Minning: Thorvald Stoltenberg

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra, skrifar um stjórnmál í Noregi í minningu Thorvalds Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, en hann lést þann 13. júlí síðastliðinn.

Auglýsing

Framundan var utan­rík­is­ráð­herra­fundur Norð­ur­landa. Á flug­vell­inum rakst ég á bók með for­vitni­legum tit­li: Norge – een-­parti staat. Ég renndi í gegnum þetta í flug­vél­inni.

Þegar ég kom á skrif­stofu Thor­valds í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu í Osló, fleygði ég bók­inni á borðið hjá honum og sagði: „Nú veit ég allt um ykk­ur“. Thor­vald fletti bók­inni laus­lega, brosti sínu blíð­asta og sagði síð­an: „Viltu heldur búa við ein­ræði þeirra?“

Við höfðum ekki tíma til að fara ofan í saumana á mál­inu þá, en svar Thor­valds sat eftir í huga mér. Eftir því sem tím­inn líð­ur, verður mér æ oftar hugsað til þess­ara orða­skipta og veru­leik­ans, sem að baki býr. Eng­inn véfengir, að vald fjár­magns­eig­enda, atvinnu­rek­enda, stjórn­enda stór­fyr­ir­tækja – þeirra sem ráða kapital­inu – er mik­ið. Þeirra er valdið til að ráða og reka.

Auglýsing

Það sem Thor­vald meinti er þetta: Ef fjár­magnið nær líka undir sig póli­tíska vald­inu, verða fjár­magns­eig­endur í reynd ein­ráð­ir. Þótt þetta ger­ist í birt­ing­ar­mynd lýð­ræð­is, er það í reynd ein­ræði. Þarna förum við að nálg­ast kjarna máls­ins. Hið sós­í­alde­mókratiska vel­ferð­ar­ríki Norð­ur­landa – nor­ræna mód­elið – varð til vegna þess, að sam­tök launa­fólks – ekki fjár­magns­eig­enda – og hinn póli­tíski armur þeirra, jafn­að­ar­manna­flokk­arn­ir, réðu ferð­inni. Þeir settu leik­regl­urn­ar. Þeir mót­uðu skatta­kerf­ið. Þeir tryggðu almenn­ingi aðgang að menntun og heilsu­gæslu, án til­lits til efna­hags. Þannig efldu þeir frelsi ein­stak­lings­ins í verki.

Ólíkt komm­ún­ist­um, virkj­uðu þeir fram­tak ein­stak­linga, en tryggðu um leið, að þjóð­ararð­inum væri rétt­lát­lega skipt; að engir yrðu skildir eftir útund­an. Þetta er ekki ein­ræði. Þetta er lýð­ræði í reynd. Stað­reynd­irnar tala sínu máli um árang­ur­inn. Nor­ræna mód­elið er nú orðið við­ur­kennt um ver­öld víða sem eft­ir­sókn­ar­verð­asta sam­fé­lags­gerð sam­tím­ans.

Thor­vald var snemma í innsta hring þeirrar fjölda­hreyf­ingar jafn­að­ar­manna, sem á und­an­förnum ára­tugum hafa skapað fyr­ir­mynd­ar­þjóð­fé­lagið norska. Í þeim hópi var mikið mann­val: Ég nefni bara Ger­hardsen, Bratteli, Gro Harlem, Thor­vald sjálfan og son hans, Jens. Ég sleppi mörgum nöfn­um, sem eiga heima í þessum hópi, en þau hafa látið verkin tala.

Norð­menn eru ekki bara ein­hver auð­ug­asta þjóð í heimi. Þeir eru sú þjóð, þar sem þjóð­ar­auðnum er skipt, ekki sam­kvæmt hluta­skipta­reglum mark­að­ar­ins heldur mann­úð­ar­inn­ar. Olíu­auð­ur­inn var vissu­lega mikil búbót frá og með 8nda ára­tugn­um. En svarta gullið hefur reynst flestum öðrum þjóð­um, sem upp­götva það í iðrum jarð­ar, upp­haf ófarn­að­ar. Auð­ur­inn hefur lent í ræn­ingja­hönd­um, um leið og almenn­ingur lepur dauð­ann úr skel.

Til þess eru vítin að var­ast þau. Norð­menn fram­seldu ekki þjóð­arauð­inn í hendur alþjóð­legra auð­hringja og inn­lendra þjóna þeirra. Þeir náðu sjálfir tökum á til­skil­inni tækni­kunn­áttu og þekk­ingu. Þeir tryggðu frá upp­hafi, að þjóðin fengi sinn rétt­mæta arð af auð­lindum sín­um, bæði olíu­auð­lind­inni og fiski­mið­unum í norskri lög­sögu. Þeir sem fá rétt­inn til að nýta þjóð­ar­auð­lind­ir, eru krafðir um sam­fé­lags­lega ábyrgð.

Í Nor­egi þrífst engin for­rétt­inda­stétt kvóta­greifa í skjóli póli­tísks valds. Þess vegna stendur vel­ferð­ar­ríkið norska traustum fót­um. Sem og lýð­ræð­ið. Vegna þess að fjár­magns­eig­endur og full­trúar þeirra gátu ekki sölsað undir sig póli­tíska valdið líka.

Thor­vald var hug­sjóna­mað­ur. Hann var húman­isti, jafnt í orði sem verki. Hann var manna­sætt­ir, sem kom á friði, þar sem aðrir fóru með ofbeldi. Hann var jafn­að­ar­mað­ur, sem gleymdi því aldrei, að hreyf­ing okkar er alþjóð­leg. Við eigum öll mann­anna börn að njóta sömu mann­rétt­inda, án til­lits til þjóð­ern­is, kyn­ferð­is, lit­ar­háttar eða trú­ar­hefða. Og hann lét ekki sitja við orðin tóm. Hann lét verkin tala sem yfir­maður Flótta­manna­stofn­unar SÞ, sátta­semj­ari í Balkan­stríð­unum og utan­rík­is­ráð­herra Nor­egs, sem hafði frum­kvæði að frið­ar­um­leit­unum í hverri milli­rikja­deil­unni á fætur annarri.

Í hans huga byrja umbætur heima. Þess vegna vildi hann dýpka nor­ræna sam­vinnu, m.a. með því að sam­eina utan­rík­is­þjón­ustu Norð­ur­landa­þjóða í áföng­um. Það var of stór biti fyrir aðra að kyngja að sinni. Kemur kannski seinna.

Fyrst og síð­ast var Thor­vald hríf­andi per­sónu­leiki. Hann var góð­vilj­að­ur, en glett­inn. Hann var fram­taks­sam­ur, en kunni vel að njóta lífs­ins á góðum stund­um. Hann var umbóta­mað­ur, en gerði sér fulla grein fyrir breysk­leika mann­legs eðl­is. Það voru for­rétt­indi að eiga hann að vini.

Við Bryn­dís minn­umst hans með vænt­um­þykju og virð­ingu og sendum fjöl­skyldu hans og aðstand­endum hlýjar sam­úð­ar­kveðj­ur.

Höf­undur er fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra og sendi­herra.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar