Tímamót í Frjálsa lífeyrissjóðnum

Ingvi Þór Georgsson hvetur sjóðsfélaga Frjálsa lífeyrissjóðsins til að mæta á aðalfundinn sem framundan er og nýta lýðræðislegan rétt sinn til að greiða atkvæði.

Auglýsing

Í hugum margra eru stjórnir líf­eyr­is­sjóða lok­aðir klúbbar fyrir útvalda. Sjálfur er ég í Frjálsa líf­eyr­is­sjóðnum og tel það jákvætt að hve miklu leyti sjóð­ur­inn sker sig frá öðrum líf­eyr­is­sjóðum sökum sjóð­fé­laga­lýð­ræðis til kosn­ingar stjórnar á aðal­fundi á ári hverju. Því má segja að fyr­ir­komu­lag Frjálsa líf­eyr­is­sjóðs­ins í dag sé að mörgu leyti það besta sem á verður kos­ið.

Það hefur þó blásið um Frjálsa að und­an­förnu. Líf­eyr­is­sjóð­ur­inn hefur átt storma­söm tvö ár og hafa sjóð­fé­lagar krafið stjórn sjóðs­ins um upp­lýs­ingar um hin ýmsu mál, má þar helst nefna fjár­fest­ingu sjóðs­ins í United Sil­icon og aðdrag­anda henn­ar, sem kost­aði sjóð­inn stór­fé.

Í ár verður tíma­móta fundur en þá verður í fyrsta skipti á valdi sjóð­fé­laga Frjálsa líf­eyr­is­sjóðs­ins að kjósa öll sæti í stjórn, en und­an­farin ár hefur Arion banki til­nefnt þrjá af sjö stjórn­ar­mönn­um. Ég býð mig fram til setu í stjórn Frjálsa líf­eyr­is­sjóðs­ins til að gefa sjóðs­fé­lögum val á aðal­fundi mánu­dag­inn 13. maí næst­kom­andi.

Auglýsing

Það er margt sem betur mætti fara í stjórn sjóðs­ins og ég bendi sér­stak­lega á fjögur mál sem ég tel mik­il­vægt að vinna að.

Í fyrsta lagi legg ég til að það verði skylda að kosn­ingar til stjórnar sjóðs­ins verði raf­ræn­ar. Á aðal­fund­inum í næstu viku verður borin fram breyt­inga­til­laga stjórn­ar, sem kveður á um að stjórnin skuli hafa heim­ild til að halda raf­rænar kosn­ing­ar. Hér vil ég ganga enn lengra og gera raf­rænar kosn­ingar að skyldu því kost­irnir eru svo ótví­ræð­ir, raf­rænar kosn­ingar myndu meðal ann­ars auð­velda sjóð­fé­lögum um allt land að taka þátt í starfi sjóðs­ins.

Í annan stað þá er end­ur­skoð­un­ar­nefnd sjóðs­ins skipuð stjórn­ar­mönnum sjóðs­ins. Ég legg til að utan­að­kom­andi aðilar verði fengnir inn í end­ur­skoð­un­ar­nefnd sjóðs­ins.

Í þriðja lagi þarf að fara betur í saumana á því af hverju kostn­aður Frjálsa er miklu meiri en í Almenna líf­eyr­is­sjóðn­um, en báðir sjóðir eru svip­aðir að stærð. Eins og sjá má á mynd­inni hér að neðan munar þarna gríð­ar­legum fjár­hæð­um. Töl­urnar eru fengnar úr árs­reikn­ingum sjóð­anna en sam­an­burður milli sjóð­anna var birtur á síð­asta aðal­fundi.

Heimild: Ársreikningar Frjálsa og Almenna Lífeyrissjóðsins

Fjórði og síð­asti punkt­ur­inn sem ég tel vert að leggja áherslu á snýr svo að frelsi Frjálsa líf­eyr­is­sjóðs­ins. Frjálsi er í dag í eins­konar fjötrum Arion banka og núver­andi stjórn hefur lagt fram til­lögu sem mun að öllum lík­indum festa sjóð­inn hjá Arion banka um ókomna tíð, en lagt er til að það þurfi 2/3 hluta atkvæða á aðal­fundi Frjálsa til þess að breyta um rekstr­ar­að­ila. Ég tel mik­il­vægt að sjóð­fé­lagar og stjórn hafi val um að bjóða út rekstur sjóðs­ins fremur en að vera bundin einu fjár­mála­fyr­ir­tæki. Því tel ég að rétt­ast sé að hafna þess­ari breyt­inga­til­lögu eins og hún er lögð fram í dag.

Ég hvet sem flesta sjóðs­fé­laga til að mæta á aðal­fund­inn og nýta lýð­ræð­is­legan rétt sinn til að greiða atkvæði. Sjóð­ur­inn telur hátt í 60 þús­und manns og tæki­færi sjóð­fé­laga til að móta fram­tíð sjóðs­ins er núna. Sjáir þú þér ekki fært að mæta er ég til­bú­inn að fara með umboð fyrir þína hönd og koma fram­an­greindum mál­efnum á fram­færi.

Höf­undur er sjóð­fé­lagi í Frjálsa og við­skipta­fræð­ing­ur.

Samvinna er möguleg - Kjarasamningar sköpuðu farveg fyrir traust
Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands segir að nú sé tilefni til þess að bregðast við breyttri stöðu, með viðspyrnu sem er eins og teiknuð upp úr kennslubók.
Kjarninn 26. maí 2019
Karolina Fund: Breiðdalsbiti – Matvælaþróun úr afurðum svæðisins
Guðný Harðardóttir er sauðfjárbóndi í húð og hár sem vill koma afurðum sínum og öðrum afurðum úr Breiðdalnum á þann stall sem þær eiga heima á.
Kjarninn 26. maí 2019
Búin að finna kjallara undir botninum á siðferði í íslenskri pólitík
Þingflokksformaður Pírata segir að munurinn á ofteknum akstursgreiðslumálum þingmanna í Noregi og á Ísland sé að þar sem málið rannsakað og pólitísk ábyrgð tekin. Hér sé málið ekki rannsakað og pólitísk ábyrgð sé engin.
Kjarninn 26. maí 2019
Bára Huld Beck
Í frelsi felst ábyrgð – og í orðum einnig
Kjarninn 26. maí 2019
Segir að Björk hafi skorið upp herör á óupplýstan hátt gegn Magma
Rekstrarhagnaður HS Orku jókst um tæpan milljarð króna í fyrra. Ross Beaty mun líkast til yfirgefa félagið fljótlega og í síðasta ávarpi hans í ársskýrslu fer hann yfir hæðir og lægðir.
Kjarninn 26. maí 2019
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Óvissa í dönskum stjórnmálum
Þingkosningar verða í Danmörku eftir tíu daga, skoðanakannanir benda til stjórnarskipta. Málefni innflytjenda og flóttafólks hafa mjög sett svip sinn á kosningabaráttuna, kosningar til Evrópuþings fá litla athygli.
Kjarninn 26. maí 2019
Vonast eftir frjálslyndri ríkisstjórn eftir næstu kosningar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að núverandi ríkisstjórn sé síðasta vígi gamla flokkakerfisins. Skýrustu víglínurnar á Alþingi í dag séu á milli frjálslyndis og íhaldssemi.
Kjarninn 25. maí 2019
Metani breytt í koltvíoxíð
Hvatinn fjallar um líkan af nokkurs konar metanbindandi loftræstingu sem vísindahópur við Stanford University hefur gert til þess að koma í veg fyrir að metan fari beint út í andrúmsloftið.
Kjarninn 25. maí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar