Óflokkað

Milljón múslimar í Kína sendir í „endurmenntunarbúðir“

Sameinuðu þjóðirnar telja að um milljón múslimar hafi verið látnir í endurmenntunarbúðir í Kína á síðustu árum. Talið er að þúsundir þeirra séu í búðunum hverju sinni og þeim sé haldið í þeim án nokkurs dóms og án þess að hafa framið nokkurn glæp.

Kín­versk stjórn­völd hafa nú við­ur­kennt að búð­ir, sem þau kalla sjálf­vilj­uga mennt­un­ar- og starfs­þjálf­un­ar­kjarna, séu til. Áður höfðu stjórn­völd neitað fyrir til­vist þeirra. Búð­irnar eru ein­göngu fyrir múslima í Xinji­ang (lesið Sinn Dsj­ang) hér­aði í Vest­ur­-Kína og talið er að tugir slíkra búða séu til­. Múslimum er haldið í búð­unum án nokk­urs dóms og án þess að hafa framið nokkurn glæp. Talið er að sumir þeirra séu teknir fyrir að læra arab­ísku eða lesa kór­an­inn, aðrir fyrir að hafa skegg eða fara í mosku til að biðja. 

Í Xinji­ang búa um tíu millj­ónir Úýgúr múslim­ar. Úýgúrar eru minni­hluta­hópur í Kína og búa að mestu leyti í Xinji­ang hér­aði. Þrátt fyrir að í Kína búi um 1.4 millj­arður manna og Xinji­ang sé stærsta hérað Kína, þá búa ein­ungis 24 millj­ónir í hér­að­inu, þar af tíu millj­ónir Úýgúr múslima. Hér­aðið er afar strjál­býlt og nátt­úran hrjóstug á svæð­in­u. 

Xinji­ang er við landa­mæri Kasakstan, Kirgistan, Tadsjikistan, Pakistan og Ind­lands. Xinji­ang er gríð­ar­lega stórt hér­að, fimm sinnum stærra en Þýska­land, og hafa kín­versk stjórn­völd eytt miklu í fjár­fest­ingar til að byggja upp hér­aðið og hefur mik­ill fjöldi Han Kín­verja flutt til hér­aðs­ins í kjöl­far­ið. Tungu­mál Úýgúra er líkt þeim málum sem töluð eru í Kirgistan og Tadsjikistan og því afar ólíkt mandarín kín­versku. Úýgúrar hafa einnig sterk menn­ing­ar­leg og sögu­leg tengsl við Mið-Asíu. Margir Úýgúrar vilja sjálf­stæði frá Kína og stofna sjálf­stæða ríkið Aust­ur-T­úrkistan eða Úýgúrist­an. 

Úýgúrar og aðrir múslimar hafa sér­stak­lega verið færðir í búð­irnar sem um ræð­ir, auk þess hafa stjórn­völd rutt niður fjöl­mörgum mosk­um.

Rétt­lætt með vísan í hryðju­verka­árásir

Talið er að þús­undir múslima séu nú í búð­unum án nokk­urs dóms og án þess að hafa framið nokkurn glæp. Kín­versk stjórn­völd við­ur­kenna að búð­irnar séu til en segja þær ekki vera búðir heldur skóla sem berj­ist gegn hryðju­verkum og trú­ar­legu ofstæki. Fólk sæki skól­ana sjálf­vilj­ugt til þess að leið­rétta hugsun sína. Í öllu falli eru búð­irn­ar, eða skól­arn­ir, þó ein­ungis fyrir múslim­ska minni­hluta­hópa. 

Árið 2013 réð­ust íslamskir ofstæk­is­menn af Úýgúr upp­runa á gang­andi veg­far­endur á Torgi hins himneska friðar í Beijing og lét­ust tveir af sárum sín­um. Árásin mark­aði tíma­mót í stefnu kín­verskra stjórn­valda gagn­vart Xinji­ang hér­aði. Árið eftir réð­ust nokkrir Úýgúr múslimar á almenna borg­ara í borg­inni Kunming í Yunnan hér­aði og lét­ust 31 fórn­ar­lamb af sárum sín­um. Auk þess hafa óeirðir brot­ist út í hér­að­inu þónokkrum sinnum síð­ustu ár og eru þessir atburðir not­aðir til að rétt­læta end­ur­mennt­un­ar­búð­irn­ar.

Ströng örygg­is­gæsla er í borgum Xinji­ang, ­fjöl­margir lög­reglu­þjónar og eru eft­ir­lits­mynda­vélar á hverju horni. Jafn­framt hafa margir Úýgúrar sem flúið hafa frá Kína haldið því fram að raddir íbú­anna hafi verið teknar upp af yfir­völdum og and­lit þeirra skönnuð til þess að mynda­vélar geti greint hverjir segi hvað og við hverja þeir tali.

Milljón múslimum verið haldið í búð­unum

Sam­ein­uðu þjóð­irnar hafa gefið út að áreið­an­legar heim­ildir séu fyrir því að kín­versk stjórn­völd hafi haldið einni milljón Úýgúr múslima í „end­ur­mennt­un­ar-­búðum. Kín­versk stjórn­völd segja að Xinji­ang sé ógnað af öfga­fullum íslömskum sjálf­stæð­is­sinnum sem leggi á ráðin um hryðu­ju­verka­árás­ir. ­Búð­unum hafi í kjöl­farið verið komið á í nafni bar­áttu gegn stjórn­mála­legu ofstæki og að koma á félags­legum stöð­ug­leika.

Blaða­menn BBC hafa rann­sakað málið og borið saman gervi­hnatt­ar­ljós­myndir af svæð­inu.

Mynd: skjáskot frá BBC
Mynd: skjáskot frá BBC
Mynd: skjáskot frá BBC

Gervi­hnatta­mynd­irnar sýna upp­bygg­ingu búð­anna víða um Xinji­ang hér­að. Búð­irnar geta hýst allt frá nokkrum hund­ruð manns upp í þús­undir manna. Þær eru afgirtar með múr, sumar hafa einnig gadda­víra og jafn­vel varð­turna sem fylgj­ast með. 

Frétta­menn BBC benda á að áður hafi kín­versk stjórn­völd neitað að búð­irnar væru til en núna væri frétta­mönn­unum veitt leyfi til að heim­sækja ákveðnar búðir. Skila­boðin séu þau að um sé að ræða skóla en ekki fang­elsi. Frétta­menn­irnir halda því þó fram að þeim hafi verið mein­aður aðgangur að öðrum búðum og aðeins verið sýndar þær búðir sem kín­versk stjórn­völd hafi viljað að þeir myndu sjá.

Ég hafði lélegan skilning á lögum [ríkisins]. Ég varð fyrir áhrifum ofstækis og hryðjuverka. Lögreglumaður í þorpinu mínu benti mér á að innrita mig í skólann og breyta hugsunarhætti mínum.

Í þeim búðum sem frétta­menn­irnir fengu aðgengi að voru „nem­end­urn­ir“ sýndir dans­andi, lær­andi og að spila tón­list. Einn nem­andi var spurður af frétta­manni BBC hvort það væri hans val að stunda nám við skól­ann. Nem­and­inn, maður á þrí­tugs­aldri, svar­aði því ját­andi. „Ég hafði lélegan skiln­ing á lögum [rík­is­ins]. Ég varð fyrir áhrifum ofstækis og hryðju­verka. Lög­reglu­maður í þorp­inu mínu benti mér á að inn­rita mig í skól­ann og breyta hugs­un­ar­hætti mín­um.“

Í heimsókn fréttamanna BBC voru „nemendurnir“ brosandi og dansandi.
Mynd: skjáskot frá BBC

Börn aðskilin frá for­eldrum sínum

BBC hefur tekið fjöl­mörg við­töl við fólk sem hefur verið í búð­un­um. Þau lýsa bar­smíð­um, ströngu eft­ir­liti og aðskiln­aði frá fjöl­skyldum sín­um. Þau segja jafn­framt að þeim hafi verið hótað að þau muni hljóta verra af tali þau við blaða­menn eða segi nokkuð nei­kvætt um búð­irn­ar. Einnig tóku frétta­menn BBC við­töl við for­eldra hverra börn hafa verið tekin af þeim og þau vita ekki hvar eru niður kom­in. 

The New York Times telur að um sjö þús­und börn séu í búð­unum í borg­inni Kashgar ein­ung­is. Sendi­herra Kína í Bret­landi svar­aði ásök­un­unum og sagði það vera rangt að börn í Xinji­ang væru aðskilin frá for­eldrum sín­um.

Frétta­menn Vice grófu upp opin­ber kín­versk gögn sem sýna að fjöldi „leik­skóla“ í Hot­an, borg í Xinji­ang sem talið er að börnum þeirra full­orðnu sem eru í búð­unum sé hald­ið, hefur marg­fald­ast.

Mynd: skjáskot frá Vice

Við­ur­kenna til­vist búð­anna

Kín­verskir emb­ætt­is­menn segja að skól­arnir séu í raun for­varn­ar­að­gerð til að koma í veg fyrir að fólkið fremji glæpi. Búð­irnar séu til þess að aðlaða ungt fólk aftur að sam­fé­lag­inu og nem­end­urnir hljóti þar að auki starfs­þjálfun, til að mynda að búa um rúm á hót­elum og klippa hár.

Í grein Alþýðu­blaðs­ins, kín­versks rík­is­fjöl­mið­ils, kemur fram að kín­versk stjórn­völd verji rétt borg­ara þeirra til trú­frels­is. Þá var gagn­rýni banda­rískra stjórn­mála­mann­anna varð­andi búð­irnar tekin fyrir og þeir sagðir lengi hafa breitt út óhróðri um Kína, jafn­framt er því haldið fram að orð þeirra séu afskipti af inn­an­rík­is­málum lands­ins. Í grein­inni kemur fram að í Xinji­ang séu 24.800 staðir ætl­aðir trú­ar­legum athöfn­um, til að mynda moskur, kirkjur og hof. Þar á meðal séu 24.400 moskur sem sé „tvö­falt hærra hlut­fall en í Banda­ríkj­un­um, Bret­landi, Þýska­landi og Frakk­landi sam­an­lagt. Það er ein moska á hverja 530 múslima.“

Sameinuðu þjóðirnar telja að um milljón múslimar hafi verið neyddir í búðir sem þessar.
Mynd: skjáskot frá BBC

Kín­versk stjórn­völd segja að „mennt­un­ar- og þjálf­un­ar­kjarnar Xinji­ang“ séu við­leitni Kína til þess að verja mann­rétt­indi borg­ara gegn ógnum og ofstæki. Frá því að „mið­stöðv­un­um“ var komið á fyrir þremur árum hafi engin ofbeld­is­full hryðju­verka­árás átt sér stað í Xinji­ang. 

Kín­versk stjórn­völd njóta stuðn­ings Kam­bó­díu, Norð­ur­-Kóreu og Mjan­mar varð­andi búð­irn­ar. Þau ríki segja að búð­irnar séu frá­bær blanda bar­áttu gegn hryðju­verkum og verndun mann­rétt­inda og eigi stuðn­ing og lof skil­ið. Jafn­framt telji serbnesk, sómölsk og nepölsk stjórn­völd að rangt sé hjá vest­rænum miðlum að kalla búð­irnar „end­ur­mennt­un­ar­búð­ir.“

Kínversk stjórnvöld segja að búðirnar séu skólar sem múslimar gangi í sjálfviljugir.
Mynd: skjáskot frá BBC

Alls segj­ast kín­versk stjórn­völd hafa sam­þykkt 284 ráð­legg­ing­ar, það er 82 pró­sent allra ráð­legg­inga Mann­rétta­ráðs SÞ, í mars á þessu ári sem sé með því hærra sem ger­ist í heim­in­um. Hins vegar hafi Banda­ríkin ákveðið að draga sig úr Mann­réttinda­ráð­inu og reki lest­ina hvað varði mann­rétt­indi borg­ara sinna. 

Kín­versk stjórn­völd hafa gefið út hvít­bók um Xinji­ang hér­að, að því er kemur fram í Alþýðu­blað­inu fyrr­nefnda. Þar kemur fram að Xinji­ang og íbúar þess séu órjúf­an­legur hluti af Kína og að óvin­vætt öfl innan og utan Kína, sér­stak­lega aðskiln­að­ar­sinnar og trú­ar­legir ofstæk­is­menn, sem vilji skipta Kína upp með því að afskræma sög­una og stað­reynd­ir. 

Íslam er hvorki upprunaleg né eina trú Úýgúr fólksins. Íslam hefur fest rætur í kínverskri menningu og þróast verulega í Kína.

„Íslam er hvorki upp­runa­leg né eina trú Úýgúr fólks­ins. Íslam hefur fest rætur í kín­verskri menn­ingu og þró­ast veru­lega í Kína,“ segir enn fremur í frétt Alþýðu­blaðs­ins. Þá kemur fram að ólga í trú­ar­legu ofstæki víða um heim hafi valdið auknu trú­ar­legu ofstæki innan Xinji­ang sem hafi aukið til­vik ofbeldis og ógn­ar.

Eft­ir­lit hert í Xinji­ang hér­aði

Eft­ir­lit hefur verið hert jafnt og þétt í hér­að­inu síð­ustu ár. Nú er svo búið að eft­ir­lits­mynda­vélum sem geta borið kennsl á and­lit ein­stak­linga hefur verið komið upp á götu­horn­um, að því kemur fram í frétt BBC. Í frétt­inni er haldið fram að löng skegg séu bönnuð ásamt slæðum og refs­ingar séu við því að gefa börnum nöfn sem eru af trú­ar­legum toga.

Úýgúr múslimar þurfa að búa við ferða­höml­ur, bæði innan Xinji­ang hér­aðs og utan. Fregnir hafa borist af því að yfir­völd hafi gert vega­bréf ein­stak­linga af Úýgúr upp­runa upp­tæk. Opin­berum starfs­mönnum sem einnig eru Úýgúr múslimar sé óleyfi­legt að iðka trú sína, þeim sé bannað að fara í moskur og að fasta á meðan rama­dan, föstu­mán­uði, stend­ur.

Mynd: skjáskot frá BBC
Mynd: skjáskot frá BBC
Mynd: skjáskot frá BBC

Sam­kvæmt Mann­rétt­inda­vakt­inni (Human Rights Watch) er tækni til eft­ir­lits notuð til að fylgj­ast grannt með almennum borg­ur­um. Sam­tökin saka kín­versk stjórn­völd til að mynda um að nýta sér snjall­símafor­rit til þess að fylgj­ast með borg­urum sínum í Xinji­ang hér­að­i. 

Alþjóða­sam­fé­lagið fylgist með

Tutt­ugu og tvö ríki, Ísland þar á með­al, und­ir­rit­uðu skrif­lega yfir­lýs­ingu fyrr í mán­uð­inum um stöðu mann­rétt­inda í Xinji­ang og sendu til for­seta mann­réttinda­ráðs Sam­ein­uðu þjóð­anna. ­Mann­rétt­inda­vaktin segir að yfir­lýs­ing hinna tutt­ugu og tveggja ríkja sé for­dæm­is­laus.

Mike Pompeo, utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, og Mike Pence, vara­for­seti Banda­ríkj­anna, hafa gagn­rýnt stefnu kín­verskra stjórn­valda í Xinji­ang. Pompeo hefur kallað aðstæður Úýgúr múslima í Xinji­ang „smán­ar­blett ald­ar­inn­ar“ ásamt því að ásaka kín­versk stjórn­völd um að vilja ráða yfir lífum og sálum kín­versks almenn­ings. Auk þess sagði hann að mál­efni Úýgúr fólks­ins væri „ein mesta mann­rétt­inda­krísa okkar tíma.“ Pence segir fólkið í búð­unum þurfa að sitja undir sífelldum heila­þvætt­i. 

Kín­versk stjórn­völd segja SÞ vel­komin til Xinji­ang

Kín­versk stjórn­völd segja Michelle Bachel­et, mann­rétt­inda­stjóra Sam­ein­uðu þjóð­anna, vel­komna í heim­sókn til Xinji­ang. Bachelet hefur löngum barist fyrir því að Sam­ein­uðu þjóð­irnar fái að rann­saka aðstæður í Xinji­ang og ásak­anir um mann­hvörf og ger­ræð­is­legt varð­hald á borg­ur­um. 

Alls hafa 37 lönd, til að mynda Pakistan og Sádí Arab­ía, lýst yfir stuðn­ingi við Kína og segja ásak­an­irnar vera óhróður

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnGuðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar