FME telur afturköllun á tilnefningu stjórnarmanna sjóða vega að sjálfstæði stjórna þeirra

Fjármálaeftirlitið segir að afturköllun á tilnefningu stjórnarmanna sjóða, sem byggi á ósætti tilnefningaraðila við einstakar ákvarðanir stjórnar, geti talist tilraun til beinnar íhlutunar í stjórnun lífeyrissjóða.

fme.jpg
Auglýsing

Fjár­mála­eft­ir­litið hefur beint því með dreifi­bréfi til stjórna líf­eyr­is­sjóða að taka sam­þykktir sínar til skoð­unar með það að leið­ar­ljósi að skýra hvort og þá við hvaða aðstæður sé mögu­legt að aft­ur­kalla umboð stjórn­ar­manna sem kjörn­ir/til­nefndir hafa ver­ið, að því er kemur fram í frétta­til­kynn­ingu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.

­Greint var frá því í síð­ustu viku að Fjár­mála­eft­ir­litið hefði til skoð­unar þá ákvörðun VR að draga til baka umboð stjórn­ar­manna í Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna. Í til­kynn­ingu FME ,sem birt var í dag, seg­ir að aft­ur­köllun „á til­nefn­ingu stjórn­ar­manna sjóða sem byggir á ósætti til­nefn­ing­ar­að­ila við ein­stakar ákvarð­anir stjórnar getur talist til­raun til beinnar íhlut­unar í stjórnun líf­eyr­is­sjóða, sem með óbeinum hætti færir ákvörð­un­ar­vald frá stjórn líf­eyr­is­sjóðs­ins. Slíkt vegur að sjálf­stæði stjórnar og gengur í ber­högg við almenn sjón­ar­mið um góða stjórn­ar­hætt­i.“

Auglýsing
Auk þess kemur fram í til­kynn­ing­unni að sam­kvæmt lögum um skyldu­trygg­ingu líf­eyr­is­rétt­inda og starf­semi líf­eyr­is­sjóða skuli meðal ann­ars kveða á um hvernig vali stjórn­ar­manna líf­eyr­is­sjóðs­ins og kjör­tíma­bili þeirra skuli hátt­að. Hins vegar sé ekki frekar kveðið á um hvernig að til­nefn­ingu eða kjöri skuli staðið eða hvort aft­ur­köllun sé heim­il.

Enn fremur segir Fjár­mála­eft­ir­litið að val stjórn­ar­manna fari eftir ákvæðum í sam­þykktum líf­eyr­is­sjóða sem séu þó „al­mennt hljóðar um hvort og þá við hvaða aðstæður umboð stjórn­ar­manna verði aft­ur­kall­að. Óskýrar sam­þykktir hvað þetta varðar gera ferli við val og mögu­lega aft­ur­köllun á umboði stjórn­ar­manna ógagn­sætt.“

Tryggja verður sjálf­stæði stjórna líf­eyr­is­sjóða

„Góðir stjórn­ar­hættir eru mik­il­vægir í starf­semi líf­eyr­is­sjóða og er víða fjallað um þá m.a. í lögum um um skyldu­trygg­ingu líf­eyr­is­rétt­inda og starf­semi líf­eyr­is­sjóða sam­þykkt­um, starfs­reglum stjórna og stjórn­ar­hátt­ar­yf­ir­lýs­ingum margra íslenskra líf­eyr­is­sjóða,“ segir einnig í til­kynn­ing­unni.

Í til­kynn­ing­unni segir jafn­framt að í ljósi fjöl­miðlaum­fjöll­unar und­an­farna daga, mis­mun­andi aðferða við val á stjórn­ar­mönnum milli sjóða og til að koma í veg ­fyrir óvissu til fram­tíð­ar, þá beini Fjár­mála­eft­ir­litið því til stjórna líf­eyr­is­sjóða að taka sam­þykktir sínar til skoð­unar varð­andi hvort og þá við hvaða aðstæður umboð stjórn­ar­manna verði aft­ur­kall­að. Að mati Fjár­mála­eft­ir­lits­ins sé við skoð­un­ina jafn­framt nauð­syn­legt að taka mið af góðum stjórn­ar­háttum og tryggja að sjálf­stæði stjórna líf­eyr­is­sjóða verði ekki skert.

Umboð stjórn­ar­manna VR aft­ur­kallað

Á fundi sem hald­inn var í full­­­­­­trú­a­ráð­i VR í Líf­eyr­is­­­­­­sjóð­i verzl­un­­ar­­manna ­í júní síð­­ast­liðnum var sam­­­­­­þykkt að aft­­­­­­ur­­­­­­kalla umboð stjórn­­­­­­­­­­­ar­­­­­­manna VR í stjórn Líf­eyr­is­­­­­­sjóðs verzl­un­­ar­­manna og var að auki sam­­­­­­þykkt til­­­­­­laga um nýja stjórn­­­­­­­­­­­ar­­­­­­menn til­­­­ bráða­birgða. Áður­­­­ hafði stjórn­­­­ VR­­­ lýst yfir trún­­­­­­að­­­­­­ar­bresti gagn­vart stjórn­­­­­­­­­­­ar­­­­­­mönnum félags­­­­­­ins hjá sjóðnum vegna sam­­­­­­þykktar stjórnar hans um hækkun breyt­i­­­­­­legra vaxta verð­­­­­­tryggðra sjóð­­­­­­fé­laga­lána sem gengur í ber­högg við hina miklu áherslu sem lögð var á vaxta­­­­­­lækk­­­­­­­­­­­anir í nýgerðum kjara­­­­­­samn­ing­i. VR­ hefur lýst því yfir að þessi að­­gerð félags­­ins sé full­kom­­lega lög­­­leg.

Ragnar Þór Ing­­ólfs­­son, for­­mað­­ur­ VR, sagði í stöð­u­­færslu á Face­­book fyrr í vik­unn­i að það væri ekk­ert í lögum sem banni sér og stjórn­­ VR­­ að skipta út stjórn­­­ar­­­mönnum í líf­eyr­is­­­­sjóð­­um. Hann benti á að stjórn­­­ar­­­menn í LIVE séu ekki kosnir á aðal­­­fundi heldur skip­aður af þeim aðilum sem að sjóðnum standa. „Ég treysti því fólki, sem full­­trú­a­ráðið valdi, full­kom­­lega til að taka mál­efna­­lega og sjálf­­stæða afstöðu í þeim málum sem kunna að koma á borð stjórn­­­ar­innar fram að þeim tíma.“

Hann sagði jafn­framt lík­­­lega væri það eina ­leiðin til raun­veru­­­legra breyt­inga að sjóð­­­fé­lagar líf­eyr­is­­­­sjóð­anna kjósi stjórnir þeirra beint. Þannig væri hægt að aftengja atvinn­u­lífið og verka­lýðs­hreyf­­ing­una sem hann segir að sé í ákveð­inn­i ­mót­­sögn við sjálfa sig sem fjár­­­magns­eig­anda. 

Drónaárás skekur markaði um allan heim
Þegar olíuverð hækkar um 10 til 20 prósent yfir nótt þá myndast óhjákvæmilega skjálfti á mörkuðum. Hann náði til Íslands, og stóra spurningin er - hvað gerist næst, og hversu lengi verður framleiðsla Aramco í lamasessi?
Kjarninn 16. september 2019
Landsréttarmálið flutt í yfirdeild MDE 5. febrúar 2020
Ákveðið hefur verið hvaða dómarar muni sitja í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu þegar Landsréttarmálið svokallaða verður tekið þar fyrir snemma á næsta ári. Á meðal þeirra er Róbert Spanó, sem sat einnig í dómnum sem felldi áfellisdóm í mars.
Kjarninn 16. september 2019
Hallgrímur Hróðmarsson
Enn er von – Traust almennings til Alþingis mun aukast
Kjarninn 16. september 2019
Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.
Óásættanlegt að þjóðkirkjuprestur hafi brotið á konum
Biskup Íslands og tveir vígslubiskupar hafa sent frá sé yfirlýsingu þar sem þau harma brot fyrrverandi sóknarprests gagnvart konum. Prestinum var meðal annars gefið að hafa sleikt eyrnasnepla konu sem vann með honum.
Kjarninn 16. september 2019
OECD vill að ríkið selja banka, létti á regluverki og setji á veggjöld
Lífskjör eru mikil á Íslandi og flestar breytur í efnahagslífi okkar eru jákvæðar. Hér ríkir jöfnuður og hagvöxtur sem sýni að það geti haldist í hendur. Ýmsar hættur eru þó til staðar og margt má laga. Þetta er mat OECD á íslensku efnahagslífi.
Kjarninn 16. september 2019
Kemur ekki til greina að gera starfslokasamning við Harald að svo stöddu
Ekki kemur til greina hjá dómsmálaráðherra að gera starfslokasamning við Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, að svo stöddu.
Kjarninn 16. september 2019
Hitler, Hekla og hindúismi: Nýaldarnasistinn Savitri Devi
Tungutak fasista er farið að sjást aftur. Savitri Devi er ein einkennilegasta persónan sem komið hefur fram í uppsprettu öfgahópa. Flosi Þorgeirsson, sagnfræðingur, hefur kynnt sér sögu hennar.
Kjarninn 16. september 2019
Níu manns sækja um stöðu í Seðlabanka Íslands
Níu manns hafa sótt um stöðu framkvæmdastjóra fjármálastöðugleikasviðs í Seðlabanka Íslands. Á meðal umsækjenda eru Ásdís Kristjánsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Bryndís Ásbjarnardóttir.
Kjarninn 16. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent