EPA

Fyrir einu ári síðan: Umdeild Pia Kjærs­gaard sækir Ísland heim

Mikið fjaðrafok var í íslensku samfélagi fyrir einu ári síðan þegar fyrr­ver­andi for­maður Danska þjóð­ar­flokks­ins og for­seti danska þings­ins heimsótti Ísland til þess að flytja ræðu á hátíð­ar­fundi Alþingis sem hald­inn var á Þing­völlum til að minn­ast 100 ára afmælis full­veld­is­ins.

Pia Kjær­s­gaard, fyrr­ver­andi for­­maður Danska þjóð­­ar­­flokks­ins og nú for­­seti danska þings­ins, heim­sótti Ísland í boði Stein­gríms J. Sig­fús­sonar til að flytja ræðu á hátíð­­ar­fundi Alþingis sem hald­inn er á Þing­­völlum til að minn­­ast 100 ára afmælis full­veld­is­ins.

Ekki er ofsögum sagt að heim­sóknin hafi valdið miklum usla en mikil gagn­rýn­is­alda reið yfir sam­fé­lagið í kjöl­far frétt­anna. 

Pia Kjær­s­gaard er einn stofn­enda Danska þjóð­­ar­­flokks­ins og leiddi flokk­inn á árunum 1995 til 2012. Hún er einn þekkt­­asti stjórn­­­mála­­maður í Dan­­mörku og hefur talað hart gegn fjöl­­menn­ingu og inn­­flytj­endum og íslam sér­­stak­­lega.

Árið 2001 skrif­aði Kjær­s­gaard í frétta­bréf flokk­ins að múslimar væru lygar­­ar, svind­l­­arar og svik­­ar­­ar. Hún var kærð fyrir þessi ummæli en ekki ákærð af yfir­­völd­­um. Ári síðar var hún sektuð fyrir að hóta konu með pip­ar­úða, sem að auki var brot gegn dönskum vopna­lög­­um. Kjær­s­gaard sagði sér til varnar að hún hafi upp­­lifað sér ógnað og tal­aði í kjöl­farið fyrir breyt­ingu á lög­­un­um, svo eitt­hvað af afrekum hennar séu nefnd. Þá hefur hún beitt sér fyrir því að lokað sé fyrir útsend­ingar arab­ískra sjón­­varps­­stöðva í Dan­­mörku, þar sem þær flyttu hat­­ursá­róður og vildi að öllum inn­­flytj­endum sem gerst hefðu brot­­legir við dönsk lög yrði vísað úr landi.

„Með öllum hætti við­eig­andi“

Helgi Bern­ó­d­us­­son skrif­­stofu­­stjóri Alþingis sagði í sam­tali við Kjarn­ann fyrir ári síð­an, aðspurður um hvernig það hefði komið til að Kjær­s­gaard væri fengin til þess að vera hátíð­­ar­ræð­u­­maður á fund­in­um, að það væri ein­fald­­lega skýrt með sam­­bands­laga­­samn­ingnum milli Íslands og Dan­­merkur sem und­ir­­rit­aður var 18. júlí fyrir 100 árum síð­­­an. Ákveðið hefði verið að Kjær­s­gaard, sem for­­seti danska þings­ins, kæmi hingað til lands af þessu til­­efni fyrir hönd danska þjóð­­þings­ins.

„Það er með öllum hætti við­eig­andi að for­­seti danska þings­ins sé hérna af þessu til­­efni. Síðan er áformað að drottn­ingin komi hingað 1. des­em­ber,“ sagði Helgi en frum­varpið til sam­­bands­lag­anna sem und­ir­­ritað var 18. júlí 1918 tók gildi þann 1. des­em­ber sama ár.

Mis­­­jafn­­­lega tekið

Ýmsir tjáðu sig um komu Piu og ræð­u­höld hennar á hátíð­­ar­fund­in­­um.

Viðar Þor­­steins­­son fram­­kvæmda­­stjóri Efl­ingar sendi Stein­grími J. Sig­­fús­­syni for­­seta Alþingis tölvu­­póst þar sem hann kom á fram­­færi mót­­mælum og óskaði eftir upp­­lýs­ingum um hvernig ákvörð­unin um val Kjær­s­gaard hefði farið fram.

Þór­unn Ólafs­dótt­ir, sem starfað hefur mikið með flótta­­mönn­um, bæði hér á landi og erlendis og var auk þess hand­hafi mann­rétt­inda­verð­­launa Reykja­vík­­­ur, tjáði sig einnig um málið á sam­­fé­lags­miðlum en á Twitt­er-­síðu sinni sagði Þór­unn að með því að gera hana að hátíð­­ar­ræð­u­­manni væri verið að normalísera óásætt­an­­leg við­horf og hegð­un.

Egill Helga­­son sjón­­varps­­maður fjall­aði um Piu og hátíð­­ar­fund­inn á blogg­­síðu sinni þar sem hann sagði hana varpa skugga á hátíð­ina og vera stjórn­­­mála­­mann af því tagi sem Íslend­ingar vildu helst sjá sem minnst af.

Grímur Atla­­son fyrr­ver­andi sveit­­ar­­stjóri og eig­in­­maður Helgu Völu Helga­dóttur þing­­manns Sam­fylk­ing­ar­innar sagði það nið­­ur­lægj­andi að velja Kjær­s­gaard sem hátíð­­ar­ræð­u­­mann, hún stæði fyrir allt það sem hann fyr­ir­­líti mest í þessum heimi.

Jón Kalman Stef­áns­­son rit­höf­undur sagði ákvörðun Stein­gríms J. Sig­­fús­­sonar for­­seta Alþing­is, að hafa boðið Piu Kjær­s­gaard að ávarpa hátíð­­ar­fund Alþing­is, klaufa­­lega og ætti hann að biðj­­ast afsök­un­­ar, segja af sér og leyfa öðrum að taka við.

Guð­­­mundur Andri Thor­s­­son, rit­höf­undur og þing­­maður Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar, skrif­aði einnig gagn­rýn­inn pistil vegna komu Kjær­s­gaard til lands­ins sem bar tit­il­inn „Um kurt­eisi“ og birt­ist fyrst á Kjarn­­an­­um. Dönsk þýð­ing pistils­ins birt­ist svo í Information, ásamt skýr­ingu á orð­inu „Stórdan­i“ sem á að lýsa hroka­­­fullu við­­­móti Dana í garð Íslend­inga.

Kjær­s­gaard sagði í kjöl­farið skrif Guð­­­mundar Andra lykta af hræsni, móð­­­ur­­­sýki og „ís­­­lenskri minn­i­mátt­­­ar­­­kennd.“ Guð­­­mundur svar­aði gagn­rýn­inni og sagði hana byggj­­­ast á sýn Stórdan­ans á Íslend­inga.

Gekk út af fund­inum

Á fund­inum fjall­aði Kjærs­gaard meðal ann­ars um tengsl Íslands og Dan­merk­ur. Hún sagð­ist finna fyrir sér­stakri gleði að feta í fót­spor dönsku sendi­nefnd­ar­inn­ar, sem und­ir­rit­aði sam­komu­lagið um sam­bands­lög ríkj­anna tveggja, en sendi­nefndin gerði sér ferð á Þing­velli þegar hún var á land­inu. Hún lof­aði íslenska nátt­úru og sagði að Danir hafi litið til Íslands sem það land sem varð­veitti upp­haf­legu sjálfs­mynd nor­ræna manna. Hún sagði jafn­framt að litið hefði verið á Ísland sem vöggu nor­rænar menn­ing­ar.

Helga Vala Helgadóttir yfirgefur hátíðarfundinn.
Skjáskot/RÚV

Athygli vakti þegar Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, gekk út af hátíð­ar­fund­inum þegar Kjærs­gaard steig á svið til að halda ræðu sína. Píratar sögð­ust fyrir fund­inn ekki geta veitt Kjærs­gard lög­mæti með nær­veru sinni og kusu því að snið­ganga fund­inn. Þing­menn Við­reisn­ar, Sam­fylk­ing­ar­innar og tveir þing­menn Vinstri grænna, Þau Andrés Ingi Jóns­son og Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, klædd­ust lím­miðum sem á stóð „Nej til racis­m,“ eða „Nei við kyn­þátta­hatri.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar