Ragnar Þór segir dreifibréf FME staðfesta að engin lög hafi verið brotin

Formaður VR segir gott að fá það staðfest af Fjármálaeftirlitinu að engar reglur eða lög hafi verið brotin þegar VR afturkallaði umboð stjórnarmanna sinna í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og vísar þar til dreifibréfs FME frá því í gær.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­mað­ur­ VR, segir að til­mæli Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um stjórnir líf­eyr­is­sjóða stað­festi það sem VR­ hafi alla ­tíð haldið fram, að það sé ekk­ert sem banni þeim að skipta út ­full­trú­um í stjórn líf­eyr­is­sjóða. Ragnar Þór seg­ist jafn­framt reikna með því að ný stjórn verði kjörin við fyrsta tæki­færi. Þetta kemur fram í stöðu­færslu Ragn­ars á Face­book.

Í dreifi­bréfi Fjár­mála­eft­ir­lits­ins sem Kjarn­inn fjall­aði um í gær kemur fram að Fjár­mála­eft­ir­litið telur aft­ur­köllun á til­nefn­ingu stjórn­ar­manna sjóða vega að sjálf­stæð­i ­stjórn­a þeirra og að aft­ur­köllun á til­nefn­ingu stjórn­ar­manna sjóða, sem byggi á ósætti til­nefn­ing­ar­að­ila við ein­stakar ákvarð­anir stjórn­ar, geti talist til­raun til beinnar íhlut­unar í stjórnun líf­eyr­is­sjóða, sem með óbeinum hætti færir ákvörð­un­ar­valdið frá stjórn líf­eyr­is­sjóða. „Slíkt vegur að sjálf­­­stæði stjórnar og gengur í ber­högg við almenn sjón­­­­­ar­mið um góða stjórn­­­­­ar­hætt­i,“ segir í dreifi­bréf­inu.Jafn­framt beinir Fjár­­­mála­eft­ir­litið því til stjórna líf­eyr­is­­sjóða að taka sam­­þykktir sínar til skoð­unar með það að leið­­ar­­ljósi að skýra hvort og þá við hvaða aðstæður sé mög­u­­legt að aft­­ur­­kalla umboð stjórn­­­ar­­manna sem kjörn­ir/til­­nefndir hafa ver­ið.

Ný stjórn kölluð saman við fyrsta tæki­færi

Ragnar Þór seg­ir  í stöðu­færslu sinni að dreifi­bréf F­ME ­feli í sér til­mæli um að setja þurfi skýr­ari reglur um aft­ur­köllun umboða og með hvaða hætti það verði gert í fram­tíð­inni og með því „stað­fest­ist það sem við höfum alla tíð haldið fram að það er ekk­ert sem bannar okkur og skipta út full­trúum okkar og vísum þannig í reglur okkar um full­trúa­ráð VR í Líf­eyr­is­sjóði versl­un­ar­manna, sem öll stjórn­ VR­ ­sam­þykkti á sínum tíma að með­töldum frá­far­andi stjórn­ar­for­mann­i LI­VE.“ 

Auglýsing

Í stöðu­færsl­unni greinir Ragnar Þór jafn­framt frá því að á fund­i VR­ ­með líf­eyr­is­sjóðnum í byrjun árs hafi það ver­ið ­sam­eig­in­legur skiln­ingur beggja aðila að reglur um aft­ur­köllun umboða yrðu settar af skip­un­ar­að­il­um, sem í til­felli VR­ er full­trúa­ráð VR í líf­eyr­is­sjóðn­um. 

„For­svars­menn sjóðs­ins og VR­ voru því sam­mála um að setja EKKI slíkar reglur í sam­þykktir sjóðs­ins heldur væru þær settar af skip­un­ar­að­il­u­m. Þessi sjón­ar­mið og stað­fest­ing á því að þessi fundur var haldin með for­svars­mönnum sjóðs­ins í byrjun árs hafa ekki fengið áheyrn F­ME en VR­ var aldrei beðið um grein­ar­gerð eða frek­ari útskýr­ingar á okkar sjón­ar­miðum í mál­inu sem hlýtur að telj­ast frekar sér­stakt af eft­ir­lits­stofnun sem predikar hæst um fag­leg vinnu­brögð,“ segir í stöðu­færsl­unn­i. 

Þá segir Ragnar að VR­ muni virða ábend­ing­ar F­ME um að fylgja góðum stjórn­ar­háttum en að það sé „gott að fá það stað­fest af F­ME að engar reglur eða lög voru brotin og við í fullum rétti. Við höfum nú þegar farið ítar­lega yfir málið með lög­mönnum félags­ins sem taka af allan vafa í þessu máli.“ Hann seg­ist jafn­framt reikna með að ný stjórn verði kölluð saman við fyrsta tæki­færi. 

Í dag sendi FME frá sér dreifi­bréf til líf­eyr­is­sjóð­anna sem felur í sér til­mæli um það að setja þurfi skýr­ari reglur um...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Wed­nes­day, July 3, 2019


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Flokkun fólks eftir málfari
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent