Fjögur stærstu ESB-ríkin hvetja til alheimsskatts á fyrirtæki

Fjármálaráðherrar fjögurra stærstu aðildarríkja Evrópusambandsins hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem mælt er með því að ríki heims komi sér saman um alþjóðlegan lágmarksskatt á fyrirtæki.

Frá fundi G7-ríkjanna í London í dag.
Frá fundi G7-ríkjanna í London í dag.
Auglýsing

Fjármálaráðherrar Þýskalands, Frakklands, Ítalíu og Spánar hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir hvetja til þess að alþjóðlegur skattur verði settur á fyrirtæki svo að koma megi í veg fyrir skattaundanskot.

Yfirlýsingin var birt á vef Guardian fyrr í dag, en samkvæmt henni hefur þörfin fyrir slíka skattlagningu aukist til muna þar sem ýmis alþjóðleg tæknifyrirtæki hafa hagnast töluvert á núverandi efnahagsþrengingum.

Auglýsing

Ráðherrarnir sögðu einnig að skattlagningin væri mikilvægt skref í að þróun skattlagningar, þar sem starfsemi fyrirtækja væri í auknum mæli að færast yfir á netið. Þá sögðu þeir líka að yfirstandandi kreppa hefði aukið ójöfnuð og að fyrirtækin þyrftu að leggja sitt af mörkum til að sporna gegn honum.

Í bréfinu voru undirboð í skattamálum einnig fordæmd, en samkvæmt ráðherrunum myndu þau einungis draga úr skatttekjum, jöfnuði og getu hins opinbera til að veita grunnþjónustu.

Ráðherrarnir, fyrir utan fjármálaráðherra Spánar, hitta kollega sína í Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada og Japan á fundi G7-ríkjanna í London í dag þar sem skattlagningin verður til umræðu. Í áðurnefndri yfirlýsingu stendur að alheimsskatturinn sé „innan seilingar,“ en samkvæmt umfjöllun Guardian um málið myndi samkomulag á fundinum í London verða mikilvægt skref í átt að stærra samkomulagi sem gæti náðst á fundi G20-ríkjanna á Ítalíu í næsta mánuði.

Kjarninn hefur áður fjallað um mögulegan alheimsskatt á fyrirtæki, en Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna sagði á fundi G20 ríkjanna fyrr í vor að Bandaríkin myndu ekki lengur vera griðarstaður fyrir netfyrirtæki sem væru á flótta undan skattlagningu.

Samkvæmt heimildum Guardian hefur Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, einnig færst nær hugmyndinni um alheimsskatt á síðustu dögum ef hægt yrði að auka skattlagningu á bandarískum tæknifyrirtækjum í Bretlandi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent