Ásgeir þekktist ekki boð um að ræða við þingnefnd um völd hagsmunahópa

Þingmaður Vinstri grænna segir seðlabankastjóra ekki hafa þegið boð um að mæta og ræða orð sín um áhrif hagsmunahópa í íslensku samfélagi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri taldi sig ekki rétta manninn til þess að koma á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að ræða áhrif hagsmunahópa, en orð hans í nýlegu viðtali við Stundina hafa vakið mikla athygli.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri taldi sig ekki rétta manninn til þess að koma á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að ræða áhrif hagsmunahópa, en orð hans í nýlegu viðtali við Stundina hafa vakið mikla athygli.
Auglýsing

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri telur sig ekki rétta aðilann til þess að koma á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis til þess að ræða áhrif hagsmunahópa í íslensku samfélagi. Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna segir frá því, í færslu á Facebook, að seðlabankastjóri hafi ekki þegið boð hans um að mæta á fund nefndarinnar til þess að ræða ummæli Ásgeirs í umtöluðu viðtali við Stundina.

„Mér finnst þetta mikilvæg umræða og tel að við eigum að taka allar ábendingar um þetta alvarlega. Best er ef við getum rætt þetta konkret, hvaða hagsmunahópar eru það sem við teljum að ráði, hafi óeðlileg áhrif, hvað er hægt að gera í því,“ skrifar þingmaðurinn í færslu sinni.

Hann bætir því við að hann hafi fengið leyfi frá Ásgeiri til þess að birta hluta af því svari sem kom frá Seðlabankanum varðandi viðtal við seðlabankastjóra í Stundinni, því honum þyki „mikilvægt að umræðan sé markviss og við séum öll að tala um sama hlutinn.“

Í viðtalinu við Stundina sagðist seðlabankastjóri vera undir það búinn að geta lent upp á kant við hagsmunaaðila á Íslandi í starfi sínu. „Ég er ekki hallur undir neinn flokk, og sjálfstæði bankans skiptir mig miklu máli og um leið og bankinn verður í vegi fyrir hagsmunum einhverra aðila þá munum við verða fyrir aðkasti. Ég er alveg viðbúinn fyrir það. Seðlabankinn þarf að geta varið sig og komið fram sínum skoðunum. Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá,“ sagði Ásgeir við Stundina.

Allskonar hagsmunahópar fyrirferðamiklir

Í svari frá Seðlabankanum, sem Kolbeinn birti að hluta í Facebook-færslu sinni, segir: „Efni viðtalsins beindist einkum að því að vekja athygli á að margvíslegir hagsmunahópar eru fyrirferðarmiklir í íslensku þjóðlífi og hafa áhrif á stefnumótun, stefnu og löggjöf, til að mynda hagsmunasamtök launþega, vinnuveitenda, atvinnurekenda, lífeyrissjóðir og fleiri.“

Auglýsing

Kolbeinn segir að hann telji mikilvægt að þessi mál séu rædd, hagsmunahópar séu ýmis konar eins og Seðlabankinn bendi á í svari sínu. Hann hyggi þó að mörg okkar vilji að þeir hafi sín áhrif.

Kolbeinn Óttarsson Proppé og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Mynd: Bára Huld Beck.

„Kannski er fólk heldur ekki alltaf sama sinnis um hvort allir hóparnir eigi að hafa sömu áhrif; telja þau sem vilja áhrif hagsmunasamtaka launþega sem mest að vinnuveitendur eigi að hafa sömu áhrif? Upphrópanalaus umræða er alltaf best og því þakka ég Seðlabankastjóra fyrir hans innlegg,“ skrifar Kolbeinn.

Ummæli seðlabankastjórans hafa verið til mikillar umræðu í samfélaginu undanfarna viku. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði, í umræðum á þingi á mánudag, að áhugavert væri að fá frekari skýringar á ummælum seðlabankastjóra.

„Hefði ég verið blaðamaður hefði ég beðið seðlabankastjórann um dæmi, ég verð nú að viðurkenna að ég hefði kosið að hann færi yfir það hvað hann nákvæmlega ætti við með þessu,“ sagði Katrín meðal annars í þinginu í svari við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur formanns Viðreisnar um orð seðlabankastjóra.

Þorgerður Katrín sagði að ríkisstjórninni hefði „algerlega mistekist í því að koma í veg fyrir að hagsmunahópar ráði hér svo miklu“ og að það mætti segja „að ríkisstjórnin hafi að vissu leyti veitt þessum hagsmunahópum skjól.“

Því var forsætisráðherra alls ekki sammála og vísaði til þess að hún hefði beitt sér fyrir því að draga samskipti hagsmunavarða við framkvæmdavaldið „upp á yfirborðið“ með nýlega samþykktum lögum um varnir gegn hagsmunaárekstrum.

Vald hagsmunahópa Ég óskaði eftir því að Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri kæmi á opinn fund stjórnskipunar- og...

Posted by Kolbeinn Óttarsson Proppé on Thursday, April 29, 2021

Athugasemd ritstjórnar: Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að Kolbeinn hefði eignað seðlabankastjóra svar sem honum barst frá Seðlabankanum. Ómögulegt var að lesa annað út úr færslu þingmannsins, sem var síðar breytt. Þingmaðurinn ætlaði sér ekki að eigna svar Seðlabankans seðlabankastjóra sjálfum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent