Yellen sýnir á spilin

Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.

Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Auglýsing

Öldungadeild Bandaríkjaþings mun kjósa um tilnefningu Janet Yellen sem fjármálaráðherra Bandaríkjanna á fimmtudaginn. Í fyrirspurnatíma á þinginu í síðustu viku sýndi hún hvers mætti vænta í efnahagsstefnu landsins, verði tilnefning hennar samþykkt. 

Samkvæmt svörum Yellen við spurningum öldungadeildarþingmanna mætti búast við þensluaðgerðum í stað niðurskurðar í yfirstandandi kreppu, þrepaskiptara skattkerfi og engri handstýringu á gengi Bandaríkjadals. Auk þess vill hún halda áfram harðri efnahagsstefnu gegn Kína og setja strangari reglur á miðlun rafmynta, sem hún sagði að væru að miklu leyti notaðar til þess að fjármagna ólöglega starfsemi.

Frekar of mikið heldur en of lítið

Í umfjöllun New York Times um málið kemur fram að þingmenn repúblikanaflokksins lýstu yfir óánægju sinni yfir fyrirhuguðum efnahagsaðgerðum nýrrar ríkisstjórnar í fyrirspurnum sínum, en Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti fyrr í mánuðinum að aðgerðirnar myndu kosta ríkissjóð 1,9 billjónir Bandaríkjadala. 

Auglýsing

Yellen svaraði þingmönnunum að væntur fjárlagahalli vegna aðgerðanna væri ekki mesta hættan sem steðjaði að þjóðinni þessa stundina, hættulegra væri að gera of lítið fyrir vinnumarkaðinn. „Hagfræðingar eru ekki alltaf sama sinnis, en ég held að nú sé samhljómur milli þeirra: Án frekari aðgerða hættum við á lengri og sársaukafyllri kreppu til skamms tíma og frekari löskun efnahagslífsins til langs tíma,“ hefur CBS eftir Yellen.

Þrepaskipt skattkerfi

Repúblikanar voru einnig áhugasamir um það hvort Yellen hafði í hug á að snúa við skattalækkunum sem Donald Trump, fyrrum forseti Bandaríkjanna, kom á í valdatíð sinni. Því svaraði hún að skattar yrðu ekki hækkaðir fyrr en að heimsfaraldrinum loknum. Þessa stundina verði áhersla lögð á að veita hjálparaðstoð fyrir fjölskyldur landsins í stað skattahækkana. 

Þrátt fyrir það sagði Yellen að hún myndi leita að leiðum til að breyta skattkerfinu í þágu lág- og millitekjufjölskyldna. Hún sagðist trúa á „sanngjarnt og þrepaskipt skattkerfi“ þar sem ríkir einstaklingar og fyrirtæki borgi þeirra hlut. „Við þurfum að endurbyggja hagkerfið okkar svo að það skili meiri hagsæld fyrir fleiri launþega,“ bætti hún við.

Hörð við Kína

Ekki má þó búast við umskiptingum í samskiptum Kína og Bandaríkjanna verði Yellen settur fjármálaráðherra, en samkvæmt frétt Financial Times var hún mjög harðorð í garð kínverskrar efnahagsstefnu í fyrirspurnatímanum. Hún sagði það vera „óásættanlegt“ að kínversk stjórnvöld handstýrðu gengi gjaldmiðils þeirra, kínverska yuansins, til að ná samkeppnisforskoti og bætti við að hún myndi standa gegn tilraunum allra annarra landa til að gera slíkt hið sama.

Einnig sagðist Yellen munu „taka á fólskulegum, ósanngjörnum og ólöglegum aðgerðum Kína,“ og nefndi þar dæmi um ólöglegar niðurgreiðslur til fyrirtækja, stuldi á hugverkaréttindum og viðskiptahindranir. Að hennar sögn væri forsetinn tilbúinn að nota öll sín tól til að beita sér gegn þessum aðgerðum. 

Þessar athugasemdir Yellen eru ekki um margt frábrugðnar þeim sem heyrðust frá síðustu Bandaríkjastjórn, sem var einnig fjandsamleg í garð efnahagsstefnu Kína. Þó greinir Yellen á við Trump í gengismálum, þar sem hann var fylgjandi því að Bandaríkin fylgdu í fótspor Kína og lækkuðu gengi Bandaríkjadals til að bæta útflutningsstöðu þeirra en hún er það alls ekki. 

Meiri reglur um notkun rafmynta

Samkvæmt frétt frá miðlinum Ars Technica sagðist Yellen einnig vilja setja notkun rafmynta þrengri skorður, þar sem hún telur þær vera að miklu leyti notaðar til að fjármagna ólöglega starfsemi. Í svari við fyrirspurn frá öldungaþingmanninum Maggie Hassan um rafmyntir sagði hún að hún vilji skoða leiðir til að draga úr notkun rafmynta og sjá til þess að ekki verði hægt að þvætta peninga í gegnum þær. 

Yrði fyrsti kvenkyns fjármálaráðherrann

Yellen er sér­fræð­ingur í vinnu­mark­aðs­hag­fræði, en hún hefur kennt við háskól­ana Berkeley, Harvard og London School of Economics. Hún var seðla­banka­stjóri Banda­ríkj­anna á árunum 2014 til 2018 og sá þar um að vinda ofan af umfangs­mik­illi pen­inga­prentun sem bank­inn hafði ráð­ist í í kjöl­far efna­hag­skrepp­unnar árið 2008. 

Hún var fyrsta konan til að gegna stöðu seðla­banka­stjóra, en ef öld­unga­deild Banda­ríkja­þings stað­festir til­nefn­inguna mun hún einnig verða fyrsti kven­kyns fjár­mála­ráð­herra lands­ins í 231 árs sögu emb­ætt­is­ins.

Samkvæmt New York Times er búist við því að öldungadeildin samþykki tilnefninguna, þar sem hún nýtur nægilegs stuðnings þingmanna úr báðum flokkum. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar