Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold

Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.

Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Auglýsing

Árið 1910 sendi hljóm­sveit­ar­stjór­inn Charles Svend­sen Stevns borg­ar­yf­ir­völdum í Kaup­manna­höfn bréf. Inni­hald bréfs­ins var beiðni um leyfi til að selja pylsur úr hand­vögnum á nokkrum til­teknum stöðum í borg­inni. Einn þeirra staða sem Stevns til­greindi var torg sem þá var farið að kalla Ráð­hús­torg­ið, við hið nýbyggða ráð­hús borg­ar­inn­ar. 

Pylsu­vagnar á götu­hornum og torgum voru ekki nýlunda, þótt þeir væru óþekktir í Dan­mörku á þessum tíma. Slíkir vagnar höfðu um ára­tuga skeið þekkst í Þýska­landi og síðar í Sví­þjóð og Nor­egi. Það var einmitt í Nor­egi sem hljóm­sveit­ar­stjór­inn Stevns hafði kynnst þessum götu­veit­inga­stöð­um. Hann hafði, áður en hann sneri heim til Dan­merkur verið stjórn­andi hirð­hljóm­sveitar Hákonar VII Nor­egs­kon­ungs í Krist­janíu (Ósló). Stevns sá fyrir sér að pylsu­vagnar yrðu góð við­bót við fremur fábreytta flóru veit­inga­staða dönsku höf­uð­borg­ar­inn­ar. 

Borg­ar­yf­ir­völd og lög­reglan í Kaup­manna­höfn voru ekki upp­rifin yfir hug­mynd hljóm­sveit­ar­stjór­ans og synj­uðu beiðn­inni. Meðal rök­semda yfir­valda var að „það yrði leið­in­leg sjón að sjá fólk standa utandyra og borða pyls­ur“. 

Auglýsing

Fékk loks leyfi árið 1920

Þótt Stevns hljóm­sveit­ar­stjóri hafi ekki haft erindi sem erf­iði í erindi sínu til borg­ar­stjórn­ar­innar árið 1910 gafst hann ekki upp, en það var þó ekki fyrr en árið 1919 að hreyf­ing komst á mál­ið. Í októ­ber það ár lagði Ernst Kaper borg­ar­stjóri (þeir voru þá eins og nú sjö tals­ins) fram til­lögu í borg­ar­stjórn. Hann hafði lengi átt í deilum við veit­inga­húsa­eig­endur í borg­inni, deilu­málið var verð­lagn­ing á veit­ing­um. Borg­ar­stjór­inn vildi að verð­lag á veit­inga­húsum yrði sam­ræmt þannig að alls­staðar væri sama verð, sem borgin skyldi ákveða. Rökin voru þau að matur á veit­inga­stöðum væri alltof dýr. Veit­inga­menn áttu marga vini í borg­ar­stjórn­inni og hug­myndir borg­ar­stjór­ans um sam­ræmt verð­lag hlaut aldrei stuðn­ing í borg­ar­stjórn­inn­i. 

Þegar Ernst Kaper lagði fram til­lög­una um að leyfa pylsu­vagna í borg­inni urðu miklar umræður í borg­ar­stjórn­inni og borg­ar­ráði. Thor­vald Staun­ing, síðar for­sæt­is­ráð­herra, var for­maður borg­ar­ráðs og þegar málið var rætt þar var mik­ill hiti í ræðu­mönn­um. Staun­ing þurfti oft að slá í fund­ar­stjóra­bjöll­una og biðja menn (allt karl­ar) að halda sig við efn­ið. Blaða­menn sögðu að Staun­ing hefði haft sér­staka ánægju af að nota orða­lagið „holde sig til pøl­sesnakk­en“. Í þessu var ákveðin tví­ræðni því í dönsku merkir orðið (sem er lítið notað núorð­ið) nefni­lega slúður og blaður um allt og ekk­ert. 

En leyfið fékkst á end­an­um.

Fall er far­ar­heill og sú rauða

18. jan­úar 1921  birt­ust sex pylsu­vagnar á torgum Kaup­manna­hafn­ar, þar á meðal á Ráð­hús­torg­inu. Einn réttur var í boði: venju­leg pylsa hituð í vatni, og rún­stykki, pylsan kost­aði 25 aura og brauðið 5 aura. Mörgum þótti þetta dýr mál­tíð en  tíma­laun verka­manns voru 2 krón­ur. Ekki er hægt að segja að ríf­andi gangur hafi verið í við­skipt­unum þennan fyrsta dag. Margir voru for­vitnir að vita hvað verið væri að selja en engin pylsa seld­ist og undir lokun gáfu pylsusal­arnir úr pott­un­um. Þótt ekki hafi upp­hafið lofað góðu átti það fljót­lega eftir að breyt­ast. Pylsu­vagnar birt­ust á næstu árum á æ fleiri stöðum um land allt og úrvalið jókst smám sam­an. Grunn­ur­inn hefur alla tíð verið sá sami: pylsa og brauð. 

Svona litu þeir út fyrstu pylsuvagnarnir í Kaupmannahöfn. Mynd: Københavns Museum

Í frá­sögnum af upp­hafi „pylsu­ald­ar“ má lesa að pyls­urnar hafi ekki haft útlitið með sér, verið fölar og grámyglu­leg­ar. En ekki voru liðin mörg ár þegar sú rauða „den røde“ kom á mark­að­inn. Hún sló í gegn. Ýmsar skýr­ingar voru á lofti um rauða lit­inn, sumir töldu  að ekki væri hrá­efnið alltaf í úrvals­flokki en lit­ur­inn gæti leynt því, aðrir að rauði lit­ur­inn væri ein­fald­lega svo fal­legur og lystauk­andi. Sú var líka skýr­ing fram­leið­enda. Rauði lit­ur­inn var feng­inn úr skildi sér­stakrar teg­undar blað­lúsa, sem ku ein­göngu finn­ast í Suð­ur- Afr­íku og á Gran Can­aria. Lit­ar­efnið er mjög sterkt og þess má geta að lengi vel var það notað í Camp­ari drykk­inn og sömu­leiðis í vara­liti.

Óhætt er að segja að sú rauða sé eins konar sam­nefn­ari dönsku pyls­unnar og þótt pylsusalar nútím­ans bjóði nú margar mis­mun­andi pylsu­gerðir heldur sú rauða alltaf velli. Hún er hituð í vatni, en ekki á hita­plötu eins og flestar aðrar sem í boði eru hjá pylsu­söl­un­um.Gullöldin og heitir hund­ar 

Ár síð­ari heims­styrj­aldar reynd­ust dönskum pylsu­sölum erf­ið. Flestar nauð­synjar voru skammt­aðar og pylsusalar áttu oft á tíðum í erf­ið­leikum með að útvega vörur til að selja. Fyrir kom að ein­ung­is  ein pylsu­teg­und var í boði í vagn­inum og stundum urðu við­skipta­vin­irnir að gera sér að góðu rúg­brauð í stað pylsu­brauðs­ins, eða bara pyls­una eina í  smjör­papp­írs­snifsi „en með hånd­tag“.

Þessi pylsusali býður uppá heita hunda eftir amerískri uppskrift. Myndin er frá árinu 1955. Mynd: Slagterimuseet

En stríð­inu lauk og þá tóku við betri tím­ar. Blóma­skeið dönsku pylsu­vagn­anna var á sjötta og sjö­unda ára­tug síð­ustu aldar og um 1970 voru rúm­lega 700 pylsu­vagnar í Dan­mörku. Ástæður þess að svo vel gekk hjá pylsu­sölum á þessum árum voru einkum betri efna­hagur almenn­ings og pylsur voru nán­ast eini skyndi­bit­inn sem í boði var. Það fór ekki fram­hjá dönskum pylsu­sölum að í Amer­íku væru pyls­urnar kall­aðar „hot dog“. Þeir dönsku aug­lýstu þess vegna „varme hunde efter amerikansk recept“. Ekki voru allir jafn klárir á því hvað verið væri að selja og einn pylsu­sali sagði síðar frá því í við­tali að hann hefði tekið eftir gömlum manni sem fylgd­ist drjúga stund grannt með við­skipta­vinum við vagn­inn. Þegar færi gafst, og eng­inn kúnni við vagn­inn spurði sá gamli hvort það væri virki­lega hunda­kjöt í pyls­unum og hvernig hundar væru þá not­aðir í þessar pyls­ur. „Ég veit ekki hvort hann trúði mér þegar ég sagði honum að þetta væri bara nafn, það væri svína­kjöt í öllum pylsum hjá mér, eins og öðr­um.“Café Fod­kold og öll hin nöfnin

Pylsu­vagn­arn­ir, pyls­urnar og allt sem þeim teng­ist er hluti dönsku þjóð­arsál­ar­inn­ar. Ótal bækur hafa verið skrif­aðar um þetta efni og margir Danir hafa mjög ákveðnar skoð­anir á því hvaða pylsur séu bestar og vilja ein­ungis „sína teg­und“. Danir eru dug­legir við að gefa hlutum nöfn, og það gildir sann­ar­lega um pyls­urn­ar. Ekki er nokkur leið að fara yfir þá nafna­súpu í pistli sem þessum en þó er rétt að nefna hér eitt þess­ara nafna. Það skýrir sig sjálft og teng­ist því að ekki er alltaf hlýtt og nota­legt við pylsu­vagn­inn: Cafe Fod­kold.Blikur á lofti en þó von­ar­glæta

Frá því á níunda ára­tug síð­ustu aldar hefur hallað undan fæti og pylsu­vögn­unum hefur fækkað jafnt og þétt. Áður var nefnt að um 1970 voru rúm­lega 700 pylsu­vagnar í Dan­mörku, núna eru þeir taldir vera rétt um 100. Jafn­vel talað um að þeir séu bein­línis í útrým­ing­ar­hættu. Ástæð­urnar eru fyrst og fremst stór­aukið fram­boð alls kyns skyndi­bita. Slíkir staðir eru nán­ast á hverju götu­horni og á svæði þar sem áður var kannski einn pylsu­vagn eru kannski fimm til sjö skyndi­bita­staðir í dag. 

Pylsusalar og fram­leið­endur telja sig þó sjá merki um breyt­ing­ar. Æ fleiri Danir átti sig á því að pylsu­vagn­inn sé hluti af dönsku þjóð­lífi og menn­ingu. Ferða­menn, sem undir venju­legum kring­um­stæðum eru margir, kunna líka vel að meta Cafe Fod­kold. 

Hvernig dönsku pylsu­vögn­unum reiðir af verður að koma í ljós en flestir eru lík­lega sam­mála um að það væri sjón­ar­sviptir ef þeir hyrfu algjör­lega úr bæj­ar­mynd­inn­i. 

Bæjarins bestu í COVID-faraldri Mynd: Bára Huld Beck

Svona í lokin um aðdrátt­ar­afl pylsu­vagna. Við Íslend­ingar þekkjum það vel að erlendir ferða­menn leggja gjarna leið sína að pylsu­vagn­inum „Bæj­ar­ins bestu“ við Tryggva­götu. Hafa lesið um hann og heyrt aðra segja frá þessum minnsta veit­inga­stað höf­uð­borg­ar­innar og vilja sjálfir prófa pyls­urn­ar. Margir muna að Bill Clinton fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seti kom hingað til lands árið 2004. Fæstir muna kannski hvert erindi hans var en nær all­ir, sem á annað borð muna eftir þess­ari heim­sókn, muna eftir einu sem hann gerði: Hann fékk sér pylsu á „Bæj­ar­ins best­u“.  

Á þess­ari síðu má finna fjöl­mörg nöfn sem pyls­urnar hafa fengið í gegnum árin.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar