Mynd: EPA

Harðlínu hægristjórn í Bretlandi

Boris Johnson hefur skipað nýja ríkisstjórn hægrisinnaðra og umdeildra ráðherra. Boris boðar lækkun skatta, fjölgun lögreglumanna og hertra refsinga glæpamanna. Einnig stefnir í nýja atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands.

Ný harð­línu hægri­st­jórn Borisar John­son hefur verið skip­uð. Rík­is­stjórn hans skipa nú 31 ráð­herrar sem eiga það sam­eig­in­legt að vera mjög hægri­s­inn­aðir og umdeild­ir.

Boris John­son ávarp­aði þingið í fyrsta sinn sem for­sæt­is­ráð­herra í dag og sagð­ist vilja gera Bret­land að besta landi í heimi. Hann sagði einnig að nú und­ir­búi rík­is­stjórn hans lækkun skatta, að samið verði um Brexit fyrir 31. októ­ber, að fjölgað verði lög­reglu­mönnum um 20 þús­und og að refs­ingar glæpa­manna verði hert­ar. Jafn­framt vildi hann koma á nýju kerfi fyrir inn­flytj­endur að ástr­al­skri fyr­ir­mynd. 

Umdeildir ráð­herrar skip­aðir

Rík­is­stjórn Borisar skipa afar umdeildir ráð­herr­ar. Priti Patel, inn­an­rík­is­ráð­herra, sagð­ist til að mynda í beinni sjón­varps­út­send­ingu vera hlynnt dauða­refs­ingu. Hún er dyggur stuðn­ings­maður Borisar John­son og sagði að hann væri eina mann­eskjan sem gæti bjargað Brexit og Íhalds­flokkn­um. Patel lét af störfum í ráðu­neyti May í kjöl­far óheim­ila funda með ísra­elskum stjórn­mála­mönn­um. Áður var hún útsend­ari þrýsti­hóps fyrir tóbaks- og áfeng­is­fyr­ir­tæki.

Dom­inic Raab, nýskip­aður utan­rík­is- og ríkja­sam­bands­ráð­herra Bret­lands, kom sér í klandur eftir að í ljós kom að hann vissi ekki fyrr en nýlega af til­vist Calais flótta­manna­búð­anna. Raab er einnig harður Brex­it-liði. Eliza­beth Truss er nýr alþjóða­við­skipta­ráð­herra og dyggur stuðn­ings­maður Borisar og dyggur Brex­it-liði líkt og Raab. 

Fyrr­nefndir ráð­herr­ar, Raab, Patel og Truss eru meðal höf­unda Britannia Unchained, safn harð­línu hægri stjórn­mála­rit­gerða sem birt­ust árið 2012. Í safn­inu birt­ist aðdáun þeirra af Thatcher­isma og kallað var eftir að skattar væru lækk­aðir og að rétt­indi verka­fólks í Bret­landi væru tak­mörkuð til að auka sam­keppn­is­hæfni Bret­lands.

Jafn­framt er Amber Rudd nýr atvinn­u-, eft­ir­launa- og jafn­rétt­is­ráð­herra. Áður var hún inn­an­rík­is­ráð­herra en sagði af sér í kjöl­far Windrush hneyksl­is­ins þar sem breskum rík­is­borg­urum var vísað úr landi fyrir rangar sak­ir. Nóg verður að gera hjá Stephen Barclay sem er skip­aður sér­stakur ráð­herra um útgöngu úr Evr­ópu­sam­band­inu, enda hefur Boris gefið lýst því yfir að Bret­land muni hafa samið um útgöngu úr Evr­ópu­sam­band­inu 31. októ­ber

Boris hefur skipað Mich­ael Gove sem nýjan ráð­herra Lancaster her­toga­dæm­is­ins. Hann er umdeildur vegna kóka­ínn­eyslu sinnar á fyrri árum. Hann var áður mennta­mála­ráð­herra og barð­ist hart gegn stétt­ar­fé­lögum kenn­ara. Gavin Willi­am­son, mennta­mála­ráð­herra, var áður varn­ar­mála­ráð­herra en lét af völdum í kjöl­far þess að hafa lekið upp­lýs­ingum um varn­ar­mál Bret­lands. Skipað var í fleiri ráð­herra­stöður sem hægt er að lesa nánar um hér.

Með­al­aldur ráð­herr­anna er 48 ár og eru ein­ungis 26 pró­sent ráð­herr­anna konur þrátt fyrir lof­orð for­sæt­is­ráð­herra um að fjölga konum í ráðu­neyt­um. Þá hlutu 64 pró­sent ráð­herr­anna menntun sína úr einka­reknum skólum sam­kvæmt Sutton Trust, sjóði sem berst fyrir auknu félags­legum hreyf­an­leika (e. social mobility).

Stefnir í atkvæða­greiðslu um sjálf­stæði Skotlands

Nicola Stur­ge­on, for­sæt­is­ráð­herra skosku heima­stjórn­ar­inn­ar, hefur nú þegar sent for­sæt­is­ráð­herra bréf um mál­efni Skotlands og afstöðu gagn­vart Brex­it. Bréfið gefur til kynna að efnt verður til nýrra atkvæða­greiðslu um sjálf­stæði Skotlands. 

Í bréf­inu leggur Stur­geon áherslu á að meiri­hluti Skota hafi kosið með því að vera áfram innan Evr­ópu­sam­band­inu. Hún sagði að útganga úr sam­band­inu myndi hafa alvar­leg áhrif á líf og störf Skota og myndi fækka störfum í Skotlandi um hund­rað þús­und. „Réttur Skota til að ákveða sína eigin fram­tíð er grunnur lýð­ræð­is­lög­mála sem þarf að virða,“ skrif­aði hún að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnGuðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar