Yellen vill alþjóðlega fyrirtækjaskatta

Fjármálaráðherra Bandaríkjanna hefur verið að vinna að samningi um lágmarksskatt á fyrirtæki á heimsvísu í samvinnu við OECD. Samningurinn myndi ná til rúmlega 140 landa heimsins og gæti litið dagsins ljós í sumar.

Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Auglýsing

Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, gæti náð samkomulagi við Efnahags- og framfarastofnunina (OECD) um samning á milli rúmlega 140 landa um lágmarksskattheimtu á fyrirtæki. Samningurinn gæti einnig innihaldið breytingu í skattlagningu á netfyrirtækjum, en ef samningaviðræður Yellen við OECD eru árangursríkar gæti hann verið tilbúinn í sumar. Þetta kemur fram í frétt á vef Washington Post sem birt var í gær.

Tvær tillögur frá OECD

Í fréttinni segir að áætlanir ríkisstjórnar Bandaríkjanna um að hækka fyrirtækjaskatta til að fjármagna stækkun heilbrigðiskerfisins og innviðauppbyggingu þar í landi hafa mætt nokkurri gagnrýni úr röðum repúblikana. Samkvæmt þeim myndi slík skattlagning draga úr samkeppnishæfni bandarískra fyrirtækja og hvetja til þess að þau flyttu úr landi.

Yellen hefur mætt þeirri gagnrýni með því að leita leiða til að búa til gólf á fyrirtækjaskatta á heimsvísu, en með því myndi samkeppnishæfni Bandaríkjanna ekki skerðast jafnmikið þótt skattlagning á fyrirtækjum jykist.

Hún hefur nú staðið í samningaviðræðum við OECD, sem leiðir sameiginlegt átak yfir 140 landa í að setja á fót alþjóðlega skatta með tveimur tillögum.

Önnur tillagan snýr að lágmarkssköttum fyrirtækja, en samkvæmt fréttinni er stefnt að því að löndin komi sér saman um lágmark á skattlagningu á hagnaði. Lágmarkið yrði ekki bundið í lög, en ríkisstjórnir þátttökulanda gætu innheimt viðbótarskatt af starfsemi fyrirtækja sinna í öðrum löndum þar sem lágmarksskatturinn væri ekki innheimtur. Ekki er enn ákveðið hvert lágmarkið yrði, en samkvæmt Washington Post gæti það verið í kringum 12 prósent af hagnaði fyrirtækja.

Auglýsing

Hin tillaga OECD snýr hins vegar að skattlagningu alþjóðlegra fyrirtækja sem starfa á netinu, en samtökin vilja skattleggja starfsemi fyrirtækjanna í þeim löndum þar sem notendur þeirra eru staddir, í stað þess að þau séu einungis skattlögð í löndunum sem þau eru skráð.

Breyttur tónn en áskorun að ná í gegnum þingið

Hingað til hafa stjórnvöld í Bandaríkjunum ekki verið jákvæð í garð þessarar tillögu, þar sem mörg netfyrirtækjanna eru skráð í Bandaríkjunum og skattlögð þar. Breyting á skattlagningu þeirra gætu því dregið úr skatttekjum þar í landi.

Hins vegar má greina breyttan tón gagnvart þessu ákvæði hjá Yellen, en á fundi G20 ríkjanna í síðasta mánuði sagði fjármálaráðherrann að Bandaríkin myndu ekki lengur vera griðarstaður fyrir netfyrirtæki sem væru á flótta undan skattlagningu. Samkvæmt Washington Post merkja þessi ummæli að Bandaríkin séu tilbúin til að gefa eitthvað eftir í afstöðu sinni gagnvart slíkri skattlagningu.

Ef Bandaríkin komast að samkomulagi við OECD um skattlagningu á netfyrirtækjum gæti farið svo að samkomulag myndi einnig myndast um lágmark fyrirtækjaskatts á heimsvísu. Hins vegar bætir Washington Post við að slíkt samkomulag þyrfti að fara í gegnum Bandaríkjaþing, sem gæti reynst erfitt í ljósi sterkra ítaka tæknifyrirtækjanna á meðal þingmanna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar