FME rannsakar lögmæti ákvörðunar VR

Fjármálaeftirlitið hefur til skoðunar þá ákvörðun VR að draga til baka umboð stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. FME hefur jafnframt tilkynnt stjórnarformanni sjóðsins að hann sitji áfram þar til stjórnarfundur VR hefur verið haldinn.

fme.jpg
Auglýsing

Fjár­mála­eft­ir­lit­ið, F­ME, hefur til skoð­unar þá ákvörð­un VR­ að draga til baka umboð stjórn­ar­manna í Líf­eyr­is­sjóð­i verzl­un­ar­manna. Unnur Gunn­ars­dótt­ir, for­stjóri F­ME, segir í sam­tali við Frétta­blaðið í dag að eft­ir­litið muni rann­saka hvernig málið sé vaxið og hvort farið hafi verið eftir lög­um, til að mynda hvort það séu rétt kjörnir stjórn­ar­menn sem taki ákvarð­an­ir. Fjár­mála­eft­ir­litið hefur jafn­framt til­kynnt ­stjórn­ar­for­mann­i ­sjóðs­ins að eft­ir­litið telji að stjórn­ar­menn­irnir sitji áfram í stjórn Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna þar til stjórn­ar­fund­ur VR­ hefur verið hald­inn.

Trún­að­ar­brestur gagn­vart stjórn­ar­mönnum

Á fundi sem hald­inn var í full­­­­trú­a­ráð­i VR í Líf­eyr­is­­­­sjóð­i verzl­un­ar­manna ­síð­ast­lið­inn fimmtu­dag var sam­­­­þykkt að aft­­­­ur­­­­kalla umboð stjórn­­­­­­­ar­­­­manna VR í stjórn Líf­eyr­is­­­­sjóðs verzl­un­ar­manna og var að auki sam­­­­þykkt til­­­­laga um nýja stjórn­­­­­­­ar­­­­menn til­­ bráða­birgða. Áður­­ hafði stjórn­­ VR­­ lýst yfir trún­­­­að­­­­ar­bresti gagn­vart stjórn­­­­­­­ar­­­­mönnum félags­­­­ins hjá sjóðnum vegna sam­­­­þykktar stjórnar hans um hækkun breyt­i­­­­legra vaxta verð­­­­tryggðra sjóð­­­­fé­laga­lána sem gengur í ber­högg við hina miklu áherslu sem lögð var á vaxta­­­­lækk­­­­­­­anir í nýgerðum kjara­­­­samn­ing­i.

Fjár­­­mála­eft­ir­litið birti á vef sínum þann 19. júní áminn­ingu í til­­efni frétta um að stétt­­ar­­fé­lag hefði til skoð­unar að aft­­ur­­kalla umboð stjórn­­­ar­­manna sem félagið hafði þegar til­­­nefnt í stjórn líf­eyr­is­­sjóðs. Fjár­­­mála­eft­ir­litið benti því á þær kröfur sem gerðar eru til starf­­semi líf­eyr­is­­sjóða sam­­kvæmt lög­­­um. Fjár­­­mála­eft­ir­litið telur að stjórn­­­ar­­mönnum líf­eyr­is­­sjóða sé óheim­ilt að beita sér fyrir því að líf­eyr­is­­sjóð­i ­­séu nýttir í öðrum til­­­gangi en þeim sem lýst er í lögum um starf­­semi líf­eyr­is­­sjóða.  

Auglýsing

Full­kom­lega lög­leg aðgerð 

VR svar­aði í gær áminn­ingu Fjár­­­mála­eft­ir­lits­ins og sagði aðgerð­ina vera lög­lega. „Þessa sneið fáum við frá Fjár­­­mála­eft­ir­lit­inu vegna þeirr­­ar ­­full­kom­lega lög­­legu aðgerðar okkar að draga umboð núver­andi stjórn­­­ar­­manna okkar í Líf­eyr­is­­sjóð­i verzl­un­ar­manna til baka og skipa þar nýtt fólk eins og er okkar hlut­verk og ábyrgð,“ segir í svari VR.

„Þegar stjórn­­­ar­­menn VR í líf­eyr­is­­sjóðnum standa að ákvörðun sem gengur þvert gegn þess­­ari sátt og mik­il­vægu stefn­u VR­­ og hækkar vexti á íbúða­lán­um, þrátt fyrir að vextir á mark­aði hafa lækk­­að, sit­­ur VR­­ ekki þög­ult hjá.“ 

Í svar­inu segir jafn­­framt að Fjár­­­mála­eft­ir­lit­ið hljót­i að eiga að haga sínu eft­ir­liti þannig að hags­munir neyt­enda séu varð­­ir. „Hvernig væri nú að Fjár­­­mála­eft­ir­litið sinnti þessum skyldum og gætti hags­muna lán­tak­enda eins og þeir gæta hags­muna fjár­­­magns­eig­enda?“

Í svari VR­ er jafn­framt tekið fram að ­stjórn­ar­menn Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna eru og hafa verið skip­aðir af þeim aðilum sem að sjóðnum standa en ekki verið kosnir á árs­fundi eða á sjóðs­fé­lags­fundi.

Eiga ein­ung­is að starfa eftir eigin sam­visku

Unnur Gunn­ars­dótt­ir, for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að stjórn­ar­for­menn séu ­sjálf­stæð­ir í vinnu­brögðum og þeir sem til­nefni í stjórnir eigi ekki að segja stjórn­ar­mönnum fyrir verk­um. „Þeir eiga ein­ungis að starfa eftir eigin sam­visku og þeim lögum sem eru í gild­i,“ segir hún. 

Unnur segir jafn­framt að stjórn­ar­menn eigi almennt rétt á að sitja í stjórn séu þeir kosnir með lög­legum hætti á aðal­fund­i. Því verður að gera ráð fyrir að ákveði stjórn­ar­maður að víkja úr sæti taki vara­mað­ur, sem þegar hefur verið kos­inn á aðal­fundi, sæti hans.

„Við munum vanda til verka við að rann­saka hvernig málið er vaxið og hvort farið hafi verið að lög­um, til að mynda hvort það séu rétt kjörnir stjórn­ar­menn sem taki ákvarð­an­ir. Það er mik­il­vægt einkum þegar um er að ræða ríka almanna­hags­muni eins og rekstur líf­eyr­is­sjóðs,“ segir Unn­ur 

FME telur að stjórnin sitji áfram 

Ólafur Reimir Gunn­ar­son, einn þeirra ­stjórn­ar­manna ­sem sat í umboð­i VR í stétt­ar­fé­lagi Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna, segir í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag að fjár­mála­eft­ir­litið hafi til­kynnt honum að hann sé enn stjórn­ar­for­maður sjóðs­ins. „FME er búið að hafa sam­band við mig og telur að við sitjum áfram í stjórn­inni þar til stjórn­ar­fundur hafi verið hald­inn hjá VR. Maður kærir sig auð­vitað ekki um að sitja í óþökk fólks en það er alvar­legt ef verið er að brjóta lög,“ segir Ólafur Reim­ar. 

Ólafur segir jafn­framt í sam­tali við blaðið að frá­far­and­i ­stjórn hafi leitað álits lög­fræð­ings. Það liggi von­andi fyrir í næstu viku. Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, vara­for­maður stjórnar Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna segir auk þess í sam­tali við Morg­un­blaðið að lög­fræð­ingur Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna væri að skoða rétt­mæti ákvörð­un­ar­inn­ar. „Ég get einnig stað­fest að við erum að láta óháðan sér­fræð­ing í félaga­rétti skoða hvort hægt sé að gera þetta með þessum hætti sem gert var.“

Ragnar Þór Ing­ólfs­son segir hins vegar í sam­tali við Morg­un­blaðið að regl­urnar séu skýrar um að Full­trúa­ráð VR­ ­megi aft­ur­kalla umboð ­stjórnamma hvenær sem það vill. „Við erum í fullum rétti að gera þetta, regl­urnar eru alveg kýr­skýr­ar. Full­trúa­ráð VR­ má aft­ur­kalla umboð stjórn­ar­manna hvenær sem það vill, það eru regl­urnar sem við höfum og það er eng­inn ágrein­ingur um það innan okkar raða,“ segir Ragnar Þór.

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent