Smitin meðal umsækjenda um alþjóðlega vernd sem dvelja í Hafnarfjarðarbæ

Sjö manns greindust með kórónuveirusmit í gær utan sóttkvíar. Þeir sem hafa greinst smitaðir dvelja í húsnæði á vegum Hafnarfjarðarbæjar og þiggja þjónustu frá sveitarfélaginu á grundvelli samnings við Útlendingastofnun.

Útlendingastofnun - Kópavogi
Auglýsing

Sjö smit greindust í gær og voru þau öll inn­­an sama afmark­aða hóps. Allir voru utan sótt­kví­ar. Útlend­inga­stofnun stað­festir í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að smitin hafi komið upp meðal umsækj­enda um alþjóð­lega vernd.

„Þeir sem hafa greinst smit­aðir dvelja í hús­næði á vegum Hafn­ar­fjarð­ar­bæjar og þiggja þjón­ustu frá sveit­ar­fé­lag­inu á grund­velli samn­ings við Útlend­inga­stofn­un,“ segir í svar­inu.

Enn fremur kemur fram hjá stofn­un­inni að smitrakn­ingateymi almanna­varna og Hafn­ar­fjarð­ar­bær grípi til allra nauð­syn­legra ráð­staf­ana til að hefta útbreiðslu smit­anna.

Auglýsing

Hóp­ur­inn við­kvæmur

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir bindur vonir við að smitið sé afmarkað hjá þessum hópi og að vel gangi að kom­ast fyrir það, að því er fram kemur í frétt RÚV um málið. Ekki er ljóst hvernig fólkið smit­að­ist en hægt er að rekja smitin til smits sem kom upp í Hval­eyr­ar­skóla í Hafn­ar­firði fyrir nokkru, sam­kvæmt RÚV. Ekki sé ljóst hvernig sú veiru­teg­und komst inn í land­ið, hún hafi ekki greinst á landa­mær­un­um.

Hann segir í sam­tali við Frétta­blaðið að honum hafi verið tjáð að stór hluti af þessum hópi vildi ekki bólu­­setn­ingu. Um sé að ræða fólk með mis­­mun­andi bak­grunn og úr mis­­mun­andi menn­ing­ar­heim­um.

„Svo kann að vera að fólk líti svo á að bólu­­setn­ing muni breyta þeirri stöðu sem hæl­is­­leit­andi og þannig margt sem spilar þarna inn í. Ég hef svo sem ekk­ert fyrir mér í því en er sagt þetta af þeim sem þekkja til,“ segir Þór­ólfur við Frétta­blað­ið.

Þegar hann er spurður hvers vegna hóp­ur­inn sé í for­­gangi hvað varðar bólu­­setn­ingu þá segir hann að það sé meðal ann­ars vegna þess að upp hefði komið hóp­­sýk­ing meðal hæl­is­­leit­enda á síð­asta ári og þar sem hóp­ur­inn sé við­­kvæmur og þurfi á fé­lags­­þjón­ustu að halda.

Boð­aðir í bólu­setn­ingu í dag og eftir helgi

Kjarn­inn greindi frá því í des­em­ber í fyrra að COVID-19 smit hefðu komið upp meðal umsækj­enda um alþjóð­lega vernd í des­em­ber á síð­asta ári. Um var að ræða ein­stak­linga sem dvöldu í þjón­ustu Hafn­ar­fjarð­ar­bæjar í hús­næði með íbúðum fyrir fjöl­skyld­ur. Þá var aðstaða Útlend­inga­stofn­unar á Grens­ás­vegi gagn­rýnd en þá töldu þeir sem þar dvöldu að stofn­unin bryti

Sam­kvæmt svörum frá Útlend­inga­stofnun voru umsækj­endur um alþjóð­lega vernd sem dvelja í Reykja­nesbæ boð­aðir í bólu­setn­ingu í dag en þeir sem dvelja á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa verið boð­aðir í bólu­setn­ingu eftir helgi. Tekið er fram í svar­inu að bólu­setn­ingar séu á for­ræði heil­brigð­is­yf­ir­valda og hafi Útlend­inga­stofnun engar upp­lýs­ingar um hvernig þær hafa geng­ið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ný valdahlutföll og fleiri möguleikar leiða af sér öðruvísi ríkisstjórn
Kjarninn 28. september 2021
Vésteinn Ólason
Að láta allt dankast
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent