Mynd: Samsett/EPA

Margt harla líkt með Donald Trump og Boris Johnson

Utanríkisráðherra Íslands gaf lítið fyrir samanburð á Donald Trump og Boris Johnson á dögunum. Kjarninn kannaði málið og komst að því að meira er líkt með þeim en ráðherrann hélt fram.

Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, hefur oft verið líkt við Don­ald Trump, for­seta Banda­ríkj­anna. Þeir eru báðir kall­aðir popúlist­ar, tala um að gera lönd sín „frá­bær á ný“ og boða báðir herta inn­flytj­enda­lög­gjöf. Þeir telj­ast óhefð­bundnir stjórn­mála­menn sem ná auð­veld­lega að fanga athygli fjöl­miðla og ná oft að stýra umræðu í far­veg sem þeim hent­ar. 

Guð­laugur Þór Þórð­­ar­­son, utan­­­rík­­is­ráð­herra, gaf þó lítið fyrir sam­an­­burð á Don­ald Trump og Boris John­­son í við­tali í Bít­inu á Bylgj­unni á dög­un­um. Hann sagði þá vera ólíka, Boris John­son væri til að mynda ekki popúlisti.

Guð­laugur Þór sagð­ist ekki skilja hvernig fólk gæti stillt Trump og John­­son upp sam­­an. Hann sagði að ólíku væri saman að jafna, þegar litið er á þessa tvo stjórn­­­mála­­menn. „Trump hefur aldrei verið í stjórn­­­málum og hefur stutt annan stjórn­­­mála­­flokk en hann er í núna mjög lengi og kemur allt ann­­ars staðar að. Hann er með aðra nálgun en maður sér hjá hefð­bundnum stjórn­­­mála­­mönn­um,“ sagði utan­­­rík­­is­ráð­herra.

Boris og Trump taldir popúlistar

Ólafur Þ. Harð­ar­son og Eiríkur Berg­mann Ein­ars­son, pró­fess­orar í stjórn­mála­fræði, voru gestir Morg­un­vakt­ar­innar á Rás 1 fimmtu­dag­inn síð­ast­lið­inn. „Þeir eru nátt­úru­lega á margan hátt svip­að­ir, Trump og John­son,“ sagði Ólaf­ur.

Þeir hafa báðir sterk einkenni popúlisma eða lýðhyggju sem hefur verið meira áberandi í stjórnmálum, bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu síðustu árin.

„Þeir hafa báðir sterk ein­kenni popúl­isma eða lýð­hyggju sem hefur verið meira áber­andi í stjórn­mál­um, bæði í Banda­ríkj­unum og í Evr­ópu síð­ustu árin. Hins vegar eru þeir nátt­úru­lega báðir kjaft­forir og þeim gæti nátt­úru­lega lent sam­an. Mál­efna­lega, þá standa þeir að mörgu leyti nálægt hvor öðrum,“ bætti hann við.

Eiríkur tók undir að þeir ættu margt sam­eig­in­legt en þó væru einnig ólík­indi með þeim. „Boris er úr efstu lögum bresks sam­fé­lags, var blaða­mað­ur, far­sæll borg­ar­stjóri og þing­maður til langs tíma á meðan Trump er utan­að­kom­andi og ekki vel að máli far­inn á neinn hátt,“ sagði Eirík­ur. „Boris er sjar­mer­andi ruddi, Trump er bara rudd­i,“ sagði þá Ólaf­ur. 

Boða báðir harða inn­flytj­enda­stefnu

Guð­laugur Þór sagði í fyrr­nefndu við­tali Trump og Boris vera ólíka. „Trump hefur til dæmis lagt áherslu á herð­ingu í inn­­flytj­enda­­málum – þú finnur ekki slíkt hjá Boris John­­son – og það sem menn skil­­greina oft sem popúl­isma.“

Boris John­son ávarp­aði þingið í fyrsta sinn sem for­sæt­is­ráð­herra fimmtu­dag­inn síð­ast­lið­inn og sagð­ist vilja gera Bret­land að besta landi í heimi, sem minnir mjög á orð­ræðu Trump um að gera Banda­ríkin frá­bær á ný. Boris boð­aði einnig fjölgun lög­reglu­manna um 20 þús­und og að refs­ingar glæpa­manna yrðu hert­ar. Jafn­framt vildi hann koma á nýju kerfi fyrir inn­flytj­endur að ástr­al­skri fyr­ir­mynd. 

Ástr­alía hefur verið harð­lega gagn­rýnd fyrir stefnu sína í inn­flytj­enda­mál­um. Stefnan er svo harka­leg að fjöl­mörg mann­rétt­inda­sam­tök telja að hún brjóti í bága við alþjóða­lög. Flótta­menn sem koma til Ástr­alíu á bátum er komið fyrir á eyjum rétt fyrir utan meg­in­land Ástr­al­íu. Tvær eyjur eru sér­stak­lega alræmd­ar, það eru eyj­urnar Manus og Naur­u. Trump, líkt og Boris, er mik­ill aðdá­andi stefnu Ástr­alíu í inn­flytj­enda­málum og segir að mikið sé hægt að læra af henn­i. Fjöldi flótta­manna hefur framið sjálfs­morð á eyj­unum og margir skaðað sjálfa sig, að því er kemur fram í frétt the New York Times. Áströlsk yfir­völd hafa lýst því yfir að flótta­menn sem reyna að koma til Ástr­alíu á bátum muni aldrei fá leyfi til að búa í álf­unn­i. BBC rann­sak­aði aðstæður barna á Nauru og lýsir „neyð­ar­á­standi hvað varðar geð­heilsu“ þeirra. Fjöl­mörg börn neyð­ast til að dvelja á eyj­unni í mörg ár.  

Prýð­is­­fólk í nýju rík­­is­­stjórn­­inni

Guð­laugur Þór greindi frá því að honum hefði fund­ist mjög gott að starfa með John­­son þegar hann gegndi stöðu utan­­­rík­­is­ráð­herra. Hann sagði að John­­son kynni að slá á létta strengi. „Hér fer ekki á milli mála að hér er mjög hæfur stjórn­­­mála­­maður á ferð­inni með ákveðna sýn á hvert hann vill fara. Hann er óhefð­bund­inn að mörgu leyti og það held ég að sé í fínu lag­i,“ sagði hann. ­Jafn­­framt bætti Guð­laugur Þór því við að mikið væri af prýð­is­­fólki í nýju rík­­is­­stjórn John­­son sem hann hefði einnig kynnst í gegnum tíð­ina.

Mynd: EPA

Rík­is­stjórn Borisar skipa afar umdeild­ir ráð­herr­ar. Priti Patel, inn­an­rík­is­ráð­herra, sagð­ist til að mynda í beinni sjón­varps­út­send­ingu vera hlynnt dauða­refs­ingu. Hún er dyggur stuðn­ings­maður Borisar John­son og sagði að hann væri eina mann­eskjan sem gæti bjargað Brexit og Íhalds­flokkn­um. Patel lét af störfum í ráðu­neyti May í kjöl­far óheim­ila funda með ísra­elskum stjórn­mála­mönn­um. Áður var hún útsend­ari þrýsti­hóps fyrir tóbaks- og áfeng­is­fyr­ir­tæki.

Dom­inic Raab, nýskip­aður utan­rík­is- og ríkja­sam­bands­ráð­herra Bret­lands, kom sér í klandur eftir að í ljós kom að hann vissi ekki fyrr en nýlega af til­vist Calais flótta­manna­búð­anna. Raab er einnig harður Brex­it-liði. Eliza­beth Truss er nýr alþjóða­við­skipta­ráð­herra og dygg­ur stuðn­ings­maður Borisar og dyggur Brex­it-liði líkt og Raab. 

Fyrr­nefndir ráð­herr­ar, Raab, Patel og Truss eru meðal höf­unda Britannia Unchained, safn harð­línu hægri stjórn­mála­rit­gerða sem birt­ust árið 2012. Í safn­inu birt­ist aðdáun þeirra af Thatcher­isma og kallað var eftir að skattar væru lækk­aðir og að rétt­indi verka­fólks í Bret­landi væru tak­mörkuð til að auka sam­keppn­is­hæfni Bret­lands.

Jafn­framt er Amber Rudd nýr atvinn­u-, eft­ir­launa- og jafn­rétt­is­ráð­herra. Áður var hún inn­an­rík­is­ráð­herra en sagði af sér í kjöl­far Windrush hneyksl­is­ins þar sem breskum rík­is­borg­urum var vísað úr landi fyrir rangar sak­ir. Nóg verður að gera hjá Stephen Barclay sem er skip­aður sér­stakur ráð­herra um útgöngu úr Evr­ópu­sam­band­inu, enda hefur Boris gefið lýst því yfir að Bret­land muni hafa samið um útgöngu úr Evr­ópu­sam­band­inu 31. októ­ber

Boris hefur einnig skipað Mich­ael Gove sem nýjan ráð­herra Lancaster her­toga­dæm­is­ins. Hann er umdeildur vegna kóka­ínn­eyslu sinnar á fyrri árum. Hann var áður mennta­mála­ráð­herra og barð­ist hart gegn stétt­ar­fé­lögum kenn­ara. Gavin Willi­am­son, mennta­mála­ráð­herra, var áður varn­ar­mála­ráð­herra en lét af völdum í kjöl­far þess að hafa lekið upp­lýs­ingum um varn­ar­mál Bret­lands. Skipað var í fleiri ráð­herra­stöður sem hægt er að lesa nánar um hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnGuðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar