SA og SAF vilja að tekið sé á atvinnulausum sem hafni störfum „af festu“

Hagsmunaverðir atvinnulífsins segja í minnisblaði að einungis hafi tekist að ráða í 28 prósent þeirra starfa sem auglýst hafa verið í átakinu „Hefjum störf“. Ástæðan sé að uppistöðu hækkun atvinnuleysisbóta og lenging bótatímabils. ASÍ hafnar þessu alfari

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Auglýsing

Ríflega 9.700 störf höfðu verið skráð í átakið „Hefjum störf“ þann 3. júní, flest tengd ferðaþjónustu. Einungis hefur tekist að ráða í um 2.700 störf í gegnum átakið, eða 28 prósent þeirra sem skráð hafa verið, þrátt fyrir að atvinnuleysi sé í sögulegum hæðum. 

Í minnisblaði sem Samtök atvinnulífsins (SA) og Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) hafa skilað sameiginlega til fjárlaganefndar Alþingis vegna fyrirliggjandi frumvarps til fjáraukalaga segir að fjöldi atvinnuleitenda hafi hafnað störfum eða með öðrum hætti sýnt áhugaleysi á störfum. „Hafa atvinnurekendur í einhverjum tilfellum tilkynnt um atvikin og viðkomandi atvinnuleitendur verið felldir af atvinnuleysisskrá. Þetta virðist vera almennur vandi og fjölmörg dæmi frá atvinnurekendum þess efnis, til SA og SAF sem og í fjölmiðlum. SA og SAF hvetja til þess að tilkynnt sé um slík atvik.“

Samtökin segja það „mikilvægt hagsmunamál fyrir atvinnulífið er að tekið sé af festu á þeim hópi sem hafnar störfum og að Vinnumálastofnun efli hjá sér verkferla þannig að ráðningarstyrkjaferlið geti gengið smurt fyrir sig.“

Í minnisblaðinu, sem Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, skrifa undir, segja samtökin enn fremur að atvinnuleysistryggingar hér á landi séu með þeim rausnarlegustu sem þekkjast á heimsvísu og að minni hvati er til að snúa aftur til starfa hér á landi en víðast hvar annars staðar, bæði vegna mikilla bóta og mikillar skattbyrði. „Úrræði yfirvalda vegna faraldursins, svo sem hækkun bóta og lenging bótatímabils, mega ekki hafa í för með sér varanlega neikvæðar afleiðingar á vinnumarkað, en spár gera þegar ráð fyrir að atvinnuleysi verði meira og þrálátara en gert var ráð fyrir áður en faraldurinn skall á. Gæta þarf þess að úrræði séu hönnuð þannig að þau feli ekki í sér óæskilega hvata með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkissjóð og samfélagið.“

Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hefur hafnað þessum málflutningi og sagt að tal um að atvinnuleysisbætur séu óhóflega háar standist ekki skoðun. Miðstjórnin sambandsins hvatti í vikunni bæði atvinnurekendur og fjölmiðla til að láta af „neikvæðri og beinlínis fordómafullri umfjöllun um atvinnuleitendur.“

Ríkið greiðir uppistöðu launa

Rík­is­stjórnin setti í mars af stað sér­stakt atvinnu­á­tak undir yfir­skrift­inni „Hefjum störf“. Mark­miðið var að skapa allt að 7.000 tíma­bundin störf hjá einka­fyr­ir­tækj­um, félaga­sam­tökum og hinu opin­bera. Áætl­aður kostn­aður við þessar aðgerðir eru 4,5-5 millj­arðar króna. Í átakinu felst að hið opinbera greiðir hluta af launum starfsfólks sem fyrirtæki ráða til sín. 

Auglýsing
Með aðgerðunum voru svokallaðir ráðningarstyrkir víkkaðir út þannig að lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki, með undir 70 starfs­menn, geta nú sótt um ráðn­ing­ar­styrki til þess að ráða starfs­menn sem hafa verið atvinnu­lausir í meira en eitt ár. Þannig myndast hvati fyrir fyr­ir­tæki til þess að ráða fólk til starfa sem hefur verið lengi án vinnu.

Hverjum nýjum starfs­manni fylgir allt að 472 þús­und króna stuðn­ingur á mán­uði, auk 11,5 prósent fram­lags í líf­eyr­is­sjóð, í allt að sex mán­uði og getur fyr­ir­tækið ráðið eins marga starfs­menn og það þarf þangað til heildar starfs­manna­fjöldi hefur náð 70. Ráðn­ing­ar­tíma­bilið er sex mán­uðir á tíma­bil­inu frá apríl til des­em­ber 2021.

Fyrir atvinnurekendur í mannmörgum greinum þar sem tíðkast að greiða laun í lægri kantinum er því hægt að ráða inn fólk í vinnu næstu mánuði að uppistöðu, jafnvel að öllu leyti, á kostnað íslenska ríkisins. 

SA og SAF kvarta yfir því í minnisblaðinu að ráðningarstyrkjaferlið sé seinvirkt. 

Fjölmörg fyrirtæki hafi boðið starfsfólki í viðtal í gegnum átakið sem hafi svo verið farið af atvinnuleysisskrá, t.d. vegna þess að það hafi ráðið sig annað. Þetta hefur tafir í för með sér. Þá hafi einhver fyrirtæki ráðið inn starfsmenn í gegnum átakið en fengið synjun eftir á frá Vinnumálastofnun þar sem stofnunin hafði ekki tryggt frá upphafi að starfsmenn uppfylltu skilyrði ráðningarstyrks. „Verkferlum hjá Vinnumálastofnun er snúa að átakinu Hefjum störf virðist því vera ábótavant, sem skerðir verulega virkni úrræðisins.“

ASÍ harmar „sleggjudóma“

Í ályktun miðstjórnar ASÍ, sem birt var á miðvikudag, var þessum málflutningi atvinnurekenda og hagsmunavarða þeirra alfarið hafnað.

Þar sagði að skýr merki væru um að einstakir atvinnurekendur ætluðu að hefja rekstur á ný með því að þrýsta niður launum starfsfólks. Miðstjórnin krafðist þess að ferðaþjónustan yrði ekki endurreist á grundvelli lakari kjara og starfsumhverfis en áður.

Miðstjórnin harmaði enn fremur  þá „sleggjudóma“ sem birst höfðu í opinberri umræðu um málefni atvinnuleitenda. „Sú umræða er ekki studd gögnum og er úr hófi fram neikvæð og einhliða. Miðstjórn varar við því að ýtt sé undir fordóma í umfjöllun um vanda þeirra sem glíma við atvinnuleysi“. Miðstjórnin hvatti bæði atvinnurekendur og fjölmiðla til að láta af „neikvæðri og beinlínis fordómafullri umfjöllun um atvinnuleitendur.“

Hlutfall grunnbóta af lágmarkstekjutryggingu sé nú lægra en það var á árunum 2006 til 2010 og í ályktuninni sagði að allt tal um að atvinnuleysisbætur séu fram úr hófi háar standist ekki skoðun. „Grunnbætur nema 88% af lágmarkstekjutryggingu en á árunum 2006–2010 var það hlutfall á bilinu 90–100%. Tekjufall atvinnulausra í COVID-kreppunni er að jafnaði 37% og því augljós að fólk gerir það ekki að gamni sínu að hafna vinnu.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent