VR segir aðgerðina fullkomlega löglega

VR hefur svarað áminningu Fjármálaeftirlitsins og segir að sú aðgerð félagsins að draga umboð núverandi stjórnarformanna félagsins í Lífeyrissjóði verslunarmanna til baka sé fullkomlega lögleg.

1. maí 2019 - VR
Auglýsing

VR hef­ur ­form­lega svar­að áminn­ingu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um þær kröfur sem gerðar eru til starf­semi líf­eyr­is­sjóða sem eft­ir­litið birti í kjöl­far ákvörð­un­ar VR­ um að draga umboð núver­andi stjórn­ar­manna félags­ins í Líf­eyr­is­sjóði Versl­un­ar­manna. „Þessa sneið fáum við frá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu vegna þeirr­ar ­full­komn­lega lög­legu aðgerðar okkar að draga umboð núver­andi stjórn­ar­manna okkar í Líf­eyr­is­sjóð­i verzl­un­ar­manna til baka og skipa þar nýtt fólk eins og er okkar hlut­verk og ábyrgð,“ segir í svari VR. 

VR situr ekki þög­ult hjá 

Á fundi sem hald­inn var í full­­­trú­a­ráð­i VR í Líf­eyr­is­­­sjóð­i verzl­un­ar­manna í gær­­kvöldi var sam­­­þykkt að aft­­­ur­­­kalla umboð stjórn­­­­­ar­­­manna VR í stjórn Líf­eyr­is­­­sjóðs verzl­un­ar­manna og var að auki sam­­­þykkt til­­­laga um nýja stjórn­­­­­ar­­­menn til­ bráða­birgða. Áður­ hafði stjórn­ VR­ lýst yfir trún­­­að­­­ar­bresti gagn­vart stjórn­­­­­ar­­­mönnum félags­­­ins hjá sjóðnum vegna sam­­­þykktar stjórnar hans um hækkun breyt­i­­­legra vaxta verð­­­tryggðra sjóð­­­fé­laga­lána sem gengur í ber­högg við hina miklu áherslu sem lögð var á vaxta­­­lækk­­­­­anir í nýgerðum kjara­­­samn­ing­i.

Fjár­mála­eft­ir­litið birti á vef sínum þann 19. júní áminn­ingu í til­efni frétta um að stétt­ar­fé­lag hefði til skoð­unar að aft­ur­kalla umboð stjórn­ar­manna sem félagið hafði þegar til­nefnt í stjórn líf­eyr­is­sjóðs.  Fjár­mála­eft­ir­litið benti því á þær kröfur sem gerðar eru til starf­semi líf­eyr­is­sjóða sam­kvæmt lög­um. Í áminn­ing­unni segir að Fjár­mála­eft­ir­litið telji að stjórn­ar­mönnum líf­eyr­is­sjóða sé óheim­ilt að beita sér fyrir því að líf­eyr­is­sjóð­i ­séu nýttir í öðrum til­gangi en þeim sem lýst er í lögum um starf­semi líf­eyr­is­sjóða.  

Auglýsing

VR hefur nú svarað þess­ari áminn­ingu og segir að aðgerð þeirra sé full­kom­lega lög­leg. Félagið bendir jafn­framt á að í ný­gerðum kjara­samn­ingum á almennum vinnu­mark­aði hafi verið lögð áhersla á vaxta­lækk­un. Sam­kvæmt umfjöll­un VR­ hefur lækkun vaxta á mark­aði und­an­farin miss­eri ekki skilað sér til neyt­enda í lægri vöxtum íbúða­lána og álag banka og líf­eyr­is­sjóða hefur bara ­auk­ist. 

„Þegar stjórn­ar­menn VR í líf­eyr­is­sjóðnum standa að ákvörðun sem gengur þvert gegn þess­ari sátt og mik­il­vægu stefn­u VR­ og hækkar vexti á íbúða­lán­um, þrátt fyrir að vextir á mark­aði hafa lækk­að, sit­ur VR­ ekki þög­ult hjá.“

Í svar­inu segir jafn­framt að Fjár­mála­eft­ir­lit­ið hljót­i að eiga að haga sínu eft­ir­liti þannig að hags­munir neyt­enda séu varð­ir. „Hvernig væri nú að Fjár­mála­eft­ir­litið sinnti þessum skyldum og gætti hags­muna lán­tak­enda eins og þeir gæta hags­muna fjár­magns­eig­enda?“

Krafa um að sjóð­irnir starfi með sið­ferð­is­legu sjón­ar­miði

Í ­stöðu­færslu á Face­book ­skrifar Ragnar Þór Ing­­ólfs­­son, for­­mað­ur­ VR, fyrr í dag að nú sé tími til kom­inn að verka­lýðs­hreyf­­ingin beiti sér fyrir því að atvinn­u­rek­endur fari úr stjórnum líf­eyr­is­­sjóða. Í færsl­unni svarar Ragn­ar Guð­rúnu Haf­­steins­dótt­­ur, vara­­­for­­manni stjórn­­­ar Líf­eyr­is­­­sjóðs verzl­un­ar­manna (LV) og stjórn­­­­­ar­­­for­­manni Lands­­­sam­­­taka líf­eyr­is­­­sjóða, en hún sagði í sam­tali við mbl.is í gær­­kvöldi að henni þætti at­b­­­urðarásin væg­­­ast sagt mjög hrygg­i­­­leg. „Verzl­un­ar­manna­fé­lag Reykja­vík­­­­­ur, rétt eins og Sam­tök at­vinn­u­lífs­ins, er bak­land sjóðs­ins og þeir sem eiga að standa vörð um hann en ekki gera aðför að stjórn­­­inni eins og þarna var gert að hálf­u VR­.“ 

Ragnar segir aftur á móti að lengi hafi verið rök­studdur grunur um skugga­­stjórnun af hálfu fyrrum stjórn­­­ar­­manna úr röðum SA og því bros­­legt að slíkar ásak­­anir skuli koma úr röðum þeirra sem sjóð­irnir hafa raun­veru­­lega þjón­að. „Þessi hörðu við­brögð koma ekki á óvart í ljósi þess að krafa okkar í verka­lýðs­hreyf­­ing­unni er að sjóð­irnir starfi með sið­­ferð­is­­legri sjón­­­ar­mið að leið­­ar­­ljósi og taki hag almenn­ings (allra sjóð­­fé­laga) fram yfir­ taum­­lausa græðgi og þjónkun við fjár­­­mála­­kerf­ið,“ skrifar Ragn­­ar.

Hann segir að í ljósi þess að eng­in hald­bær rök hafi verið fyrir hækkun sjóðs­ins á breyt­i­­legum vöxtum – heldur hefðu þeir þvert á móti átt að lækka – og að stjórn sjóðs­ins hafi fund­ist vextir vera orðnir of lágir, og hafi þannig breytt um við­mið í miðri á, megi spyrja um rétt­­ar­­stöðu þeirra sjóð­­fé­laga sem eru með lán á breyt­i­­legum vöxtum hjá sjóðn­­­um.

Sér ekki hvernig Fjár­mála­eft­ir­litið geti setið hjá 

Guð­rún sagði jafn­framt í sam­tali við mbl.is að hún sæi ekki hvernig Fjár­mála­eft­ir­litið ætli að sitja hjá hjá þessum mál­um. „Ég sé ekki hvernig Fjár­­­­­mála­eft­ir­litið ætl­­­ar að sitja hjá í þess­um mál­um, því að þarna er ut­an­að­kom­andi aðili far­inn að vasast í ákvörð­unum stjórn­­­ar sem að hann hef­ur ekk­ert vald til að gera. Hann hef­ur ekki boð­­vald gagn­vart stjórn­­­­­ar­­­mönn­um sem að hann skip­ar í þessa stjórn, það er al­­­veg á hrein­u,“ sagði hún.

Ragnar svarar því í stöðu­færsl­unni og seg­ir: „Ef Guð­rún Haf­­steins­dóttir kallar eftir við­brögð­u­m F­ME ­vegna þeirra breyt­inga sem við sam­­þykktum á stjórn sjóðs­ins, og erum í fullum rétti til, þá mætti hún láta nokkrar af glóru­­lausum fjár­­­fest­ingum sjóðs­ins fylgja með í þeirri beiðni um skoð­un.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
Kjarninn 5. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent