Reykjavíkurborg ætlaði að hagnast um 11,9 milljarða en tapaði á endanum 2,8 milljörðum

Heimsfaraldur kórónuveiru hafði veruleg áhrif á rekstrarniðurstöðu Reykjavíkurborgar í fyrra. Sá hluti rekstrarins sem er fjármagnaður með skatttekjum skilaði 5,8 milljarða króna tapi. Eignir höfuðborgarinnar uxu þó meira en skuldir hennar.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Auglýsing

Sá hluti rekstrar Reykja­vík­ur­borgar sem fjár­magn­aður er með skatt­tekj­um, svo­kall­aður A-hluti, skil­aði 5,8 millj­arða króna tapi í fyrra. 

Áætlun hafði gert ráð fyrir því að afkoma af rekstri hans yrði jákvæð um 1,5 millj­arða króna. Því var afkoma A-hlut­ans 7,3 millj­örðum króna undir áætl­un. 

Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Reykja­vík­ur­borgar sem lagður var fyrir borg­ar­ráð í dag. 

Í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands vegna þessa segir að rekstr­ar­nið­ur­staða A-hlut­ans skýrist einkum af áhrifum heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru. Sala bygg­ing­ar­réttar var ofá­ætluð um 3,2 millj­arða króna, skatt­tekjur voru 2,7 millj­örðum króna undir áætl­un, launa­kostn­aður var 1,7 millj­arði króna yfir áætlun og annar ósund­ur­lið­aður rekstr­ar­kostn­aður var tæp­lega 1,2 millj­örðum króna yfir áætl­un. 

Sam­dráttur í tekjum hjá fyr­ir­tækjum í eigu borg­ar­innar

Hinn hlut­inn í rekstri borg­ar­inn­ar, B-hlut­inn, nær yfir afkomu þeirra fyr­ir­tækja sem borgin á að öllu leyti eða að hluta. Fyr­ir­tækin sem telj­­ast til B-hlut­ans eru Orku­veita Reykja­vík­­­ur, Faxa­fló­a­hafnir sf., Félags­­­bú­­staðir hf., Íþrótta- og sýn­inga­höllin hf., Mal­bik­un­­ar­­stöðin Höfði hf., Slökkvi­lið höf­uð­­borg­­ar­­­svæð­is­ins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Afl­vaka hf og Þjóð­ar­leik­vangs ehf.

Auglýsing
Rekstur þess hluta var líka tölu­vert undir áætlun í fyrra, en hann var þó jákvæður um alls þrjá millj­arða króna. Sömu skýr­ingar eru gefnar á þeirri stöðu, áhrif far­ald­urs­ins höfðu nei­kvæð áhrif á til dæmis tekjur Faxa­flóa­hafna, Strætó bs og Sorpu. Þá hafði veik­ing krón­unnar umtals­verð áhrif á erlend lán Orku­veit­u. 

Sam­an­lagt nam því tap A- og B-hluta Reykja­vík­ur­borgar alls 2,8 millj­örðum króna í fyrra. Áætlun hafði gert ráð fyrir hagn­aði upp á 11,9 millj­arða króna. Því nemur við­snún­ing­ur­inn frá áætlun að veru­leika alls 14,7 millj­örðum króna.

Eignir sam­stæð­unnar voru metnar á 730,4 millj­arða króna í lok síð­ast árs og hækk­uðu um 41,5 millj­arða króna í fyrra. Skuldir hækk­uðu að sama skapi um 40,9 millj­arða króna og stóðu í 385,8 millj­örðum króna um ára­mót. Eig­in­fjár­hlut­fall Reykja­vík­ur­borgar er nú 47,2 pró­sent en var 49,9 pró­sent í lok árs 2019.

Var líka undir áætlun 2019

Afkoma borg­ar­innar var líka tölu­vert frá áætl­unum árið 2019, áður en að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á. á var A-hlut­inn rek­inn með tæp­lega 1,4 millj­arða króna hagn­aði en áætlun hafði gert ráð fyrir hagn­aði upp á 3,6 millj­arða króna. Því var afkoma A-hlut­ans þá um 2,2 millj­örðum króna undir áætl­un. 

Meiri bók­færður hagn­aður var af rekstri B-hlut­ans en áætl­anir gerðu ráð fyrir árið 2019. Þar skiptir mestu að mats­breyt­ingar fjár­fest­inga­eigna Félags­bú­staða skil­uðu 3,5 millj­örðum króna hærri tekju­færslu en fjár­hags­á­ætlun hafði reiknað með. 

Þetta skil­aði því að sam­an­lögð rekstr­ar­nið­ur­staða borg­ar­innar var 792 millj­ónum krónum lak­ari en í fjár­hags­á­ætlun sem gerð hafði verið fyrir árið 2019, eða 11,2 millj­arðar króna. 

Einn bendir á græna plan­ið, hinn á skulda­söfnun

Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, segir í til­kynn­ingu að Reykja­vík­ur­borg hafi sett fram öfl­uga end­ur­reisn­ar­á­ætl­un, Græna plan­ið, til að mæta sam­drætt­inum vegna COVID-19. „Það er okkar leið til að snúa vörn í sókn. Borgin stendur sem betur fer vel að vígi til að glíma við efna­hag­skrepp­una en óvissan er engu að síður tölu­verð. Við sjáum nú von­andi fram á bjart­ari tíma og að hjólin fari að snú­ast af fullum kraft­i.“ 

Ey­þór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, ein­blínir á skulda­söfnun í til­kynn­ingu sem hann hefur sent frá sér vegna upp­gjörs­ins, en flokkur hans er langstærstur þeirra sem mynda minni­hluta í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur. „Enn er bætt í skuld­setn­ing­una og engin til­raun gerð til að ná jafn­vægi í rekstri. Á sama tíma og fyr­ir­tækin í borg­inni eru í vanda hefur borgin stækkað báknið gríð­ar­lega enda eru tekin lán fyrir rekstri borg­ar­innar og fjár­fest­ing­um. Reykja­vík­ur­borg er með skatta í botni og glímir því ekki við tekju­vanda, enda hafa allir helstu tekju­liðir hennar hækkað um því sem nemur heilum sex millj­örðum á síð­asta ári þrátt fyrir dýpstu kreppu lýð­veld­is­sög­unn­ar. Vandi borg­ar­innar er því fyrst og fremst útgjalda­vandi en því miður sér ekki fyrir end­ann á honum í áætl­unum borg­ar­stjóra. Vand­inn er sá að meiri­hluta­flokk­arnir stuðl­uðu að skulda­söfnun borg­ar­innar í mesta tekju­góð­æri Íslands­sög­unnar en hirtu ekki um að hag­ræða þrátt fyrir fyr­ir­heit um annað í meiri­hluta­sátt­mál­an­um. Borg­ar­full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks­ins reyndu ítrekað að benda á þá stað­reynd þegar borgin var í miklum færum til þess að greiða niður skuldir en á það var ekki hlust­að.“

Hann vill fjölga hag­stæðum lóðum í útjaðri borg­ar­inn­ar, selja Mal­bik­un­ar­stöð­ina Höfða og ráð­ast í það sem hann kallar nútíma­væð­ingu í rekstri borg­ar­innar til að snúa stöð­unni við.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent