þar sem ekki voru spöruð  stóru orð­in. Sumar þeirra ákvarð­ana sem Inger Støjberg tók voru alveg á mörkum hins leyfi­lega, innan lag­ara­mmans og vitað er að hún lenti iðu­lega í deilum við emb­ætt­is­menn ráðu­neyt­is­ins vegna þess. Ein af ákvörð­unum ráð­herr­ans er nú til sér­stakrar rann­sókn­ar.

Auglýsing

Til­kynn­ingin frá 10. febr­úar 2016

Eins og áður var nefnt sam­þykkti danska þing­ið, Fol­ket­in­get, sl. haust (2019) að fram skyldi fara sér­stök rann­sókn á einni til­tek­inni ákvörðun Inger Støjberg varð­andi mál­efni flótta­fólks í Dan­mörku. Um er að ræða til­kynn­ingu sem send var út 10. febr­úar 2016. Þar til­kynnti ráðu­neyti inn­flytj­enda­mála að hjón þar sem annað eða bæði væru undir 18 ára aldri, og byggju í búðum hæl­is­leit­enda skyldu ekki búa þar sam­an, heldur sitt í hvoru lagi, jafn­vel þótt þau ættu börn. Án und­an­tekn­inga. Hjón sem búið höfðu saman í búðum hæl­is­leit­enda skyldu þannig aðskil­in. Emb­ætt­is­menn ráðu­neyt­is­ins sögðu ráð­herr­anum að þessi ákvörðun stæð­ist ekki lög, og væri þar að auki brot á barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna.  Ráð­herra stóð fast á sínu. Lögum sam­kvæmt ber að vega og meta hvert ein­stakt til­felli en sam­kvæmt ákvörðun ráð­herr­ans skyldi eitt yfir alla ganga. Án und­an­gengis mats.

Til­kynn­ingin 10. febr­úar 2016 vakti mikla athygli og mörgum þótti ráð­herr­ann þarna hafa farið fram úr sér, eins og stundum er kom­ist að orði. Ráð­herr­ann sagð­ist hins­vegar gera þetta í góðum til­gangi sem væri sá að forða barn­ungum stúlkum úr þving­uðum hjóna­bönd­um. 

Setið fyrir svörum 

Eins og nefnt var hér að framan sitja emb­ætt­is­menn og ráð­herr­ann fyrir svörum rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar þessa dag­ana. Nefnd­ar­menn ganga hart fram í spurn­ingum sín­um, sem helst líkj­ast yfir­heyrsl­um, og sætta sig ekki við svör eins og „ég man þetta nú ekki“ og „mig minn­ir“. Danskir fjöl­miðlar fylgj­ast grannt með því sem fram fer og mat þeirra er að vilji Inger Støjberg varð­andi aðskiln­að­ar­til­skip­un­ina hafi verið svo ein­dreg­inn að henni hafi nán­ast þótt emb­ætt­is­menn­irnir þvæl­ast fyrir ákvörð­unum henn­ar.

Sjálf á Inger Støjberg að mæta á fund rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar í dag, sunnu­dag­inn 24. Maí, og aftur dag­inn eft­ir, 25. maí.

Margar skopteikningar af Inger Støjberg tengjsat kökumálinu. Mynd: Politiken

Hvað ef?

Ef nið­ur­staða rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar yrði sú að Inger Støjberg hafi brotið lög gæti svo farið að málið kæmi til kasta sér­staks dóm­stóls, lands­dóms, (rigs­ret). Í Dan­mörku dæmir slíkur dóm­stóll ein­göngu í málum sem varða starf­andi, eða fyrr­ver­andi ráð­herra. Ef svo færi að málið færi fyrir lands­dóm og nið­ur­staðan hans yrði að Inger Støjberg hafi gerst brot­leg verður að telj­ast lík­legt að þarmeð yrði póli­tískur fer­ill hennar á enda.

Hvað með Ven­stre?

Ljóst er að Inger Støjberg mál­ið, eins og það er kallað veldur for­ystu Ven­stre flokks­ins nokkrum vanda. Frétta­menn hafa gengið hart að Jakob Ellem­ann- Jen­sen for­manni flokks­ins varð­andi afstöðu hans til vara­for­manns­ins. Hann hefur verið fremur var­fær­inn í svörum en þó sagt að hann beri fullt traust til vara­for­manns flokks­ins, Inger Støjberg.

Á hverjum pen­ingi eru tvær hlið­ar. Ef svo færi að Inger Støjberg hlyti dóm myndi það valda þeim sem fylgja hennar ein­örðu stefnu, varð­andi útlend­inga, von­brigð­um. Þeir gætu þá kosið að yfir­gefa flokk­inn í næstu kosn­ing­um. Færi svo að nið­ur­staða lands­dóms yrði  að hún hefði ekki farið á svig við lög gæti það sömu­leiðis haft áhrif í næstu kosn­ing­um. Þeir sem hafa fylgt Ven­stre að málum en eru ekki hlynntir afstöðu henn­ar, og voru ósáttir við kjör hennar í vara­for­manns­emb­ætt­ið, myndu þá ef til vill hugsa sér til hreyf­ings og setja kross­inn á kjör­seðl­inum ann­ars staðar næst.    

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar