Innflytjendur mikilvægir Íslendingum

Koma innflytjenda til landsins er nauðsynleg fyrir íslenskt samfélag, viljum við halda uppi þeim lífsgæðum sem við þekkjum, samkvæmt grein í nýjasta tölublaði Vísbendingar.

Auglýsing
Lilja Dögg Jónsdóttir, hagfræðingur og MBA.
Lilja Dögg Jónsdóttir, hagfræðingur og MBA.

Mik­il­vægt er fyrir Íslend­inga að greiða leið inn­flytj­enda að land­inu þar sem koma þeirra mun hafa góð  efna­hags­leg og sam­fé­lags­leg áhrif. Mögu­legar leiðir til þess að ná því mark­miði eru meðal ann­ars gagna­söfnun um félags­lega stöðu inn­flytj­enda auk tví­hliða að­lög­unn­ar inn­flytj­enda og heima­fólks. Þetta kemur fram í grein Lilju Daggar Jóns­dótt­ur, hag­fræð­ings og MBA, sem birt­ist í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar sem kom síð­ast­lið­inn fimmtu­dag. 

í grein­inni beinir Lilja sjónum að hlut­fall erlendra rík­is­borg­ara á íslenskum vinnu­mark­aði, en það hefur hækkað úr 8% árið 2009 í 12% árið 2017. Sam­kvæmt henni er þró­unin hér­lendis í takti við það sem hefur sést um alla Evr­ópu þar sem fjöldi inn­flytj­enda hefur almennt verið á upp­leið. Ísland sé raunar að bæt­ast frekar seint í hóp landa þar sem hlut­fall inn­flytj­enda af mann­fjölda hefur aukist, en nú nálg­ast íslenska hlut­fallið ört hlut­fall nágranna­landa okkar í Evr­ópu. 

Ótt­inn sjaldn­ast á rökum reistur

Lilja bendir einnig á algengan ótta heima­fólks við að inn­flytj­endur „steli störfum þess,“ en sam­kvæmt henni er sá ótti nær und­an­tekn­ing­ar­laust ekki á rökum reist­ur. Þvert á móti þurfa Íslend­ingar á inn­flytj­endum að halda, þótt að upp­lifun margra sé sú að þeir þarfn­ist okk­ar.  

Auglýsing

Vegna lækk­andi fæð­ing­ar­tíðni og hækk­andi með­al­ald­urs muni þörf Íslend­inga á erlendu vinnu­afli vaxa til muna á næstu árum, vilji þeir styðja við líf­eyr­is­skuld­bind­ing­ar fram­tíðar og  við­halda þeim lífs­gæðum sem þeir þekkja. 

Við­horfið ræður úrslitum

Þar sem inn­flytj­endur eru mik­il­vægir íslensku sam­fé­lagi nefnir Lilja nokkrar til­lögur að því hvernig Ísland gæti tekið betur á móti þeim. Meðal þeirra er gagna­söfnun um líðan og félags­lega stöðu inn­flytj­end­anna og tví­hliða aðlög­un, en hún miðar að því að inn­fæddir kynn­ist menn­ing­ar­sam­fé­lagi inn­flytj­enda og öfugt. 

Að lokum bætir Lilja við að við­horf heima­fólks gagn­vart inn­flytj­endum ráði úrslitum um hversu vel tekst til. Þótt flestir við­ur­kenni jákvæð efna­hags­leg áhrif fólks­flutn­inga mæta inn­flytj­endur oftar en ekki ein­hvers konar and­stöðu í sínu nýja sam­fé­lagi. Ekki dugi að gera lítið úr þeirri and­stöðu en nauð­syn­legt sé að ræða hana og byggja þá umræðu á stað­reynd­um. 

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent