Forsætisráðherra: „Alþingi hefur viljað styrkja réttarstöðu fjölmiðla“

Þingmaður Pírata segir þögn forsætisráðherra í máli fjögurra blaðamanna sem eru með stöðu sakbornings eftirtektarverða þar sem um grundvallarmannréttindi sé að ræða. Forsætisráðherra segir Alþingi alltaf hafa viljað styrkja réttarstöðu fjölmiðla.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

„Al­þingi hefur viljað styrkja rétt­ar­stöðu fjöl­miðla.“ Þetta full­yrti Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra á Alþingi í morg­un.

Til­efnið var rann­sókn lög­regl­unnar á Norð­ur­landi eystra sem snýst um umfjöllun Kjarn­ans og Stund­ar­innar um hina svoköll­uðu „Skæru­liða­­deild Sam­herj­­a“.

Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dóttir Gunn­ars­dótt­ir, þing­maður Pírata, spurði for­sæt­is­ráð­herra út í þögn hennar í mál­inu, þar sem fjórir blaða­menn hafa verið með stöðu sak­born­ings frá því febr­úar vegna rann­sóknar lög­reglu á meintu broti á frið­helgi einka­lífs­ins. Annar ráð­herra rík­is­stjórn­ar­inn­ar, Bjarni Bene­dikts­son, hefur í tvígang skrifað færslu á Face­book vegna máls­ins þar sem hann sagði meðal ann­ars umfjöllun um rann­sókn á störfum blaða­manna vera á for­sendum þeirra sjálfra og spurði einnig hvort það mætti „gera þá kröfu að allir séu jafnir fyrir fjöl­miðl­unum lík­a?“

Auglýsing

Þórður Snær Júl­í­us­­­son rit­­­stjóri Kjarn­ans og Arnar Þór Ing­­­ólfs­­­son, blaða­­­maður mið­ils­ins, hafa frá því í febr­úar verið með stöðu sak­­­born­ings við rann­­­sókn lög­­­regl­unnar á Norð­­­ur­landi, á meintu broti á frið­­­helgi einka­lífs­ins. Aðal­­­­­steinn Kjart­ans­­­son, blaða­­­maður á Stund­inni, og Þóra Arn­ór­s­dótt­ir, rit­­stjóri Kveiks, eru söm­u­­­leiðis með stöðu sak­­­born­ings í mál­inu. Aðal­­­steinn, Þórður Snær og Arnar Þór skrif­uðu umfjall­­anir um „skæru­liða­­deild Sam­herja“ í maí í fyrra en Kveikur tók málið ekki til umfjöll­un­­ar.

Yfir­heyrslur yfir blaða­mönn­unum fjórum fóru fram í sum­ar. Aðal­steinn og Þórður birtu í gær, hvor á sínum miðli, grein­ar­gerð um málið eins og það horfir við þeim eftir að hafa fengið afhent rann­sókn­ar­gögn máls­ins.

Eft­ir­tekt­ar­verð þögn sem yfir­maður mála­flokks mann­rétt­inda

Arn­dís Anna beindi fyr­ir­spurn sinni að for­sæt­is­ráð­herra í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í morgun og benti á að við end­ur­nýjun rík­is­stjórn­ar­sam­starfs­ins í lok síð­asta árs gerð­ist for­sæt­is­ráð­herra jafn­framt yfir­maður mála­flokks mann­rétt­inda og mann­rétt­inda­samn­inga.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Mynd: Bára Huld Beck

„Þess vegna hefur þögn hæst­virts for­sæt­is­ráð­herra í þessu máli verið eft­ir­tekt­ar­verð. Hér eru undir grund­vall­ar­mann­rétt­indi. Tján­ing­ar­frelsi blaða­manna, lífæð lýð­ræð­is­ins. Lög­reglan mis­notar vald sitt til að þagga niður í blaða­mönnum fyrir að flytja frétt­ir. Hæst­virtur fjár­mála­ráð­herra mætti á sviðið til að segja fjöl­miðla­mönnum að hunskast bara í yfir­heyrslur og hætta að vera svona góð með sig,“ sagði Arn­dís Anna og spurði for­sæt­is­ráð­herra hvort hún hefði engar áhyggjur af þess­ari atburða­rás. „Telur hún ekk­ert athuga­vert við vinnu­brögð lög­regl­unnar eða er hún sam­mála afstöðu hæst­virts fjár­mála­ráð­herra? “

For­sæt­is­ráð­herra sagð­ist ekki hafa þagað um þessi mál. „Ég hef sömu­leiðis látið verkin tala þegar skoðað er til dæmis þau laga­á­kvæði sem vitnað er til í þess­ari umræðu um vernd heim­ilda­manna,“ sagði Katrín og minnt­ist á ákvæði sem komu inn í lög að hennar frum­kvæði árið 2011 inn í lög um fjöl­miðla „þar sem rétt­ar­staða blaða­manna var bætt veru­lega.“

For­sæt­is­ráð­herra sagði þing­mann­inn því ekki þurfa að velkj­ast í vafa um afstöðu hennar til máls­ins. „Al­þingi hefur viljað styrkja rétt­ar­stöðu fjöl­miðla.“

Katrín sagði einnig að lög­reglan verði að vera með­vituð um það að allar rann­sókn­ar­að­gerðir sem bein­ast gegn fjöl­miðlum geta haft fæl­ing­ar­á­hrif gagn­vart þeim fjöl­miðl­um. „Því ber lög­regl­unni að fara sér­stak­lega var­lega þegar um er að ræða frjálsa fjöl­miðla sem eru að fjalla um við­kvæm mál í sam­fé­lag­inu í sínum rann­sókn­um.“

Tveir þeirra blaða­­­manna sem eru með stöðu sak­­­born­ings í rann­­­sókn lög­­­regl­unnar á Norð­­­ur­landi eystra starfa á Kjarn­an­­­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022
Ein orðan sem Plaun skartaði, en hún reyndist eftirlíking.
Tvöfaldur í roðinu
Hugo Plaun hefur lengi verið ein helsta stríðshetja Dana, og var vel skreyttur hermaður sem hitti fyrirmenni og sagði ótrúlegar sögur sínar víða. Fyrir nokkrum árum kom í ljós að Plaun laug öllu saman.
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent