Segir það stjórnvalda að ákveða hvort og hvernig dyflinnarreglugerðinni sé beitt

Efnt hefur verið til mótmæla á Austurvelli á morgun gegn brottvísun barna á flótta en alls hefur 75 börnum verið synjað um vernd á þessu ári. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, segir þessar ákvarðanir stjórnvalda vera ómannúðlegar.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG.
Auglýsing

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna og nefnd­ar­maður í flótta­manna­nefnd Evr­ópu­ráðs­þings, ­segir ljóst að stjórn­völd þurfi að hætta að vísa börnum úr landi. Hún segir í sam­tali við Kjarn­ann að það sé ómann­eskju­legt og ómann­úð­legt að íslensk stjórn­völd hafi vísað 75 börnum úr landi það sem af er ári. Hún bendir á að það sé stjórn­valda að ákveða hvort og þá hvernig dyfl­inn­ar­reglu­gerð­inni sé beitt en hún segir að dóms­mála­ráð­herra hafi túlkað hana til hins ítrasta á síð­ustu árum.  

Send aftur til Grikk­lands

Stundin greindi frá því í gær að kæru­nefnd útlend­inga­mála hefur úrskurðað að S­han­haz Safari og börn hennar tvö­, Za­ina­b og Amir, fái ekki alþjóð­lega vernd hér á landi. Fái úrskurð­ur­inn að standa mun fjöl­skyldan þurfa að fara í flótta­manna­búðir í Grikk­landi. Sam­kvæmt umfjöllun Stund­ar­innar hafa íslensk stjórn­völd hafnað því að taka mál ­fjöl­skyld­unnar til efn­is­legrar með­ferðar á þeim for­sendum að fjöl­skyldan hafi þegar fengið alþjóð­lega vernd í Grikk­land­i. 

Búið er að sækja um end­ur­upp­töku í máli fjöl­skyld­unnar í tvígang en í báðum til­vikum hefur þeim verið hafn­að. Í seinni upp­töku­beiðn­inni var byggt á því mati sál­fræð­ings að ef brott­vísun yrði fram­kvæmd yrð­i Za­ina­b ­fyrir sál­rænum skaða. Á það var hins vegar ekki fall­ist og beiðn­inni hafnað í lok síð­asta mán­að­ar. Ef ákvörðun íslenskra stjórn­valda fær að standa verður fjöl­skyld­unni vísað úr landi í næstu viku. 

Auglýsing

Enn fremur var greint frá því á mánu­dag­inn síð­asta að vísa átti afgönsku drengj­un­um Ma­hd­i og Ali S­arwar­y á­samt föður þeirra úr landi en brott­vísun þeirra til Grikk­lands var frestað vegna mik­ils kvíða hjá öðrum dreng­un­um. Ekki er þó vitað hvenær brott­vísun barn­anna mun fara fram en sam­tökin No ­Border­s Iceland telja það muni ger­­ast seinna í vik­unni.

75 börnum synjað um vernd á þessu ári

Í kjöl­far frétta­flutn­ings af þessum tveimur málum hafa stjórn­völd ver­ið harka­lega ­gagn­rýnd á sam­fé­lags­miðlum og þing­menn Sam­fylkar­innar meðal ann­ars skorað á stjórn­völd að end­ur­skoða stefnu sína í útlend­inga­mál­u­m. Þá hefur verið boð­að  til mót­mæla­göngu á morgun klukkan 17.00 þar sem fólk er hvatt til þess að ganga fylktu liði frá Hall­gríms­kirkju að Aust­ur­velli til að mót­mæla brott­vís­unum barna á flótta.

Í yfir­lýs­ingu UN­ICEF ­vegna brott­vís­unar barna á flótta frá Íslandi segir að end­ur­send­ingum umsækj­enda um alþjóð­lega vernd til Grikk­lands frá Íslandi var hætt árið 2010 vegna þess að aðstæður í gríska hæl­is­kerf­inu voru taldar ófull­nægj­andi og sam­kvæmt yfir­lýs­ing­unni hefur ekki verið talin ástæða til að end­ur­skoða þá afstöð­u.Hins vegar segja sam­tökin að end­ur­send­ingum til Grikk­lands hafi ekki verið hætt hafi börnin þegar hlotið alþjóð­lega vernd þar í land­i. 

Sam­tökin segja að þetta sé gert þrátt fyrir að alþjóða­stofn­anir upp­lýsi með reglu­bundnum hætti um slæma stöðu barna á flótta á Grikk­land­i. ­Fjöl­skyldur búi víða í tjald­búðum og aðeins rúmur helm­ingur barn­anna fái aðgang mennt­un. For­eldrar hafai­ekki mögu­leika á að sækja vinnu og sjá fjöl­skyldu sinni far­borða. 

Mynd:EPA„Í ljósi skyldu stjórn­valda til að meta það sem barni er fyrir bestu, er ekki ásætt­an­legt að hags­munir barn­anna séu metnir ólíkir á grund­velli laga­legrar stöðu þeirra ein­göngu, það er hvort þau eru umsækj­endur um vernd eða með stöðu flótta­fólks, þegar eng­inn raun­veru­legur munur er mögu­leikum þeirra til lífs og þroska í Grikk­land­i,“ segir í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Það sem af er árs 2019, hafa stjórn­völd afgreitt umsóknir 105 barna sam­kvæmt töl­fræði á heim­síð­u Út­lend­inga­stofn­un­ar. Þarf af hafa 30 börn fengið vernd eða mann­úð­ar­leyfi hér á landi, 75 börnum hefur hins vegar því verið synjað um vernd, og þar af fengu 15 börn synjun á grund­velli verndar í öðru landi.

„UN­ICEF á Íslandi skorar á stjórn­völd að taka mót­töku barna sem sækja um alþjóð­lega vernd til end­ur­skoð­unar sam­hliða þeirri end­ur­skoðun sem á sér stað í mál­efnum barna almennt. Þar er eitt af brýn­ustu verk­efn­unum að bæta stefnu­mót­un, þekk­ingu og verk­ferla sem varða mat á því sem barni er fyrir best­u,“ segir að lokum í yfir­lýs­ing­unni.

Helm­ingur fylgd­ar­lausa barna hverfur

Þungum áhyggjum var lýst yfir stöðu fylgd­ar­lausa barna í Evr­ópu á Evr­ópu­ráðs­þing­inu í síð­ustu viku. Helm­ingur barna sem koma fylgd­ar­laus til Evr­ópu hverfur af mót­töku­mið­stöðvum innan tveggja sól­ar­hringa. Þau eru oft fórn­ar­lömb mansals, þrælk­unar og kyn­ferð­is­of­beld­is. Skýrsla sem Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, vara­for­seti Evr­ópu­ráðs­þings­ins og þing­mað­ur­ VG, vann fyr­ir­ ­Evr­ópu­ráðs­þing­ið varð grunnur að ályktun sem sam­þykkt var á þing­inu ein­róma. 

Í skýrsl­unni eru lagðar til breyt­ingar á lögum ríkj­anna til að veita börnum á flótta aukin rétt­ind­i. ­Meðal þess sem álykt­unin felur í sér er sú krafa að börn fái alltaf opin­beran fylgd­ar­mann sem yfir­völd útvegi. Slík fylgd getur komið í veg fyrir að börnum sé rænt og þau seld í kyn­lífs­þrælkun eða beitt kyn­ferð­is­of­beld­i. Einnig eru til­mæli í skýrsl­unni til stjórn­valda um póli­tíska stefnu­mörk­un, þar á meðal um frá­vísun flótta­barna og aukin fram­lög á fjár­lögum til mála­flokks­ins, börnum til heilla.

Stjórn­valda að ákveða hvort Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­inni sé beitt

Rósa Björk segir í sam­tali við Kjarn­ann að ljóst sé að stjórn­völd þurfi að hætt að vísa börnum úr landi. Hún segir þetta snú­ast um póli­tískan vilja og bendir á að á síð­ustu árum hafi dóms­mála­ráð­herrar túlk­að Dyfl­inna­reglu­gerð­ina til hins ítrasta. „Það er ó­mann­eskju­legt og ómann­úð­legt að íslensk stjórn­völd hafi vísað 75 börnum frá landi aðeins á þessu ári,“ segir Rósa Björk

Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­in, með síð­ari breyt­ing­um, felur í sér við­mið­anir og fyr­ir­komu­lag við að ákvarða hvaða Schen­gen-­ríki beri ábyrgð á með­ferð hæl­is­um­sóknar sem ein­stak­lingur leggur fram í einu aðild­ar­ríkja Schen­gen-­svæð­is­ins. Þannig er stjórn­völdum heim­ilað að senda við­kom­andi hæl­is­leit­anda aftur til þess Schen­gen-­ríkis sem hann kom fyrst til­. Í nýjust­u Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­inn­i er þó kveðið á um að ekki megi senda hæl­is­leit­anda aftur til ríkis þar sem hætta er á að hann sæti ómann­úð­legri eða van­virð­andi með­ferð og bann hefur verið lagt við flutn­ingum hæl­is­leit­enda til Grikk­lands næst­kom­andi tvö ár. Sam­kvæmt yfir­lýs­ing­u UN­ICEF hef­ur end­ur­send­ingum til Grikk­lands hins vegar ekki verið hætt hafi börnin þegar hlotið alþjóð­lega vernd þar í landi.

Rósa Björk bendir aftur á móti á að sam­kvæmt reglu­gerð­inni sé mögu­legt að halda vernd­ar­hendi yfir börnum og fólki í við­kvæmri stöð­u. „Það er stjórn­valda að ákveða hvort Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­in sé yfir­höfuð notuð og ef svo er hvernig hún er túlk­uð.“

Aðspurð segir hún að auð­vitað sé þrýst­ingur innan Vinstri grænna þegar kemur að þessum ­mála­flokki. Hún segir að flokk­ur­inn sé með­ lands­fund­ar­á­lykt­anir og ­stefnur á þann veg að taka á móti flótta­fólki og þeim sem leita eftir alþjóð­legri vernd á mann­eskju­legan og mann­úð­legan hátt. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan þingflokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Vilja auka aðhaldshlutverk loftslagsráðs
Níu þingmennirnir leggja til að aðhald með aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum verði aukið. Lagt er til að aðgerðaáætlunin verði endurskoðuð á tveggja ára fresti í stað fjögurra og að aðhaldshlutverk loftlagsráðs verði aukið.
Kjarninn 13. desember 2019
Greiðslurnar sem um ræðir fóru meðal annars til Sacky Shanghala, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra Namib­íu.
Samherji segist ekki hafa vitað um ákveðnar mútugreiðslur
Forsvarsmenn Samherja hafa afhent Fréttablaðinu valda tölvupósta sem fyrirtækið telur að sýni að það hafi ekki vitað um ákveðnar mútugreiðslur í Namibíu. Um er að ræða tvö prósent af þeim mútum sem ákært hefur verið fyrir þar í landi.
Kjarninn 13. desember 2019
Unnið að sameiningu DV og Fréttablaðsins
Stór sameining er í vændum á fjölmiðlamarkaði. Búist er við niðurstöðu á morgun, föstudag. Yrði eina fjölmiðlasamsteypa landsins sem miðlar efni í gegnum sjónvarp, prent- og netmiðla.
Kjarninn 12. desember 2019
Íhaldsflokkur Boris Johnson í lykilstöðu samkvæmt útgönguspá
Brexit er líklegt til að verða að veruleika strax í janúar, gangi útgönguspár eftir í Bretlandi, en kjörstaðir lokuðu klukkan 22:00.
Kjarninn 12. desember 2019
Þjóðaröryggisráð ræddi „fordæmalaust ástand“
Fundað var í þjóðaröryggisráði í dag. Ofsaveður hefur leitt til rafmagnsleysis og fjarskiptatruflana víða.
Kjarninn 12. desember 2019
Árni Stefán Árnason
Mítlar og Matvælastofnun – Dýravernd í vanda
Kjarninn 12. desember 2019
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Dugar ekki til að koma Íslandi af gráa listanum
Það að flýta þeim fresti sem íslensk félög hafa til að skrá raunverulega eigendur sína mun ekki eitt og sér duga til að koma Íslandi af gráum lista vegna ónógra peningaþvættisvarna.
Kjarninn 12. desember 2019
Menntaðri Íslendingar lifa lengur
Munur á lífslíkum eftir menntunar- og tekjustigi hefur aukist til muna frá árinu 2011. Þá hafa þeir tekjulægstu þurft að neita sér mun oftar um læknisþjónustu vegna kostnaðar en þeir tekjuhæstu.
Kjarninn 12. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent