„Mörg fyrirtæki eru því stórlöskuð; horfur eru óljósar, skuldir hafa hlaðist upp“

Skuldavandi í ferðaþjónustu getur stórhamlað uppbyggingu næstu ára að mati SA og SAF. Þótt vandinn hafi aukist mikið í kórónuveirufaraldrinum þá var hann til staðar áður en COVID-19 kom til sögunnar.

Hagsmunaverðir atvinnulífsins vonast til þess að fjöldi ferðamanna hérlendis verði 700-800 þúsund í ár. Árið 2019 voru þeir tvær milljónir.
Hagsmunaverðir atvinnulífsins vonast til þess að fjöldi ferðamanna hérlendis verði 700-800 þúsund í ár. Árið 2019 voru þeir tvær milljónir.
Auglýsing

Sam­tök atvinnu­lífs­ins (SA) og Sam­tök ferða­þjón­ust­unnar (SAF) segja að úrlausn skulda­vanda lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu sé lyk­il­mál sem verði að taka á. Skulda­vand­inn muni að öðrum kosti stór­hamla upp­bygg­ingu næsta ára. 

Fjár­hags­staða margra fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu sé afar þröng eftir kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn þrátt fyrir marg­vís­leg úrræði yfir­valda. 

Sum þeirra hafi verið tekju­laus í rúmt ár og safnað skuldum á með­an. „Mörg fyr­ir­tæki eru því stór­löskuð; horfur eru óljós­ar, skuldir hafa hlað­ist upp og erfitt er að ráða starfs­fólk með reynslu. Við­skipta­sam­bönd hafa flosnað upp með brott­hvarfi reynslu­fólks bæði hér­lendis og hjá við­skipta­fyr­ir­tækjum erlend­is. Það mun taka tölu­verðan tíma að byggja netið upp á ný.“

Þetta kemur fram í minn­is­blaði sem SA og SAF hafa skilað sam­eig­in­lega til fjár­laga­nefndar Alþingis vegna fyr­ir­liggj­andi frum­varps til fjár­auka­laga.

Svip­aðar áhyggjur voru viðr­aðar á fundi fjár­mála­stöðu­leika­nefndar Seðla­banka Íslands á fundi hennar um miðjan apr­íl, en fund­ar­gerð þess fundar var birt í upp­hafi viku. 

Þar sagði að ferða­þjón­ustan og tengdar greinar hafi verið að mestu tekju­lausar í yfir 12 mán­uði. „Að mati nefnd­ar­innar er mik­il­vægt að greiðslu­vandi fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu og tengdum greinum breyt­ist ekki í skulda­vanda þegar fryst­ingum lík­ur. End­ur­skipu­lagn­ing útlána kann að vera nauð­syn­leg í ein­hverjum til­vikum til að við­spyrnan geti orðið kröftug þegar far­sótt­inni lík­ur. Að mati nefnd­ar­innar er útlána­á­hætta í bókum bank­anna vegna greiðslu­erf­ið­leika í kjöl­far far­sótt­ar­innar stærsta ein­staka áhættan í efna­hags­reikn­ingum bank­anna.“

Mik­ill skulda­vandi fyrir COVID-19

Skulda­vanda ferða­þjón­ust­unnar má þó ekki ein­ungis rekja til áhrifa kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Í skýrslu KPMG um stöðu ferða­þjón­ust­unnar sem unnin var fyrir Ferða­mála­stofu, og birt var í apríl í fyrra, kom fram að skuldir ferða­þjón­ustu hefðu auk­ist um 83 pró­sent frá árs­lokum 2015 til árs­loka 2019. Á sama tíma juk­ust tekjur grein­ar­innar um þrjú pró­sent.

Auglýsing
Þar kom fram að heild­ar­skuldir ferða­þjón­ust­unnar við íslenska banka væru lík­ast til um 300 millj­arðar króna fyrir kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn og að flestar greinar innan geirans hefðu verið komnar að þol­mörkum áður en COVID-19 kom til sög­unn­ar. Í þeirri skýrslu var hvatt til þess að hluti skulda líf­væn­legra fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu yrði afskrif­aður þá þeg­ar. 

Þær leiðir sem eru til staðar fyrir kröfu­hafa ferða­þjón­ustu­fyr­ir­ækja, sem eru aðal­lega íslenskir bankar, til að taka á skulda­vanda þeirra eru nokkr­ar. Bank­arnir geta afskrifað hluta skulda án þess að það hafi áhrif á eign­ar­hald fyr­ir­tækj­anna. Þeir geta líka breytt hluta krafna sinna í hlutafé í fyr­ir­tækj­unum eða ein­fald­lega tekið þau yfir og selt til ann­arra eig­enda eftir til­tekt.

Vilja að rík­is­sjóður borgi fyrir frek­ari mark­aðs­setn­ingu

Í minn­is­blaði hags­muna­varða atvinnu­lífs­ins, sem Anna Hrefna Ingi­mund­ar­dótt­ir, for­stöðu­maður efna­hags­sviðs SA, og Jóhannes Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri SAF, skrifa und­ir, kalla sam­tökin eftir því að horft verði til þriggja meg­in­at­riða í ferða­þjón­ustu á næstu mán­uð­um.

Í fyrsta lagi vilja þau að rekstr­ar­um­hverfi fyr­ir­tækja verði ein­fald­að, að kostn­aður við rekstur þeirra verði minnk­að­ur. „Ýmis atriði í rekstr­ar­um­hverf­inu væri hægt að lag­færa til að ýta undir skil­virk­ari end­ur­ráðn­inga­feril sem leitt getur til heil­brigð­ari vinnu­mark­aðar og hrað­ari efna­hags­legrar við­spyrn­u.“

Í öðru lagi sé úrlausn skulda­vanda lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu lyk­il­mál sem verði að taka á. Skulda­vand­inn mun að öðrum kosti stór­hamla upp­bygg­ingu til næstu ára. „Þetta er vandi sem hverfur ekki af sjálfu sér og vinnur beint gegn mark­miðum um hraða við­spyrnu og virk­ari vinnu­mark­að.“ 

Í þriðja lagi segja hags­muna­verð­irnir að stjórn­völd þurfi að horfa til þess hvernig hægt sé að skapa aukin verð­mæti úr ferða­þjón­ustu, ekki endi­lega með meiri fjölda ferða­manna, með betri og vel fjár­magn­aðri mark­aðs­setn­ingu. „Hér skiptir sköpum að búið sé að ákvarða með skýrum hætti hvernig mark­aðs­setn­ingu verður háttað inn í næsta haust og vetur þegar fjár­magn í átaks­verk­efn­inu Saman í sókn klár­ast í lok ágúst. Ef ekk­ert er að gert mun mark­aðs­setn­ing Íslands taka skarpa dýfu niður á við einmitt á þeim tíma sem við þörfn­umst þess mest inn í vet­ur­inn að nýta þá mögu­leika sem eru í vetr­ar­ferðum eftir COVID tíma­bil­ið. Alþjóð­leg sam­keppni um ferða­menn verður hörð. Skýr sýn hvað þetta varðar hefur áhrif á getu fyr­ir­tækja til að halda starfs­fólki í vinnu yfir vet­ur­inn í stað þess að ráða tíma­bundið yfir sum­ar­tím­ann og skera svo aftur niður yfir vet­ur­inn með til­heyr­andi kostn­aði fyrir atvinnu­leys­is­trygg­inga­kerf­ið.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent