„Mörg fyrirtæki eru því stórlöskuð; horfur eru óljósar, skuldir hafa hlaðist upp“

Skuldavandi í ferðaþjónustu getur stórhamlað uppbyggingu næstu ára að mati SA og SAF. Þótt vandinn hafi aukist mikið í kórónuveirufaraldrinum þá var hann til staðar áður en COVID-19 kom til sögunnar.

Hagsmunaverðir atvinnulífsins vonast til þess að fjöldi ferðamanna hérlendis verði 700-800 þúsund í ár. Árið 2019 voru þeir tvær milljónir.
Hagsmunaverðir atvinnulífsins vonast til þess að fjöldi ferðamanna hérlendis verði 700-800 þúsund í ár. Árið 2019 voru þeir tvær milljónir.
Auglýsing

Sam­tök atvinnu­lífs­ins (SA) og Sam­tök ferða­þjón­ust­unnar (SAF) segja að úrlausn skulda­vanda lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu sé lyk­il­mál sem verði að taka á. Skulda­vand­inn muni að öðrum kosti stór­hamla upp­bygg­ingu næsta ára. 

Fjár­hags­staða margra fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu sé afar þröng eftir kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn þrátt fyrir marg­vís­leg úrræði yfir­valda. 

Sum þeirra hafi verið tekju­laus í rúmt ár og safnað skuldum á með­an. „Mörg fyr­ir­tæki eru því stór­löskuð; horfur eru óljós­ar, skuldir hafa hlað­ist upp og erfitt er að ráða starfs­fólk með reynslu. Við­skipta­sam­bönd hafa flosnað upp með brott­hvarfi reynslu­fólks bæði hér­lendis og hjá við­skipta­fyr­ir­tækjum erlend­is. Það mun taka tölu­verðan tíma að byggja netið upp á ný.“

Þetta kemur fram í minn­is­blaði sem SA og SAF hafa skilað sam­eig­in­lega til fjár­laga­nefndar Alþingis vegna fyr­ir­liggj­andi frum­varps til fjár­auka­laga.

Svip­aðar áhyggjur voru viðr­aðar á fundi fjár­mála­stöðu­leika­nefndar Seðla­banka Íslands á fundi hennar um miðjan apr­íl, en fund­ar­gerð þess fundar var birt í upp­hafi viku. 

Þar sagði að ferða­þjón­ustan og tengdar greinar hafi verið að mestu tekju­lausar í yfir 12 mán­uði. „Að mati nefnd­ar­innar er mik­il­vægt að greiðslu­vandi fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu og tengdum greinum breyt­ist ekki í skulda­vanda þegar fryst­ingum lík­ur. End­ur­skipu­lagn­ing útlána kann að vera nauð­syn­leg í ein­hverjum til­vikum til að við­spyrnan geti orðið kröftug þegar far­sótt­inni lík­ur. Að mati nefnd­ar­innar er útlána­á­hætta í bókum bank­anna vegna greiðslu­erf­ið­leika í kjöl­far far­sótt­ar­innar stærsta ein­staka áhættan í efna­hags­reikn­ingum bank­anna.“

Mik­ill skulda­vandi fyrir COVID-19

Skulda­vanda ferða­þjón­ust­unnar má þó ekki ein­ungis rekja til áhrifa kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Í skýrslu KPMG um stöðu ferða­þjón­ust­unnar sem unnin var fyrir Ferða­mála­stofu, og birt var í apríl í fyrra, kom fram að skuldir ferða­þjón­ustu hefðu auk­ist um 83 pró­sent frá árs­lokum 2015 til árs­loka 2019. Á sama tíma juk­ust tekjur grein­ar­innar um þrjú pró­sent.

Auglýsing
Þar kom fram að heild­ar­skuldir ferða­þjón­ust­unnar við íslenska banka væru lík­ast til um 300 millj­arðar króna fyrir kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn og að flestar greinar innan geirans hefðu verið komnar að þol­mörkum áður en COVID-19 kom til sög­unn­ar. Í þeirri skýrslu var hvatt til þess að hluti skulda líf­væn­legra fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu yrði afskrif­aður þá þeg­ar. 

Þær leiðir sem eru til staðar fyrir kröfu­hafa ferða­þjón­ustu­fyr­ir­ækja, sem eru aðal­lega íslenskir bankar, til að taka á skulda­vanda þeirra eru nokkr­ar. Bank­arnir geta afskrifað hluta skulda án þess að það hafi áhrif á eign­ar­hald fyr­ir­tækj­anna. Þeir geta líka breytt hluta krafna sinna í hlutafé í fyr­ir­tækj­unum eða ein­fald­lega tekið þau yfir og selt til ann­arra eig­enda eftir til­tekt.

Vilja að rík­is­sjóður borgi fyrir frek­ari mark­aðs­setn­ingu

Í minn­is­blaði hags­muna­varða atvinnu­lífs­ins, sem Anna Hrefna Ingi­mund­ar­dótt­ir, for­stöðu­maður efna­hags­sviðs SA, og Jóhannes Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri SAF, skrifa und­ir, kalla sam­tökin eftir því að horft verði til þriggja meg­in­at­riða í ferða­þjón­ustu á næstu mán­uð­um.

Í fyrsta lagi vilja þau að rekstr­ar­um­hverfi fyr­ir­tækja verði ein­fald­að, að kostn­aður við rekstur þeirra verði minnk­að­ur. „Ýmis atriði í rekstr­ar­um­hverf­inu væri hægt að lag­færa til að ýta undir skil­virk­ari end­ur­ráðn­inga­feril sem leitt getur til heil­brigð­ari vinnu­mark­aðar og hrað­ari efna­hags­legrar við­spyrn­u.“

Í öðru lagi sé úrlausn skulda­vanda lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu lyk­il­mál sem verði að taka á. Skulda­vand­inn mun að öðrum kosti stór­hamla upp­bygg­ingu til næstu ára. „Þetta er vandi sem hverfur ekki af sjálfu sér og vinnur beint gegn mark­miðum um hraða við­spyrnu og virk­ari vinnu­mark­að.“ 

Í þriðja lagi segja hags­muna­verð­irnir að stjórn­völd þurfi að horfa til þess hvernig hægt sé að skapa aukin verð­mæti úr ferða­þjón­ustu, ekki endi­lega með meiri fjölda ferða­manna, með betri og vel fjár­magn­aðri mark­aðs­setn­ingu. „Hér skiptir sköpum að búið sé að ákvarða með skýrum hætti hvernig mark­aðs­setn­ingu verður háttað inn í næsta haust og vetur þegar fjár­magn í átaks­verk­efn­inu Saman í sókn klár­ast í lok ágúst. Ef ekk­ert er að gert mun mark­aðs­setn­ing Íslands taka skarpa dýfu niður á við einmitt á þeim tíma sem við þörfn­umst þess mest inn í vet­ur­inn að nýta þá mögu­leika sem eru í vetr­ar­ferðum eftir COVID tíma­bil­ið. Alþjóð­leg sam­keppni um ferða­menn verður hörð. Skýr sýn hvað þetta varðar hefur áhrif á getu fyr­ir­tækja til að halda starfs­fólki í vinnu yfir vet­ur­inn í stað þess að ráða tíma­bundið yfir sum­ar­tím­ann og skera svo aftur niður yfir vet­ur­inn með til­heyr­andi kostn­aði fyrir atvinnu­leys­is­trygg­inga­kerf­ið.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent