Dómurinn vopn gegn konum sem tjá sig um kynferðisofbeldi

Söfnun í málfrelsissjóð hófst í morgun. Sjóðurinn mun standa straum af málsvarnarkostnaði og mögulegum skaðabótum sem konur kunna að vera dæmdar til að greiða ef þær tjá sig um kynbundið ofbeldi.

Anna Lotta Michaelsdóttir
Anna Lotta Michaelsdóttir
Auglýsing

Fjórar konur hafa efnt til söfnunar á Karolinafund fyrir Málfrelsissjóð sem mun geta staðið undir málsvarnarlaunum og skaðabótum sem konur gætu þurft að greiða vegna ummæla um kynbundið ofbeldi.

Nú þegar hefur um þriðjungi verið safnað af heildarupphæð sjóðsins, og eru það þær Helga Þórey Jónsdóttir, Anna Lotta Michaelsdóttir, Elísabet Ýr Atladóttir og Sóley Tómasdóttir sem standa fyrir söfnuninni. Kjarninn náði tali af Önnu Lottu Michaelsdóttur og spurði hana út í stofnun sjóðsins.

Auglýsing
Anna Lotta segir að sjóðurinn hafi blundað í henni í einhvern tíma frá því að það varð tíðara að tala um kynferðisofbeldi en dóms- og réttarkerfið hafi ekki tekið við sér að sama skapi.

Anna Lotta segir að dómurinn gegn Oddnýju Aradóttur og Hildi Lilliendahl Viggósdóttur, sem dæmdar voru til að greiða miskabætur vegna ummæla sinna í kjölfar hins svokallaða Hlíðamáls, sé fordæmisgefandi. Anna Lotta segir að stofnendur sjóðsins séu að berjast fyrir því að fá réttarkerfinu breytt. 

„Það er ekkert verið að dæma harðar eða oftar í kynferðisbrotamálum, en þá virðist með þessum dómi vera komið tiltölulega gott vopn gegn konum sem tjá sig um kynferðisofbeldi, að það sé hægt að kæra þær fyrir meiðyrði,“ segir Anna Lotta. Þar með sé verið að skerða tjáningarfrelsi kvenna sem tjá sig um kynferðisofbeldi.

Viðbrögðin koma ekki á óvart

Söfnunin hófst í dag og nú þegar er búið að safna 39 prósentum af heildarupphæð sjóðsins á Karolinafund og eru 20 þúsund Evrur takmarkið. Anna Lotta segir viðbrögðin vera gjörsamlega frábær, þau komi hins vegar ekki á óvart.

„Þetta kemur mér í rauninni ekki það mikið á óvart. Tjáningarfrelsi hlýtur að vera eitt af mikilvægustu hlutunum sem við eigum ef við búum í lýðræðissamfélagi. Þessi dómur gefur annað til kynna og fólk er mjög reitt.“

Skjáskot af söfnuninni á Karolinafund

Anna Lotta segir að stofnendur sjóðsins eigi eftir að útbúa skýrt ferli um ráðstöfun sjóðsins. Hins vegar sé ljóst að ráðstafað verði úr sjóðnum til fólks sem tali fyrir réttindum jaðarhópa.

Hún telur viðbúið að fyrsta úthlutunin fari til Hildar og Oddnýjar. „Þetta er ekki komið á hreint en ég fer ekki í fjörur með það að það sé þessi dómur Hildar og Oddnýjar sem að það færi fyrst í,“ segir Anna Lotta.

Vona að fólk treysti okkur

Anna Lotta segir að fjórmenningarnir sem koma að stofnun sjóðsins muni ákveða hvaða einstaklingar fái úthlutað úr sjóðnum. „Ég vona að fólk treysti okkur að vega það og meta,“ segir hún.

Auglýsing
Varðandi hvaða fleiri mál munu fá fjármögnun segir Anna Lotta það munu koma í ljós síðar. „Ég ætla að leyfa mér að fullyrða það að þeim mun ekki takast að þagga niður í konum þrátt fyrir svona hrikalegan dóm,“ og segir Anna Lotta að henni skiljist að áfrýja eigi dómnum.

Áhyggjur af réttarríkinu

Anna Lotta segist miklar áhyggjur hafa af réttarríkinu á Íslandi. „Ef þetta er réttarríkið sem við búum í þá munu fleiri vera dæmdar,“ sagði hún. Hún segist einnig setja spurningu við dóminn.

„Það eina sem við erum að gera er að gagnrýna niðurstöðu sem er að koma frá valdhöfum. það er augljóst mál að við erum ekki að taka sögur kvenna nógu alvarlega, miðað við hversu oft er dæmt í málum og hvaða viðbrögð konur fá þegar þær tjá sig,“ sagði Anna Lotta.

Anna Lotta segir takmarkið vera að gagnrýna réttarkerfið í heild sinni. „Okkar lokatakmark er að fólk geti tekið málefnalegri gagnrýni, ekki einstaka fólk í þessu kerfi, heldur kerfið í heild sinni,“ segir hún.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er nýsköpun ekki lengur töff?
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiViðtal