Lífeyrissjóður verzlunarmanna og LSR máttu ekki breyta því hvernig þeir reiknuðu út vexti

Neytendastofa hefur birt ákvörðun þar sem hún segir að lán sem Lífeyrissjóður verzlunarmanna og LSR veittu frá byrjun árs 2001 og til apríl 2017 hafi ekki að geyma fullnægjandi ákvæði sem leyfi vaxtabreytingu sem sjóðirnir tilkynnti um í maí 2019.

Ungt fólk í íbúðarkaupum
Auglýsing

Neyt­enda­stofa hefur birt ákvörðun þess efnis að Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna og Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins (LSR), tveir stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins, hafi ekki mátt breyta því hvernig verð­tryggðir breyti­legir vextir hluta hús­næð­is­lána sjóðs­fé­laga þeirra voru reikn­aðir út. Það hafi verið í and­stöðu við ákvæði eldri laga um neyt­enda­lán. 

Alls hefur ákvörðun Neyt­enda­stofu áhrif á öll lán með verð­tryggða breyti­lega vexti sem gefin voru út frá árs­byrjun 2001 til apríl 2017 og varðar vaxta­greiðslur frá maí 2019. Um er að ræða átta pró­sent af öllum sjóðs­fé­lags­lánum Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna en ekki liggur enn fyrir hversu mikil áhrifin eru á LSR. 

Í frétt á vef Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna segir að gert sé ráð fyrir því, með fyr­ir­vara um nán­ari skoð­un, kostn­aður sjóðs­ins vegna þessa sé innan við 30 millj­ónir króna, eða að með­al­tali um tíu þús­und krónur á hvert lán. 

Auglýsing
Stjórn líf­eyr­is­sjóðs­ins fer nú yfir nið­ur­stöðu Neyt­enda­stofu og mun innan skamms taka afstöðu til þess með hvaða hætti brugð­ist verði við ákvörð­un­inn­i. 

Breyttu því hvernig vextir voru ákveðnir

Stjórn Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna tók þá ákvörðun 24. maí síð­ast­lið­inn að hækka vexti á breyti­legum verð­tryggðum hús­næð­is­lánum úr 2,06 pró­sent í 2,26 pró­sent frá og með ágúst­byrjun 2019. Sam­hliða var ákveðið  að hætta að að láta ávöxt­un­­­ar­­­kröfu ákveð­ins skulda­bréfa­­­­­­flokks stýra því hverjir vext­irnir eru og í stað þess myndi stjórn sjóðs­ins ákveða þá. 

Í frétt sem birt­ist á vef Líf­eyr­is­sjóðs Verzl­un­ar­manna í dag segir að stjórnin miði við „ávöxt­un­ar­kröfu virks flokks verð­tryggðra rík­is­skulda­bréfa að við­bættu álagi sem sam­anstendur af álagi með til­liti til sér­tryggðra skulda­bréfa, selj­an­leika­á­lags, upp­greiðslu­á­lags og umsýslu­á­lags“ við ákvörðun vaxta nú.

Stjórn LSR til­kynnti um breyt­ingar á vaxta­end­ur­skoðun 31. maí 2019 og að vextir á verð­tryggðum breyti­legum lánum yrðu 2,20 pró­sent frá 1. júní sama ár. 

Töldu breyt­ing­arnar ekki stand­ast

Ein­hverjir sjóðs­fé­lagar töldu þetta illa stand­ast og sendu ábend­ingar til Neyt­enda­stofu. 

Hún komst svo að þeirri nið­ur­stöðu þann 19. des­em­ber 2019 að Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna og LSR hefðu brotið gegn ákvæðum tveggja eldri laga­bálka, frá 1994 og 2013, um neyt­enda­lán með „ófull­nægj­andi upp­lýs­ingum í skil­málum um það við hvaða aðstæður vextir breyt­ist eða skil­yrði við breyt­ingu á vöxt­um, eftir því sem við á.“ Ákvarð­anir Neyt­enda­stofu voru hins vegar fyrst birtar í dag, 6. jan­ú­ar.

Í ákvörð­un­unum tveimur segir enn fremur sam­hljóða: „Neyt­enda­stofa telur að breyt­ingar sem gerðar hafa verið á vöxtum lán­anna frá útgáfu skulda­bréf­anna hafi, heilt yfir, verið til hags­bóta fyrir neyt­endur enda hafa vextir lækkað veru­lega á gild­is­tím­an­um. Í ljósi þess­ara kring­um­stæðna telur Neyt­enda­stofa að eins og hér stendur sér­stak­lega á verði stofn­unin að ákveða aðgerðir vegna brots­ins ekki ein­göngu með hlið­sjón af með­al­hófs- og jafn­ræð­is­reglu ­stjórnslislu­laga heldur einnig hags­munum neyt­enda. Með til­liti til þessa og í ljósi ­skyr­inga og afstöðu líf­eyr­is­sjóðs­ins, telur Neyt­enda­stofa eins og málum er hér háttað ekki til­efni til frek­ari aðgerða t.d. með almennu banni eða fyr­ir­mæl­um. Eftir stendur að hver neyt­andi getur leitað úrlausnar vegna skil­mála í hans samn­ingi, eins og til­efni er til, hjá líf­eyr­is­sjóðnum og, eftir atvik­um, til sjálf­stæðr­ar úr­skurða­nefnd­ar eða dóm­stóla sem tekið getur á einka­rétt­ar­legri kröfu vegna brots.“

Auglýsing
Ákvörðun Neyt­enda­stofu á hins vegar ekki við þau lán sem voru tekin eftir gild­is­töku laga um fast­eigna­lán til neyt­enda, sem öðl­uð­ust gildi 1. apríl 2017.

Hafði afdrifa­ríkar afleið­ingar

Ákvörðun stjórnar Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna um að hækka vext­ina á verð­tryggðu lán­unum hafði afdrifa­­ríkar afleið­ingar innan stjórnar sjóðs­ins. Stjórn VR, sem til­­­­­nefnir helm­ing stjórn­­­­­ar­­­manna í sjóðn­­­um, ákvað að leggja fram til­­­lögu í full­­­trú­a­ráði VR um að aft­­­ur­­­kalla umboð allra stjórn­­­­­ar­­­manna í líf­eyr­is­­­sjóðn­­­­­um. Ástæðan var sögð algjör trún­­­að­­­ar­brestur milli stjórn­­­­­­­ar­­­­manna sem VR skipar og stjórnar félags­­­­ins vegna ákvörð­unar sjóðs­ins um að hækka breyt­i­­­­lega verð­­­­tryggða vexti sem sjóðs­fé­lögum bjóð­­­­ast til hús­næð­is­­­­kaupa um tæp tíu pró­­­­sent. 

Eftir umtals­verða reki­stefnu tóku nýir stjórn­­­ar­­menn á vegum VR sæti í stjórn sjóðs­ins í lok ágúst síð­­ast­lið­ins. Síðan þá hafa vext­irnir sem ollu stjórn­­­ar­­skipt­un­um, á breyt­i­­legum verð­­tryggðum lán­um, hins vegar ekki hagg­­ast.

Ragnar Þór Ing­­ólfs­­son, for­­maður VR, segir á Face­book-­síðu sinni í dag að Fjár­mála­eft­ir­litið hafi átt að taka á mál­unum með sama hætti og Neyt­enda­stofa gerði í stað þess að hlut­ast til um aðgerðir stjórnar VR um að skipta úr stjórn­ar­mönnum sínum í stjórn líf­eyr­is­sjóðs­ins. „Það hafa löngum verið vinnu­brögð og við­horf líf­eyr­is­sjóð­anna að breiða yfir og gera lítið úr málum ef það kemur stjórn­endum eða ímynd sjóð­anna illa. Ég fer fram á afsök­un­ar­beiðni frá FME og Líf­eyr­is­sjóði Versl­un­ar­manna til for­manns og stjórnar VR vegna máls­ins.“

Þá liggur það fyrir að Líf­eyr­is­sjóður Versl­un­ar­manna braut lög sam­kvæmt úrskurði Neyt­enda­stofu um þá ákvörðun sjóðs­ins...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Monday, Janu­ary 6, 2020

Kom­inn út fyrir þol­mörk

Í októ­ber greindi Kjarn­inn frá því að Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna hefði breytt lána­reglum sínum þannig að skil­yrði fyrir lán­töku voru þrengd mjög og hámarks­­fjár­­hæð láns var lækkuð um tíu millj­­ónir króna. Hámarks­lán er nú 40 millj­ónir króna. Þá ákvað sjóð­­ur­inn að hætta að lána nýjum lán­tak­endum verð­­tryggð lán á breyt­i­­legum vöxt­­um.

Auglýsing
Um var að ræða við­bragð við því að Líf­eyr­is­­sjóður verzl­un­ar­manna var kom­inn út fyrir þol­­mörk þess sem hann réð við að lána til íbúð­­ar­­kaupa. Sjóð­­ur­inn greindi sam­hliða frá því að eft­ir­­spurn eftir sjóðs­­fé­laga­lánum hefði auk­ist mikið frá því að lána­­reglur voru rýmkaðar í októ­ber 2015. Á þeim tíma voru sjóðs­­fé­laga­lán um sex pró­­sent af heild­­ar­­eignum sjóðs­ins en í októ­ber í fyrra voru þau um 13 pró­­sent. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar