Ekki færri þjófnaðir tilkynntir á síðasta ári síðan 2007

Þjófnaðarbrotum hefur fækkað verulega undanfarin áratug eða svo. Árið 2016 bárust 2.939 tilkynningar um þjófnaði til lögreglu á höfuðborgarsvæðinu og hafa ekki borist eins fáar tilkynningar á einu ári síðan 2007.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gefur út skýrslu um afbrot á hverju ári.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gefur út skýrslu um afbrot á hverju ári.
Auglýsing

Til­kynn­ingum um hegn­ing­ar­laga­brot fækk­aði árið 2016 á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í sam­an­burði við árið á und­an. Þar af fækk­aði auðg­un­ar­brotum en þannig hefur þró­unin verið allt frá árinu 2010. 

Þar vega þjófn­að­ar­brot þungt en þeim hefur fækkað veru­lega und­an­farin ára­tug eða svo. Árið 2016 bár­ust 2.939 til­kynn­ingar um þjófn­aði á svæð­inu og hafa ekki borist eins fáar til­kynn­ingar á einu ári síðan 2007. 

Þetta kemur fram í skýrsl­unni Afbrot á höf­uð­borg­ar­svæð­inu 2016 sem kom út í dag sem Lög­reglan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu gefur árlega út. Þar er að finna upp­lýs­ingar um afbrot og þróun þeirra í umdæm­inu.

Auglýsing

Skýrslan er nokkuð ítar­leg en í henni er farið yfir alla helstu brota­flokk­ana og er dreif­ing brota enn fremur skoðuð sér­stak­lega, bæði hvað varðar sveit­ar­fé­lögin í umdæm­inu og eins í ákveðnum hverfum borg­ar­inn­ar. 

Færri inn­brot en áður

Til­kynnt var um 849 inn­brot á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eða á bil­inu tvö til þrjú inn­brot á dag. Til­kynn­ingum fækk­aði milli ára, segir í skýrsl­unni. Um það bil þriðj­ungur til­kynntra inn­brota voru í heim­ili og um þriðj­ungur í öku­tæki. 

Árið 2016 var til­kynnt um 277 kyn­ferð­is­brot sem er svip­aður fjöldi og árið áður en um 45 pró­sent til­kynntra kyn­ferð­is­brota voru nauðg­an­ir. Til­kynn­ingar um bæði kyn­ferð­is­brot og ofbeld­is­brot voru ámóta margar árin 2016 og 2015 en á sama tíma­bili fjölg­aði hins vegar til­kynn­ingum um umferð­ar­laga­brot all­nokk­uð. 

Lög­regl­unni bár­ust 1.197 til­kynn­ingar um ofbeld­is­brot árið 2016 eða álíka margar og árið áður. Lang­flest brotin áttu sér stað frá mið­nætti til sjö um morg­un­inn aðfara­nótt sunnu­dags. 

Flest hegn­ing­ar­laga­brot í Mið­borg­inni

Ekk­ert mann­dráp átti sér stað á höf­uð­borg­ar­svæð­inu árið 2016. 

Skráð voru 1.345 fíkni­efna­brot en um það bil 70 pró­sent allra skráðra fíkni­efna­brota er vegna vörslu eða neyslu fíkni­efna. Lagt var hald á 30 kíló af maríjúana og um níu kíló af amfetamíni sem er nokkuð minna magn en síð­ustu ár. 

Flest hegn­ing­ar­laga­brotin áttu sér stað í Mið­borg­inni eða um 18 pró­sent allra brota á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u. Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ólafur Ísberg
Nýr þjóðhátíðardagur
Kjarninn 1. desember 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - „Það er enginn að fara hakka mig”
Kjarninn 1. desember 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Sýndu þakklæti í verki 感恩图报
Kjarninn 1. desember 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík verður líklega flutt, eða fundið nýtt hlutverk, samkvæmt tilkynningu Arion banka.
„Allt útlit fyrir“ að kísilverið í Helguvík verði ekki gangsett á ný
Arion banki og PCC hafa slitið viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Einnig hefur Arion sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun, þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins.
Kjarninn 1. desember 2022
Dagur B. Eggertsson er sem stendur borgarstjóri í Reykjavík. Einar Þorsteinsson mun taka við því embætti síðar á kjörtímabilinu.
Sá hluti Reykjavíkurborgar sem rekinn er fyrir skattfé tapaði 11,1 milljarði á níu mánuðum
Vaxtakostnaður samstæðu Reykjavíkurborgar var 12,1 milljarði króna hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrstu níu mánuðum ársins. Samstæðan skilar hagnaði, en einungis vegna þess að matsvirði félagslegs húsnæðis hækkaði um 20,5 milljarða króna.
Kjarninn 1. desember 2022
Nafnlausi tindurinn til hægri á myndinni. Efst eru Geirvörtur.
Vilja að nafnlausi tindurinn heiti Helgatindur
Nafnlaus tindur sem stendur um 60 metra upp úr ísbreiðu Vatnajökuls ætti að heita Helgatindur til heiðurs Helga Björnssyni jöklafræðingi, segir í tillögu sem sveitarstjórn Skafárhrepps hefur samþykkt fyrir sitt leyti.
Kjarninn 1. desember 2022
Íslandsbanki segir ekki hversu margir fengu flokkun sem hæfir fjárfestar á meðan að á útboðinu stóð
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferli Íslandsbanka kemur fram að fjárfestar sem voru ekki í viðskiptum við Íslandsbanka gátu sótt um og fengið flokkun sem „hæfir fjárfestar“ á þeim klukkutímum sem útboðið stóð yfir.
Kjarninn 1. desember 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Ríkisstjórnin samþykkti áframhaldandi styrkjagreiðslur til fjölmiðla en til eins árs
Áfram sem áður er ágreiningur innan ríkisstjórnar Íslands um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Styrkjakerfið verður framlengt til eins árs í stað tveggja. Um er að ræða málamiðlun til að ná frumvarpinu úr ríkisstjórn.
Kjarninn 1. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent