Smitin meðal umsækjenda um alþjóðlega vernd sem dvelja í Hafnarfjarðarbæ

Sjö manns greindust með kórónuveirusmit í gær utan sóttkvíar. Þeir sem hafa greinst smitaðir dvelja í húsnæði á vegum Hafnarfjarðarbæjar og þiggja þjónustu frá sveitarfélaginu á grundvelli samnings við Útlendingastofnun.

Útlendingastofnun - Kópavogi
Auglýsing

Sjö smit greindust í gær og voru þau öll inn­an sama afmarkaða hóps. Allir voru utan sóttkvíar. Útlendingastofnun staðfestir í skriflegu svari við fyrirspurn Kjarnans að smitin hafi komið upp meðal umsækjenda um alþjóðlega vernd.

„Þeir sem hafa greinst smitaðir dvelja í húsnæði á vegum Hafnarfjarðarbæjar og þiggja þjónustu frá sveitarfélaginu á grundvelli samnings við Útlendingastofnun,“ segir í svarinu.

Enn fremur kemur fram hjá stofnuninni að smitrakningateymi almannavarna og Hafnarfjarðarbær grípi til allra nauðsynlegra ráðstafana til að hefta útbreiðslu smitanna.

Auglýsing

Hópurinn viðkvæmur

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bindur vonir við að smitið sé afmarkað hjá þessum hópi og að vel gangi að komast fyrir það, að því er fram kemur í frétt RÚV um málið. Ekki er ljóst hvernig fólkið smitaðist en hægt er að rekja smitin til smits sem kom upp í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði fyrir nokkru, samkvæmt RÚV. Ekki sé ljóst hvernig sú veirutegund komst inn í landið, hún hafi ekki greinst á landamærunum.

Hann segir í samtali við Fréttablaðið að honum hafi verið tjáð að stór hluti af þessum hópi vildi ekki bólu­setningu. Um sé að ræða fólk með mis­munandi bak­grunn og úr mis­munandi menningar­heimum.

„Svo kann að vera að fólk líti svo á að bólu­setning muni breyta þeirri stöðu sem hælis­leitandi og þannig margt sem spilar þarna inn í. Ég hef svo sem ekkert fyrir mér í því en er sagt þetta af þeim sem þekkja til,“ segir Þór­ólfur við Fréttablaðið.

Þegar hann er spurður hvers vegna hópurinn sé í for­gangi hvað varðar bólu­setningu þá segir hann að það sé meðal annars vegna þess að upp hefði komið hóp­sýking meðal hælis­leit­enda á síðasta ári og þar sem hópurinn sé við­kvæmur og þurfi á fé­lags­þjónustu að halda.

Boðaðir í bólusetningu í dag og eftir helgi

Kjarninn greindi frá því í desember í fyrra að COVID-19 smit hefðu komið upp meðal umsækjenda um alþjóðlega vernd í desember á síðasta ári. Um var að ræða einstaklinga sem dvöldu í þjónustu Hafnarfjarðarbæjar í húsnæði með íbúðum fyrir fjölskyldur. Þá var aðstaða Útlendingastofnunar á Grensásvegi gagnrýnd en þá töldu þeir sem þar dvöldu að stofnunin bryti

Samkvæmt svörum frá Útlendingastofnun voru umsækjendur um alþjóðlega vernd sem dvelja í Reykjanesbæ boðaðir í bólusetningu í dag en þeir sem dvelja á höfuðborgarsvæðinu hafa verið boðaðir í bólusetningu eftir helgi. Tekið er fram í svarinu að bólusetningar séu á forræði heilbrigðisyfirvalda og hafi Útlendingastofnun engar upplýsingar um hvernig þær hafa gengið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent