Smitin meðal umsækjenda um alþjóðlega vernd sem dvelja í Hafnarfjarðarbæ

Sjö manns greindust með kórónuveirusmit í gær utan sóttkvíar. Þeir sem hafa greinst smitaðir dvelja í húsnæði á vegum Hafnarfjarðarbæjar og þiggja þjónustu frá sveitarfélaginu á grundvelli samnings við Útlendingastofnun.

Útlendingastofnun - Kópavogi
Auglýsing

Sjö smit greindust í gær og voru þau öll inn­­an sama afmark­aða hóps. Allir voru utan sótt­kví­ar. Útlend­inga­stofnun stað­festir í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að smitin hafi komið upp meðal umsækj­enda um alþjóð­lega vernd.

„Þeir sem hafa greinst smit­aðir dvelja í hús­næði á vegum Hafn­ar­fjarð­ar­bæjar og þiggja þjón­ustu frá sveit­ar­fé­lag­inu á grund­velli samn­ings við Útlend­inga­stofn­un,“ segir í svar­inu.

Enn fremur kemur fram hjá stofn­un­inni að smitrakn­ingateymi almanna­varna og Hafn­ar­fjarð­ar­bær grípi til allra nauð­syn­legra ráð­staf­ana til að hefta útbreiðslu smit­anna.

Auglýsing

Hóp­ur­inn við­kvæmur

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir bindur vonir við að smitið sé afmarkað hjá þessum hópi og að vel gangi að kom­ast fyrir það, að því er fram kemur í frétt RÚV um málið. Ekki er ljóst hvernig fólkið smit­að­ist en hægt er að rekja smitin til smits sem kom upp í Hval­eyr­ar­skóla í Hafn­ar­firði fyrir nokkru, sam­kvæmt RÚV. Ekki sé ljóst hvernig sú veiru­teg­und komst inn í land­ið, hún hafi ekki greinst á landa­mær­un­um.

Hann segir í sam­tali við Frétta­blaðið að honum hafi verið tjáð að stór hluti af þessum hópi vildi ekki bólu­­setn­ingu. Um sé að ræða fólk með mis­­mun­andi bak­grunn og úr mis­­mun­andi menn­ing­ar­heim­um.

„Svo kann að vera að fólk líti svo á að bólu­­setn­ing muni breyta þeirri stöðu sem hæl­is­­leit­andi og þannig margt sem spilar þarna inn í. Ég hef svo sem ekk­ert fyrir mér í því en er sagt þetta af þeim sem þekkja til,“ segir Þór­ólfur við Frétta­blað­ið.

Þegar hann er spurður hvers vegna hóp­ur­inn sé í for­­gangi hvað varðar bólu­­setn­ingu þá segir hann að það sé meðal ann­ars vegna þess að upp hefði komið hóp­­sýk­ing meðal hæl­is­­leit­enda á síð­asta ári og þar sem hóp­ur­inn sé við­­kvæmur og þurfi á fé­lags­­þjón­ustu að halda.

Boð­aðir í bólu­setn­ingu í dag og eftir helgi

Kjarn­inn greindi frá því í des­em­ber í fyrra að COVID-19 smit hefðu komið upp meðal umsækj­enda um alþjóð­lega vernd í des­em­ber á síð­asta ári. Um var að ræða ein­stak­linga sem dvöldu í þjón­ustu Hafn­ar­fjarð­ar­bæjar í hús­næði með íbúðum fyrir fjöl­skyld­ur. Þá var aðstaða Útlend­inga­stofn­unar á Grens­ás­vegi gagn­rýnd en þá töldu þeir sem þar dvöldu að stofn­unin bryti

Sam­kvæmt svörum frá Útlend­inga­stofnun voru umsækj­endur um alþjóð­lega vernd sem dvelja í Reykja­nesbæ boð­aðir í bólu­setn­ingu í dag en þeir sem dvelja á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa verið boð­aðir í bólu­setn­ingu eftir helgi. Tekið er fram í svar­inu að bólu­setn­ingar séu á for­ræði heil­brigð­is­yf­ir­valda og hafi Útlend­inga­stofnun engar upp­lýs­ingar um hvernig þær hafa geng­ið.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent