Reykjavíkurborg ætlaði að hagnast um 11,9 milljarða en tapaði á endanum 2,8 milljörðum

Heimsfaraldur kórónuveiru hafði veruleg áhrif á rekstrarniðurstöðu Reykjavíkurborgar í fyrra. Sá hluti rekstrarins sem er fjármagnaður með skatttekjum skilaði 5,8 milljarða króna tapi. Eignir höfuðborgarinnar uxu þó meira en skuldir hennar.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Auglýsing

Sá hluti rekstrar Reykja­vík­ur­borgar sem fjár­magn­aður er með skatt­tekj­um, svo­kall­aður A-hluti, skil­aði 5,8 millj­arða króna tapi í fyrra. 

Áætlun hafði gert ráð fyrir því að afkoma af rekstri hans yrði jákvæð um 1,5 millj­arða króna. Því var afkoma A-hlut­ans 7,3 millj­örðum króna undir áætl­un. 

Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Reykja­vík­ur­borgar sem lagður var fyrir borg­ar­ráð í dag. 

Í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands vegna þessa segir að rekstr­ar­nið­ur­staða A-hlut­ans skýrist einkum af áhrifum heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru. Sala bygg­ing­ar­réttar var ofá­ætluð um 3,2 millj­arða króna, skatt­tekjur voru 2,7 millj­örðum króna undir áætl­un, launa­kostn­aður var 1,7 millj­arði króna yfir áætlun og annar ósund­ur­lið­aður rekstr­ar­kostn­aður var tæp­lega 1,2 millj­örðum króna yfir áætl­un. 

Sam­dráttur í tekjum hjá fyr­ir­tækjum í eigu borg­ar­innar

Hinn hlut­inn í rekstri borg­ar­inn­ar, B-hlut­inn, nær yfir afkomu þeirra fyr­ir­tækja sem borgin á að öllu leyti eða að hluta. Fyr­ir­tækin sem telj­­ast til B-hlut­ans eru Orku­veita Reykja­vík­­­ur, Faxa­fló­a­hafnir sf., Félags­­­bú­­staðir hf., Íþrótta- og sýn­inga­höllin hf., Mal­bik­un­­ar­­stöðin Höfði hf., Slökkvi­lið höf­uð­­borg­­ar­­­svæð­is­ins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Afl­vaka hf og Þjóð­ar­leik­vangs ehf.

Auglýsing
Rekstur þess hluta var líka tölu­vert undir áætlun í fyrra, en hann var þó jákvæður um alls þrjá millj­arða króna. Sömu skýr­ingar eru gefnar á þeirri stöðu, áhrif far­ald­urs­ins höfðu nei­kvæð áhrif á til dæmis tekjur Faxa­flóa­hafna, Strætó bs og Sorpu. Þá hafði veik­ing krón­unnar umtals­verð áhrif á erlend lán Orku­veit­u. 

Sam­an­lagt nam því tap A- og B-hluta Reykja­vík­ur­borgar alls 2,8 millj­örðum króna í fyrra. Áætlun hafði gert ráð fyrir hagn­aði upp á 11,9 millj­arða króna. Því nemur við­snún­ing­ur­inn frá áætlun að veru­leika alls 14,7 millj­örðum króna.

Eignir sam­stæð­unnar voru metnar á 730,4 millj­arða króna í lok síð­ast árs og hækk­uðu um 41,5 millj­arða króna í fyrra. Skuldir hækk­uðu að sama skapi um 40,9 millj­arða króna og stóðu í 385,8 millj­örðum króna um ára­mót. Eig­in­fjár­hlut­fall Reykja­vík­ur­borgar er nú 47,2 pró­sent en var 49,9 pró­sent í lok árs 2019.

Var líka undir áætlun 2019

Afkoma borg­ar­innar var líka tölu­vert frá áætl­unum árið 2019, áður en að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á. á var A-hlut­inn rek­inn með tæp­lega 1,4 millj­arða króna hagn­aði en áætlun hafði gert ráð fyrir hagn­aði upp á 3,6 millj­arða króna. Því var afkoma A-hlut­ans þá um 2,2 millj­örðum króna undir áætl­un. 

Meiri bók­færður hagn­aður var af rekstri B-hlut­ans en áætl­anir gerðu ráð fyrir árið 2019. Þar skiptir mestu að mats­breyt­ingar fjár­fest­inga­eigna Félags­bú­staða skil­uðu 3,5 millj­örðum króna hærri tekju­færslu en fjár­hags­á­ætlun hafði reiknað með. 

Þetta skil­aði því að sam­an­lögð rekstr­ar­nið­ur­staða borg­ar­innar var 792 millj­ónum krónum lak­ari en í fjár­hags­á­ætlun sem gerð hafði verið fyrir árið 2019, eða 11,2 millj­arðar króna. 

Einn bendir á græna plan­ið, hinn á skulda­söfnun

Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, segir í til­kynn­ingu að Reykja­vík­ur­borg hafi sett fram öfl­uga end­ur­reisn­ar­á­ætl­un, Græna plan­ið, til að mæta sam­drætt­inum vegna COVID-19. „Það er okkar leið til að snúa vörn í sókn. Borgin stendur sem betur fer vel að vígi til að glíma við efna­hag­skrepp­una en óvissan er engu að síður tölu­verð. Við sjáum nú von­andi fram á bjart­ari tíma og að hjólin fari að snú­ast af fullum kraft­i.“ 

Ey­þór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, ein­blínir á skulda­söfnun í til­kynn­ingu sem hann hefur sent frá sér vegna upp­gjörs­ins, en flokkur hans er langstærstur þeirra sem mynda minni­hluta í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur. „Enn er bætt í skuld­setn­ing­una og engin til­raun gerð til að ná jafn­vægi í rekstri. Á sama tíma og fyr­ir­tækin í borg­inni eru í vanda hefur borgin stækkað báknið gríð­ar­lega enda eru tekin lán fyrir rekstri borg­ar­innar og fjár­fest­ing­um. Reykja­vík­ur­borg er með skatta í botni og glímir því ekki við tekju­vanda, enda hafa allir helstu tekju­liðir hennar hækkað um því sem nemur heilum sex millj­örðum á síð­asta ári þrátt fyrir dýpstu kreppu lýð­veld­is­sög­unn­ar. Vandi borg­ar­innar er því fyrst og fremst útgjalda­vandi en því miður sér ekki fyrir end­ann á honum í áætl­unum borg­ar­stjóra. Vand­inn er sá að meiri­hluta­flokk­arnir stuðl­uðu að skulda­söfnun borg­ar­innar í mesta tekju­góð­æri Íslands­sög­unnar en hirtu ekki um að hag­ræða þrátt fyrir fyr­ir­heit um annað í meiri­hluta­sátt­mál­an­um. Borg­ar­full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks­ins reyndu ítrekað að benda á þá stað­reynd þegar borgin var í miklum færum til þess að greiða niður skuldir en á það var ekki hlust­að.“

Hann vill fjölga hag­stæðum lóðum í útjaðri borg­ar­inn­ar, selja Mal­bik­un­ar­stöð­ina Höfða og ráð­ast í það sem hann kallar nútíma­væð­ingu í rekstri borg­ar­innar til að snúa stöð­unni við.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent