Verðtryggð íbúðalán stóru bankanna taka stökk upp á við

Bankarnir hafa ekki lánað jafn lítið til heimila og fyrirtækja innan mánaðar og þeir gerði í ágúst síðan í lok síðasta árs. Samdrátturinn var mestur í lánum til fyrirtækja. Vinsældir verðtryggðra íbúðalána tóku mikinn kipp.

Þeir sem eru að flytja sig um íbúðahúsnæði, og taka til þess ný íbúðalán, eru í auknum mæli að taka verðtryggð lán í 9,7 prósent verðbólgu.
Þeir sem eru að flytja sig um íbúðahúsnæði, og taka til þess ný íbúðalán, eru í auknum mæli að taka verðtryggð lán í 9,7 prósent verðbólgu.
Auglýsing

Stóru íslensku bank­arnir þrír: Lands­bank­inn, Íslands­banki og Arion banki, lán­uðu alls 5,3 millj­arða króna verð­tryggt til heim­ila lands­ins í ágúst­mán­uði og tóku veð íbúð, að frá­dregnum upp- og umfram­greiðsl­um. Því er um að ræða íbúða­lán, og þorri þeirra var á föstum vöxt­um. Fastir verð­tryggðir vextir bank­anna þriggja eru nú að jafn­aði um 2,1 pró­sent.

Til sam­an­burðar eru óverð­tryggð­ir  breyti­legir vextir bank­anna nú á bil­inu sjö til 7,4 pró­sent og hafa ekki verið hærri síðan 2015. 

Verð­tryggð íbúða­lán bank­anna þriggja til heim­ila lands­ins juk­ust um 3,7 millj­arða króna í síð­asta mán­uði og hafa ekki verið meiri innan eins mán­aðar síðan í júlí 2018, þegar verð­tryggðu útlánin til heim­ila námu 6,2 millj­örðum króna. Þá var staðan í hag­kerf­inu hins vegar allt önnur og verð­bólga mæld­ist 2,6 pró­sent. Aðstæður til að taka verð­tryggð lán voru þar af leið­andi mun skap­legri en í dag.

Þetta má lesa út úr nýbirtum hag­tölum Seðla­banka Íslands um banka­kerf­ið.

Þar kemur einnig fram að óverð­tryggð íbúða­lán til heim­ila hafi verið 10,8 millj­arðar króna í í ágúst, sem er 4,8 millj­örðum krónum minna en bank­arnir lán­uðu óver­tryggt til íbúð­ar­kaupa í júlí­mán­uð­i. 

Mik­ill sam­dráttur í útlánum til fyr­ir­tækja

Þessi þróun er líka athygl­is­verð í ljósi þess að ný útlán banka heilt yfir dróg­ust gríð­ar­lega saman í ágúst. Þeir lán­uðu alls 29,4 millj­arða króna í þeim mán­uði sem er rúmur helm­ingur þess sem bank­arnir lán­uðu í júlí. Raunar hafa þeir ekki lánað jafn lítið innan mán­aðar síðan í des­em­ber í fyrra. Til að setja við­snún­ing­inn í annað sam­hengi má benda á að í maí lán­uðu Lands­bank­inn, Íslands­banki og Arion banki við­skipta­vinum sín­um, jafnt heim­ilum sem fyr­ir­tækj­um, alls 68,1 millj­arð króna. Það voru mestu nettó útlán banka hér­­­lendis innan mán­aðar sem birst hafa í hag­­tölum Seðla­­banka Íslands, sem ná aftur til byrjun árs 2013.

Auglýsing
Í síð­asta mán­uði mun­aði mestu um mik­inn sam­drátt í útlánum til atvinnu­fyr­ir­tækja. Lán til þeirra tóku veru­lega við sér í upp­hafi árs og frá síð­ustu ára­mótum og til loka júlí­mán­aðar lán­uðu bank­arnir þrír slíkum alls 183,7 millj­arða króna.

Í síð­asta mán­uði námu útlán til fyr­ir­tækja, að frá­dregnum upp- og umfram­greiðsl­um, hins vegar ein­ungis 6,9 millj­örðum króna. Það er minna en fjórð­ungur þess sem lánað var til þeirra í júlí. 

Miklar vaxta­hækk­anir gera lán­töku mun dýr­ari en áður

Ástæður þess­arar þró­unar ættu að vera öllum ljós­ar. Mikil verð­bólga hefur kallað á miklar vaxta­hækk­anir – Seðla­bank­inn hefur hækkað stýri­vexti úr 0,75 í 5,5 pró­sent síðan í maí í fyrra – sem gera alla lán­töku miklu dýr­ari en áður. 

Á heima­síðu Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ) var nýverið tekið dæmi af breyti­legu óverð­tryggðu láni upp á 43,2 millj­ónir króna sem tekið var í fyrra­vor til að kaupa 90 fer­metra íbúð í Kópa­vogi.

Greiðslu­byrði þess láns hefur hækkað um  102 þús­und krónur á mán­uði og er nú 266 þús­und krón­ur. Á árs­grund­velli nemur aukin greiðslu­byrði láns­ins rúm­lega 1,2 millj­ónum króna.

Á sama tíma hefur greiðslu­byrði á verð­tryggðum lánum hækkað mun hæg­ar. Ástæða þess að greiðslu­­byrði verð­­tryggðra lána er lægri er sú að verð­bætur leggj­­ast á höf­uð­stól lána.

Verð byrjað að lækka

Íbúða­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur hækkað um 48 pró­sent frá því að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn hófst snemma árs 2020 og um 23 pró­sent síð­ustu tólf mán­uði. Það er langt umfram verð­bólgu á tíma­bil­un­um. Þessi mikla hækkun hefur verið drif­kraft­ur­inn í verð­bólg­unni und­an­farin miss­eri og skörpum vaxta­hækk­unum Seðla­banka Íslands var ætlað að draga úr henni. Til­gang­ur­inn var að kæla íbúða­mark­að­inn.

Það hefur tek­ist að ein­hverju leyti. Sam­kvæmt síð­ustu tölum Þjóð­skrár um vísi­tölu íbúða­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu lækk­aði hún um 0,4 pró­sent í ágúst. Það var í fyrsta sinn síðan í nóv­em­ber 2019 sem íbúða­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu lækk­aði milli mán­aða. Lækk­unin kom til vegna þess að vísi­talan fyrir sér­býli gaf eftir en verð á fjöl­býli á svæð­inu hélt áfram að hækka í ágúst. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent