Forsætisráðherra: „Alþingi hefur viljað styrkja réttarstöðu fjölmiðla“

Þingmaður Pírata segir þögn forsætisráðherra í máli fjögurra blaðamanna sem eru með stöðu sakbornings eftirtektarverða þar sem um grundvallarmannréttindi sé að ræða. Forsætisráðherra segir Alþingi alltaf hafa viljað styrkja réttarstöðu fjölmiðla.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

„Al­þingi hefur viljað styrkja rétt­ar­stöðu fjöl­miðla.“ Þetta full­yrti Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra á Alþingi í morg­un.

Til­efnið var rann­sókn lög­regl­unnar á Norð­ur­landi eystra sem snýst um umfjöllun Kjarn­ans og Stund­ar­innar um hina svoköll­uðu „Skæru­liða­­deild Sam­herj­­a“.

Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dóttir Gunn­ars­dótt­ir, þing­maður Pírata, spurði for­sæt­is­ráð­herra út í þögn hennar í mál­inu, þar sem fjórir blaða­menn hafa verið með stöðu sak­born­ings frá því febr­úar vegna rann­sóknar lög­reglu á meintu broti á frið­helgi einka­lífs­ins. Annar ráð­herra rík­is­stjórn­ar­inn­ar, Bjarni Bene­dikts­son, hefur í tvígang skrifað færslu á Face­book vegna máls­ins þar sem hann sagði meðal ann­ars umfjöllun um rann­sókn á störfum blaða­manna vera á for­sendum þeirra sjálfra og spurði einnig hvort það mætti „gera þá kröfu að allir séu jafnir fyrir fjöl­miðl­unum lík­a?“

Auglýsing

Þórður Snær Júl­í­us­­­son rit­­­stjóri Kjarn­ans og Arnar Þór Ing­­­ólfs­­­son, blaða­­­maður mið­ils­ins, hafa frá því í febr­úar verið með stöðu sak­­­born­ings við rann­­­sókn lög­­­regl­unnar á Norð­­­ur­landi, á meintu broti á frið­­­helgi einka­lífs­ins. Aðal­­­­­steinn Kjart­ans­­­son, blaða­­­maður á Stund­inni, og Þóra Arn­ór­s­dótt­ir, rit­­stjóri Kveiks, eru söm­u­­­leiðis með stöðu sak­­­born­ings í mál­inu. Aðal­­­steinn, Þórður Snær og Arnar Þór skrif­uðu umfjall­­anir um „skæru­liða­­deild Sam­herja“ í maí í fyrra en Kveikur tók málið ekki til umfjöll­un­­ar.

Yfir­heyrslur yfir blaða­mönn­unum fjórum fóru fram í sum­ar. Aðal­steinn og Þórður birtu í gær, hvor á sínum miðli, grein­ar­gerð um málið eins og það horfir við þeim eftir að hafa fengið afhent rann­sókn­ar­gögn máls­ins.

Eft­ir­tekt­ar­verð þögn sem yfir­maður mála­flokks mann­rétt­inda

Arn­dís Anna beindi fyr­ir­spurn sinni að for­sæt­is­ráð­herra í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í morgun og benti á að við end­ur­nýjun rík­is­stjórn­ar­sam­starfs­ins í lok síð­asta árs gerð­ist for­sæt­is­ráð­herra jafn­framt yfir­maður mála­flokks mann­rétt­inda og mann­rétt­inda­samn­inga.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Mynd: Bára Huld Beck

„Þess vegna hefur þögn hæst­virts for­sæt­is­ráð­herra í þessu máli verið eft­ir­tekt­ar­verð. Hér eru undir grund­vall­ar­mann­rétt­indi. Tján­ing­ar­frelsi blaða­manna, lífæð lýð­ræð­is­ins. Lög­reglan mis­notar vald sitt til að þagga niður í blaða­mönnum fyrir að flytja frétt­ir. Hæst­virtur fjár­mála­ráð­herra mætti á sviðið til að segja fjöl­miðla­mönnum að hunskast bara í yfir­heyrslur og hætta að vera svona góð með sig,“ sagði Arn­dís Anna og spurði for­sæt­is­ráð­herra hvort hún hefði engar áhyggjur af þess­ari atburða­rás. „Telur hún ekk­ert athuga­vert við vinnu­brögð lög­regl­unnar eða er hún sam­mála afstöðu hæst­virts fjár­mála­ráð­herra? “

For­sæt­is­ráð­herra sagð­ist ekki hafa þagað um þessi mál. „Ég hef sömu­leiðis látið verkin tala þegar skoðað er til dæmis þau laga­á­kvæði sem vitnað er til í þess­ari umræðu um vernd heim­ilda­manna,“ sagði Katrín og minnt­ist á ákvæði sem komu inn í lög að hennar frum­kvæði árið 2011 inn í lög um fjöl­miðla „þar sem rétt­ar­staða blaða­manna var bætt veru­lega.“

For­sæt­is­ráð­herra sagði þing­mann­inn því ekki þurfa að velkj­ast í vafa um afstöðu hennar til máls­ins. „Al­þingi hefur viljað styrkja rétt­ar­stöðu fjöl­miðla.“

Katrín sagði einnig að lög­reglan verði að vera með­vituð um það að allar rann­sókn­ar­að­gerðir sem bein­ast gegn fjöl­miðlum geta haft fæl­ing­ar­á­hrif gagn­vart þeim fjöl­miðl­um. „Því ber lög­regl­unni að fara sér­stak­lega var­lega þegar um er að ræða frjálsa fjöl­miðla sem eru að fjalla um við­kvæm mál í sam­fé­lag­inu í sínum rann­sókn­um.“

Tveir þeirra blaða­­­manna sem eru með stöðu sak­­­born­ings í rann­­­sókn lög­­­regl­unnar á Norð­­­ur­landi eystra starfa á Kjarn­an­­­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent