Yellen sýnir á spilin

Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.

Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Auglýsing

Öld­unga­deild Banda­ríkja­þings mun kjósa um til­nefn­ingu Janet Yellen sem fjár­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna á fimmtu­dag­inn. Í fyr­ir­spurna­tíma á þing­inu í síð­ustu viku sýndi hún hvers mætti vænta í efna­hags­stefnu lands­ins, verði til­nefn­ing hennar sam­þykkt. 

Sam­kvæmt svörum Yellen við spurn­ingum öld­unga­deild­ar­þing­manna mætti búast við þenslu­að­gerðum í stað nið­ur­skurðar í yfir­stand­andi kreppu, þrepa­skipt­ara skatt­kerfi og engri hand­stýr­ingu á gengi Banda­ríkja­dals. Auk þess vill hún halda áfram harðri efna­hags­stefnu gegn Kína og setja strang­ari reglur á miðlun raf­mynta, sem hún sagði að væru að miklu leyti not­aðar til þess að fjár­magna ólög­lega starf­semi.

Frekar of mikið heldur en of lítið

Í umfjöllun New York Times um málið kemur fram að þing­menn repúblikana­flokks­ins lýstu yfir óánægju sinni yfir fyr­ir­hug­uðum efna­hags­að­gerðum nýrrar rík­is­stjórnar í fyr­ir­spurnum sín­um, en Joe Biden Banda­ríkja­for­seti til­kynnti fyrr í mán­uð­inum að aðgerð­irnar myndu kosta rík­is­sjóð 1,9 billjónir Banda­ríkja­dala. 

Auglýsing

Yellen svar­aði þing­mönn­unum að væntur fjár­laga­halli vegna aðgerð­anna væri ekki mesta hættan sem steðj­aði að þjóð­inni þessa stund­ina, hættu­legra væri að gera of lítið fyrir vinnu­mark­að­inn. „Hag­fræð­ingar eru ekki alltaf sama sinnis, en ég held að nú sé sam­hljómur milli þeirra: Án frek­ari aðgerða hættum við á lengri og sárs­auka­fyllri kreppu til skamms tíma og frek­ari löskun efna­hags­lífs­ins til langs tíma,“ hefur CBS eftir Yellen.

Þrepa­skipt skatt­kerfi

Repúblikanar voru einnig áhuga­samir um það hvort Yellen hafði í hug á að snúa við skatta­lækk­unum sem Don­ald Trump, fyrrum for­seti Banda­ríkj­anna, kom á í valda­tíð sinni. Því svar­aði hún að skattar yrðu ekki hækk­aðir fyrr en að heims­far­aldr­inum lokn­um. Þessa stund­ina verði áhersla lögð á að veita hjálp­ar­að­stoð fyrir fjöl­skyldur lands­ins í stað skatta­hækk­ana. 

Þrátt fyrir það sagði Yellen að hún myndi leita að leiðum til að breyta skatt­kerf­inu í þágu lág- og milli­tekju­fjöl­skyldna. Hún sagð­ist trúa á „sann­gjarnt og þrepa­skipt skatt­kerfi“ þar sem ríkir ein­stak­lingar og fyr­ir­tæki borgi þeirra hlut. „Við þurfum að end­ur­byggja hag­kerfið okkar svo að það skili meiri hag­sæld fyrir fleiri laun­þega,“ bætti hún við.

Hörð við Kína

Ekki má þó búast við umskipt­ingum í sam­skiptum Kína og Banda­ríkj­anna verði Yellen settur fjár­mála­ráð­herra, en sam­kvæmt frétt Fin­ancial Times var hún mjög harð­orð í garð kín­verskrar efna­hags­stefnu í fyr­ir­spurna­tím­an­um. Hún sagði það vera „óá­sætt­an­legt“ að kín­versk stjórn­völd hand­stýrðu gengi gjald­mið­ils þeirra, kín­verska yuans­ins, til að ná sam­keppn­is­for­skoti og bætti við að hún myndi standa gegn til­raunum allra ann­arra landa til að gera slíkt hið sama.

Einnig sagð­ist Yellen munu „taka á fólsku­leg­um, ósann­gjörnum og ólög­legum aðgerðum Kína,“ og nefndi þar dæmi um ólög­legar nið­ur­greiðslur til fyr­ir­tækja, stuldi á hug­verka­rétt­indum og við­skipta­hindr­an­ir. Að hennar sögn væri for­set­inn til­bú­inn að nota öll sín tól til að beita sér gegn þessum aðgerð­u­m. 

Þessar athuga­semdir Yellen eru ekki um margt frá­brugðnar þeim sem heyrð­ust frá síð­ustu Banda­ríkja­stjórn, sem var einnig fjand­sam­leg í garð efna­hags­stefnu Kína. Þó greinir Yellen á við Trump í geng­is­mál­um, þar sem hann var fylgj­andi því að Banda­ríkin fylgdu í fót­spor Kína og lækk­uðu gengi Banda­ríkja­dals til að bæta útflutn­ings­stöðu þeirra en hún er það alls ekki. 

Meiri reglur um notkun raf­mynta

Sam­kvæmt frétt frá miðl­inum Ars Technica sagð­ist Yellen einnig vilja setja notkun raf­mynta þrengri skorð­ur, þar sem hún telur þær vera að miklu leyti not­aðar til að fjár­magna ólög­lega starf­semi. Í svari við fyr­ir­spurn frá öld­unga­þing­mann­inum Maggie Hassan um raf­myntir sagði hún að hún vilji skoða leiðir til að draga úr notkun raf­mynta og sjá til þess að ekki verði hægt að þvætta pen­inga í gegnum þær. 

Yrði fyrsti kven­kyns fjár­mála­ráð­herr­ann

Yellen er sér­­fræð­ingur í vinn­u­­mark­aðs­hag­fræði, en hún hefur kennt við háskól­ana Berkel­ey, Harvard og London School of Economics. Hún var seðla­­banka­­stjóri Banda­­ríkj­anna á árunum 2014 til 2018 og sá þar um að vinda ofan af umfangs­­mik­illi pen­inga­­prentun sem bank­inn hafði ráð­ist í í kjöl­far efna­hag­skrepp­unnar árið 2008. 

Hún var fyrsta konan til að gegna stöðu seðla­­banka­­stjóra, en ef öld­unga­­deild Banda­­ríkja­­þings stað­­festir til­­­nefn­ing­una mun hún einnig verða fyrsti kven­kyns fjár­­­mála­ráð­herra lands­ins í 231 árs sögu emb­ætt­is­ins.

Sam­kvæmt New York Times er búist við því að öld­unga­deildin sam­þykki til­nefn­ing­una, þar sem hún nýtur nægi­legs stuðn­ings þing­manna úr báðum flokk­um. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar