Tímamót í Frjálsa lífeyrissjóðnum

Ingvi Þór Georgsson hvetur sjóðsfélaga Frjálsa lífeyrissjóðsins til að mæta á aðalfundinn sem framundan er og nýta lýðræðislegan rétt sinn til að greiða atkvæði.

Auglýsing

Í hugum margra eru stjórnir líf­eyr­is­sjóða lok­aðir klúbbar fyrir útvalda. Sjálfur er ég í Frjálsa líf­eyr­is­sjóðnum og tel það jákvætt að hve miklu leyti sjóð­ur­inn sker sig frá öðrum líf­eyr­is­sjóðum sökum sjóð­fé­laga­lýð­ræðis til kosn­ingar stjórnar á aðal­fundi á ári hverju. Því má segja að fyr­ir­komu­lag Frjálsa líf­eyr­is­sjóðs­ins í dag sé að mörgu leyti það besta sem á verður kos­ið.

Það hefur þó blásið um Frjálsa að und­an­förnu. Líf­eyr­is­sjóð­ur­inn hefur átt storma­söm tvö ár og hafa sjóð­fé­lagar krafið stjórn sjóðs­ins um upp­lýs­ingar um hin ýmsu mál, má þar helst nefna fjár­fest­ingu sjóðs­ins í United Sil­icon og aðdrag­anda henn­ar, sem kost­aði sjóð­inn stór­fé.

Í ár verður tíma­móta fundur en þá verður í fyrsta skipti á valdi sjóð­fé­laga Frjálsa líf­eyr­is­sjóðs­ins að kjósa öll sæti í stjórn, en und­an­farin ár hefur Arion banki til­nefnt þrjá af sjö stjórn­ar­mönn­um. Ég býð mig fram til setu í stjórn Frjálsa líf­eyr­is­sjóðs­ins til að gefa sjóðs­fé­lögum val á aðal­fundi mánu­dag­inn 13. maí næst­kom­andi.

Auglýsing

Það er margt sem betur mætti fara í stjórn sjóðs­ins og ég bendi sér­stak­lega á fjögur mál sem ég tel mik­il­vægt að vinna að.

Í fyrsta lagi legg ég til að það verði skylda að kosn­ingar til stjórnar sjóðs­ins verði raf­ræn­ar. Á aðal­fund­inum í næstu viku verður borin fram breyt­inga­til­laga stjórn­ar, sem kveður á um að stjórnin skuli hafa heim­ild til að halda raf­rænar kosn­ing­ar. Hér vil ég ganga enn lengra og gera raf­rænar kosn­ingar að skyldu því kost­irnir eru svo ótví­ræð­ir, raf­rænar kosn­ingar myndu meðal ann­ars auð­velda sjóð­fé­lögum um allt land að taka þátt í starfi sjóðs­ins.

Í annan stað þá er end­ur­skoð­un­ar­nefnd sjóðs­ins skipuð stjórn­ar­mönnum sjóðs­ins. Ég legg til að utan­að­kom­andi aðilar verði fengnir inn í end­ur­skoð­un­ar­nefnd sjóðs­ins.

Í þriðja lagi þarf að fara betur í saumana á því af hverju kostn­aður Frjálsa er miklu meiri en í Almenna líf­eyr­is­sjóðn­um, en báðir sjóðir eru svip­aðir að stærð. Eins og sjá má á mynd­inni hér að neðan munar þarna gríð­ar­legum fjár­hæð­um. Töl­urnar eru fengnar úr árs­reikn­ingum sjóð­anna en sam­an­burður milli sjóð­anna var birtur á síð­asta aðal­fundi.

Heimild: Ársreikningar Frjálsa og Almenna Lífeyrissjóðsins

Fjórði og síð­asti punkt­ur­inn sem ég tel vert að leggja áherslu á snýr svo að frelsi Frjálsa líf­eyr­is­sjóðs­ins. Frjálsi er í dag í eins­konar fjötrum Arion banka og núver­andi stjórn hefur lagt fram til­lögu sem mun að öllum lík­indum festa sjóð­inn hjá Arion banka um ókomna tíð, en lagt er til að það þurfi 2/3 hluta atkvæða á aðal­fundi Frjálsa til þess að breyta um rekstr­ar­að­ila. Ég tel mik­il­vægt að sjóð­fé­lagar og stjórn hafi val um að bjóða út rekstur sjóðs­ins fremur en að vera bundin einu fjár­mála­fyr­ir­tæki. Því tel ég að rétt­ast sé að hafna þess­ari breyt­inga­til­lögu eins og hún er lögð fram í dag.

Ég hvet sem flesta sjóðs­fé­laga til að mæta á aðal­fund­inn og nýta lýð­ræð­is­legan rétt sinn til að greiða atkvæði. Sjóð­ur­inn telur hátt í 60 þús­und manns og tæki­færi sjóð­fé­laga til að móta fram­tíð sjóðs­ins er núna. Sjáir þú þér ekki fært að mæta er ég til­bú­inn að fara með umboð fyrir þína hönd og koma fram­an­greindum mál­efnum á fram­færi.

Höf­undur er sjóð­fé­lagi í Frjálsa og við­skipta­fræð­ing­ur.

Drónaárás í Sádí-Arabíu ýtir olíuverðinu upp á við
Aldrei í sögunni hefur olíuverð hækkað jafnt mikið á jafn skömmum tíma, eins og gerðist í kjölfar drónaárásar á olíuframleiðslusvæði Aramco í Sádí-Arabíu.
Kjarninn 16. september 2019
Segir ríkislögreglustjóra bera skyldu til að tilkynna um spillingu
Verðandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir að Haraldur Johannessen eigi að tilkynna um spillingu sem hann viti af. Í viðtali í gær lét hann í það skína að slík væri til staðar.
Kjarninn 15. september 2019
Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti eigandi Brim.
Útgerðarfélag Reykjavíkur hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra
Stærsti eigandi Brim, sem hét áður HB Grandi, bókfærði eignarhlut sinn í félaginu á rúmlega 15 prósent hærra verði en skráð markaðsverð hlutarins var á reikningsskiladegi. Eignir Brim voru metnar á um 60 milljarða króna um síðustu áramót.
Kjarninn 15. september 2019
Eiríkur Ragnarsson
RÚV á kannski heima á auglýsingamarkaði eftir allt saman
Kjarninn 15. september 2019
Vinningstillaga Henning Larsen arkitektastofunnar að því hvernig Vinge ætti að líta út. Veruleikinn í dag er allt annar.
Danska skýjaborgin Vinge
Það er ekki nóg að fá háleitar hugmyndir, það þarf líka einhvern til að framkvæma þær. Þessu hafa bæjaryfirvöld í Frederikssund á Sjálandi fengið að kynnast, þar sem draumsýn hefur breyst í hálfgerða martröð.
Kjarninn 15. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar