Minning: Thorvald Stoltenberg

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra, skrifar um stjórnmál í Noregi í minningu Thorvalds Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, en hann lést þann 13. júlí síðastliðinn.

Auglýsing

Framundan var utan­rík­is­ráð­herra­fundur Norð­ur­landa. Á flug­vell­inum rakst ég á bók með for­vitni­legum tit­li: Norge – een-­parti staat. Ég renndi í gegnum þetta í flug­vél­inni.

Þegar ég kom á skrif­stofu Thor­valds í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu í Osló, fleygði ég bók­inni á borðið hjá honum og sagði: „Nú veit ég allt um ykk­ur“. Thor­vald fletti bók­inni laus­lega, brosti sínu blíð­asta og sagði síð­an: „Viltu heldur búa við ein­ræði þeirra?“

Við höfðum ekki tíma til að fara ofan í saumana á mál­inu þá, en svar Thor­valds sat eftir í huga mér. Eftir því sem tím­inn líð­ur, verður mér æ oftar hugsað til þess­ara orða­skipta og veru­leik­ans, sem að baki býr. Eng­inn véfengir, að vald fjár­magns­eig­enda, atvinnu­rek­enda, stjórn­enda stór­fyr­ir­tækja – þeirra sem ráða kapital­inu – er mik­ið. Þeirra er valdið til að ráða og reka.

Auglýsing

Það sem Thor­vald meinti er þetta: Ef fjár­magnið nær líka undir sig póli­tíska vald­inu, verða fjár­magns­eig­endur í reynd ein­ráð­ir. Þótt þetta ger­ist í birt­ing­ar­mynd lýð­ræð­is, er það í reynd ein­ræði. Þarna förum við að nálg­ast kjarna máls­ins. Hið sós­í­alde­mókratiska vel­ferð­ar­ríki Norð­ur­landa – nor­ræna mód­elið – varð til vegna þess, að sam­tök launa­fólks – ekki fjár­magns­eig­enda – og hinn póli­tíski armur þeirra, jafn­að­ar­manna­flokk­arn­ir, réðu ferð­inni. Þeir settu leik­regl­urn­ar. Þeir mót­uðu skatta­kerf­ið. Þeir tryggðu almenn­ingi aðgang að menntun og heilsu­gæslu, án til­lits til efna­hags. Þannig efldu þeir frelsi ein­stak­lings­ins í verki.

Ólíkt komm­ún­ist­um, virkj­uðu þeir fram­tak ein­stak­linga, en tryggðu um leið, að þjóð­ararð­inum væri rétt­lát­lega skipt; að engir yrðu skildir eftir útund­an. Þetta er ekki ein­ræði. Þetta er lýð­ræði í reynd. Stað­reynd­irnar tala sínu máli um árang­ur­inn. Nor­ræna mód­elið er nú orðið við­ur­kennt um ver­öld víða sem eft­ir­sókn­ar­verð­asta sam­fé­lags­gerð sam­tím­ans.

Thor­vald var snemma í innsta hring þeirrar fjölda­hreyf­ingar jafn­að­ar­manna, sem á und­an­förnum ára­tugum hafa skapað fyr­ir­mynd­ar­þjóð­fé­lagið norska. Í þeim hópi var mikið mann­val: Ég nefni bara Ger­hardsen, Bratteli, Gro Harlem, Thor­vald sjálfan og son hans, Jens. Ég sleppi mörgum nöfn­um, sem eiga heima í þessum hópi, en þau hafa látið verkin tala.

Norð­menn eru ekki bara ein­hver auð­ug­asta þjóð í heimi. Þeir eru sú þjóð, þar sem þjóð­ar­auðnum er skipt, ekki sam­kvæmt hluta­skipta­reglum mark­að­ar­ins heldur mann­úð­ar­inn­ar. Olíu­auð­ur­inn var vissu­lega mikil búbót frá og með 8nda ára­tugn­um. En svarta gullið hefur reynst flestum öðrum þjóð­um, sem upp­götva það í iðrum jarð­ar, upp­haf ófarn­að­ar. Auð­ur­inn hefur lent í ræn­ingja­hönd­um, um leið og almenn­ingur lepur dauð­ann úr skel.

Til þess eru vítin að var­ast þau. Norð­menn fram­seldu ekki þjóð­arauð­inn í hendur alþjóð­legra auð­hringja og inn­lendra þjóna þeirra. Þeir náðu sjálfir tökum á til­skil­inni tækni­kunn­áttu og þekk­ingu. Þeir tryggðu frá upp­hafi, að þjóðin fengi sinn rétt­mæta arð af auð­lindum sín­um, bæði olíu­auð­lind­inni og fiski­mið­unum í norskri lög­sögu. Þeir sem fá rétt­inn til að nýta þjóð­ar­auð­lind­ir, eru krafðir um sam­fé­lags­lega ábyrgð.

Í Nor­egi þrífst engin for­rétt­inda­stétt kvóta­greifa í skjóli póli­tísks valds. Þess vegna stendur vel­ferð­ar­ríkið norska traustum fót­um. Sem og lýð­ræð­ið. Vegna þess að fjár­magns­eig­endur og full­trúar þeirra gátu ekki sölsað undir sig póli­tíska valdið líka.

Thor­vald var hug­sjóna­mað­ur. Hann var húman­isti, jafnt í orði sem verki. Hann var manna­sætt­ir, sem kom á friði, þar sem aðrir fóru með ofbeldi. Hann var jafn­að­ar­mað­ur, sem gleymdi því aldrei, að hreyf­ing okkar er alþjóð­leg. Við eigum öll mann­anna börn að njóta sömu mann­rétt­inda, án til­lits til þjóð­ern­is, kyn­ferð­is, lit­ar­háttar eða trú­ar­hefða. Og hann lét ekki sitja við orðin tóm. Hann lét verkin tala sem yfir­maður Flótta­manna­stofn­unar SÞ, sátta­semj­ari í Balkan­stríð­unum og utan­rík­is­ráð­herra Nor­egs, sem hafði frum­kvæði að frið­ar­um­leit­unum í hverri milli­rikja­deil­unni á fætur annarri.

Í hans huga byrja umbætur heima. Þess vegna vildi hann dýpka nor­ræna sam­vinnu, m.a. með því að sam­eina utan­rík­is­þjón­ustu Norð­ur­landa­þjóða í áföng­um. Það var of stór biti fyrir aðra að kyngja að sinni. Kemur kannski seinna.

Fyrst og síð­ast var Thor­vald hríf­andi per­sónu­leiki. Hann var góð­vilj­að­ur, en glett­inn. Hann var fram­taks­sam­ur, en kunni vel að njóta lífs­ins á góðum stund­um. Hann var umbóta­mað­ur, en gerði sér fulla grein fyrir breysk­leika mann­legs eðl­is. Það voru for­rétt­indi að eiga hann að vini.

Við Bryn­dís minn­umst hans með vænt­um­þykju og virð­ingu og sendum fjöl­skyldu hans og aðstand­endum hlýjar sam­úð­ar­kveðj­ur.

Höf­undur er fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra og sendi­herra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar