Smitin meðal umsækjenda um alþjóðlega vernd sem dvelja í Hafnarfjarðarbæ

Sjö manns greindust með kórónuveirusmit í gær utan sóttkvíar. Þeir sem hafa greinst smitaðir dvelja í húsnæði á vegum Hafnarfjarðarbæjar og þiggja þjónustu frá sveitarfélaginu á grundvelli samnings við Útlendingastofnun.

Útlendingastofnun - Kópavogi
Auglýsing

Sjö smit greindust í gær og voru þau öll inn­­an sama afmark­aða hóps. Allir voru utan sótt­kví­ar. Útlend­inga­stofnun stað­festir í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að smitin hafi komið upp meðal umsækj­enda um alþjóð­lega vernd.

„Þeir sem hafa greinst smit­aðir dvelja í hús­næði á vegum Hafn­ar­fjarð­ar­bæjar og þiggja þjón­ustu frá sveit­ar­fé­lag­inu á grund­velli samn­ings við Útlend­inga­stofn­un,“ segir í svar­inu.

Enn fremur kemur fram hjá stofn­un­inni að smitrakn­ingateymi almanna­varna og Hafn­ar­fjarð­ar­bær grípi til allra nauð­syn­legra ráð­staf­ana til að hefta útbreiðslu smit­anna.

Auglýsing

Hóp­ur­inn við­kvæmur

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir bindur vonir við að smitið sé afmarkað hjá þessum hópi og að vel gangi að kom­ast fyrir það, að því er fram kemur í frétt RÚV um málið. Ekki er ljóst hvernig fólkið smit­að­ist en hægt er að rekja smitin til smits sem kom upp í Hval­eyr­ar­skóla í Hafn­ar­firði fyrir nokkru, sam­kvæmt RÚV. Ekki sé ljóst hvernig sú veiru­teg­und komst inn í land­ið, hún hafi ekki greinst á landa­mær­un­um.

Hann segir í sam­tali við Frétta­blaðið að honum hafi verið tjáð að stór hluti af þessum hópi vildi ekki bólu­­setn­ingu. Um sé að ræða fólk með mis­­mun­andi bak­grunn og úr mis­­mun­andi menn­ing­ar­heim­um.

„Svo kann að vera að fólk líti svo á að bólu­­setn­ing muni breyta þeirri stöðu sem hæl­is­­leit­andi og þannig margt sem spilar þarna inn í. Ég hef svo sem ekk­ert fyrir mér í því en er sagt þetta af þeim sem þekkja til,“ segir Þór­ólfur við Frétta­blað­ið.

Þegar hann er spurður hvers vegna hóp­ur­inn sé í for­­gangi hvað varðar bólu­­setn­ingu þá segir hann að það sé meðal ann­ars vegna þess að upp hefði komið hóp­­sýk­ing meðal hæl­is­­leit­enda á síð­asta ári og þar sem hóp­ur­inn sé við­­kvæmur og þurfi á fé­lags­­þjón­ustu að halda.

Boð­aðir í bólu­setn­ingu í dag og eftir helgi

Kjarn­inn greindi frá því í des­em­ber í fyrra að COVID-19 smit hefðu komið upp meðal umsækj­enda um alþjóð­lega vernd í des­em­ber á síð­asta ári. Um var að ræða ein­stak­linga sem dvöldu í þjón­ustu Hafn­ar­fjarð­ar­bæjar í hús­næði með íbúðum fyrir fjöl­skyld­ur. Þá var aðstaða Útlend­inga­stofn­unar á Grens­ás­vegi gagn­rýnd en þá töldu þeir sem þar dvöldu að stofn­unin bryti

Sam­kvæmt svörum frá Útlend­inga­stofnun voru umsækj­endur um alþjóð­lega vernd sem dvelja í Reykja­nesbæ boð­aðir í bólu­setn­ingu í dag en þeir sem dvelja á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa verið boð­aðir í bólu­setn­ingu eftir helgi. Tekið er fram í svar­inu að bólu­setn­ingar séu á for­ræði heil­brigð­is­yf­ir­valda og hafi Útlend­inga­stofnun engar upp­lýs­ingar um hvernig þær hafa geng­ið.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent