SA og SAF vilja að tekið sé á atvinnulausum sem hafni störfum „af festu“

Hagsmunaverðir atvinnulífsins segja í minnisblaði að einungis hafi tekist að ráða í 28 prósent þeirra starfa sem auglýst hafa verið í átakinu „Hefjum störf“. Ástæðan sé að uppistöðu hækkun atvinnuleysisbóta og lenging bótatímabils. ASÍ hafnar þessu alfari

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Auglýsing

Ríf­lega 9.700 störf höfðu verið skráð í átakið „Hefjum störf“ þann 3. júní, flest tengd ferða­þjón­ustu. Ein­ungis hefur tek­ist að ráða í um 2.700 störf í gegnum átak­ið, eða 28 pró­sent þeirra sem skráð hafa ver­ið, þrátt fyrir að atvinnu­leysi sé í sögu­legum hæð­u­m. 

Í minn­is­blaði sem Sam­tök atvinnu­lífs­ins (SA) og Sam­tök ferða­þjón­ust­unnar (SAF) hafa skilað sam­eig­in­lega til fjár­laga­nefndar Alþingis vegna fyr­ir­liggj­andi frum­varps til fjár­auka­laga segir að fjöldi atvinnu­leit­enda hafi hafnað störfum eða með öðrum hætti sýnt áhuga­leysi á störf­um. „Hafa atvinnu­rek­endur í ein­hverjum til­fellum til­kynnt um atvikin og við­kom­andi atvinnu­leit­endur verið felldir af atvinnu­leys­is­skrá. Þetta virð­ist vera almennur vandi og fjöl­mörg dæmi frá atvinnu­rek­endum þess efn­is, til SA og SAF sem og í fjöl­miðl­um. SA og SAF hvetja til þess að til­kynnt sé um slík atvik.“

Sam­tökin segja það „mik­il­vægt hags­muna­mál fyrir atvinnu­lífið er að tekið sé af festu á þeim hópi sem hafnar störfum og að Vinnu­mála­stofnun efli hjá sér verk­ferla þannig að ráðn­ing­ar­styrkja­ferlið geti gengið smurt fyrir sig.“

Í minn­is­blað­inu, sem Anna Hrefna Ingi­mund­ar­dótt­ir, for­stöðu­maður efna­hags­sviðs SA, og Jóhannes Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri SAF, skrifa und­ir, segja sam­tökin enn fremur að atvinnu­leys­is­trygg­ingar hér á landi séu með þeim rausn­ar­leg­ustu sem þekkj­ast á heims­vísu og að minni hvati er til að snúa aftur til starfa hér á landi en víð­ast hvar ann­ars stað­ar, bæði vegna mik­illa bóta og mik­illar skatt­byrði. „Úr­ræði yfir­valda vegna far­ald­urs­ins, svo sem hækkun bóta og leng­ing bóta­tíma­bils, mega ekki hafa í för með sér var­an­lega nei­kvæðar afleið­ingar á vinnu­mark­að, en spár gera þegar ráð fyrir að atvinnu­leysi verði meira og þrá­lát­ara en gert var ráð fyrir áður en far­ald­ur­inn skall á. Gæta þarf þess að úrræði séu hönnuð þannig að þau feli ekki í sér óæski­lega hvata með til­heyr­andi kostn­aði fyrir rík­is­sjóð og sam­fé­lag­ið.“

Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) hefur hafnað þessum mál­flutn­ingi og sagt að tal um að atvinnu­leys­is­bætur séu óhóf­lega háar stand­ist ekki skoð­un. Mið­stjórnin sam­bands­ins hvatti í vik­unni bæði atvinnu­rek­endur og fjöl­miðla til að láta af „nei­kvæðri og bein­línis for­dóma­fullri umfjöllun um atvinnu­leit­end­ur.“

Ríkið greiðir uppi­stöðu launa

Rík­­is­­stjórnin setti í mars af stað sér­­stakt atvinn­u­á­­tak undir yfir­­­skrift­inni „Hefjum störf“. Mark­miðið var að skapa allt að 7.000 tíma­bundin störf hjá einka­­fyr­ir­tækj­um, félaga­­sam­­tökum og hinu opin­bera. Áætl­­aður kostn­aður við þessar aðgerðir eru 4,5-5 millj­­arðar króna. Í átak­inu felst að hið opin­bera greiðir hluta af launum starfs­fólks sem fyr­ir­tæki ráða til sín. 

Auglýsing
Með aðgerð­unum voru svo­kall­aðir ráðn­ing­ar­styrkir víkk­aðir út þannig að lítil og með­­al­­stór fyr­ir­tæki, með undir 70 starfs­­menn, geta nú sótt um ráðn­­ing­­ar­­styrki til þess að ráða starfs­­menn sem hafa verið atvinn­u­­lausir í meira en eitt ár. Þannig mynd­ast hvati fyrir fyr­ir­tæki til þess að ráða fólk til starfa sem hefur verið lengi án vinnu.

Hverjum nýjum starfs­­manni fylgir allt að 472 þús­und króna stuðn­­ingur á mán­uði, auk 11,5 pró­sent fram­lags í líf­eyr­is­­sjóð, í allt að sex mán­uði og getur fyr­ir­tækið ráðið eins marga starfs­­menn og það þarf þangað til heildar starfs­­manna­­fjöldi hefur náð 70. Ráðn­­ing­­ar­­tíma­bilið er sex mán­uðir á tíma­bil­inu frá apríl til des­em­ber 2021.

Fyrir atvinnu­rek­endur í mann­mörgum greinum þar sem tíðkast að greiða laun í lægri kant­inum er því hægt að ráða inn fólk í vinnu næstu mán­uði að uppi­stöðu, jafn­vel að öllu leyti, á kostnað íslenska rík­is­ins. 

SA og SAF kvarta yfir því í minn­is­blað­inu að ráðn­ing­ar­styrkja­ferlið sé sein­virkt. 

Fjöl­mörg fyr­ir­tæki hafi boðið starfs­fólki í við­tal í gegnum átakið sem hafi svo verið farið af atvinnu­leys­is­skrá, t.d. vegna þess að það hafi ráðið sig ann­að. Þetta hefur tafir í för með sér. Þá hafi ein­hver fyr­ir­tæki ráðið inn starfs­menn í gegnum átakið en fengið synjun eftir á frá Vinnu­mála­stofnun þar sem stofn­unin hafði ekki tryggt frá upp­hafi að starfs­menn upp­fylltu skil­yrði ráðn­ing­ar­styrks. „Verk­ferlum hjá Vinnu­mála­stofnun er snúa að átak­inu Hefjum störf virð­ist því vera ábóta­vant, sem skerðir veru­lega virkni úrræð­is­ins.“

ASÍ harmar „sleggju­dóma“

Í ályktun mið­stjórnar ASÍ, sem birt var á mið­viku­dag, var þessum mál­flutn­ingi atvinnu­rek­enda og hags­muna­varða þeirra alfarið hafn­að.

Þar sagði að skýr merki væru um að ein­stakir atvinnu­rek­endur ætl­uðu að hefja rekstur á ný með því að þrýsta niður launum starfs­fólks. Mið­stjórnin krafð­ist þess að ferða­þjón­ustan yrði ekki end­ur­reist á grund­velli lak­ari kjara og starfs­um­hverfis en áður.

Mið­stjórnin harm­aði enn frem­ur  þá „sleggju­dóma“ sem birst höfðu í opin­berri umræðu um mál­efni atvinnu­leit­enda. „Sú umræða er ekki studd gögnum og er úr hófi fram nei­kvæð og ein­hliða. Mið­stjórn varar við því að ýtt sé undir for­dóma í umfjöllun um vanda þeirra sem glíma við atvinnu­leysi“. Mið­stjórnin hvatti bæði atvinnu­rek­endur og fjöl­miðla til að láta af „nei­kvæðri og bein­línis for­dóma­fullri umfjöllun um atvinnu­leit­end­ur.“

Hlut­fall grunn­bóta af lág­marks­tekju­trygg­ingu sé nú lægra en það var á árunum 2006 til 2010 og í álykt­un­inni sagði að allt tal um að atvinnu­leys­is­bætur séu fram úr hófi háar stand­ist ekki skoð­un. „Grunn­bætur nema 88% af lág­marks­tekju­trygg­ingu en á árunum 2006–2010 var það hlut­fall á bil­inu 90–100%. Tekju­fall atvinnu­lausra í COVID-krepp­unni er að jafn­aði 37% og því aug­ljós að fólk gerir það ekki að gamni sínu að hafna vinn­u.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent