VR segir aðgerðina fullkomlega löglega

VR hefur svarað áminningu Fjármálaeftirlitsins og segir að sú aðgerð félagsins að draga umboð núverandi stjórnarformanna félagsins í Lífeyrissjóði verslunarmanna til baka sé fullkomlega lögleg.

1. maí 2019 - VR
Auglýsing

VR hef­ur ­form­lega svar­að áminn­ingu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um þær kröfur sem gerðar eru til starf­semi líf­eyr­is­sjóða sem eft­ir­litið birti í kjöl­far ákvörð­un­ar VR­ um að draga umboð núver­andi stjórn­ar­manna félags­ins í Líf­eyr­is­sjóði Versl­un­ar­manna. „Þessa sneið fáum við frá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu vegna þeirr­ar ­full­komn­lega lög­legu aðgerðar okkar að draga umboð núver­andi stjórn­ar­manna okkar í Líf­eyr­is­sjóð­i verzl­un­ar­manna til baka og skipa þar nýtt fólk eins og er okkar hlut­verk og ábyrgð,“ segir í svari VR. 

VR situr ekki þög­ult hjá 

Á fundi sem hald­inn var í full­­­trú­a­ráð­i VR í Líf­eyr­is­­­sjóð­i verzl­un­ar­manna í gær­­kvöldi var sam­­­þykkt að aft­­­ur­­­kalla umboð stjórn­­­­­ar­­­manna VR í stjórn Líf­eyr­is­­­sjóðs verzl­un­ar­manna og var að auki sam­­­þykkt til­­­laga um nýja stjórn­­­­­ar­­­menn til­ bráða­birgða. Áður­ hafði stjórn­ VR­ lýst yfir trún­­­að­­­ar­bresti gagn­vart stjórn­­­­­ar­­­mönnum félags­­­ins hjá sjóðnum vegna sam­­­þykktar stjórnar hans um hækkun breyt­i­­­legra vaxta verð­­­tryggðra sjóð­­­fé­laga­lána sem gengur í ber­högg við hina miklu áherslu sem lögð var á vaxta­­­lækk­­­­­anir í nýgerðum kjara­­­samn­ing­i.

Fjár­mála­eft­ir­litið birti á vef sínum þann 19. júní áminn­ingu í til­efni frétta um að stétt­ar­fé­lag hefði til skoð­unar að aft­ur­kalla umboð stjórn­ar­manna sem félagið hafði þegar til­nefnt í stjórn líf­eyr­is­sjóðs.  Fjár­mála­eft­ir­litið benti því á þær kröfur sem gerðar eru til starf­semi líf­eyr­is­sjóða sam­kvæmt lög­um. Í áminn­ing­unni segir að Fjár­mála­eft­ir­litið telji að stjórn­ar­mönnum líf­eyr­is­sjóða sé óheim­ilt að beita sér fyrir því að líf­eyr­is­sjóð­i ­séu nýttir í öðrum til­gangi en þeim sem lýst er í lögum um starf­semi líf­eyr­is­sjóða.  

Auglýsing

VR hefur nú svarað þess­ari áminn­ingu og segir að aðgerð þeirra sé full­kom­lega lög­leg. Félagið bendir jafn­framt á að í ný­gerðum kjara­samn­ingum á almennum vinnu­mark­aði hafi verið lögð áhersla á vaxta­lækk­un. Sam­kvæmt umfjöll­un VR­ hefur lækkun vaxta á mark­aði und­an­farin miss­eri ekki skilað sér til neyt­enda í lægri vöxtum íbúða­lána og álag banka og líf­eyr­is­sjóða hefur bara ­auk­ist. 

„Þegar stjórn­ar­menn VR í líf­eyr­is­sjóðnum standa að ákvörðun sem gengur þvert gegn þess­ari sátt og mik­il­vægu stefn­u VR­ og hækkar vexti á íbúða­lán­um, þrátt fyrir að vextir á mark­aði hafa lækk­að, sit­ur VR­ ekki þög­ult hjá.“

Í svar­inu segir jafn­framt að Fjár­mála­eft­ir­lit­ið hljót­i að eiga að haga sínu eft­ir­liti þannig að hags­munir neyt­enda séu varð­ir. „Hvernig væri nú að Fjár­mála­eft­ir­litið sinnti þessum skyldum og gætti hags­muna lán­tak­enda eins og þeir gæta hags­muna fjár­magns­eig­enda?“

Krafa um að sjóð­irnir starfi með sið­ferð­is­legu sjón­ar­miði

Í ­stöðu­færslu á Face­book ­skrifar Ragnar Þór Ing­­ólfs­­son, for­­mað­ur­ VR, fyrr í dag að nú sé tími til kom­inn að verka­lýðs­hreyf­­ingin beiti sér fyrir því að atvinn­u­rek­endur fari úr stjórnum líf­eyr­is­­sjóða. Í færsl­unni svarar Ragn­ar Guð­rúnu Haf­­steins­dótt­­ur, vara­­­for­­manni stjórn­­­ar Líf­eyr­is­­­sjóðs verzl­un­ar­manna (LV) og stjórn­­­­­ar­­­for­­manni Lands­­­sam­­­taka líf­eyr­is­­­sjóða, en hún sagði í sam­tali við mbl.is í gær­­kvöldi að henni þætti at­b­­­urðarásin væg­­­ast sagt mjög hrygg­i­­­leg. „Verzl­un­ar­manna­fé­lag Reykja­vík­­­­­ur, rétt eins og Sam­tök at­vinn­u­lífs­ins, er bak­land sjóðs­ins og þeir sem eiga að standa vörð um hann en ekki gera aðför að stjórn­­­inni eins og þarna var gert að hálf­u VR­.“ 

Ragnar segir aftur á móti að lengi hafi verið rök­studdur grunur um skugga­­stjórnun af hálfu fyrrum stjórn­­­ar­­manna úr röðum SA og því bros­­legt að slíkar ásak­­anir skuli koma úr röðum þeirra sem sjóð­irnir hafa raun­veru­­lega þjón­að. „Þessi hörðu við­brögð koma ekki á óvart í ljósi þess að krafa okkar í verka­lýðs­hreyf­­ing­unni er að sjóð­irnir starfi með sið­­ferð­is­­legri sjón­­­ar­mið að leið­­ar­­ljósi og taki hag almenn­ings (allra sjóð­­fé­laga) fram yfir­ taum­­lausa græðgi og þjónkun við fjár­­­mála­­kerf­ið,“ skrifar Ragn­­ar.

Hann segir að í ljósi þess að eng­in hald­bær rök hafi verið fyrir hækkun sjóðs­ins á breyt­i­­legum vöxtum – heldur hefðu þeir þvert á móti átt að lækka – og að stjórn sjóðs­ins hafi fund­ist vextir vera orðnir of lágir, og hafi þannig breytt um við­mið í miðri á, megi spyrja um rétt­­ar­­stöðu þeirra sjóð­­fé­laga sem eru með lán á breyt­i­­legum vöxtum hjá sjóðn­­­um.

Sér ekki hvernig Fjár­mála­eft­ir­litið geti setið hjá 

Guð­rún sagði jafn­framt í sam­tali við mbl.is að hún sæi ekki hvernig Fjár­mála­eft­ir­litið ætli að sitja hjá hjá þessum mál­um. „Ég sé ekki hvernig Fjár­­­­­mála­eft­ir­litið ætl­­­ar að sitja hjá í þess­um mál­um, því að þarna er ut­an­að­kom­andi aðili far­inn að vasast í ákvörð­unum stjórn­­­ar sem að hann hef­ur ekk­ert vald til að gera. Hann hef­ur ekki boð­­vald gagn­vart stjórn­­­­­ar­­­mönn­um sem að hann skip­ar í þessa stjórn, það er al­­­veg á hrein­u,“ sagði hún.

Ragnar svarar því í stöðu­færsl­unni og seg­ir: „Ef Guð­rún Haf­­steins­dóttir kallar eftir við­brögð­u­m F­ME ­vegna þeirra breyt­inga sem við sam­­þykktum á stjórn sjóðs­ins, og erum í fullum rétti til, þá mætti hún láta nokkrar af glóru­­lausum fjár­­­fest­ingum sjóðs­ins fylgja með í þeirri beiðni um skoð­un.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent