Ragnar Þór segir dreifibréf FME staðfesta að engin lög hafi verið brotin

Formaður VR segir gott að fá það staðfest af Fjármálaeftirlitinu að engar reglur eða lög hafi verið brotin þegar VR afturkallaði umboð stjórnarmanna sinna í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og vísar þar til dreifibréfs FME frá því í gær.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­mað­ur­ VR, segir að til­mæli Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um stjórnir líf­eyr­is­sjóða stað­festi það sem VR­ hafi alla ­tíð haldið fram, að það sé ekk­ert sem banni þeim að skipta út ­full­trú­um í stjórn líf­eyr­is­sjóða. Ragnar Þór seg­ist jafn­framt reikna með því að ný stjórn verði kjörin við fyrsta tæki­færi. Þetta kemur fram í stöðu­færslu Ragn­ars á Face­book.

Í dreifi­bréfi Fjár­mála­eft­ir­lits­ins sem Kjarn­inn fjall­aði um í gær kemur fram að Fjár­mála­eft­ir­litið telur aft­ur­köllun á til­nefn­ingu stjórn­ar­manna sjóða vega að sjálf­stæð­i ­stjórn­a þeirra og að aft­ur­köllun á til­nefn­ingu stjórn­ar­manna sjóða, sem byggi á ósætti til­nefn­ing­ar­að­ila við ein­stakar ákvarð­anir stjórn­ar, geti talist til­raun til beinnar íhlut­unar í stjórnun líf­eyr­is­sjóða, sem með óbeinum hætti færir ákvörð­un­ar­valdið frá stjórn líf­eyr­is­sjóða. „Slíkt vegur að sjálf­­­stæði stjórnar og gengur í ber­högg við almenn sjón­­­­­ar­mið um góða stjórn­­­­­ar­hætt­i,“ segir í dreifi­bréf­inu.Jafn­framt beinir Fjár­­­mála­eft­ir­litið því til stjórna líf­eyr­is­­sjóða að taka sam­­þykktir sínar til skoð­unar með það að leið­­ar­­ljósi að skýra hvort og þá við hvaða aðstæður sé mög­u­­legt að aft­­ur­­kalla umboð stjórn­­­ar­­manna sem kjörn­ir/til­­nefndir hafa ver­ið.

Ný stjórn kölluð saman við fyrsta tæki­færi

Ragnar Þór seg­ir  í stöðu­færslu sinni að dreifi­bréf F­ME ­feli í sér til­mæli um að setja þurfi skýr­ari reglur um aft­ur­köllun umboða og með hvaða hætti það verði gert í fram­tíð­inni og með því „stað­fest­ist það sem við höfum alla tíð haldið fram að það er ekk­ert sem bannar okkur og skipta út full­trúum okkar og vísum þannig í reglur okkar um full­trúa­ráð VR í Líf­eyr­is­sjóði versl­un­ar­manna, sem öll stjórn­ VR­ ­sam­þykkti á sínum tíma að með­töldum frá­far­andi stjórn­ar­for­mann­i LI­VE.“ 

Auglýsing

Í stöðu­færsl­unni greinir Ragnar Þór jafn­framt frá því að á fund­i VR­ ­með líf­eyr­is­sjóðnum í byrjun árs hafi það ver­ið ­sam­eig­in­legur skiln­ingur beggja aðila að reglur um aft­ur­köllun umboða yrðu settar af skip­un­ar­að­il­um, sem í til­felli VR­ er full­trúa­ráð VR í líf­eyr­is­sjóðn­um. 

„For­svars­menn sjóðs­ins og VR­ voru því sam­mála um að setja EKKI slíkar reglur í sam­þykktir sjóðs­ins heldur væru þær settar af skip­un­ar­að­il­u­m. Þessi sjón­ar­mið og stað­fest­ing á því að þessi fundur var haldin með for­svars­mönnum sjóðs­ins í byrjun árs hafa ekki fengið áheyrn F­ME en VR­ var aldrei beðið um grein­ar­gerð eða frek­ari útskýr­ingar á okkar sjón­ar­miðum í mál­inu sem hlýtur að telj­ast frekar sér­stakt af eft­ir­lits­stofnun sem predikar hæst um fag­leg vinnu­brögð,“ segir í stöðu­færsl­unn­i. 

Þá segir Ragnar að VR­ muni virða ábend­ing­ar F­ME um að fylgja góðum stjórn­ar­háttum en að það sé „gott að fá það stað­fest af F­ME að engar reglur eða lög voru brotin og við í fullum rétti. Við höfum nú þegar farið ítar­lega yfir málið með lög­mönnum félags­ins sem taka af allan vafa í þessu máli.“ Hann seg­ist jafn­framt reikna með að ný stjórn verði kölluð saman við fyrsta tæki­færi. 

Í dag sendi FME frá sér dreifi­bréf til líf­eyr­is­sjóð­anna sem felur í sér til­mæli um það að setja þurfi skýr­ari reglur um...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Wed­nes­day, July 3, 2019


Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent