Yellen vill alþjóðlega fyrirtækjaskatta

Fjármálaráðherra Bandaríkjanna hefur verið að vinna að samningi um lágmarksskatt á fyrirtæki á heimsvísu í samvinnu við OECD. Samningurinn myndi ná til rúmlega 140 landa heimsins og gæti litið dagsins ljós í sumar.

Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Auglýsing

Janet Yellen, fjár­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, gæti náð sam­komu­lagi við Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ina (OECD) um samn­ing á milli rúm­lega 140 landa um lág­marks­skatt­heimtu á fyr­ir­tæki. Samn­ing­ur­inn gæti einnig inni­haldið breyt­ingu í skatt­lagn­ingu á net­fyr­ir­tækj­um, en ef samn­inga­við­ræður Yellen við OECD eru árang­urs­ríkar gæti hann verið til­bú­inn í sum­ar. Þetta kemur fram í frétt á vef Was­hington Post sem birt var í gær.

Tvær til­lögur frá OECD

Í frétt­inni segir að áætl­anir rík­is­stjórnar Banda­ríkj­anna um að hækka fyr­ir­tækja­skatta til að fjár­magna stækkun heil­brigð­is­kerf­is­ins og inn­viða­upp­bygg­ingu þar í landi hafa mætt nokk­urri gagn­rýni úr röðum repúblik­ana. Sam­kvæmt þeim myndi slík skatt­lagn­ing draga úr sam­keppn­is­hæfni banda­rískra fyr­ir­tækja og hvetja til þess að þau flyttu úr landi.

Yellen hefur mætt þeirri gagn­rýni með því að leita leiða til að búa til gólf á fyr­ir­tækja­skatta á heims­vísu, en með því myndi sam­keppn­is­hæfni Banda­ríkj­anna ekki skerð­ast jafn­mikið þótt skatt­lagn­ing á fyr­ir­tækjum jyk­ist.

Hún hefur nú staðið í samn­inga­við­ræðum við OECD, sem leiðir sam­eig­in­legt átak yfir 140 landa í að setja á fót alþjóð­lega skatta með tveimur til­lög­um.

Önnur til­lagan snýr að lág­marks­sköttum fyr­ir­tækja, en sam­kvæmt frétt­inni er stefnt að því að löndin komi sér saman um lág­mark á skatt­lagn­ingu á hagn­aði. Lág­markið yrði ekki bundið í lög, en rík­is­stjórnir þátt­töku­landa gætu inn­heimt við­bót­ar­skatt af starf­semi fyr­ir­tækja sinna í öðrum löndum þar sem lág­marks­skatt­ur­inn væri ekki inn­heimt­ur. Ekki er enn ákveðið hvert lág­markið yrði, en sam­kvæmt Was­hington Post gæti það verið í kringum 12 pró­sent af hagn­aði fyrirtækja.

Auglýsing

Hin til­laga OECD snýr hins vegar að skatt­lagn­ingu alþjóð­legra fyr­ir­tækja sem starfa á net­inu, en sam­tökin vilja skatt­leggja starf­semi fyr­ir­tækj­anna í þeim löndum þar sem not­endur þeirra eru stadd­ir, í stað þess að þau séu ein­ungis skatt­lögð í lönd­unum sem þau eru skráð.

Breyttur tónn en áskorun að ná í gegnum þingið

Hingað til hafa stjórn­völd í Banda­ríkj­unum ekki verið jákvæð í garð þess­arar til­lögu, þar sem mörg net­fyr­ir­tækj­anna eru skráð í Banda­ríkj­unum og skatt­lögð þar. Breyt­ing á skatt­lagn­ingu þeirra gætu því dregið úr skatt­tekjum þar í landi.

Hins vegar má greina breyttan tón gagn­vart þessu ákvæði hjá Yellen, en á fundi G20 ríkj­anna í síð­asta mán­uði sagði fjár­mála­ráð­herr­ann að Banda­ríkin myndu ekki lengur vera grið­ar­staður fyrir net­fyr­ir­tæki sem væru á flótta undan skatt­lagn­ingu. Sam­kvæmt Was­hington Post merkja þessi ummæli að Banda­ríkin séu til­búin til að gefa eitt­hvað eftir í afstöðu sinni gagn­vart slíkri skatt­lagn­ingu.

Ef Banda­ríkin kom­ast að sam­komu­lagi við OECD um skatt­lagn­ingu á net­fyr­ir­tækjum gæti farið svo að sam­komu­lag myndi einnig mynd­ast um lág­mark fyr­ir­tækja­skatts á heims­vísu. Hins vegar bætir Was­hington Post við að slíkt sam­komu­lag þyrfti að fara í gegnum Banda­ríkja­þing, sem gæti reynst erfitt í ljósi sterkra ítaka tækni­fyr­ir­tækj­anna á meðal þing­manna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar