„Tíma­bært að sjóð­fé­lagar og almenn­ingur standi í lapp­irnar gegn vaxtaokri“

Formaður VR segir það vera löngu orðið tímabært að sjóðfélagar og almenningur, í gegnum verkalýðshreyfinguna, standi í lappirnar gegn vaxtaokri og öðru siðleysi sem fengið hafi að þrífast innan lífeyrissjóðakerfisins alltof lengi.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, segir að nú sé tími til kom­inn að verka­lýðs­hreyf­ingin beiti sér fyrir því að atvinnu­rek­endur fari úr stjórnum líf­eyr­is­sjóða. Frá þessu greinir hann í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu sinni í dag.

Á fundi sem hald­inn var í full­­trú­a­ráði VR í Líf­eyr­is­­sjóði verzl­un­­ar­­manna í gær­kvöldi var sam­­þykkt að aft­­ur­­kalla umboð stjórn­­­ar­­manna VR í stjórn Líf­eyr­is­­sjóðs verzl­un­­ar­­manna og var að auki sam­­þykkt til­­laga um nýja stjórn­­­ar­­menn til bráða­birgða.

Áður hafði stjórn VR lýst yfir trún­­að­­ar­bresti gagn­vart stjórn­­­ar­­mönnum félags­­ins hjá sjóðnum vegna sam­­þykktar stjórnar hans um hækkun breyt­i­­legra vaxta verð­­tryggðra sjóð­­fé­laga­lána sem gengur í ber­högg við hina miklu áherslu sem lögð var á vaxta­­lækk­­­anir í nýgerðum kjara­­samn­ing­i.

Auglýsing

Telur VR eiga að standa vörð um sjóð­inn en ekki gera aðför að stjórn

Ragnar svarar í færsl­unni Guð­rúnu Haf­steins­dótt­ur, vara­­for­manni stjórn­­ar Líf­eyr­is­­sjóðs verzl­un­­ar­­manna (LV) og stjórn­­­ar­­for­manni Lands­­sam­­taka líf­eyr­is­­sjóða, en hún sagði í sam­tali við mbl.is í gær­kvöldi að henni þætti at­b­­urðarásin væg­­ast sagt mjög hrygg­i­­leg. „Verzl­un­­ar­­manna­­fé­lag Reykja­vík­­­ur, rétt eins og Sam­tök at­vinn­u­lífs­ins, er bak­land sjóðs­ins og þeir sem eiga að standa vörð um hann en ekki gera aðför að stjórn­­inni eins og þarna var gert að hálfu VR.“

Guðrún Hafsteinsdóttir„Þau af­­skipti sem að sér­­stak­­lega for­maður stjórn­­ar VR hef­ur haft af stjórn LV eru með öllu óá­­sætt­an­­leg og gagn­rýni ég það harka­­lega. Ég vil minna á það að all­ir þeir sem setj­­­ast í stjórn­­ir fé­laga, hvort sem það eru fé­laga­­sam­tök eða skráð hluta­­fé­lög eða önn­­ur, lúta öll umboðs­skyldu við hlut­hafa sem lýt­ur að því að við erum öll sjálf­­stæð í okk­ar störf­um og við meg­um ekki und­ir nokkr­um kring­um­­stæðum hlaupa á eft­ir duttl­ung­um fólks úti í bæ sem vill ráðskast með þær nið­ur­­­stöður sem koma frá þess­um stjórn­­um,“ sagði Guð­rún við mbl.­is.

Hún bætti því við að Ragn­ar Þór hefði ýjað margoft að því að ef að þetta og hitt yrði ekki gert, þá myndi hann skipta út stjórn­­­ar­­mönn­um í líf­eyr­is­­sjóðnum og nú væri það að raun­­ger­­ast. „Ég sé ekki hvernig Fjár­­­mála­eft­ir­litið ætl­­ar að sitja hjá í þess­um mál­um, því að þarna er ut­an­að­kom­andi aðili far­inn að vasast í ákvörð­unum stjórn­­ar sem að hann hef­ur ekk­ert vald til að gera. Hann hef­ur ekki boð­vald gagn­vart stjórn­­­ar­­mönn­um sem að hann skip­ar í þessa stjórn, það er al­­veg á hrein­u,“ sagði hún.

Skugga­stjórnun af hálfu fyrrum stjórn­ar­manna

Ragnar segir aftur á móti að lengi hafi verið rök­studdur grunur um skugga­stjórnun af hálfu fyrrum stjórn­ar­manna úr röðum SA og því bros­legt að slíkar ásak­anir skuli koma úr röðum þeirra sem sjóð­irnir hafa raun­veru­lega þjón­að.

„Þessi hörðu við­brögð koma ekki á óvart í ljósi þess að krafa okkar í verka­lýðs­hreyf­ing­unni er að sjóð­irnir starfi með sið­ferð­is­legri sjón­ar­mið að leið­ar­ljósi og taki hag almenn­ings (allra sjóð­fé­laga) fram­yfir taum­lausa græðgi og þjónkun við fjár­mála­kerf­ið,“ skrifar Ragn­ar.

Hann segir að í ljósi þess að engin hald­bær rök hafi verið fyrir hækkun sjóðs­ins á breyti­legum vöxtum – heldur hefðu þeir þvert á móti átt að lækka – og að stjórn sjóðs­ins hafi fund­ist vextir vera orðnir of lágir, og hafi þannig breytt um við­mið í miðri á, megi spyrja um rétt­ar­stöðu þeirra sjóð­fé­laga sem eru með lán á breyti­legum vöxtum hjá sjóðn­um.

Ekki í fyrsta skipti sem SA vilja hafa áhrif á val verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar

„Guð­rún Haf­steins­dóttir bítur svo haus­inn af skömminni með því að kalla eftir við­brögðum FME vegna breyt­inga sem við gerðum á full­trúum okkar í stjórn LIVE. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sam­tök atvinnu­lífs­ins vilja ráða eða hafa áhrif á það hvaða full­trúa verka­lýðs­hreyf­ingin skipar á móti þeim í stjórn. Af hverju ætli það sé?

Ef Guð­rún Haf­steins­dóttir kallar eftir við­brögðum FME vegna þeirra breyt­inga sem við sam­þykktum á stjórn sjóðs­ins, og erum í fullum rétti til, þá mætti hún láta nokkrar af glóru­lausum fjár­fest­ingum sjóðs­ins fylgja með í þeirri beiðni um skoð­un,“ skrifar Ragn­ar.

Hann segir það vera löngu orðið tíma­bært að sjóð­fé­lagar og almenn­ing­ur, í gegnum verka­lýðs­hreyf­ing­una, standi í lapp­irnar gegn vaxta­okri og öðru sið­leysi sem fengið hafi að þríf­ast innan líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins alltof lengi.

Voru SA í blekk­ing­ar­leik þegar lífs­kjara­samn­ing­arnir voru und­ir­rit­að­ir? Guð­rún Haf­steins­dóttir vara­for­maður stjórn­ar...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Fri­day, June 21, 2019


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent