Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold

Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.

Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Auglýsing

Árið 1910 sendi hljómsveitarstjórinn Charles Svendsen Stevns borgaryfirvöldum í Kaupmannahöfn bréf. Innihald bréfsins var beiðni um leyfi til að selja pylsur úr handvögnum á nokkrum tilteknum stöðum í borginni. Einn þeirra staða sem Stevns tilgreindi var torg sem þá var farið að kalla Ráðhústorgið, við hið nýbyggða ráðhús borgarinnar. 

Pylsuvagnar á götuhornum og torgum voru ekki nýlunda, þótt þeir væru óþekktir í Danmörku á þessum tíma. Slíkir vagnar höfðu um áratuga skeið þekkst í Þýskalandi og síðar í Svíþjóð og Noregi. Það var einmitt í Noregi sem hljómsveitarstjórinn Stevns hafði kynnst þessum götuveitingastöðum. Hann hafði, áður en hann sneri heim til Danmerkur verið stjórnandi hirðhljómsveitar Hákonar VII Noregskonungs í Kristjaníu (Ósló). Stevns sá fyrir sér að pylsuvagnar yrðu góð viðbót við fremur fábreytta flóru veitingastaða dönsku höfuðborgarinnar. 

Borgaryfirvöld og lögreglan í Kaupmannahöfn voru ekki upprifin yfir hugmynd hljómsveitarstjórans og synjuðu beiðninni. Meðal röksemda yfirvalda var að „það yrði leiðinleg sjón að sjá fólk standa utandyra og borða pylsur“. 

Auglýsing

Fékk loks leyfi árið 1920

Þótt Stevns hljómsveitarstjóri hafi ekki haft erindi sem erfiði í erindi sínu til borgarstjórnarinnar árið 1910 gafst hann ekki upp, en það var þó ekki fyrr en árið 1919 að hreyfing komst á málið. Í október það ár lagði Ernst Kaper borgarstjóri (þeir voru þá eins og nú sjö talsins) fram tillögu í borgarstjórn. Hann hafði lengi átt í deilum við veitingahúsaeigendur í borginni, deilumálið var verðlagning á veitingum. Borgarstjórinn vildi að verðlag á veitingahúsum yrði samræmt þannig að allsstaðar væri sama verð, sem borgin skyldi ákveða. Rökin voru þau að matur á veitingastöðum væri alltof dýr. Veitingamenn áttu marga vini í borgarstjórninni og hugmyndir borgarstjórans um samræmt verðlag hlaut aldrei stuðning í borgarstjórninni. 

Þegar Ernst Kaper lagði fram tillöguna um að leyfa pylsuvagna í borginni urðu miklar umræður í borgarstjórninni og borgarráði. Thorvald Stauning, síðar forsætisráðherra, var formaður borgarráðs og þegar málið var rætt þar var mikill hiti í ræðumönnum. Stauning þurfti oft að slá í fundarstjórabjölluna og biðja menn (allt karlar) að halda sig við efnið. Blaðamenn sögðu að Stauning hefði haft sérstaka ánægju af að nota orðalagið „holde sig til pølsesnakken“. Í þessu var ákveðin tvíræðni því í dönsku merkir orðið (sem er lítið notað núorðið) nefnilega slúður og blaður um allt og ekkert. 

En leyfið fékkst á endanum.

Fall er fararheill og sú rauða

18. janúar 1921  birtust sex pylsuvagnar á torgum Kaupmannahafnar, þar á meðal á Ráðhústorginu. Einn réttur var í boði: venjuleg pylsa hituð í vatni, og rúnstykki, pylsan kostaði 25 aura og brauðið 5 aura. Mörgum þótti þetta dýr máltíð en  tímalaun verkamanns voru 2 krónur. Ekki er hægt að segja að rífandi gangur hafi verið í viðskiptunum þennan fyrsta dag. Margir voru forvitnir að vita hvað verið væri að selja en engin pylsa seldist og undir lokun gáfu pylsusalarnir úr pottunum. Þótt ekki hafi upphafið lofað góðu átti það fljótlega eftir að breytast. Pylsuvagnar birtust á næstu árum á æ fleiri stöðum um land allt og úrvalið jókst smám saman. Grunnurinn hefur alla tíð verið sá sami: pylsa og brauð. 

Svona litu þeir út fyrstu pylsuvagnarnir í Kaupmannahöfn. Mynd: Københavns Museum

Í frásögnum af upphafi „pylsualdar“ má lesa að pylsurnar hafi ekki haft útlitið með sér, verið fölar og grámyglulegar. En ekki voru liðin mörg ár þegar sú rauða „den røde“ kom á markaðinn. Hún sló í gegn. Ýmsar skýringar voru á lofti um rauða litinn, sumir töldu  að ekki væri hráefnið alltaf í úrvalsflokki en liturinn gæti leynt því, aðrir að rauði liturinn væri einfaldlega svo fallegur og lystaukandi. Sú var líka skýring framleiðenda. Rauði liturinn var fenginn úr skildi sérstakrar tegundar blaðlúsa, sem ku eingöngu finnast í Suður- Afríku og á Gran Canaria. Litarefnið er mjög sterkt og þess má geta að lengi vel var það notað í Campari drykkinn og sömuleiðis í varaliti.

Óhætt er að segja að sú rauða sé eins konar samnefnari dönsku pylsunnar og þótt pylsusalar nútímans bjóði nú margar mismunandi pylsugerðir heldur sú rauða alltaf velli. Hún er hituð í vatni, en ekki á hitaplötu eins og flestar aðrar sem í boði eru hjá pylsusölunum.


Gullöldin og heitir hundar 

Ár síðari heimsstyrjaldar reyndust dönskum pylsusölum erfið. Flestar nauðsynjar voru skammtaðar og pylsusalar áttu oft á tíðum í erfiðleikum með að útvega vörur til að selja. Fyrir kom að einungis  ein pylsutegund var í boði í vagninum og stundum urðu viðskiptavinirnir að gera sér að góðu rúgbrauð í stað pylsubrauðsins, eða bara pylsuna eina í  smjörpappírssnifsi „en með håndtag“.

Þessi pylsusali býður uppá heita hunda eftir amerískri uppskrift. Myndin er frá árinu 1955. Mynd: Slagterimuseet

En stríðinu lauk og þá tóku við betri tímar. Blómaskeið dönsku pylsuvagnanna var á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar og um 1970 voru rúmlega 700 pylsuvagnar í Danmörku. Ástæður þess að svo vel gekk hjá pylsusölum á þessum árum voru einkum betri efnahagur almennings og pylsur voru nánast eini skyndibitinn sem í boði var. Það fór ekki framhjá dönskum pylsusölum að í Ameríku væru pylsurnar kallaðar „hot dog“. Þeir dönsku auglýstu þess vegna „varme hunde efter amerikansk recept“. Ekki voru allir jafn klárir á því hvað verið væri að selja og einn pylsusali sagði síðar frá því í viðtali að hann hefði tekið eftir gömlum manni sem fylgdist drjúga stund grannt með viðskiptavinum við vagninn. Þegar færi gafst, og enginn kúnni við vagninn spurði sá gamli hvort það væri virkilega hundakjöt í pylsunum og hvernig hundar væru þá notaðir í þessar pylsur. „Ég veit ekki hvort hann trúði mér þegar ég sagði honum að þetta væri bara nafn, það væri svínakjöt í öllum pylsum hjá mér, eins og öðrum.“


Café Fodkold og öll hin nöfnin

Pylsuvagnarnir, pylsurnar og allt sem þeim tengist er hluti dönsku þjóðarsálarinnar. Ótal bækur hafa verið skrifaðar um þetta efni og margir Danir hafa mjög ákveðnar skoðanir á því hvaða pylsur séu bestar og vilja einungis „sína tegund“. Danir eru duglegir við að gefa hlutum nöfn, og það gildir sannarlega um pylsurnar. Ekki er nokkur leið að fara yfir þá nafnasúpu í pistli sem þessum en þó er rétt að nefna hér eitt þessara nafna. Það skýrir sig sjálft og tengist því að ekki er alltaf hlýtt og notalegt við pylsuvagninn: Cafe Fodkold.


Blikur á lofti en þó vonarglæta

Frá því á níunda áratug síðustu aldar hefur hallað undan fæti og pylsuvögnunum hefur fækkað jafnt og þétt. Áður var nefnt að um 1970 voru rúmlega 700 pylsuvagnar í Danmörku, núna eru þeir taldir vera rétt um 100. Jafnvel talað um að þeir séu beinlínis í útrýmingarhættu. Ástæðurnar eru fyrst og fremst stóraukið framboð alls kyns skyndibita. Slíkir staðir eru nánast á hverju götuhorni og á svæði þar sem áður var kannski einn pylsuvagn eru kannski fimm til sjö skyndibitastaðir í dag. 

Pylsusalar og framleiðendur telja sig þó sjá merki um breytingar. Æ fleiri Danir átti sig á því að pylsuvagninn sé hluti af dönsku þjóðlífi og menningu. Ferðamenn, sem undir venjulegum kringumstæðum eru margir, kunna líka vel að meta Cafe Fodkold. 

Hvernig dönsku pylsuvögnunum reiðir af verður að koma í ljós en flestir eru líklega sammála um að það væri sjónarsviptir ef þeir hyrfu algjörlega úr bæjarmyndinni. 

Bæjarins bestu í COVID-faraldri Mynd: Bára Huld Beck

Svona í lokin um aðdráttarafl pylsuvagna. Við Íslendingar þekkjum það vel að erlendir ferðamenn leggja gjarna leið sína að pylsuvagninum „Bæjarins bestu“ við Tryggvagötu. Hafa lesið um hann og heyrt aðra segja frá þessum minnsta veitingastað höfuðborgarinnar og vilja sjálfir prófa pylsurnar. Margir muna að Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseti kom hingað til lands árið 2004. Fæstir muna kannski hvert erindi hans var en nær allir, sem á annað borð muna eftir þessari heimsókn, muna eftir einu sem hann gerði: Hann fékk sér pylsu á „Bæjarins bestu“.  Á þessari síðu má finna fjölmörg nöfn sem pylsurnar hafa fengið í gegnum árin.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar