Ástralir segja já við hjónaböndum samkynhneigðra - Skýr skilaboð

Afgerandi niðurstaða í atkvæðagreiðslu í Ástralíu um það hvort lögleiða eigi hjónaband samkynhneigðra liggur nú fyrir. 61,6% kusu JÁ. Kjarninn náði tali af ástralska uppistandaranum Jonathan Duffy og ræddi þessa sögulegu útkomu.

Fögnuður á götum Melbourne - Hjónaband samkynhneigðra samþykkt í atkvæðagreiðslu
Fögnuður á götum Melbourne - Hjónaband samkynhneigðra samþykkt í atkvæðagreiðslu
Auglýsing

Fólk af sama kyni mun fá að ganga í hjóna­band í Ástr­alíu nú þegar nið­ur­stöður atkvæða­greiðslu liggja fyr­ir. 61,6 pró­sent kjós­enda voru fylgj­andi laga­breyt­ingu sem leyfir hjóna­band sam­kyn­hneigðra og hefur for­sæt­is­ráð­herra Ástr­al­íu, Malcolm Turn­bull, lofað því að frum­varpið verði orðið að lögum fyrir næstu jól. 

Kjör­sókn var 79,5 pró­sent og voru nið­ur­stöður kunn­gerðar mið­viku­dag­inn 15. nóv­em­ber. 7.817.247 manns kusu með breyt­ingu á lögum og 4.873.987 á mót­i. 

Ljóst þykir að þessar ótví­ræðu nið­ur­stöður séu sögu­legar í land­inu og var kosn­inga­bar­áttan heldur hrotta­fengin á köfl­um. For­sæt­is­ráð­herr­ann sagði á blaða­manna­fundi að fólkið hefði gefið ótví­ræð skila­boð og að þingið verði nú að verða við óskum þess og fylgja lög­unum eft­ir. 

Auglýsing

“Þeir sögðu já við sann­girni, já við skuld­bind­ingu, já við ást. Og nú er komið að okkur á þing­inu að halda áfram með starfið sem ástr­alska fólkið bað okkur um að sinna og ljúka þessu,“ sagði Turn­bull og árétt­aði að lögin verði komin í gildi fyrir jól­in. Þetta segir í frétt The Guar­dian

JÁ í öllum fylkjum

Jon­athan Duf­fy, ástr­alskur grínisti og uppi­stand­ari sem venju­lega er kall­aður Jono, hefur verið búsettur á Íslandi í rúm tvö ár. Hann segir í sam­tali við Kjarn­ann að þessar nið­ur­stöður komi honum á óvart en samt ekki. „Það er ekki gott að segja, við erum öll í okkar Face­book-kreðs­um. Þegar ég er á net­inu þá sé ég að allir styðja breyt­ing­una en það er einmitt það sem gerð­ist þegar fólk nennti ekki að kjósa í for­seta­kosn­ing­unum í Banda­ríkj­un­um,“ segir hann. 

Jonathan Duffy Mynd: Hafsteinn Viðar Ársælsson

Hann bendir á að auð­velt sé að halda að kosn­inga­úr­slit verði þér í hag vegna þess að allir í kringum þig hugsi á svip­aðan hátt og þú og algrímið hjá Face­book haldi því þannig. Hann segir að hann hafi ekki verið sér­stak­lega bjart­sýnn vegna þess­ara ástæðna en jafn­framt sé 62 pró­sent mik­ill sig­ur. Ekk­ert fylki kaus nei, ekki einu sinni Queens­land, fylkið sem hann fædd­ist í, þar sem að hans sögn er mikið um for­dóma gagn­vart sam­kyn­hneigð­u­m. 

For­dómar munu lík­leg­ast minnka

Nið­ur­stöð­urnar skipta gríð­ar­lega miklu máli fyrir sam­fé­lag sam­kyn­hneigðra í Ástr­alíu og segir Jono að þær séu skýr skila­boð um óskir fólks varð­andi hjóna­bönd sam­kyn­hneigðra. Stjórn­mála­menn hafi hér áður fyrr notað vilja almenn­ings sem afsökun fyrir því að gera engar breyt­ingar þrátt fyrir að skoð­ana­kann­anir hafi sagt aðra sögu. Hann bendir á að þó ástr­alska þjóðin sé ekki trú­hneigð þá hafi trú verið dregin inn í umræð­una. 

„Það sem er mik­il­vægt fyrir sam­kyn­hneigða í Ástr­alíu nú um mundir er að for­dómar munu lík­leg­ast minnka til muna. Þegar ríki mis­munar hópi fólks þá er ekki við öðru að búast en að borg­arar þess geri það lík­a,“ segir hann og bætir við að í nán­ast öllum þeim löndum sem hjóna­bönd sam­kyn­hneigðra hafi verið lög­leidd hafi for­dómar minnk­að. 

Áhyggjur hans lýsa sér í því að nið­ur­stöð­urnar eru ekki bind­andi og þess vegna sé þetta ekki komið algjör­lega í gegn. Stjórn­völd gætu farið þá leið að hunsa atkvæða­greiðsl­una en þau hafi þó gefið út yfir­lýs­ingu þess efnis að þau muni fram­fylgja henni fyrir jól­in. 

Bjóst aldrei við að upp­lifa þennan dag

Jono hefur ferð­ast mikið í gegnum tíð­ina og síð­ustu tvö ár búið á Íslandi. Hann segir að það sem hafi komið honum mest á óvart á ferða­lögum sínum sé mun­ur­inn á því ann­ars vegar hvernig fólk heldur að sam­fé­lagið í Ástr­alíu sé og hins vegar hvernig það er í raun­veru­leik­an­um. 

„Fólk hér á Íslandi er iðu­lega slegið yfir því að hjóna­bönd sam­kyn­hneigðra séu ekki leyfð og að miklir for­dómar grass­eri í Ástr­al­íu. Ef ég á að vera alveg hrein­skil­inn þá hélt ég þegar ég var að alast upp að ég myndi aldrei sjá hjóna­band sam­kyn­hneigðra verða að veru­leika á minni lífs­tíð. Sam­kyn­hneigð var ennþá ólög­leg þá en það eiga sam­kyn­hneigðir menn á Íslandi erfitt með að ímynda sér,“ segir hann. 

Ógnað í æsku fyrir að vera hommi

„Að alast upp sam­kyn­hneigður var ógn­vekj­andi fyrir mig. Ég var lam­inn og mér ógnað alla mína æsku og einnig á full­orð­ins­aldri ein­ungis fyrir það að vera sam­kyn­hneigð­ur,“ segir hann. Slíkir atburðir ger­ist ennþá í heima­landi hans og segir Jono að lítið sé rætt um þetta ofbeldi. Vegna þessa sé til­hneig­ing hjá sam­kyn­hneigðum að hópa sig saman og búa jafn­vel í afmörk­uðum hverf­um. Skjól sé að finna í fjöld­an­um. 

„Raun­veru­leik­inn er sá að landið er mun íhaldsam­ara en fólk gerir sér grein fyr­ir. Þetta er ein­kenni­legt í sam­fé­lagi þar sem reynslan af fjöl­menn­ingu er ein sú besta í heim­in­um,“ bætir hann við. Til að styðja þessa full­yrð­ingu bendir hann á að ekk­ert opin­bert tungu­mál sé í Ástr­alíu þrátt fyrir að auð­vitað tali allir ensku en að almennt sé við­ur­kennt að flestir komi ein­hvers staðar að.  

Fólk fagnar „já-inu“ í Melbourne. Mynd: EPA

Jono telur að við­horf til sam­kyn­hneigðra muni breyt­ast til muna eftir nið­ur­stöður atkvæða­greiðsl­unn­ar. „Vegna jafn­réttis til hjóna­bands munu heilu kyn­slóð­irnar vaxa úr grasi vit­andi það að sam­kyn­hneigðir séu venju­legt fólk. Eftir smá tíma verður þetta ekki einu sinni eitt­hvað sem fólk pælir í, heldur bara hluti af líf­in­u,“ segir hann. 

Árásir og skemmd­ar­verk áber­andi und­an­farna mán­uði

Hann telur mik­il­vægt að hampa stjórn­völdum ekki um of. Árið 2010 hafi sama rík­is­stjórn gert breyt­ingar á lögum um hjóna­band í Ástr­alíu á tíu dögum án þess að ráð­færa sig við almenn­ing. Í þeim lögum var áfram­hald­andi órétt­læti gagn­vart sam­kyn­hneigðum haldið á lofti. Stjórn­völd hafi þá eytt gríð­ar­legum fjár­munum í að gera könnun á við­horfi almenn­ings þrátt fyrir að vita fyr­ir­fram nið­ur­stöð­una. Á þessum tíma hafi „nei-her­ferð­in“ verið und­ir­lögð af hatri og níði gagn­vart sam­kyn­hneigðum þar sem ásak­anir voru á lofti um að það fólk væri barn­a­níð­ingar og fleira í þeim dúr. 

„Árásir og skemmd­ar­verk hafa verið áber­andi í land­inu síð­ustu mán­uði og mér hefur reynst þung­bært að fylgj­ast með því,“ segir Jono. Hann telur að hjá þessu hefði verið hægt að kom­ast með því að gera þessar breyt­ingar á lög­unum án atkvæða­greiðslu þar sem breyt­ing­arnar varða ekki einu sinni meiri­hluta kjós­enda. Hjóna­bönd ein­stak­linga eru jú þeirra eigið mál. 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar