Eignir lífeyrissjóðanna nálgast fimm þúsund milljarða

Alls jukust eignir íslenska lífeyrissjóðakerfisins um 655 milljarða króna á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs. Erlendu eignir þess hafa næstum tvöfaldast frá því að höftum var lyft og innlend hlutabréf gáfu vel af sér í fyrra.

Lífeyrissjóðakerfið á að tryggja sem flestum Íslendingum áhyggjulaust ævikvöld. Eignir þess hafa aukist hratt undanfarið.
Lífeyrissjóðakerfið á að tryggja sem flestum Íslendingum áhyggjulaust ævikvöld. Eignir þess hafa aukist hratt undanfarið.
Auglýsing

Eignir líf­eyr­is­sjóða lands­ins voru 4.900 millj­arðar króna í lok nóv­em­ber 2019 og hækk­uðu um 43 millj­arða króna frá fyrri mán­uði. Alls hækk­aði virði eigna þeirra um 655 millj­arða króna á fyrstu ell­efu mán­uðum síð­asta ár. Þetta kemur fram í nýjum hag­tölum Seðla­banka Íslands um líf­eyr­is­sjóða­kerfið sem birtar voru á föstu­dag. 

Það er mun meiri hækkun í krónum talið innan árs en nokkru sinni hefur átt sér stað á eigna­safni alls líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins áður. Á árinu 2017, sem var fyrra metárið, juk­ust eignir sjóð­anna um 403 millj­arða króna og 2018 juk­ust eignir þeirra um 302 millj­ónir króna. Sú hækkun sem varð á eigna­safni þeirra á fyrstu ell­efu mán­uðum síð­asta árs er því 93 pró­sent af sam­an­lagðri hækkun á árunum 2017 og 2018. Vert er að taka fram að ekki er ein­ungis um hækkun vegna ávöxt­unar að ræða heldur aukast inn­greiðslur einnig ár frá ári vegna fjölg­unar í hópi greið­enda og hærri iðgjalds­greiðslna. 

Hlut­falls­lega er hækk­unin sem átti sér stað í fyrra þó einnig með því mesta sem sést hefur innan árs. Alls juk­ust eign­irnar um 15,4 pró­sent frá byrjun árs 2019 og til loka nóv­em­ber­mán­að­ar. Það er mesta hlut­falls­lega aukn­ing sem orðið hefur á eigna­safn­inu innan eins árs eftir banka­hrun. 

Auglýsing
Mesta hlut­falls­lega hækkun innan árs á síð­ari árum var á árinu 2006, í miðju fyr­ir­hruns góð­ær­inu, þegar eigna­safnið hækk­aði um 23,3 pró­sent innan árs. 

Marel lyk­il­breyta

Stíf fjár­magns­höft sem sett voru síðla árs 2008 gerðu líf­eyr­is­sjóð­unum erfitt fyrir í fjár­fest­ingum og þeir höfðu ekki marga aðra kosti en að binda þá pen­inga sem streymdu frá sífellt fleiri greið­endum í þeim inn­lendu fjár­fest­ingum sem buð­ust. Sjóð­irnir keyptu skulda­bréf af miklum móð og eign­uð­ust þar með stóran bita í skuldum bæði opin­bera og einka­geirans. Alls eiga þeir nú tæp­lega tvö þús­und millj­arða króna í inn­lendum mark­aðs­skulda­bréfum og víxl­um. Það þýðir að þeir eiga um 75 pró­sent allra slíkra hér­lend­is. 

Auglýsing
Til við­bótar hafa líf­eyr­is­sjóð­irn­ir, sér­stak­lega á allra síð­ustu árum, verið leið­andi á íbúða­lána­mark­aði og þar af leið­andi tekið sér stöðu sem stórir beinir lán­tak­endur íslenskra heim­ila. Það hafa þeir gert með því að bjóða upp á miklu betri vaxta­kjör en bankar og fyrir vikið hefur hlut­fall skulda heim­ila við líf­eyr­is­sjóði farið úr tíu pró­sentum í yfir 20 pró­sent frá árinu 2016.

Líf­eyr­is­sjóð­irnir eiga auk þess, beint og óbeint, um helm­ing allra skráðra hluta­bréfa á Íslandi en virði þeirra í lok nóv­em­ber síð­ast­lið­ins var 684 millj­arðar króna. Íslensku hluta­bréfin gáfu vel af sér á síð­asta ári en virði þess eigna­safns líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins hækk­aði um 137 millj­arða króna á fyrstu ell­efu mán­uðum árs­ins 2019. Þar skipti mestu máli mikil hækkun á hluta­bréfum í Mar­el, lang­verð­mætasta félags­ins í íslensku kaup­höll­inni. Hluta­bréf í Marel hækk­uðu um 66 pró­sent á síð­asta ári, en margir líf­eyr­is­sjóðir eru á meðal stærstu hlut­hafa félags­ins.

Erlendu eign­irnar hafa nær tvö­faldast 

Alls eru 71 pró­sent eigna líf­eyr­is­sjóð­anna  inn­an­lands. Frá því að fjár­magns­höftum var lyft snemma árs 2017 hafa þeir þó í auknum mæli beint sjónum sínum að fjár­fest­ingum utan land­stein­anna, bæði til að auka áhættu­dreif­ingu sína og til að kom­ast í fjöl­breytt­ari fjár­fest­ingar en þeim býðst á Íslandi. Hlut­fall inn­lendra eigna líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins var á þeim tíma 77 pró­sent og hefur því hlut­falls­lega dreg­ist veru­lega sam­an, þrátt fyrir góða ávöxtun inn­lendra hluta­bréfa í fyrra. 

Í apríl 2017, í kjöl­far þess að höft­unum var lyft, voru erlendar eignir kerf­is­ins 786 millj­arðar króna. Í dag eru þær tæp­lega tvisvar sinnum meiri, eða 1.438 millj­arðar króna. Á fyrstu ell­efu mán­uðum árs­ins 2019 hækk­uðu erlendu eign­irnar um 348 millj­arða króna og ljóst að þar er uppi­staðan í þeirri eign­ar­aukn­ingu sem varð til í líf­eyr­is­sjóðum lands­manna á síð­asta ári.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Verðmiðinn á Valitor og verksmiðjunni í Helguvík lækkað um nálægt tíu milljarða á einu ári
Arion banki átti sitt langversta rekstrarár í sögu sinni í fyrra, þegar hagnaðurinn var einn milljarður króna. Mestur var tæplega 50 milljarðar króna árið 2014. Erfiðleikar síðasta árs eru fyrst og síðast vegna tveggja eigna.
Kjarninn 24. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ástráður Haraldsson
Ástráður varar við dómsmáli ef þegar skipaðir dómarar verði skipaðir í lausa stöðu
Umsækjandi um stöðu Landsréttardómara hefur skrifað dómsmálaráðherra og varað við því að hann áskilji sér rétt til þess að láta reyna á það fyrir dómstólum ef þegar skipaðir dómarar fái stöðuna. Tveir hinna umsækjendanna eru nú þegar dómarar við réttinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Stefán Eiríksson á meðal umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra
Búið er að velja út fámennan hóp umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra sem valið verður úr. Sitjandi borgarritari er á meðal þeirra sem eru í þeim hópi.
Kjarninn 24. janúar 2020
Vilja þjóðaratkvæði um auðlindarákvæði fyrir mitt ár 2020
Hópurinn sem safnaði á sjötta tug þúsunda undirskrifta gegn afhendingu makrílkvóta í meira en eitt ár í senn á árinu 2015 hefur sent áskorun til Alþingis um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um tvær tillögur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá.
Kjarninn 24. janúar 2020
Ástráður Haraldsson héraðsdómari.
Ástráður var á meðal umsækjenda um skipun í Landsrétt en gleymdist
Alls sóttu fjórir um embætti Landsréttardómara sem auglýst var laust til umsóknar í byrjun árs. Þar á meðal er einn þeirra sem var metinn á meðal hæfustu umsækjenda árið 2017, en ekki skipaður.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar