SA og SAF vilja að tekið sé á atvinnulausum sem hafni störfum „af festu“

Hagsmunaverðir atvinnulífsins segja í minnisblaði að einungis hafi tekist að ráða í 28 prósent þeirra starfa sem auglýst hafa verið í átakinu „Hefjum störf“. Ástæðan sé að uppistöðu hækkun atvinnuleysisbóta og lenging bótatímabils. ASÍ hafnar þessu alfari

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Auglýsing

Ríf­lega 9.700 störf höfðu verið skráð í átakið „Hefjum störf“ þann 3. júní, flest tengd ferða­þjón­ustu. Ein­ungis hefur tek­ist að ráða í um 2.700 störf í gegnum átak­ið, eða 28 pró­sent þeirra sem skráð hafa ver­ið, þrátt fyrir að atvinnu­leysi sé í sögu­legum hæð­u­m. 

Í minn­is­blaði sem Sam­tök atvinnu­lífs­ins (SA) og Sam­tök ferða­þjón­ust­unnar (SAF) hafa skilað sam­eig­in­lega til fjár­laga­nefndar Alþingis vegna fyr­ir­liggj­andi frum­varps til fjár­auka­laga segir að fjöldi atvinnu­leit­enda hafi hafnað störfum eða með öðrum hætti sýnt áhuga­leysi á störf­um. „Hafa atvinnu­rek­endur í ein­hverjum til­fellum til­kynnt um atvikin og við­kom­andi atvinnu­leit­endur verið felldir af atvinnu­leys­is­skrá. Þetta virð­ist vera almennur vandi og fjöl­mörg dæmi frá atvinnu­rek­endum þess efn­is, til SA og SAF sem og í fjöl­miðl­um. SA og SAF hvetja til þess að til­kynnt sé um slík atvik.“

Sam­tökin segja það „mik­il­vægt hags­muna­mál fyrir atvinnu­lífið er að tekið sé af festu á þeim hópi sem hafnar störfum og að Vinnu­mála­stofnun efli hjá sér verk­ferla þannig að ráðn­ing­ar­styrkja­ferlið geti gengið smurt fyrir sig.“

Í minn­is­blað­inu, sem Anna Hrefna Ingi­mund­ar­dótt­ir, for­stöðu­maður efna­hags­sviðs SA, og Jóhannes Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri SAF, skrifa und­ir, segja sam­tökin enn fremur að atvinnu­leys­is­trygg­ingar hér á landi séu með þeim rausn­ar­leg­ustu sem þekkj­ast á heims­vísu og að minni hvati er til að snúa aftur til starfa hér á landi en víð­ast hvar ann­ars stað­ar, bæði vegna mik­illa bóta og mik­illar skatt­byrði. „Úr­ræði yfir­valda vegna far­ald­urs­ins, svo sem hækkun bóta og leng­ing bóta­tíma­bils, mega ekki hafa í för með sér var­an­lega nei­kvæðar afleið­ingar á vinnu­mark­að, en spár gera þegar ráð fyrir að atvinnu­leysi verði meira og þrá­lát­ara en gert var ráð fyrir áður en far­ald­ur­inn skall á. Gæta þarf þess að úrræði séu hönnuð þannig að þau feli ekki í sér óæski­lega hvata með til­heyr­andi kostn­aði fyrir rík­is­sjóð og sam­fé­lag­ið.“

Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) hefur hafnað þessum mál­flutn­ingi og sagt að tal um að atvinnu­leys­is­bætur séu óhóf­lega háar stand­ist ekki skoð­un. Mið­stjórnin sam­bands­ins hvatti í vik­unni bæði atvinnu­rek­endur og fjöl­miðla til að láta af „nei­kvæðri og bein­línis for­dóma­fullri umfjöllun um atvinnu­leit­end­ur.“

Ríkið greiðir uppi­stöðu launa

Rík­­is­­stjórnin setti í mars af stað sér­­stakt atvinn­u­á­­tak undir yfir­­­skrift­inni „Hefjum störf“. Mark­miðið var að skapa allt að 7.000 tíma­bundin störf hjá einka­­fyr­ir­tækj­um, félaga­­sam­­tökum og hinu opin­bera. Áætl­­aður kostn­aður við þessar aðgerðir eru 4,5-5 millj­­arðar króna. Í átak­inu felst að hið opin­bera greiðir hluta af launum starfs­fólks sem fyr­ir­tæki ráða til sín. 

Auglýsing
Með aðgerð­unum voru svo­kall­aðir ráðn­ing­ar­styrkir víkk­aðir út þannig að lítil og með­­al­­stór fyr­ir­tæki, með undir 70 starfs­­menn, geta nú sótt um ráðn­­ing­­ar­­styrki til þess að ráða starfs­­menn sem hafa verið atvinn­u­­lausir í meira en eitt ár. Þannig mynd­ast hvati fyrir fyr­ir­tæki til þess að ráða fólk til starfa sem hefur verið lengi án vinnu.

Hverjum nýjum starfs­­manni fylgir allt að 472 þús­und króna stuðn­­ingur á mán­uði, auk 11,5 pró­sent fram­lags í líf­eyr­is­­sjóð, í allt að sex mán­uði og getur fyr­ir­tækið ráðið eins marga starfs­­menn og það þarf þangað til heildar starfs­­manna­­fjöldi hefur náð 70. Ráðn­­ing­­ar­­tíma­bilið er sex mán­uðir á tíma­bil­inu frá apríl til des­em­ber 2021.

Fyrir atvinnu­rek­endur í mann­mörgum greinum þar sem tíðkast að greiða laun í lægri kant­inum er því hægt að ráða inn fólk í vinnu næstu mán­uði að uppi­stöðu, jafn­vel að öllu leyti, á kostnað íslenska rík­is­ins. 

SA og SAF kvarta yfir því í minn­is­blað­inu að ráðn­ing­ar­styrkja­ferlið sé sein­virkt. 

Fjöl­mörg fyr­ir­tæki hafi boðið starfs­fólki í við­tal í gegnum átakið sem hafi svo verið farið af atvinnu­leys­is­skrá, t.d. vegna þess að það hafi ráðið sig ann­að. Þetta hefur tafir í för með sér. Þá hafi ein­hver fyr­ir­tæki ráðið inn starfs­menn í gegnum átakið en fengið synjun eftir á frá Vinnu­mála­stofnun þar sem stofn­unin hafði ekki tryggt frá upp­hafi að starfs­menn upp­fylltu skil­yrði ráðn­ing­ar­styrks. „Verk­ferlum hjá Vinnu­mála­stofnun er snúa að átak­inu Hefjum störf virð­ist því vera ábóta­vant, sem skerðir veru­lega virkni úrræð­is­ins.“

ASÍ harmar „sleggju­dóma“

Í ályktun mið­stjórnar ASÍ, sem birt var á mið­viku­dag, var þessum mál­flutn­ingi atvinnu­rek­enda og hags­muna­varða þeirra alfarið hafn­að.

Þar sagði að skýr merki væru um að ein­stakir atvinnu­rek­endur ætl­uðu að hefja rekstur á ný með því að þrýsta niður launum starfs­fólks. Mið­stjórnin krafð­ist þess að ferða­þjón­ustan yrði ekki end­ur­reist á grund­velli lak­ari kjara og starfs­um­hverfis en áður.

Mið­stjórnin harm­aði enn frem­ur  þá „sleggju­dóma“ sem birst höfðu í opin­berri umræðu um mál­efni atvinnu­leit­enda. „Sú umræða er ekki studd gögnum og er úr hófi fram nei­kvæð og ein­hliða. Mið­stjórn varar við því að ýtt sé undir for­dóma í umfjöllun um vanda þeirra sem glíma við atvinnu­leysi“. Mið­stjórnin hvatti bæði atvinnu­rek­endur og fjöl­miðla til að láta af „nei­kvæðri og bein­línis for­dóma­fullri umfjöllun um atvinnu­leit­end­ur.“

Hlut­fall grunn­bóta af lág­marks­tekju­trygg­ingu sé nú lægra en það var á árunum 2006 til 2010 og í álykt­un­inni sagði að allt tal um að atvinnu­leys­is­bætur séu fram úr hófi háar stand­ist ekki skoð­un. „Grunn­bætur nema 88% af lág­marks­tekju­trygg­ingu en á árunum 2006–2010 var það hlut­fall á bil­inu 90–100%. Tekju­fall atvinnu­lausra í COVID-krepp­unni er að jafn­aði 37% og því aug­ljós að fólk gerir það ekki að gamni sínu að hafna vinn­u.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent