Hversu dimmt mun það verða?

Jón Kalman rithöfundur fjallar um heimsókn Piu Kjærsgaard til Íslands og uppgang fasisma í Evrópu í aðsendri grein. Hún birtist fyrst á dönsku í blaðinu Information.

Auglýsing

Pia Kjærs­gaard virð­ist aldrei efast um skoð­anir sín­ar. Hún hefur skýra sýn á heim­inn og finnur auð­veldar lausnir á flóknum vanda­mál­um. Sama gildir um skoð­ana­systk­ini hennar víða um heim, svo sem Don­ald Trump og Mar­ine Le Pen. Ein­faldar lausnir á flóknum vanda­mál­um, ein­föld svör við marg­slungnum spurn­ing­um. Deil­urnar sem hafa sprottið upp í kjöl­far heim­sóknar hennar til Íslands sýna þetta ágæt­lega. Pia Kjærs­gaard skrif­aði nýlega í Information:

„I beg­yndel­esen handlede det mest om en hånd­fuld anar­kisti­ske medlemmer fra Pirat­partiet samt en enkelt soci­alde­mokrat, der på grund af min per­son for­lod stedet ved Thing­vell­ir, da jeg på vegna af Fol­ket­inget skulle tale i anledn­ingen af 100-året for den islandske selvstændig­hed.“

Þetta er mikil ein­föld­un. Við­brögð þing­manna Pírata (að kalla þá anar­kista er dap­ur­lega ódýr brella) og þing­manns Soci­alde­mokrat voru ein­ungis topp­ur­inn á ísjak­an­um.

Dag­ana á undan hafði vænt­an­leg koma Piu Kjærs­gaard, sem var heið­urs­gestur Alþing­is­há­tíð­ar­inn­ar, valdið tals­verðum deilum í íslenska sam­fé­lag­inu, og voru við­brögð þing­manna senn hluti og beint fram­hald af þeim. En heim­sókn Kjærs­gaard og deil­urnar sem henni fylgdu sýndu þó fyrst og fremst tvennt. Það fyrra snýr nær ein­göngu að Íslandi, hið síð­ara er hins­vegar mun stærra, þar er heim­ur­inn allur und­ir.

Auglýsing

Ekk­ert til sem heitir frípassi

Stutt og laggott: að Alþingi Íslend­inga hafi ákveðið að bjóða for­seta danska þjóð­þings­ins, Piu Kjærs­gaard, að vera heið­urs­gestur og ræðu­maður á 100 ára full­veld­is­há­tíð­inni, lýsir í besta falli ævin­týra­legu takt­leysi, í versta falli slá­andi and­vara­leysi. Sú ákvörðun hefði þó hugs­an­lega ekki átt að koma mjög á óvart.

Við Íslend­ingar virð­umst nefni­lega stundum líta svo á, að við séum á ein­hvers­konar frípassa. Að þar sem við erum svo smá og fá, sæt og langt í burtu, þurfum við ekki að taka afstöðu í mál­efnum heims­ins. Við erum krútt sem berum enga ábyrgð. Erum á frípassa, og þar með í fínu lagi að fá danskan stjórn­mála­mann með afar umdeildar skoð­an­ir, til að halda hátíð­ar­ræðu á Þing­völlum – tákn­ræn­asta stað Íslands.

Stjórn­mála­mann sem talar fyrir eins­leitni, álítur sína menn­ingu fremri, betri en menn­ingu ann­arra, og leggur áherslu á að halda henni hreinni. Ein­hvern tím­ann hefðu slíkar skoð­anir verið kenndar við ras­isma. Áköf við­brögð almenn­ings hér á Íslandi, reiði, dep­urð og skömm yfir þess­ari ákvörðun gefur manni þá veiku von, að við séum að átta okkur á því að það sem hér er sagt og gert, sé ósjálfrátt hluti af umræðu heims­ins.

Að þótt Alþingi okkar virð­ist ennþá statt ein­hvers staðar í kringum 1970, þá sé almenn­ingur að átta sig á því að það er ekk­ert til sem heitir frípassi – allir beri ábyrgð á jörð­inni, hvar sem þeir búa. Og að sú ábyrgð sé mik­il, því dökk ský hrann­ast nú yfir heim­in­um. Eða með orðum Dyl­ans: It´s not dark yet, but it´s gett­ing there.

Hatur eða þrá eftir mann­úð?

Í sæmi­lega óbrjál­uðum heimi ætti það ekki að skapa neinn óróa eða deilur að bjóða for­seta Danska þjóð­þings­ins að halda ræðu á hátíð­ar­stund á Íslandi. Saga þess­ara tveggja þjóða var lengi sam­tvinn­uð, Kaup­manna­höfn höf­uð­borg Íslands í ald­ir, götur hennar og hús geyma hluta af sögu lands­ins.

En við lifum ekki lengur í óbrjál­uðum heimi. Við lifum tíma þar sem mann­eskja á borð við Piu Kjærs­gaard er for­seti Danska þings­ins, og þar með full­trúi þess út á við – hún er það and­lit danska þings­ins sem snýr að heim­in­um. Sem þýðir að skoð­anir hennar eru ekki lengur taldar „ekstrem“, heldur eðli­legur hluti af umræð­unni. Og hún er heið­urs­gestur Íslenska Alþingis á sama tíma og Steve Bann­on, mað­ur­inn sem kom Trump til valda, fer um Evr­ópu til að sam­eina hægri­s­inn­aða popúlista í eina blokk, með það mark­mið að yfir­taka Evr­ópu­sam­band­ið.

Í hinum danska hvers­degi virð­ist deilan í kringum heim­sókn Piu Kjærs­gaard til Íslands sjálf­sagt heldur ómerki­leg. Kjarni deil­unnar er hins­vegar sá að danska þingið hefur verð­launað mann­eskju sem, eins og Trump, eins og Mar­ine Le Pe, stendur fyrir mann­fjand­sam­legar skoð­an­ir. Það var klaufa­legt dóm­greind­ar­leysi hjá for­seta hins íslenska Alþingis að bjóða henni hing­að, við­kom­andi ætti að biðj­ast afsök­un­ar, standa upp úr stól sínum og hleypa öðrum að.

Ég held hins­vegar að sterk við­brögð Íslend­inga við heim­sókn Piu Kjærs­gaard hafi sum­part stafað af því að við höfðum ein­fald­lega ekki gert okkur í hug­ar­lund að stjórn­mála­maður með hennar skoð­anir gæti orðið and­lit danska þings­ins út á við. Steven Bannon er að safna liði. Hann er að sam­eina þá sem boða ein­föld svör við flókn­um, marg­slungnum málum sam­tím­ans. Við sjáum það hjá Trump, við sjáum það í sögu fas­ism­ans á fjórða ára­tug síð­ustu ald­ar, að slík svör hafa ætíð í för með sér harka­lega mis­mun­un, ein­angr­un­ar­hyggju, grimmara sam­fé­lag. Að Pia Kjærs­gaard geti verið full­trúi Danska þings­ins, að for­sæt­is­ráð­herra Ítalíu er aðdá­andi Pútíns og sam­stíga Tump í mörgum mál­um, að Pól­land, Aust­ur­ríki, Ung­verja­land séu á hraðri leið frá lýð­ræð­inu inn í dimman faðm fas­ism­ans …

Þegar allt kemur til alls snú­ast deil­urnar um heim­sókn Kjærs­gaard til Íslands um þessa spurn­ingu hér: Eigum við að sam­þykkja það bar­áttu­laust að fas­ism­inn fari nú um hinn vest­ræna heim, fal­inn bak­við við grímu lýð­ræð­is, og boði fram­tíð þar sem hatur og óþol á skoð­unum ann­arra komi í stað sam­ræðu og þrá eftir mann­úð?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar