Ragnar Þór segir dreifibréf FME staðfesta að engin lög hafi verið brotin

Formaður VR segir gott að fá það staðfest af Fjármálaeftirlitinu að engar reglur eða lög hafi verið brotin þegar VR afturkallaði umboð stjórnarmanna sinna í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og vísar þar til dreifibréfs FME frá því í gær.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­mað­ur­ VR, segir að til­mæli Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um stjórnir líf­eyr­is­sjóða stað­festi það sem VR­ hafi alla ­tíð haldið fram, að það sé ekk­ert sem banni þeim að skipta út ­full­trú­um í stjórn líf­eyr­is­sjóða. Ragnar Þór seg­ist jafn­framt reikna með því að ný stjórn verði kjörin við fyrsta tæki­færi. Þetta kemur fram í stöðu­færslu Ragn­ars á Face­book.

Í dreifi­bréfi Fjár­mála­eft­ir­lits­ins sem Kjarn­inn fjall­aði um í gær kemur fram að Fjár­mála­eft­ir­litið telur aft­ur­köllun á til­nefn­ingu stjórn­ar­manna sjóða vega að sjálf­stæð­i ­stjórn­a þeirra og að aft­ur­köllun á til­nefn­ingu stjórn­ar­manna sjóða, sem byggi á ósætti til­nefn­ing­ar­að­ila við ein­stakar ákvarð­anir stjórn­ar, geti talist til­raun til beinnar íhlut­unar í stjórnun líf­eyr­is­sjóða, sem með óbeinum hætti færir ákvörð­un­ar­valdið frá stjórn líf­eyr­is­sjóða. „Slíkt vegur að sjálf­­­stæði stjórnar og gengur í ber­högg við almenn sjón­­­­­ar­mið um góða stjórn­­­­­ar­hætt­i,“ segir í dreifi­bréf­inu.Jafn­framt beinir Fjár­­­mála­eft­ir­litið því til stjórna líf­eyr­is­­sjóða að taka sam­­þykktir sínar til skoð­unar með það að leið­­ar­­ljósi að skýra hvort og þá við hvaða aðstæður sé mög­u­­legt að aft­­ur­­kalla umboð stjórn­­­ar­­manna sem kjörn­ir/til­­nefndir hafa ver­ið.

Ný stjórn kölluð saman við fyrsta tæki­færi

Ragnar Þór seg­ir  í stöðu­færslu sinni að dreifi­bréf F­ME ­feli í sér til­mæli um að setja þurfi skýr­ari reglur um aft­ur­köllun umboða og með hvaða hætti það verði gert í fram­tíð­inni og með því „stað­fest­ist það sem við höfum alla tíð haldið fram að það er ekk­ert sem bannar okkur og skipta út full­trúum okkar og vísum þannig í reglur okkar um full­trúa­ráð VR í Líf­eyr­is­sjóði versl­un­ar­manna, sem öll stjórn­ VR­ ­sam­þykkti á sínum tíma að með­töldum frá­far­andi stjórn­ar­for­mann­i LI­VE.“ 

Auglýsing

Í stöðu­færsl­unni greinir Ragnar Þór jafn­framt frá því að á fund­i VR­ ­með líf­eyr­is­sjóðnum í byrjun árs hafi það ver­ið ­sam­eig­in­legur skiln­ingur beggja aðila að reglur um aft­ur­köllun umboða yrðu settar af skip­un­ar­að­il­um, sem í til­felli VR­ er full­trúa­ráð VR í líf­eyr­is­sjóðn­um. 

„For­svars­menn sjóðs­ins og VR­ voru því sam­mála um að setja EKKI slíkar reglur í sam­þykktir sjóðs­ins heldur væru þær settar af skip­un­ar­að­il­u­m. Þessi sjón­ar­mið og stað­fest­ing á því að þessi fundur var haldin með for­svars­mönnum sjóðs­ins í byrjun árs hafa ekki fengið áheyrn F­ME en VR­ var aldrei beðið um grein­ar­gerð eða frek­ari útskýr­ingar á okkar sjón­ar­miðum í mál­inu sem hlýtur að telj­ast frekar sér­stakt af eft­ir­lits­stofnun sem predikar hæst um fag­leg vinnu­brögð,“ segir í stöðu­færsl­unn­i. 

Þá segir Ragnar að VR­ muni virða ábend­ing­ar F­ME um að fylgja góðum stjórn­ar­háttum en að það sé „gott að fá það stað­fest af F­ME að engar reglur eða lög voru brotin og við í fullum rétti. Við höfum nú þegar farið ítar­lega yfir málið með lög­mönnum félags­ins sem taka af allan vafa í þessu máli.“ Hann seg­ist jafn­framt reikna með að ný stjórn verði kölluð saman við fyrsta tæki­færi. 

Í dag sendi FME frá sér dreifi­bréf til líf­eyr­is­sjóð­anna sem felur í sér til­mæli um það að setja þurfi skýr­ari reglur um...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Wed­nes­day, July 3, 2019


Drónaárás skekur markaði um allan heim
Þegar olíuverð hækkar um 10 til 20 prósent yfir nótt þá myndast óhjákvæmilega skjálfti á mörkuðum. Hann náði til Íslands, og stóra spurningin er - hvað gerist næst, og hversu lengi verður framleiðsla Aramco í lamasessi?
Kjarninn 16. september 2019
Landsréttarmálið flutt í yfirdeild MDE 5. febrúar 2020
Ákveðið hefur verið hvaða dómarar muni sitja í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu þegar Landsréttarmálið svokallaða verður tekið þar fyrir snemma á næsta ári. Á meðal þeirra er Róbert Spanó, sem sat einnig í dómnum sem felldi áfellisdóm í mars.
Kjarninn 16. september 2019
Hallgrímur Hróðmarsson
Enn er von – Traust almennings til Alþingis mun aukast
Kjarninn 16. september 2019
Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.
Óásættanlegt að þjóðkirkjuprestur hafi brotið á konum
Biskup Íslands og tveir vígslubiskupar hafa sent frá sé yfirlýsingu þar sem þau harma brot fyrrverandi sóknarprests gagnvart konum. Prestinum var meðal annars gefið að hafa sleikt eyrnasnepla konu sem vann með honum.
Kjarninn 16. september 2019
OECD vill að ríkið selja banka, létti á regluverki og setji á veggjöld
Lífskjör eru mikil á Íslandi og flestar breytur í efnahagslífi okkar eru jákvæðar. Hér ríkir jöfnuður og hagvöxtur sem sýni að það geti haldist í hendur. Ýmsar hættur eru þó til staðar og margt má laga. Þetta er mat OECD á íslensku efnahagslífi.
Kjarninn 16. september 2019
Kemur ekki til greina að gera starfslokasamning við Harald að svo stöddu
Ekki kemur til greina hjá dómsmálaráðherra að gera starfslokasamning við Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, að svo stöddu.
Kjarninn 16. september 2019
Hitler, Hekla og hindúismi: Nýaldarnasistinn Savitri Devi
Tungutak fasista er farið að sjást aftur. Savitri Devi er ein einkennilegasta persónan sem komið hefur fram í uppsprettu öfgahópa. Flosi Þorgeirsson, sagnfræðingur, hefur kynnt sér sögu hennar.
Kjarninn 16. september 2019
Níu manns sækja um stöðu í Seðlabanka Íslands
Níu manns hafa sótt um stöðu framkvæmdastjóra fjármálastöðugleikasviðs í Seðlabanka Íslands. Á meðal umsækjenda eru Ásdís Kristjánsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Bryndís Ásbjarnardóttir.
Kjarninn 16. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent