Mynd: EPA

Harðlínu hægristjórn í Bretlandi

Boris Johnson hefur skipað nýja ríkisstjórn hægrisinnaðra og umdeildra ráðherra. Boris boðar lækkun skatta, fjölgun lögreglumanna og hertra refsinga glæpamanna. Einnig stefnir í nýja atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands.

Ný harð­línu hægri­st­jórn Borisar John­son hefur verið skip­uð. Rík­is­stjórn hans skipa nú 31 ráð­herrar sem eiga það sam­eig­in­legt að vera mjög hægri­s­inn­aðir og umdeild­ir.

Boris John­son ávarp­aði þingið í fyrsta sinn sem for­sæt­is­ráð­herra í dag og sagð­ist vilja gera Bret­land að besta landi í heimi. Hann sagði einnig að nú und­ir­búi rík­is­stjórn hans lækkun skatta, að samið verði um Brexit fyrir 31. októ­ber, að fjölgað verði lög­reglu­mönnum um 20 þús­und og að refs­ingar glæpa­manna verði hert­ar. Jafn­framt vildi hann koma á nýju kerfi fyrir inn­flytj­endur að ástr­al­skri fyr­ir­mynd. 

Umdeildir ráð­herrar skip­aðir

Rík­is­stjórn Borisar skipa afar umdeildir ráð­herr­ar. Priti Patel, inn­an­rík­is­ráð­herra, sagð­ist til að mynda í beinni sjón­varps­út­send­ingu vera hlynnt dauða­refs­ingu. Hún er dyggur stuðn­ings­maður Borisar John­son og sagði að hann væri eina mann­eskjan sem gæti bjargað Brexit og Íhalds­flokkn­um. Patel lét af störfum í ráðu­neyti May í kjöl­far óheim­ila funda með ísra­elskum stjórn­mála­mönn­um. Áður var hún útsend­ari þrýsti­hóps fyrir tóbaks- og áfeng­is­fyr­ir­tæki.

Dom­inic Raab, nýskip­aður utan­rík­is- og ríkja­sam­bands­ráð­herra Bret­lands, kom sér í klandur eftir að í ljós kom að hann vissi ekki fyrr en nýlega af til­vist Calais flótta­manna­búð­anna. Raab er einnig harður Brex­it-liði. Eliza­beth Truss er nýr alþjóða­við­skipta­ráð­herra og dyggur stuðn­ings­maður Borisar og dyggur Brex­it-liði líkt og Raab. 

Fyrr­nefndir ráð­herr­ar, Raab, Patel og Truss eru meðal höf­unda Britannia Unchained, safn harð­línu hægri stjórn­mála­rit­gerða sem birt­ust árið 2012. Í safn­inu birt­ist aðdáun þeirra af Thatcher­isma og kallað var eftir að skattar væru lækk­aðir og að rétt­indi verka­fólks í Bret­landi væru tak­mörkuð til að auka sam­keppn­is­hæfni Bret­lands.

Jafn­framt er Amber Rudd nýr atvinn­u-, eft­ir­launa- og jafn­rétt­is­ráð­herra. Áður var hún inn­an­rík­is­ráð­herra en sagði af sér í kjöl­far Windrush hneyksl­is­ins þar sem breskum rík­is­borg­urum var vísað úr landi fyrir rangar sak­ir. Nóg verður að gera hjá Stephen Barclay sem er skip­aður sér­stakur ráð­herra um útgöngu úr Evr­ópu­sam­band­inu, enda hefur Boris gefið lýst því yfir að Bret­land muni hafa samið um útgöngu úr Evr­ópu­sam­band­inu 31. októ­ber

Boris hefur skipað Mich­ael Gove sem nýjan ráð­herra Lancaster her­toga­dæm­is­ins. Hann er umdeildur vegna kóka­ínn­eyslu sinnar á fyrri árum. Hann var áður mennta­mála­ráð­herra og barð­ist hart gegn stétt­ar­fé­lögum kenn­ara. Gavin Willi­am­son, mennta­mála­ráð­herra, var áður varn­ar­mála­ráð­herra en lét af völdum í kjöl­far þess að hafa lekið upp­lýs­ingum um varn­ar­mál Bret­lands. Skipað var í fleiri ráð­herra­stöður sem hægt er að lesa nánar um hér.

Með­al­aldur ráð­herr­anna er 48 ár og eru ein­ungis 26 pró­sent ráð­herr­anna konur þrátt fyrir lof­orð for­sæt­is­ráð­herra um að fjölga konum í ráðu­neyt­um. Þá hlutu 64 pró­sent ráð­herr­anna menntun sína úr einka­reknum skólum sam­kvæmt Sutton Trust, sjóði sem berst fyrir auknu félags­legum hreyf­an­leika (e. social mobility).

Stefnir í atkvæða­greiðslu um sjálf­stæði Skotlands

Nicola Stur­ge­on, for­sæt­is­ráð­herra skosku heima­stjórn­ar­inn­ar, hefur nú þegar sent for­sæt­is­ráð­herra bréf um mál­efni Skotlands og afstöðu gagn­vart Brex­it. Bréfið gefur til kynna að efnt verður til nýrra atkvæða­greiðslu um sjálf­stæði Skotlands. 

Í bréf­inu leggur Stur­geon áherslu á að meiri­hluti Skota hafi kosið með því að vera áfram innan Evr­ópu­sam­band­inu. Hún sagði að útganga úr sam­band­inu myndi hafa alvar­leg áhrif á líf og störf Skota og myndi fækka störfum í Skotlandi um hund­rað þús­und. „Réttur Skota til að ákveða sína eigin fram­tíð er grunnur lýð­ræð­is­lög­mála sem þarf að virða,“ skrif­aði hún að lok­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnGuðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar