Yellen sýnir á spilin

Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.

Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Auglýsing

Öld­unga­deild Banda­ríkja­þings mun kjósa um til­nefn­ingu Janet Yellen sem fjár­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna á fimmtu­dag­inn. Í fyr­ir­spurna­tíma á þing­inu í síð­ustu viku sýndi hún hvers mætti vænta í efna­hags­stefnu lands­ins, verði til­nefn­ing hennar sam­þykkt. 

Sam­kvæmt svörum Yellen við spurn­ingum öld­unga­deild­ar­þing­manna mætti búast við þenslu­að­gerðum í stað nið­ur­skurðar í yfir­stand­andi kreppu, þrepa­skipt­ara skatt­kerfi og engri hand­stýr­ingu á gengi Banda­ríkja­dals. Auk þess vill hún halda áfram harðri efna­hags­stefnu gegn Kína og setja strang­ari reglur á miðlun raf­mynta, sem hún sagði að væru að miklu leyti not­aðar til þess að fjár­magna ólög­lega starf­semi.

Frekar of mikið heldur en of lítið

Í umfjöllun New York Times um málið kemur fram að þing­menn repúblikana­flokks­ins lýstu yfir óánægju sinni yfir fyr­ir­hug­uðum efna­hags­að­gerðum nýrrar rík­is­stjórnar í fyr­ir­spurnum sín­um, en Joe Biden Banda­ríkja­for­seti til­kynnti fyrr í mán­uð­inum að aðgerð­irnar myndu kosta rík­is­sjóð 1,9 billjónir Banda­ríkja­dala. 

Auglýsing

Yellen svar­aði þing­mönn­unum að væntur fjár­laga­halli vegna aðgerð­anna væri ekki mesta hættan sem steðj­aði að þjóð­inni þessa stund­ina, hættu­legra væri að gera of lítið fyrir vinnu­mark­að­inn. „Hag­fræð­ingar eru ekki alltaf sama sinnis, en ég held að nú sé sam­hljómur milli þeirra: Án frek­ari aðgerða hættum við á lengri og sárs­auka­fyllri kreppu til skamms tíma og frek­ari löskun efna­hags­lífs­ins til langs tíma,“ hefur CBS eftir Yellen.

Þrepa­skipt skatt­kerfi

Repúblikanar voru einnig áhuga­samir um það hvort Yellen hafði í hug á að snúa við skatta­lækk­unum sem Don­ald Trump, fyrrum for­seti Banda­ríkj­anna, kom á í valda­tíð sinni. Því svar­aði hún að skattar yrðu ekki hækk­aðir fyrr en að heims­far­aldr­inum lokn­um. Þessa stund­ina verði áhersla lögð á að veita hjálp­ar­að­stoð fyrir fjöl­skyldur lands­ins í stað skatta­hækk­ana. 

Þrátt fyrir það sagði Yellen að hún myndi leita að leiðum til að breyta skatt­kerf­inu í þágu lág- og milli­tekju­fjöl­skyldna. Hún sagð­ist trúa á „sann­gjarnt og þrepa­skipt skatt­kerfi“ þar sem ríkir ein­stak­lingar og fyr­ir­tæki borgi þeirra hlut. „Við þurfum að end­ur­byggja hag­kerfið okkar svo að það skili meiri hag­sæld fyrir fleiri laun­þega,“ bætti hún við.

Hörð við Kína

Ekki má þó búast við umskipt­ingum í sam­skiptum Kína og Banda­ríkj­anna verði Yellen settur fjár­mála­ráð­herra, en sam­kvæmt frétt Fin­ancial Times var hún mjög harð­orð í garð kín­verskrar efna­hags­stefnu í fyr­ir­spurna­tím­an­um. Hún sagði það vera „óá­sætt­an­legt“ að kín­versk stjórn­völd hand­stýrðu gengi gjald­mið­ils þeirra, kín­verska yuans­ins, til að ná sam­keppn­is­for­skoti og bætti við að hún myndi standa gegn til­raunum allra ann­arra landa til að gera slíkt hið sama.

Einnig sagð­ist Yellen munu „taka á fólsku­leg­um, ósann­gjörnum og ólög­legum aðgerðum Kína,“ og nefndi þar dæmi um ólög­legar nið­ur­greiðslur til fyr­ir­tækja, stuldi á hug­verka­rétt­indum og við­skipta­hindr­an­ir. Að hennar sögn væri for­set­inn til­bú­inn að nota öll sín tól til að beita sér gegn þessum aðgerð­u­m. 

Þessar athuga­semdir Yellen eru ekki um margt frá­brugðnar þeim sem heyrð­ust frá síð­ustu Banda­ríkja­stjórn, sem var einnig fjand­sam­leg í garð efna­hags­stefnu Kína. Þó greinir Yellen á við Trump í geng­is­mál­um, þar sem hann var fylgj­andi því að Banda­ríkin fylgdu í fót­spor Kína og lækk­uðu gengi Banda­ríkja­dals til að bæta útflutn­ings­stöðu þeirra en hún er það alls ekki. 

Meiri reglur um notkun raf­mynta

Sam­kvæmt frétt frá miðl­inum Ars Technica sagð­ist Yellen einnig vilja setja notkun raf­mynta þrengri skorð­ur, þar sem hún telur þær vera að miklu leyti not­aðar til að fjár­magna ólög­lega starf­semi. Í svari við fyr­ir­spurn frá öld­unga­þing­mann­inum Maggie Hassan um raf­myntir sagði hún að hún vilji skoða leiðir til að draga úr notkun raf­mynta og sjá til þess að ekki verði hægt að þvætta pen­inga í gegnum þær. 

Yrði fyrsti kven­kyns fjár­mála­ráð­herr­ann

Yellen er sér­­fræð­ingur í vinn­u­­mark­aðs­hag­fræði, en hún hefur kennt við háskól­ana Berkel­ey, Harvard og London School of Economics. Hún var seðla­­banka­­stjóri Banda­­ríkj­anna á árunum 2014 til 2018 og sá þar um að vinda ofan af umfangs­­mik­illi pen­inga­­prentun sem bank­inn hafði ráð­ist í í kjöl­far efna­hag­skrepp­unnar árið 2008. 

Hún var fyrsta konan til að gegna stöðu seðla­­banka­­stjóra, en ef öld­unga­­deild Banda­­ríkja­­þings stað­­festir til­­­nefn­ing­una mun hún einnig verða fyrsti kven­kyns fjár­­­mála­ráð­herra lands­ins í 231 árs sögu emb­ætt­is­ins.

Sam­kvæmt New York Times er búist við því að öld­unga­deildin sam­þykki til­nefn­ing­una, þar sem hún nýtur nægi­legs stuðn­ings þing­manna úr báðum flokk­um. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar