Ekki færri þjófnaðir tilkynntir á síðasta ári síðan 2007

Þjófnaðarbrotum hefur fækkað verulega undanfarin áratug eða svo. Árið 2016 bárust 2.939 tilkynningar um þjófnaði til lögreglu á höfuðborgarsvæðinu og hafa ekki borist eins fáar tilkynningar á einu ári síðan 2007.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gefur út skýrslu um afbrot á hverju ári.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gefur út skýrslu um afbrot á hverju ári.
Auglýsing

Til­kynn­ingum um hegn­ing­ar­laga­brot fækk­aði árið 2016 á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í sam­an­burði við árið á und­an. Þar af fækk­aði auðg­un­ar­brotum en þannig hefur þró­unin verið allt frá árinu 2010. 

Þar vega þjófn­að­ar­brot þungt en þeim hefur fækkað veru­lega und­an­farin ára­tug eða svo. Árið 2016 bár­ust 2.939 til­kynn­ingar um þjófn­aði á svæð­inu og hafa ekki borist eins fáar til­kynn­ingar á einu ári síðan 2007. 

Þetta kemur fram í skýrsl­unni Afbrot á höf­uð­borg­ar­svæð­inu 2016 sem kom út í dag sem Lög­reglan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu gefur árlega út. Þar er að finna upp­lýs­ingar um afbrot og þróun þeirra í umdæm­inu.

Auglýsing

Skýrslan er nokkuð ítar­leg en í henni er farið yfir alla helstu brota­flokk­ana og er dreif­ing brota enn fremur skoðuð sér­stak­lega, bæði hvað varðar sveit­ar­fé­lögin í umdæm­inu og eins í ákveðnum hverfum borg­ar­inn­ar. 

Færri inn­brot en áður

Til­kynnt var um 849 inn­brot á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eða á bil­inu tvö til þrjú inn­brot á dag. Til­kynn­ingum fækk­aði milli ára, segir í skýrsl­unni. Um það bil þriðj­ungur til­kynntra inn­brota voru í heim­ili og um þriðj­ungur í öku­tæki. 

Árið 2016 var til­kynnt um 277 kyn­ferð­is­brot sem er svip­aður fjöldi og árið áður en um 45 pró­sent til­kynntra kyn­ferð­is­brota voru nauðg­an­ir. Til­kynn­ingar um bæði kyn­ferð­is­brot og ofbeld­is­brot voru ámóta margar árin 2016 og 2015 en á sama tíma­bili fjölg­aði hins vegar til­kynn­ingum um umferð­ar­laga­brot all­nokk­uð. 

Lög­regl­unni bár­ust 1.197 til­kynn­ingar um ofbeld­is­brot árið 2016 eða álíka margar og árið áður. Lang­flest brotin áttu sér stað frá mið­nætti til sjö um morg­un­inn aðfara­nótt sunnu­dags. 

Flest hegn­ing­ar­laga­brot í Mið­borg­inni

Ekk­ert mann­dráp átti sér stað á höf­uð­borg­ar­svæð­inu árið 2016. 

Skráð voru 1.345 fíkni­efna­brot en um það bil 70 pró­sent allra skráðra fíkni­efna­brota er vegna vörslu eða neyslu fíkni­efna. Lagt var hald á 30 kíló af maríjúana og um níu kíló af amfetamíni sem er nokkuð minna magn en síð­ustu ár. 

Flest hegn­ing­ar­laga­brotin áttu sér stað í Mið­borg­inni eða um 18 pró­sent allra brota á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
109 virk smit – 914 í sóttkví
Sautján ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og þrjú í landamæraskimun. 109 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent