Grunur um undirbúning hryðjuverka á Íslandi

Tveir íslenskir menn á þrítugsaldri hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald, grunaðir um að hafa undirbúið hryðjuverkaárás á Íslandi.

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra og Sveinn Ingiberg Magnússon, yfirlögregluþjónn hjá Héraðssaksóknara, á upplýisngafundi lögreglu í dag.
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra og Sveinn Ingiberg Magnússon, yfirlögregluþjónn hjá Héraðssaksóknara, á upplýisngafundi lögreglu í dag.
Auglýsing

Fjór­menn­ing­arnir sem lög­regla hand­tók í gær og afstýrði þannig hættu­á­standi eru grun­aðir um að hafa staðað að und­ir­bún­ingi hryðju­verka. Tveir þeirra, Íslend­ingar á þrí­tugs­aldri, hafa verið úrskurð­aðir í gæslu­varð­hald, annar í eina viku og hinn í tvær vik­ur. Rann­sókn lög­reglu snýst meðal ann­ars um að kanna hvort menn­irnir tengj­ast öfga­sam­tök­um.

Þetta er meðal þess sem fram kom á upp­lýs­inga­fundi lög­regl­unnar vegna aðgerða sér­sveitar lög­reglu af mönn­unum í gær.

„Sam­fé­lag okkar er örugg­ara en það var, “ sagði Grímur Gríms­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, á fund­in­um. Ásamt honum voru Karl Steinar Vals­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra, og Sveinn Ingi­berg Magn­ús­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá Hér­aðs­sak­sókn­ara, til svara á fund­in­um.

Auglýsing

Rann­sóknin hefur staðið yfir í nokkrar vikur og nýlegar upp­lýs­ingar vöktu grun um að búast mætti við hryðju­verka­árás á stofn­anir sam­fé­lags­ins. Karl Steinar sagði að ýmsar stofn­anir sam­fé­lags­ins væru und­ir. Aðspurður hvort árás­irnar hefðu átt að bein­ast gegn Alþingi og lög­reglu svar­aði hann: „Það má ætla það.“

Grun­aðir um vopna­fram­leiðslu með þrí­vídd­ar­prent­urum

Lög­reglan hand­tók í gær fjóra ein­stak­linga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í tengslum við yfir­stand­andi rann­sókn. Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá rík­is­lög­reglu­stjóra er rann­sóknin í höndum emb­ættis rík­is­lög­reglu­stjóra sem hefur það hlut­verk að rann­saka öll þau brot sem snúa að land­ráði, broti gegn stjórn­skipan rík­is­ins og æðstu stjórn­völdum þess. Rann­sóknin snýr meðal ann­ars að skipu­lagðri glæp­a­starf­semi og viða­miklum vopna­laga­brot­um.

RÚV greindi frá því í hádeg­inu að fjór­menn­ing­arnir væru grun­aðir um fram­leiðslu vopna og taldir hættu­leg­ir. Vopna­fram­leiðslan fór fram með þrí­vídd­ar­prent­ur­um.

Fram kom í máli Karls Stein­ars að lög­reglan hefur lagt hald á tugi skot­vopna og þús­undir skot­færa. Þá eru menn­irnir grun­aðir um fram­leiðslu og sölu skot­vopna, sum þeirra hálf­sjálf­virk. Rann­sókn lög­reglu felst meðal ann­ars í því að kom­ast að því hvað hefur orðið um vopnin sem menn­irnir hafa fram­leitt. Auk þess er verið að kanna hvort vopn hafa verið flutt til lands­ins.

Þetta er í fyrsta sinn sem rann­sókn af þessu tagi fer fram hér á landi. Þjóðar­ör­ygg­is­ráð hefur verið upp­lýst um rann­sókn­ina en hefur ekki komið saman til fundar enn sem komið er.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent