Eignir lífeyrissjóðanna nálgast fimm þúsund milljarða

Alls jukust eignir íslenska lífeyrissjóðakerfisins um 655 milljarða króna á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs. Erlendu eignir þess hafa næstum tvöfaldast frá því að höftum var lyft og innlend hlutabréf gáfu vel af sér í fyrra.

Lífeyrissjóðakerfið á að tryggja sem flestum Íslendingum áhyggjulaust ævikvöld. Eignir þess hafa aukist hratt undanfarið.
Lífeyrissjóðakerfið á að tryggja sem flestum Íslendingum áhyggjulaust ævikvöld. Eignir þess hafa aukist hratt undanfarið.
Auglýsing

Eignir líf­eyr­is­sjóða lands­ins voru 4.900 millj­arðar króna í lok nóv­em­ber 2019 og hækk­uðu um 43 millj­arða króna frá fyrri mán­uði. Alls hækk­aði virði eigna þeirra um 655 millj­arða króna á fyrstu ell­efu mán­uðum síð­asta ár. Þetta kemur fram í nýjum hag­tölum Seðla­banka Íslands um líf­eyr­is­sjóða­kerfið sem birtar voru á föstu­dag. 

Það er mun meiri hækkun í krónum talið innan árs en nokkru sinni hefur átt sér stað á eigna­safni alls líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins áður. Á árinu 2017, sem var fyrra metárið, juk­ust eignir sjóð­anna um 403 millj­arða króna og 2018 juk­ust eignir þeirra um 302 millj­ónir króna. Sú hækkun sem varð á eigna­safni þeirra á fyrstu ell­efu mán­uðum síð­asta árs er því 93 pró­sent af sam­an­lagðri hækkun á árunum 2017 og 2018. Vert er að taka fram að ekki er ein­ungis um hækkun vegna ávöxt­unar að ræða heldur aukast inn­greiðslur einnig ár frá ári vegna fjölg­unar í hópi greið­enda og hærri iðgjalds­greiðslna. 

Hlut­falls­lega er hækk­unin sem átti sér stað í fyrra þó einnig með því mesta sem sést hefur innan árs. Alls juk­ust eign­irnar um 15,4 pró­sent frá byrjun árs 2019 og til loka nóv­em­ber­mán­að­ar. Það er mesta hlut­falls­lega aukn­ing sem orðið hefur á eigna­safn­inu innan eins árs eftir banka­hrun. 

Auglýsing
Mesta hlut­falls­lega hækkun innan árs á síð­ari árum var á árinu 2006, í miðju fyr­ir­hruns góð­ær­inu, þegar eigna­safnið hækk­aði um 23,3 pró­sent innan árs. 

Marel lyk­il­breyta

Stíf fjár­magns­höft sem sett voru síðla árs 2008 gerðu líf­eyr­is­sjóð­unum erfitt fyrir í fjár­fest­ingum og þeir höfðu ekki marga aðra kosti en að binda þá pen­inga sem streymdu frá sífellt fleiri greið­endum í þeim inn­lendu fjár­fest­ingum sem buð­ust. Sjóð­irnir keyptu skulda­bréf af miklum móð og eign­uð­ust þar með stóran bita í skuldum bæði opin­bera og einka­geirans. Alls eiga þeir nú tæp­lega tvö þús­und millj­arða króna í inn­lendum mark­aðs­skulda­bréfum og víxl­um. Það þýðir að þeir eiga um 75 pró­sent allra slíkra hér­lend­is. 

Auglýsing
Til við­bótar hafa líf­eyr­is­sjóð­irn­ir, sér­stak­lega á allra síð­ustu árum, verið leið­andi á íbúða­lána­mark­aði og þar af leið­andi tekið sér stöðu sem stórir beinir lán­tak­endur íslenskra heim­ila. Það hafa þeir gert með því að bjóða upp á miklu betri vaxta­kjör en bankar og fyrir vikið hefur hlut­fall skulda heim­ila við líf­eyr­is­sjóði farið úr tíu pró­sentum í yfir 20 pró­sent frá árinu 2016.

Líf­eyr­is­sjóð­irnir eiga auk þess, beint og óbeint, um helm­ing allra skráðra hluta­bréfa á Íslandi en virði þeirra í lok nóv­em­ber síð­ast­lið­ins var 684 millj­arðar króna. Íslensku hluta­bréfin gáfu vel af sér á síð­asta ári en virði þess eigna­safns líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins hækk­aði um 137 millj­arða króna á fyrstu ell­efu mán­uðum árs­ins 2019. Þar skipti mestu máli mikil hækkun á hluta­bréfum í Mar­el, lang­verð­mætasta félags­ins í íslensku kaup­höll­inni. Hluta­bréf í Marel hækk­uðu um 66 pró­sent á síð­asta ári, en margir líf­eyr­is­sjóðir eru á meðal stærstu hlut­hafa félags­ins.

Erlendu eign­irnar hafa nær tvö­faldast 

Alls eru 71 pró­sent eigna líf­eyr­is­sjóð­anna  inn­an­lands. Frá því að fjár­magns­höftum var lyft snemma árs 2017 hafa þeir þó í auknum mæli beint sjónum sínum að fjár­fest­ingum utan land­stein­anna, bæði til að auka áhættu­dreif­ingu sína og til að kom­ast í fjöl­breytt­ari fjár­fest­ingar en þeim býðst á Íslandi. Hlut­fall inn­lendra eigna líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins var á þeim tíma 77 pró­sent og hefur því hlut­falls­lega dreg­ist veru­lega sam­an, þrátt fyrir góða ávöxtun inn­lendra hluta­bréfa í fyrra. 

Í apríl 2017, í kjöl­far þess að höft­unum var lyft, voru erlendar eignir kerf­is­ins 786 millj­arðar króna. Í dag eru þær tæp­lega tvisvar sinnum meiri, eða 1.438 millj­arðar króna. Á fyrstu ell­efu mán­uðum árs­ins 2019 hækk­uðu erlendu eign­irnar um 348 millj­arða króna og ljóst að þar er uppi­staðan í þeirri eign­ar­aukn­ingu sem varð til í líf­eyr­is­sjóðum lands­manna á síð­asta ári.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vaxtabótakerfið var einu sinni stórt millifærslukerfi. Þannig er það ekki lengur.
Vaxtabætur halda áfram að lækka og sífellt færri fá þær
Á örfáum árum hefur fjöldi þeirra fjölskyldna sem fær vaxtabætur helmingast og upphæði sem ríkissjóður greiðir vegna þeirra dregist saman um milljarða. Þetta er vegna betri eiginfjárstöðu. En hærra eignarverð leiðir líka til hærri fasteignagjalda.
Kjarninn 2. júní 2020
Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson
Tengsl bæjarstjórahjóna við Kviku banka vekja spurningar
Leslistinn 2. júní 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar