Sviðin jörð eftir stríðið gegn fíkniefnum

Rúmlega 64 þúsund manns létust úr of stórum skammti fíkniefna í Bandaríkjunum í fyrra. Árangurinn af „stríðinu gegn fíkniefnum“ hefur verið vægast sagt hörmulegur. Stofnun Sameinuðu þjóðanna, UNODC, boðar meiri áherslu á forvarnir og meðferðir.

fíkn3221117
Auglýsing

Ég er skráður á póst­lista minn­ing­ar­sjóðs um Layne Staley, sem var söngv­ari og for­sprakki hljóm­sveit­ar­innar Alice In Chains. Sjóð­ur­inn heitir Layne Staley Memorial Fund, og var stofn­aður eftir að söngv­ar­inn lést, ein­angr­aður og yfir­gef­inn, 5. apríl 2002. Hann hefur í seinni tíð einkum verið nýttur til að styrkja fjöl­skyldur fíkla á Seattle svæð­inu, og eru tíð­indum af styrkjum og við­burðum deilt með þús­undum sem skráð eru á póst­lista sjóðs­ins.

Staley var sprautu­fík­ill undir það síð­asta og lést úr of stórum skammti fíkni­efna. Móðir hans, Nancy McCall­um, barð­ist fyrir son sinn og reyndi að hjálpa hon­um, en sú rimma tap­að­ist að lok­um, eins og svo oft áður þegar fíklar finna ekki lækn­ingu.

Barð­ist í stríði

Á minn­ing­ar­tón­leikum um Staley í ágúst síð­ast­liðn­um, var þess minnst að rúm fimmtán ár væru frá því að þessi óvenju­legi og hæfi­leik­a­ríki söngv­ari lést. Hann hefði orðið fimm­tugur 22. ágúst. 

Auglýsing

Móðir hans not­aði tæki­færið og tók til máls. Hún lét orðin lítið snú­ast um son sinn, en benti gestum á að hún hefði barist í „stríð­inu gegn fíkni­efn­um“ og þekkti sárs­auk­ann og eymd­ina. En hún sagði það sorg­legra en orð fá lýst, að staðan hefði versnað jafn hratt og mikið og hún hefur gert und­an­farin ár í Banda­ríkj­un­um. „Fíknin er eins og hver annar sjúk­dóm­ur,“ sagði Nancy og kall­aði eftir ábyrgð á þeirri skelf­ingu sem ætti sér nú stað í Banda­ríkj­un­um. „Áherslan ætti að vera á rann­sóknir og með­ferð,“ sagði hún í við­tali við Seattle Times af þessu til­efni. Hún lýsti líka skelf­ing­unni sem hún upp­lifði þegar lög­reglan kall­aði hana á vett­vang, þar sem sonur hennar fannst lát­inn, í Seattle borg. Lög­reglan sagði henni að fara ekki inn í her­bergið en hún lét það sem vind um eyru þjóta og örmagn­að­ist af sorg við sófann þar sem sonur hennar lá. „Ég ætl­aði alltaf að vera til staðar fyrir börnin mín,“ sagði hún, og rifjar upp ásak­anir og erf­iðar hugs­anir sem fylgdu dauðs­falli hans. 

Nancy segir að fíknin sé dauð­ans alvara og að hún muni ekki hætta að berj­ast fyrir fíkla og aðstand­endur þeirra, fyrr en skiln­ingur er orð­inn útdbreidd­ari á alvar­leika máls­ins. 

Ótrú­legar tölur

Töl­urnar eru ógn­vekj­andi. Í Banda­ríkj­unum lét­ust 64 þús­und manns úr of stórum skammti fíkni­efna, þar af fleiri en 20 þús­und úr lækna­dópi, í fyrra. Um marg­földun er að ræða sé mið tekið af þróun mála síð­ustu 16 ár.

Árið 2000 lét­ust innan við 15 þús­und manns úr of stórum skammti. Meira en fjór­földun á 17 árum er ógn­væn­legt, og hafa ein­stök ríki Banda­ríkj­anna verið að glíma við far­aldur í þessum efnum und­an­farin ár.

Ohio er það ríki sem hefur verið að glíma við hvað alvar­leg­astan vanda. Á árunum 2013 til og með 2016 lét­ust 11,244 úr of stórum skammti í rík­inu, og hefur lög­reglan í land­inu sent frá sér hálf­gerð neyð­aróp vegna þess sem hefur verið að ger­ast. Hvað er til bragðs að taka? er spurt í örvænt­ingu.

Eins og sjá má hér þá hefur dauðsföllum vegna of stórs skammts fíkniefna fjölgað stórkostlega á síðustu árum. Mynd: UNODC.

Hefð­bundin og óhefð­bundin efni

Því fer raunar fjarri að vand­inn í Banda­ríkj­unum sé bundin við ein­stök ríki, því alls staðar hefur orðið mikil aukn­ing á dauð­dögum milli ára. Í fyrra lét­ust 44.800 karlar og 19.200 kon­ur, sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem stjórn­völd í Banda­ríkj­unum tóku saman þegar átaki var hrint úr vör, til að reyna að sporna gegn þess­ari hrika­legu þró­un. Don­ald J. Trump Banda­ríkja­for­seti sagði við það til­efni, að nú þyrftu Banda­ríkja­menn að standa sam­an. „Þessu verður að linna,“ sagði Trump. 

Eitt af því sem nú hefur verið ákveðið að ráð­ast í hratt, um öll Banda­rík­in, er að byggja upp húsa­skjól fyrir fíkla sem búa á göt­unni í borg­um. Þar mun í fyrstu verða mögu­legt að fá aðgang að snyrt­ingu en til fram­tíðar er að því stefnt að koma upp meiri heil­brigð­is­þjón­ust­u. 

Eitt af því sem hefur flækt bar­áttu yfir­valda í Banda­ríkj­unum gegn fíkni­efnum er að fram­boð af teg­undum hefur auk­ist til muna. Þannig hefur lyf­seð­ils­skyldum lyfjum (lækna­dópi) í umferð á svarta mark­aðnum fjölgað gíf­ur­lega og verk­smiðju­fram­leiddum fíkni­efnum sömu­leið­is.

Þá sýna töl­ur, sem teknar eru saman í skýrslu stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna sem berst gegn fíkni­efnum og skipu­lagðri glæp­a­starf­semi, UNODC, að mikil aukn­ing er nú á heims­vísu þegar kemur að fram­boði á ópíum­lyfj­um, eins og heróíni, og síðan kóka­íni. Fram­leiðsla á þessum efnum er að aukast hratt og svo virð­ist sem nýir mark­aðir séu að verða til, ekki síst í Asíu, eftir því sem efna­hags­leg vel­sæld verður meiri. Oft hefur hag­sveiflan í svarta hag­kerf­inu hald­ist í hönd við það sem er að ger­ast uppi á yfir­borð­inu, og má sér­stak­lega nefna fram­boð á kóka­íni því til stuðn­ings.

Fram­leiðsla á því lyfi er að miklu leyti bundin við til­tekin svæði í Kól­umbíu, Perú og Bolivíu, þó fleiri staðir í heim­inum séu einnig þar und­ir. Alls staðar er mikil aukn­ing milli ára, og þrátt fyrir að fjár­munir hafi verið settir í hert­ara landamæra­eft­ir­lit í Banda­ríkj­un­um, vopn­aða bar­áttu við fíknefna­bar­óna og lög­reglu­að­gerðir af ýmsum toga, þá hefur lít­ill sem eng­inn árangur náðst. Þvert á móti hafa vanda­málin dýpkað mikið og svarta hag­kerfið stækk­að. 

Meðferðir standa fíklum alltof sjaldan til boða. Mynd: UNODC.

Enda­stöð stríðs­ins?

Í júní 1971 lýsti Repúblikan­inn Ric­hard W. Nixon, þáver­andi for­seti Banda­ríkj­anna, yfir stríði gegn fíkni­efn­um, og greip til ýmissa aðgerða í því, sem síðan áttu eftir að móta það hvernig yfir­völd í Banda­ríkj­unum hafa nálg­ast bar­átt­una gegn fíkni­efn­um.

Aukin harka lög­reglu, skipu­lagðar aðgerðir með öðrum þjóð­um, ekki síst í Suð­ur­-Am­er­íku, og þyngri dómar í fíknefna­mál­um, var eitt­hvað sem fylgdi þess­ari stefnu­mörk­un. Gríð­ar­lega hröð fjölgun fanga liggur ekki síst í þessum aðgerðum gegn fíkni­efna­tengdum glæp­um, því stór hluti þeirra 2,5 millj­óna sem eru í banda­rískum fang­elsum er þar inni vegna dóma fyrir slíka glæpi.

Ekk­ert þróað ríkið í heim­inum er neitt nálægt því að vera með svo hátt hlut­fall borg­ara í fang­elsi. Til sam­an­burðar þá er Þýska­land með 78 fanga á hverja 100 þús­und íbúa en Banda­ríkin rúm­lega 700.

Ára­tuga­bar­átta hefur litlum sem engum árangri skil­að, öðrum en þeim að upp­lýs­inga­söfnun er orðin ein­fald­ari og betri nú en áður, og þar með kort­lagn­ing á hinu risa­vaxna svarta hag­kerfi. En það blómstrar sem aldrei fyrr, með skelfi­legum afleið­ingum og ótíma­bærum dauðs­föll­um.

Í fyrr­nefndri skýrslu UNODC, sem byggir á frum­gögnum frá aðild­ar­ríkjum Sam­einu þjóð­anna, má til dæmis greina nákvæm­lega hvar fíkni­efna­fram­leiðsla fer fram og hvaða leiðir efnir fara inn á markað og að end­ingu til neyt­enda, þar af stóru leyti til fíkla.

En hvers vegna er þá ekki fram­leiðsl­unni eytt? Kóka­ín­fram­leiðslan í Kól­umbíu eyðilögð og ópíum­svæði í Afganistan her­numin og fram­leiðsla stöðv­uð? 

Þetta er ekki alveg svo ein­falt, svo ekki sé meira sagt.

Reynslan sýnir að því meiri hörku og krafti sem beitt er gegn skipu­lagðri fram­leiðslu þess­ara „grunn“ efna fíkni­efna­hag­kerf­is­ins, því meiri verður fram­leiðslan á verk­smiðju­fram­leiddum efn­um. Þá eykst einnig eft­ir­spurn eftir lækna­dóp­inu, en í mörgum til­vikum eru það miklu sterk­ari og hættu­legri efni fyrir fíkla. 

Þetta er raunar talin vera ein ástæða þess að vanda­málin hafa stig­magn­ast í Banda­ríkj­unum á und­an­förnum árum. Svarta hag­kerfið hefur orðið erf­ið­ara við­fangs, skipu­lögð glæp­a­starf­semi hefur náð enn betri tökum á fíkni­efna­mark­aðnum og gert yfir­völdum - og fólki vita­skuld - erf­ið­ara fyr­ir.

Tíma­mót

Í inn­gangi að skýrslu UNODC segir að það séu tölu­verð tíma­mót fyrir aðild­ar­þjóðir Sam­ein­uðu þjóð­anna, að hafa sam­mæl­ast um að nú sé þörf á breyttum aðferð­um. Þar er helst horft til þess að byrja á öfugum enda, sé mið tekið af stríð­inu gegn fíkni­efn­um. Það er að hjálpa fíklum, hlúa að þeim með betri heil­brigð­is­þjón­ustu og reyna að stuðla að enn betri upp­lýs­inga­flæði milli ríkja um hvað er að virka vel og hvað illa.Þrátt fyrir lít­inn árangur og vax­andi útbreiðslu fíkni­efna þá telur UNODC að til­efni sé til bjart­sýni. „Í þessi skýrslu er sér­stak­lega dregið fram að þörf sé á því að efla for­varnir og þjón­ustu við fíkla,“ segir Yuri Fedotov, fram­kvæmda­stjóri UNODC, í inn­gang­in­um.

Nancy McCall­um, móðir Layne Staley, sagði í ræðu sinni á fund­inum þar sem minn­ingu Layne Staley var haldið á lofti, að dauðs­föll fíkla væru alvar­leg­asti vandi Banda­ríkj­anna um þessar mund­ir. Sviðin jörð dauð­ans blasir við hvert sem litið er. Það þyrfti að breyta um aðferðir og hjálpa fíklum með áhrifa­meiri hætti.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum
Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif
Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Á meðal þeirra geira sem þurfa á mörgum starfsmönnum að halda er byggingageirinn.
18 þúsund störf töpuðust í faraldrinum en 16.700 ný hafa orðið til
Seðlabankinn segir óvíst að hve miklu leyti ráðningarsamböndum sem byggjast á ráðningarstyrkjum verði viðhaldið, en þeir renna flestir út nú undir lok árs. Kannanir bendi þó til þess að störfum muni halda áfram að fjölga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneyti og þjóðarleikvangar færast til
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar