Ásgeir þekktist ekki boð um að ræða við þingnefnd um völd hagsmunahópa

Þingmaður Vinstri grænna segir seðlabankastjóra ekki hafa þegið boð um að mæta og ræða orð sín um áhrif hagsmunahópa í íslensku samfélagi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri taldi sig ekki rétta manninn til þess að koma á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að ræða áhrif hagsmunahópa, en orð hans í nýlegu viðtali við Stundina hafa vakið mikla athygli.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri taldi sig ekki rétta manninn til þess að koma á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að ræða áhrif hagsmunahópa, en orð hans í nýlegu viðtali við Stundina hafa vakið mikla athygli.
Auglýsing

Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri telur sig ekki rétta aðil­ann til þess að koma á fund stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar Alþingis til þess að ræða áhrif hags­muna­hópa í íslensku sam­fé­lagi. Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé þing­maður Vinstri grænna segir frá því, í færslu á Face­book, að seðla­banka­stjóri hafi ekki þegið boð hans um að mæta á fund nefnd­ar­innar til þess að ræða ummæli Ásgeirs í umtöl­uðu við­tali við Stund­ina.

„Mér finnst þetta mik­il­væg umræða og tel að við eigum að taka allar ábend­ingar um þetta alvar­lega. Best er ef við getum rætt þetta kon­kret, hvaða hags­muna­hópar eru það sem við teljum að ráði, hafi óeðli­leg áhrif, hvað er hægt að gera í því,“ skrifar þing­mað­ur­inn í færslu sinn­i.

Hann bætir því við að hann hafi fengið leyfi frá Ásgeiri til þess að birta hluta af því svari sem kom frá Seðla­bank­anum varð­andi við­tal við seðla­banka­stjóra í Stund­inni, því honum þyki „mik­il­vægt að umræðan sé mark­viss og við séum öll að tala um sama hlut­inn.“

Í við­tal­inu við Stund­ina sagð­ist seðla­banka­stjóri vera undir það búinn að geta lent upp á kant við hags­muna­að­ila á Íslandi í starfi sínu. „Ég er ekki hallur undir neinn flokk, og sjálf­stæði bank­ans skiptir mig miklu máli og um leið og bank­inn verður í vegi fyrir hags­munum ein­hverra aðila þá munum við verða fyrir aðkasti. Ég er alveg við­bú­inn fyrir það. Seðla­bank­inn þarf að geta varið sig og komið fram sínum skoð­un­um. Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hags­muna­hópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá,“ sagði Ásgeir við Stund­ina.

Alls­konar hags­muna­hópar fyr­ir­ferða­miklir

Í svari frá Seðla­bank­an­um, sem Kol­beinn birti að hluta í Face­book-­færslu sinni, seg­ir: „Efni við­tals­ins beind­ist einkum að því að vekja athygli á að marg­vís­legir hags­muna­hópar eru fyr­ir­ferð­ar­miklir í íslensku þjóð­lífi og hafa áhrif á stefnu­mót­un, stefnu og lög­gjöf, til að mynda hags­muna­sam­tök laun­þega, vinnu­veit­enda, atvinnu­rek­enda, líf­eyr­is­sjóðir og fleiri.“

Auglýsing

Kol­beinn segir að hann telji mik­il­vægt að þessi mál séu rædd, hags­muna­hópar séu ýmis konar eins og Seðla­bank­inn bendi á í svari sínu. Hann hyggi þó að mörg okkar vilji að þeir hafi sín áhrif.

Kolbeinn Óttarsson Proppé og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Mynd: Bára Huld Beck.

„Kannski er fólk heldur ekki alltaf sama sinnis um hvort allir hóp­arnir eigi að hafa sömu áhrif; telja þau sem vilja áhrif hags­muna­sam­taka laun­þega sem mest að vinnu­veit­endur eigi að hafa sömu áhrif? Upp­hrópana­laus umræða er alltaf best og því þakka ég Seðla­banka­stjóra fyrir hans inn­legg,“ skrifar Kol­beinn.

Ummæli seðla­banka­stjór­ans hafa verið til mik­illar umræðu í sam­fé­lag­inu und­an­farna viku. Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sagði, í umræðum á þingi á mánu­dag, að áhuga­vert væri að fá frek­ari skýr­ingar á ummælum seðla­banka­stjóra.

„Hefði ég verið blaða­maður hefði ég beðið seðla­banka­stjór­ann um dæmi, ég verð nú að við­ur­kenna að ég hefði kosið að hann færi yfir það hvað hann nákvæm­lega ætti við með þessu,“ sagði Katrín meðal ann­ars í þing­inu í svari við fyr­ir­spurn Þor­gerðar Katrínar Gunn­ars­dóttur for­manns Við­reisnar um orð seðla­banka­stjóra.

Þor­gerður Katrín sagði að rík­is­stjórn­inni hefði „al­ger­lega mis­tek­ist í því að koma í veg fyrir að hags­muna­hópar ráði hér svo miklu“ og að það mætti segja „að rík­is­stjórnin hafi að vissu leyti veitt þessum hags­muna­hópum skjól.“

Því var for­sæt­is­ráð­herra alls ekki sam­mála og vís­aði til þess að hún hefði beitt sér fyrir því að draga sam­skipti hags­muna­varða við fram­kvæmda­valdið „upp á yfir­borð­ið“ með nýlega sam­þykktum lögum um varnir gegn hags­muna­á­rekstr­um.

Vald hags­muna­hópa Ég óskaði eftir því að Ásgeir Jóns­son Seðla­banka­stjóri kæmi á opinn fund stjórn­skip­un­ar- og...

Posted by Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé on Thurs­day, April 29, 2021

Athuga­semd rit­stjórn­ar: Í fyrri útgáfu frétt­ar­innar sagði að Kol­beinn hefði eignað seðla­banka­stjóra svar sem honum barst frá Seðla­bank­an­um. Ómögu­legt var að lesa annað út úr færslu þing­manns­ins, sem var síðar breytt. Þing­mað­ur­inn ætl­aði sér ekki að eigna svar Seðla­bank­ans seðla­banka­stjóra sjálf­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent