Ragnar Þór segir dreifibréf FME staðfesta að engin lög hafi verið brotin

Formaður VR segir gott að fá það staðfest af Fjármálaeftirlitinu að engar reglur eða lög hafi verið brotin þegar VR afturkallaði umboð stjórnarmanna sinna í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og vísar þar til dreifibréfs FME frá því í gær.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­mað­ur­ VR, segir að til­mæli Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um stjórnir líf­eyr­is­sjóða stað­festi það sem VR­ hafi alla ­tíð haldið fram, að það sé ekk­ert sem banni þeim að skipta út ­full­trú­um í stjórn líf­eyr­is­sjóða. Ragnar Þór seg­ist jafn­framt reikna með því að ný stjórn verði kjörin við fyrsta tæki­færi. Þetta kemur fram í stöðu­færslu Ragn­ars á Face­book.

Í dreifi­bréfi Fjár­mála­eft­ir­lits­ins sem Kjarn­inn fjall­aði um í gær kemur fram að Fjár­mála­eft­ir­litið telur aft­ur­köllun á til­nefn­ingu stjórn­ar­manna sjóða vega að sjálf­stæð­i ­stjórn­a þeirra og að aft­ur­köllun á til­nefn­ingu stjórn­ar­manna sjóða, sem byggi á ósætti til­nefn­ing­ar­að­ila við ein­stakar ákvarð­anir stjórn­ar, geti talist til­raun til beinnar íhlut­unar í stjórnun líf­eyr­is­sjóða, sem með óbeinum hætti færir ákvörð­un­ar­valdið frá stjórn líf­eyr­is­sjóða. „Slíkt vegur að sjálf­­­stæði stjórnar og gengur í ber­högg við almenn sjón­­­­­ar­mið um góða stjórn­­­­­ar­hætt­i,“ segir í dreifi­bréf­inu.Jafn­framt beinir Fjár­­­mála­eft­ir­litið því til stjórna líf­eyr­is­­sjóða að taka sam­­þykktir sínar til skoð­unar með það að leið­­ar­­ljósi að skýra hvort og þá við hvaða aðstæður sé mög­u­­legt að aft­­ur­­kalla umboð stjórn­­­ar­­manna sem kjörn­ir/til­­nefndir hafa ver­ið.

Ný stjórn kölluð saman við fyrsta tæki­færi

Ragnar Þór seg­ir  í stöðu­færslu sinni að dreifi­bréf F­ME ­feli í sér til­mæli um að setja þurfi skýr­ari reglur um aft­ur­köllun umboða og með hvaða hætti það verði gert í fram­tíð­inni og með því „stað­fest­ist það sem við höfum alla tíð haldið fram að það er ekk­ert sem bannar okkur og skipta út full­trúum okkar og vísum þannig í reglur okkar um full­trúa­ráð VR í Líf­eyr­is­sjóði versl­un­ar­manna, sem öll stjórn­ VR­ ­sam­þykkti á sínum tíma að með­töldum frá­far­andi stjórn­ar­for­mann­i LI­VE.“ 

Auglýsing

Í stöðu­færsl­unni greinir Ragnar Þór jafn­framt frá því að á fund­i VR­ ­með líf­eyr­is­sjóðnum í byrjun árs hafi það ver­ið ­sam­eig­in­legur skiln­ingur beggja aðila að reglur um aft­ur­köllun umboða yrðu settar af skip­un­ar­að­il­um, sem í til­felli VR­ er full­trúa­ráð VR í líf­eyr­is­sjóðn­um. 

„For­svars­menn sjóðs­ins og VR­ voru því sam­mála um að setja EKKI slíkar reglur í sam­þykktir sjóðs­ins heldur væru þær settar af skip­un­ar­að­il­u­m. Þessi sjón­ar­mið og stað­fest­ing á því að þessi fundur var haldin með for­svars­mönnum sjóðs­ins í byrjun árs hafa ekki fengið áheyrn F­ME en VR­ var aldrei beðið um grein­ar­gerð eða frek­ari útskýr­ingar á okkar sjón­ar­miðum í mál­inu sem hlýtur að telj­ast frekar sér­stakt af eft­ir­lits­stofnun sem predikar hæst um fag­leg vinnu­brögð,“ segir í stöðu­færsl­unn­i. 

Þá segir Ragnar að VR­ muni virða ábend­ing­ar F­ME um að fylgja góðum stjórn­ar­háttum en að það sé „gott að fá það stað­fest af F­ME að engar reglur eða lög voru brotin og við í fullum rétti. Við höfum nú þegar farið ítar­lega yfir málið með lög­mönnum félags­ins sem taka af allan vafa í þessu máli.“ Hann seg­ist jafn­framt reikna með að ný stjórn verði kölluð saman við fyrsta tæki­færi. 

Í dag sendi FME frá sér dreifi­bréf til líf­eyr­is­sjóð­anna sem felur í sér til­mæli um það að setja þurfi skýr­ari reglur um...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Wed­nes­day, July 3, 2019


Vincent Tan
Greiðir 6,7 milljarða fyrir hlutinn í Icelandair Hotels
Berjaya Land Berhad, sem stofnað var af milljarðamæringnum Vincent Tan, mun greiða 53,6 milljónir dala, jafnvirði um 6,7 milljarða króna, fyrir 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels og þeim fasteignum sem tilheyra hótelrekstrinum.
Kjarninn 17. júlí 2019
Helgi Hrafn hellti sér yfir Birgittu á átakafundi Pírata
Myndband hefur verið birt af átakafundi Pírata þar sem Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður flokksins, gagnrýndi Birgittu Jónsdóttur harðlega.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín kynnti innleiðingu á heimsmarkmiðum
Forsætisráðherra talaði fyrir mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu við innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Forstjóri Nova: Óþarfi að greiða tvo milljarða á ári fyrir leigu á myndlyklum
Forstjóri Nova segir að framtíð sjónvarpsins sé á netinu.
Kjarninn 16. júlí 2019
Jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020
Prófun á Mars-Jeppa fer fram í nágrenni Langjökuls. Fjölmargir vísindamenn koma að verkefninu, þar á meðal nemendur frá Háskóla Reykjavíkur og starfsfólk Arctic Trucks.
Kjarninn 16. júlí 2019
Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent